Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 55 STAÐA og horfur í efnahagsmálum eru eðli máls samkvæmt stöðugt til umræðu enda í senn grundvöll- ur almennrar framþró- unar í efnahagslífinu og ákvarðana einstak- linga, fyrirtækja og stjórnvalda hverju sinni. Það skiptir meg- inmáli að slík umfjöllun sé byggð á hlutlægu mati á því sem helstu hagtölur gefa til kynna um stöðuna og horfurn- ar framundan. Í þessu samhengi ber að fagna þeirri þró- un að umfjöllun um efnahagsmál takmarkast ekki lengur við örfáa op- inbera aðila og stjórnvöld heldur taka nánast öll fjármálafyrirtæki auk helstu samtaka á vinnumarkaði þátt í þeirri umræðu. Þetta stuðlar að heilbrigðum skoðanaskiptum og veitir mikilvægt aðhald. Þessi gjör- breytta staða gerir hins vegar kröfur um vönduð vinnubrögð af hálfu þeirra sem um þessi mál fjalla. Opið hagkerfi, eins og hið íslenska, er ekki einungis opið fyrir jákvæðum áhrif- um svo sem frá erlendu fjármagns- streymi inn í landið og auknum fjár- festingarmöguleikum í útlöndum heldur einnig neikvæðum, bæði breytingum ýmissa hagstærða og sveiflum í væntingum almennings og fyrirtækja sem skipta sífellt meira máli. Það fer ekki á milli mála að grundvallar- breytingar hafa orðið í okkar efnahagslífi und- anfarin ár. Skipulagi hagkerfisins hefur ver- ið umbylt og áherslum í hagstjórn gjörbreytt. Þessar breytingar hafa verið lykillinn að auk- inni hagsæld og endur- reisn efnahagslífsins að undanförnu sem leitt hefur til samfelldari hagvaxtar og meiri kaupmáttaraukningar en dæmi eru um í ís- lenskri hagsögu. Í kjölfarið hefur ís- lenska hagkerfið breyst úr lokuðu, miðstýrðu og einangruðu hagkerfi í opið, nútímalegt hagkerfi sem stend- ur traustum fótum. Þessar stað- reyndir vilja hins vegar oft gleymast í almennri efnahagsumræðu þar sem ýmsum hættir til að draga of al- mennar ályktanir út frá þróun af- markaðra þátta hagkerfisins. Þannig var á síðasta ári mikið fjallað um verðbólgu og viðskiptahalla. Það var út af fyrir sig ekki að tilefnislausu þar sem þessir þættir eru oftar en ekki fylgifiskar mikillar uppsveiflu í efnahagslífinu eins og hér hefur ver- ið síðustu árin. Hins vegar misstu menn stundum sjónar af heildar- myndinni sem er einfaldlega sú að staða efnahagsmála er í meginatrið- um traust. Auk þess skorti nokkuð á að undirliggjandi þróun jafnt verð- bólgu sem viðskiptahalla væri rétt greind. Verðbólgan er á niðurleið Þótt verðbólgan hafi vissulega aukist á síðasta ári, en hún fór hæst í 5½-6% á fyrri hluta ársins, stafaði það ekki síst af mikilli hækkun ol- íuverðs og fasteignaverðs. Að þess- um þáttum frátöldum fæst hins veg- ar allt önnur mynd þar sem aðrar verðhækkanir voru á bilinu 2½-3½% megnið af árinu. Því skiptir miklu að horfa til þess hvernig einstakir þætt- ir verðbólgunnar hafa breyst en ekki einungis til vísitölunnar í heild. Þró- unin síðustu mánuði bendir eindreg- ið til að verðbólgan sé á niðurleið. Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans staðfestir þessa skoðun, en hún gerir ráð fyrir rúmlega 4% verðbólgu í ár og innan við 3% verðbólgu árið 2002. Þessi spá er í meginatriðum sam- hljóða spá fjármálaráðuneytisins sem lögð var til grundvallar við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 2001. Verulega hægir á innlendri eftirspurn Umfjöllun um viðskiptahallann er annað dæmi. Um það er ekki deilt að viðskiptahallinn jókst töluvert á síð- asta ári, eða um 18 milljarða króna samkvæmt síðustu spám. Hér er þó ekki allt sem sýnist þar sem helming þessarar aukningar má rekja til hækkunar olíuverðs og afganginn til innflutnings rekstrar- og fjárfesting- arvara og