Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ íbúðum og 130.100 fermetra atvinnuhúsnæði á 29,9 hekturum lands sem losna eftir að NA-SV- brautin verður aflögð og einka- og æfingaflug flutt á annan völl eins og samkomulag er um milli ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að byggja megi 2.729 íbúðir og 172.800 fermetra atvinnu- húsnæði á þeim 72,1 ha sem Borgarskipulag tel- ur að losni við flutning austur-vestur-brautar út í sjó. Með flutningi innanlandsflugsins úr Vatns- mýrinni telur borgarskipulag að byggja megi 5.620 íbúðir og 188.000 fermetra atvinnuhús- næði á þeim 130 ha sem yrðu til ráðstöfunar við þá aðgerð. Hugmyndum Borgarskipulags um nýtingu svæðisins svipar mjög til hugmynda svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem gera ráð fyrir um fimm þúsund íbúðum fyr- ir allt upp í tólf þúsund íbúa og atvinnutækifær- um fyrir allt upp í fimm þúsund manns. Að mati Trausta Valssonar skipulagsfræðings, sem unn- ið hefur frumhugmynd að skipulagi svæðisins, mætti nýta allt að 190 hektara lands undir byggð í Vatnsmýrinni hverfi völlurinn allur sem þýðir að ýmis lítt eða ónotuð svæði í næsta ná- grenni hans eru tekin með inn í skipulagið. Trausti bætir þó ekki við sjálfri Öskjuhlíðinni eins og Samtök um betri byggð á höfuðborg- arsvæðinu gera að hluta til. Þau ganga enn lengra en flestar aðrar tillögur hafa gert og tala um að nýta megi allt að 330 hektara undir byggð á þessu svæði, þar með talinn er stór hluti Öskjuhlíðarinnar og veruleg uppfylling út í Skerjafjörðinn. Að mati Trausta Valssonar væri auðveldlega hægt að koma fyrir um 30 þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni ásamt vinnustöð- um fyrir um 17 þúsund manns. Á hinn bóginn gera Samtök um betri byggð á höfuðborgar- svæðinu ráð fyrir að hægt sé að byggja á svæð- inu allt að 22 þúsund íbúðir fyrir allt að 48 þús- und íbúa og skapa þar að auki um 17 þúsund ný störf. Sá munur sem fram kemur í mismunandi háum íbúðafjöldatölum og fjölda starfa liggur helst í því að Trausti og Samtök um betri byggð reikna með að bæta við verulegu byggingar- svæði fyrir utan sjálft flugvallarsvæðið. Meiri nýting – aukin verðmæti Stefán Ólafsson, formaður sérfræðihóps sem undirbjó atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar, telur að tekjuöflunarmögu- leikar borgar og atvinnulífs vegna Vatnsmýr- arsvæðisins yrðu mestir ef völlurinn færi alveg. Að mati Stefáns er þó ekki hægt að reikna ná- kvæmt og óumdeilanlegt verðmæti Vatnsmýr- arlandsins ef það væri tekið til nota fyrir bland- aða byggð íbúa og atvinnulífs, en almennt mætti reikna með að hærra nýtingarhlutfall fæli í sér meiri verðmæti, bæði m.t.t. sölu lóða og gatna- gerðargjalda fyrir fjölbýlishús og tekna af íbú- um, jafnt fyrir borgina og atvinnulífið í miðborg- inni. Í samantektartöflu sem fylgdi nýlegri grein- argerð sem Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur skrifaði í umboði samvinnunefndar um svæðisskipulagið gerir hann ráð fyrir að verðmæti þess lands sem flugvöllurinn stendur nú á sé um 2,7 milljarðar króna að frádregnum kostnaði við að gera svæðið byggingarhæft. Minna má á að auk þess að leggja helstu götur á svæðinu þarf að bæta stofnbrautarkerfi í ná- grenni alls svæðisins mikið ef háar nýtingartöl- ur eru notaðar. Hér grípur Stefán til talna úr skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ frá árinu 1997, byggðri á tölum frá Borgarskipulagi frá 1996. Af ýmsum ástæðum var sú nýtingartala, sem þar var notuð, mjög lág eða íbúðarhúsnæði fyrir tæp þrjú þúsund manns og atvinnuhúsnæði fyr- ir um þrjú þúsund störf. Aflvaki metur land á 2,5 til 7,6 milljarða kr. Nú hefur Aflvaki, hlutafélag í eigu borgarinn- ar, lagt nýtt verðmætamat á Vatnsmýrina að beiðni borgarritara, miðað við þrjá fyrirliggj- andi flugvallarkosti og mat Borgarskipulags á landnýtingu við hvern þessara kosta. Niður- stöður útreikninga Aflvaka á verðmætamati í Vatnsmýrinni eru þær að sé miðað við nýtingu Þ ÉTT borgarbyggð, sem gæti orðið sambland af íbúðarbyggð og atvinnutækifærum, til dæmis tengdum þekkingariðn- aði og líftæknifyrirtækjum, er sú sýn sem flestir sjá fyrir sér í Vatnsmýrinni fari svo að inn- anlandsflugvöllur hverfi þaðan að hluta til eða öllu leyti. Um þéttleika byggð- arinnar og hversu stórt svæði í nágrenni flug- vallarins ætti að taka undir byggð eru hinsvegar mjög skiptar skoðanir auk þess sem menn virð- ast hafa misjafnar skoðanir á því hvað svæðið þolir háar byggingar. Ef flugvöllurinn verður áfram í einhverju formi verða áfram miklar tak- markanir á hæð húsa vegna svonefndra örygg- isflata flugbrauta. Ef flugvöllurinn færi aftur á móti alveg stæði ekkert lengur í vegi þess að byggja þarna verulega há hús. Hver svo sem niðurstaðan verður í flugvallarmálinu eftir að Reykvíkingum hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um staðsetningu innanlandsflugvallar í at- kvæðagreiðslu hinn 17. mars nk. er ljóst að í öll- um þeim flugvallartillögum sem nefndar hafa verið mun mismikið land í Vatnsmýrinni losna undir annars konar starfsemi en flugvöll. Þróunarmöguleikar Vatnsmýrarsvæðis fyrir íbúðarbyggð og atvinnurekstur eru í nokkuð beinu sambandi við umfang þess lands sem losnar og má ætla að verðmæti Vatnsmýrarinn- ar sé beinlínis háð því hvaða skipulag er sam- þykkt til að byggja eftir. Nokkuð breitt bil ein- kennir þær hugmyndir sem komið hafa fram að undanförnu um hversu mörgum íbúum og störf- um hægt er að koma fyrir í Vatnsmýrinni verði land til reiðu. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur unnið þrjár tillögur að nýtingu Vatnsmýrarsvæðisins miðað við þrjá valkosti, en í þeim er fyrst og fremst fjallað um hugsanlegt heildarbygginga- magn á svæðinu en ekki er tekið á hugsanlegu byggðarmynstri, sem felur í sér hæð og gerð bygginga. Sú tillaga sem miðar að endurbætt- um flugvelli á núverandi stað gerir ráð fyrir 739 ALLIR KOSTIR FELA Í SÉR LOSUN LANDS Hugsanlegt verðmæti bygging- arlóða í Vatnsmýri er háð mark- aðsaðstæðum og tilboðum í einstaka verkþætti, en ákvörð- un skipulagsyfirvalda borg- arinnar um nýtingarhlutföll hefur þó lykiláhrif í þessu efni. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga í skipulagsmálum um nýtingarmöguleika Vatnsmýrarinnar fari svo að flugvöllurinn hverfi þaðan sem aftur hefur bein áhrif á verðmæti lands þar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.