Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN hafa nú birt fyrstu athuganir sínar á næstum því öllu genamengi mannsins, en vinnan við að skilja það og nýta það er rétt að hefjast. Það má ímynda sér að maður reyni að öðlast skilning á því hvern- ig stórt fyrirtæki starfar með því að grannskoða innanhússsímaskrá þess. Þar er fjöldi nafna og vinnu- stöðva. En hvað gerir hver og einn einstaklingur? Hvernig vinna þeir saman að settu marki? Ef eitthvað fer úrskeiðis, hvaða starfsmönnum eða starfshópum er um að kenna? Þetta er ein leiðin til að útskýra hvernig rannsóknum verður fram- vegis hagað á forsendum hinna nýju upplýsinga. Báðir hóparnir, sem hafa meira og minna skráð genamengið, segja að niðurstöður sínar hafi þegar hjálpað öðrum við að finna tugi af genum sem valdi sjúkdómum. Það er skref í þá átt að skilja líffræðileg- ar rætur sjúkdóma, og gæti er fram líða stundir nýst í betri meðferðir. En þetta er einungis eitt af því sem vísindamenn vonast til að verði afrakstur vinnunnar við genameng- ið. Vísindamenn vilja til dæmis einn- ig finna leiðir til að nota genaupp- byggingu tiltekins sjúklings til að velja meðferðir sem munu virka best og hafa sem fæstar aukaverk- anir. Aukinn skilningur á líffræði mannsins ætti einnig að hjálpa vís- indamönnum að leggja mat á hættur í umhverfinu, segja vísindamenn. Rýnt í fornan texta Og hvað vísindalegu hliðina varð- ar vonast vísindamenn til þess að læra meira um þróun, ferðir fólks í fornöld og gátur um sögu gena- mengisins og byggingu. „Við höfum í fyrsta sinn rýnt í þennan forna texta,“ sagði Eric Lander, framkvæmdastjóri White- head-genamengisrannsóknarstofn- unarinnar í Cambridge í Massach- usettsríki í Bandaríkjunum, og meðhöfundur einnar af nýju grein- ingunum. „Fáein svör hafa komið í ljós, og tugir nýrra leyndarmála.“ Báðar útgáfur genamengisins, sem birtar voru í vikunni í tímarit- unum Nature og Science, eru enn í vinnslu. Önnur útgáfan, sem birt var af hálfu samstarfshóps bandarískra vísindamanna og samstarfsmanna þeirra í fimm öðrum löndum, er uppkast sem áætlað er að vinna þurfi áfram að í um tvö ár. Og Cel- era Genomics-fyrirtækið í Rockville í Marylandríki í Bandaríkjunum, mun halda áfram að bæta við sína útgáfu, að sögn forstjóra fyrirtæk- isins, J. Craigs Venters. Hóparnir tveir hafa afmarkað flesta „bókstafina“ í kjarnsýru (DNA) mannsins, en þeir eru um þrír milljarðar talsins, og í henni eru öll helstu fyrirmælin um það hvern- ig mannslíkami er byggður og rek- inn. Báðir eru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fá gen fundust, eða 26 til 39 þúsund sam- kvæmt talningu Celera, og um 30 til 40 þúsund samkvæmt talningu sam- starfshópsins. Það er ekki auðvelt að bera ná- kvæmlega kennsl á genin í gena- mengi mannsins, og það er framtíð- arverkefni að skera nánar úr um hver fjöldinn er. Þá er enn ólokið því gífurlega verkefni að finna út hvað nýfundin gen gera. Venter sagði að 40% genanna í lægri áætlun hóps síns, 26 þúsund, séu leyndardómar sem ekki sé vitað hvernig virki. Og raunverulegur líffræðilegur skiln- ingur mun ekki að- eins fást með því að finna út hvað hver einstök gen gera, heldur einnig með því að takast á við flókn- ari spurningar. Hvernig gen vinni saman, hvernig starf- semi þeirra sé stjórn- að og hvernig prótín- in, sem þau leiði af sér, virki saman. Skráning á genamengi mannsins markar tímamót í vísindasögunni „Fáein svör hafa komið í ljós og tugir nýrra leyndarmála“ Vinna við að skilja og nýta þær upplýs- ingar sem fylgja skráningu gena- mengis mannsins er rétt að hefjast. Associated Press Robert Waterston sem starfar við Washington-læknamiðstöð- ina í St. Louis gerir grein fyrir skráningunni á genamengi mannsins fyrr í vikunni. TENGLAR .............................................. Tímaritið Science: http://intl.sciencemag.org Tímaritið Nature: http://www.nature.com/nature/ Washington. AP. EFTIR að rannsóknir hafa staðið í áratug og lyfjafyrirtæki hafa fjár- fest sem nemur þrem milljörðum Bandaríkjadala eru enn mörg ár þangað til genameðferð verður út- breidd, að mati sérfræðinga sem mættu á Alþjóðahagfræðisamkom- una í Davos í Sviss. Markmiðið með genameðferð er að koma fyrir eðlilegum genum í stað gallaðra. Það var mikið áfall fyrir þessi vísindi þegar Jesse Gelsinger, 18 ára Bandaríkjamað- ur, lést við þátttöku í tilraun með genameðferð og var það fyrsta dauðsfallið sem rakið hefur verið til meðferðar af þessu tagi. Fjöldi fyrirhugaðra tilrauna var lagður á hilluna vegna þessa og fjárfestar losuðu sig við hlutabréf í fyrirtækjum er starfa á sviði erfðarannsókna. Engu að síður hefur kviknað vonarneisti á und- anförnu ári þar eð frumniðurstöð- ur lofa góðu úr meðferð á börnum í Frakklandi, sem eru haldin sjald- gæfum erfðagalla er leiðir til þess að ónæmiskerfi líkamans virkar ekki, og á öðrum hópi í Bandaríkj- unum sem haldinn er síblæði. Að auki eru genameðferðarvör- ur, þróaðar af fyrirtækjunum Introgen og Aventis, komnar á þriðja stig í tilraunum gegn krabbameini í höfði og hálsi. En það hefur reynst á brattann að sækja. „Frá því í byrjun tíunda áratug- arins er það fjármagn sem veitt hefur verið af einkaaðilum til þró- unar á þessu ákaflega spennandi sviði komið í að minnsta kosti þrjá milljarða dala,“ sagði Henri Term- eer, framkvæmdastjóri bandaríska líftæknifyrirtækisins Genzyme General. Það fyrirtæki hefur sjálft lagt fram 200 milljónir dala og gert þrjár klínískar rannsóknir í leit að genameðferð við slímseigju- kvilla – sem er arfgengur sjúk- dómur er lýsir sér með þrálátum sýkingum í lungum – en enn hefur enginn árangur náðst. Tækni ábótavant Fred Gage við Salk-líffræði- stofnunina í Bandaríkjunum sagði að genameðferð lofaði virkilega góðu, ekki eingöngu við krabba- meini og sjaldgæfum arfgengum sjúkdómum er rekja megi til eins gallaðs gens, heldur einnig við hrörnunarsjúkdómum í heila. En tæknin sem notuð er til að koma genum inn í líkamann er enn ekki nógu góð, segir hann. Vís- indamenn nota yfirleitt óvirkan vírus, eins og til dæmis þann sem veldur kvefi, til að bera genin inn í líkamann. En vandinn er sá, að þetta getur valdið ónæmisvið- brögðum ekki ósvipuðum þeim sem talið er að hafi orðið Gels- inger að bana – og margir vírusar ná aldrei alla leið til réttu frumn- anna. Einn möguleikinn sem verið er að athuga er að nota flokk vírusa sem nefnast lentivírusar, og upp- hafleg skaðleg gen hafa verið tekin úr, sem vektor, þar eð þessir vír- usar eru einkar duglegir við að sýkja frumur. En þetta gæti orðið erfitt að fá fólk til að samþykkja því að frægasti lentivírusinn er HIV, vírusinn sem veldur alnæmi. Irving Weissmann, prófessor í faraldursfræði við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjun- um, telur svarið vera að bæta geni við stofnfrumur á rannsóknarstofu og setja þær síðan aftur í sjúkling- inn og tryggja þannig að frum- urnar sem bera í sér genin taki sér bólfestu í líkamanum. Stofnfrumur eru óþroskaðar að- alfrumur sem hægt er að fá til að mynda ýmsar gerðir vefja í lík- amanum. „Ef maður þarf að koma genum á ýmsa staði í líkamanum er best að fá far með frumum,“ sagði Weissmann. Associated Press Enn er þess að bíða að genameðferð við algengum sjúkdómum verði viðtekin. En á grundvelli þess árangurs sem náðst hefur má nú hefja nýjar og markvissari rannsóknir en hingað til hafa þekkst á þessu sviði vísindanna. Davos í Sviss. Reuters. Þrátt fyrir vonarneista er genameðferð enn langt undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.