aukinna vaxtagjalda af er- lendum skuldum. Innflutningur neysluvara stóð hins vegar nánast í stað og er því ekki skýring á auknum viðskiptahalla, öfugt við það sem var á árunum 1998-1999 auk þess sem þá voru miklar stóriðju- og virkjunar- framkvæmdir í gangi. Heildartölur gefa því ekki rétta mynd af stöðunni sem er að verulega hefur hægt á vexti innlendrar eftirspurnar, eink- um hjá heimilunum. Auk þess er rétt að hafa í huga að hefðbundin uppgjör viðskiptajafnaðar vanmeta áhrif er- lendra verð- og hlutabréfakaupa Ís- lendinga. Þessi áhrif koma hins veg- ar glöggt fram í tölum um eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins sem sýna að hrein skuldastaða hefur langt því frá aukist sem nemur viðskiptahall- anum. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að hallinn stafar ekki ein- ungis af auknum innflutningi heldur einnig því að útflutningur sjávaraf- urða hefur lítið sem ekkert vaxið á undanförnum árum. Það er hins veg- ar tímabundið ástand og allt bendir til að á næstu árum muni útflutn- ingur sjávarafurða aukast á nýjan leik. Önnur útflutningsframleiðsla hefur einnig aukist umtalsvert, bæði ál og kísiljárn og eins útflutningur ýmissa tæknigreina. Þá hefur staða ríkissjóðs verið afar sterk að und- anförnu og sparnaður ríkisins verið hátt í helmingur alls þjóðhagslegs sparnaðar. Viðskiptahallinn stafar því alfarið af ákvörðunum heimila og fyrirtækja sem endurspeglar trú þessara aðila á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Nauðsyn aðhaldssamrar efnahagsstefnu Öll þessi atriði styrkja þá skoðun að staða efnahagsmála hér á landi sé í meginatriðum traust. Þetta kemur einnig skýrt fram í nýlegum álits- gerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og matsfyrirtækisins Moody’s. Enn- fremur eru marktækar vísbendingar um að vöxtur innlendrar eftirspurn- ar sé að minnka, einkum hvað heim- ilin varðar, eins og fram kemur í ný- legum innflutnings- og veltutölum. Áfram er þó mikilvægt að stjórnvöld fylgi aðhaldssamri efnahagsstefnu, einkum í ríkisfjármálum. Traustur afgangur á ríkissjóði skapar svigrúm til lækkunar skulda og auðveldar það mikilvæga viðfangsefni peninga- málastjórnar að halda verðbólgu í skefjum. Jafnframt stuðlar slík stefna að arðbærum fjárfestingum og auknum hagvexti til lengri tíma litið. Nýlegir framreikningar fjár- málaráðuneytisins, sem gera ráð fyr- ir áframhaldandi aðhaldssamri hag- stjórn, benda til þess að viðskipta- hallinn muni fara niður í 3-4% af landsframleiðslu innan örfárra ára. Að öllu samanlögðu verður því að telja horfur í efnahagsmálum hér á landi fremur hagstæðar svo framar- lega sem stjórnvöld halda áfram á braut aðhaldssamrar hagstjórnar líkt og verið hefur undanfarin ár. Staða og horfur í efnahagsmálum Bolli Þór Bollason Efnahagur Staða efnahagsmála hér á landi, segir Bolli Þór Bollason, er í megin- atriðum traust. Höfundur er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. DAGANA 27. og 28. febrúar fara fram kosningar til Stúdenta- ráðs og háskólafundar. Röskva gaf nú í vikunni út ítarlega stefnuskrá þar sem er að finna stórtækar hugmyndir sem taka á öllum þátt- um háskólasamfé- lagsins, t.d. um stór- sókn í lánasjóðsmálum, stúdentavænna hús- næðiskerfi, betri kennslu og tækni- væddara stúdentasam- félag. Brýnasta hags- munamál stúdenta verður hinsvegar að vinna bug á fjársvelti Háskóla Ís- lands. Nýtum afmælisárið Við stúdentar verðum að vera í fararbroddi í baráttunni fyrir aukn- um fjárveitingum til skólans og kosningarnar hljóta að snúast um leiðir til þess. Röskva hefur lagt fram ítarlega stefnu um þjóðarátak í þágu Háskóla Íslands í tilefni af 90 ára afmæli skólans. Við viljum nýta það tækifæri sem afmælisárið veitir til að efna til þjóðarátaks í þeim til- gangi að efla og styrkja skólann. Samstarf við atvinnulífið Átakið felst í því að virkja með skipulögðum hætti hina ólíku aðila þjóðfélagsins til að styðja við bakið á skólanum. Röskva vill virkja at- vinnulífið, sveitarfélög, ríki og al- menning og hefur lagt fram ítarleg- ar hugmyndir um hlutverk hvers og eins í átakinu. Röskva vill taka upp samstarf við Samtök atvinnulífsins, Bandalag háskólamanna og fleiri að- ila um úttekt á því hvernig háskóla- menntun skilar sér til atvinnulífsins. Möguleikar stúdenta á framhalds- styrkjum hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna verði auknir og sam- starf atvinnulífs og einstakra deilda eflt. Síðast en ekki síst verði markvisst leitað afmælisgjafa frá fyrir- tækjum til Háskóla Ís- lands. Stuðningur frá sveitarfélögum Röskva ætlar að fá sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu til að styðja við bakið á frek- ari uppbyggingu Stúd- entagarða. Til dæmis verði leitað eftir því að Reykjavíkurborg gefi nýja byggingarlóð til FS í tilefni afmælisins. Sveitarfélögin á lands- byggðinni viljum við fá til samstarfs til eflingar rannsókna, svo sem með því að styrkja fræðasetur HÍ vítt og breitt um landið og auka þátttöku stúdenta í þeim. Opinn háskóli fyrir almenning Það er mikilvægt að almenningur taki þátt í átakinu og því vill Röskva að Stúdentaráð standi fyrir öflugri kynningu á starfsemi háskólans og mikilvægi hans. Almenningur verði síðan hvattur til að rita undir yfirlýs- ingu um þýðingu skólans fyrir þjóð- ina og skora á stjórnvöld að gera vel við skólann á afmælisárinu. Háskól- inn launi þjóðarátakið með fræði- legri og menningarlegri dagskrá fyrir almenning. Byggingarfé frá ríki Hluti af átakinu verður markviss barátta okkar stúdenta fyrir því að ríkið geri vel við háskólann á afmæl- isárinu. Ríkið verði t.d. hvatt til að veita aukafjárveitingu til byggingar- framkvæmda HÍ sem yrði nokkurs konar afmælisgjöf ríkisins til skól- ans. Átakið skilar árangri Þjóðarátakið er í mörgum liðum og er vandlega lýst í stefnuskrá Röskvu. Við erum afar bjartsýn á að það muni skila háskólanum miklu, bæði í auknu fjármagni til skólans og bættri starfsemi. Það eru margir sem hugsa með hlýhug til Háskólans og með því að virkja þjóðfélagið allt getum við eflt háskólann verulega. Við stúdentar höfum síðastliðið ár sýnt hvers við erum megnugir og undir forystu Röskvu hefur gríðar- legur árangur náðst. Með skipu- lögðu og vel útfærðu þjóðarátaki getum við lyft grettistaki og skapað kraftmikinn háskóla fyrir alla. Þjóðarátak í þágu Háskóla Íslands Kolbrún Benediktsdóttir Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Stúdentaráð Með vel útfærðu þjóð- arátaki vill Röskva, seg- ir Kolbrún Benedikts- dóttir, virkja hina ólíku aðila þjóðfélagsins til að efla og styrkja háskól- ann á afmælisárinu. STEPHILL Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Einstakir Skrd:9/1997 Ekinn 34.000 km Vél:3950 cc. 8 cyl. 190 hö. 5 dyra, sjálfskiptur. Einn eigandi Verð 3.450.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Komið og kíkið á hólinn um helgina. Búnaður m.a Rafmagn í rúðum Samlæsing Rafdrifnir speglar Líknabelgir Leðuráklæði Rafstýrð hæðarstilling á boddý Tölvustýrð miðstöð Aksturstölva 'Alfelgur 16" Hátt og lágt drif Viðarklædd innrétting ABS-bremsukerfi Hæðarstillanlegt bílstjórasæti Cruise-control Armpúðar við framsæti Fjarstýrðar samlæsingar Armpúði milli sæta og m.flr. Range Rover Se 4X4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.