Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 53 ÞESSA dagana er borið heim til borgar- búa blaðið Framtíðar- borgin Reykjavík – raddir borgarbúa. Blaðið er kynning á þeirri vinnu sem meira en átta hundruð Reyk- víkingar komu að á liðnu ári í stefnumótun Reykjavíkurborgar til framtíðar. Í umræðu sem farið hefur fram í vinnuhópum, á ráð- stefnum og hverfa- fundum, meðal for- eldra, samtaka og safnaða hafa margvís- leg álitamál samtímans og framtíðarinnar verið rædd og þessu blaði er ætlað að veita innsýn í hana. Fram koma ýmsar tilvitnanir úr vinnuhópum en einnig er vitnað í fjölmarga nafngreinda einstaklinga. Hvatning til borgarbúa Borgarbúar eru hvattir til að kynna sér efni blaðisins og skoða með opnum huga. Greinilegt er að oft hefur umræðan verið bæði skemmtileg og krefjandi um það sem stundum hefur verið kallað „hin níu líf“ borgarinnar. Hér er átt við stór og þýðingarmikil mál sem til einföld- unar hafa verið flokkuð sem byggða- líf, borgarlíf, stofnanalíf, fjölskyldu- líf, líf barna, siðferðislíf, ljúft líf, erfitt líf og efnahagslíf. Framtíðarborgarverkefnið hefur það að markmiði að borgin stígi í takt við íbúana þannig að skipulag og þjónusta sem borgin veitir taki mið af þörfum íbúa og hagsmunaaðila. Sú leið að kalla lærða og leika til við- ræðu hefur leitt til þess að borgarlíf- ið hefur verið krufið til mergjar á óhefðbundinn hátt, ótal hugmyndir hafa fæðst, gamlar tekið á sig nýja mynd, enn aðrar taldar best geymd- ar gleymdar. Því blaði sem hér um ræðir er ætlað að kalla fram frekari umræðu og hugsun um hvernig væn- legast sé að þróa borg- arsamfélagið til fram- tíðar. Þeir sem vilja kynna sér málin sem til umræðu voru enn frek- ar geta gert það á heimasíðunni reykja- vik.is eða haft samband við upplýsingafulltrúa Ráðhússins. Leiðrétting Í blaðinu er safnað saman mörgum ólíkum sjónarmiðum úr ýms- um áttum sem varða framtíð borgarinnar. Tinna Gunnlaugsdóttir, formaður Bandalags ís- lenskra listamanna, er í hópi þeirra fjölmörgu sem lagt hafa lóð sín á vogarskálar í verkefninu Framtíðar- borgin. Þess leiðara er að þau mistök skyldu eiga sér stað við vinnslu blaðsins að ekki er rétt í orð hennar vitnað, og beðist afsökunar á því. Ekki er ástæða til að endurtaka það sem í blaðinu er eftir Tinnu haft í umfjöllun um byggð og menningu en þessi vettvangur nýttur til þessa að koma því á framfæri sem þar átti að standa: „Reykjavík er miðja í samfélaginu og þungamiðja menningarlífsins í landinu. Þar, umfram aðra staði, eru forsendur raunhæfar fyrir samfelldu og fjölbreyttu listalífi. Sú slagsíða og búseturöskun sem á sér stað í sí- auknum mæli með stöðugum straumi fólks af landsbyggðinni og til höfuðborgarinnar speglar ekki að- eins breytta atvinnuhætti, heldur jafnframt þá kröfu sem fólk er farið að gera til almennra lífsgæða í sínu nánansta umhverfi… Það er á ábyrgð borgaryfirvalda að stuðla að og viðhalda gróskumiklu menningar- lífi sem svarar þörfum borgarbúa til fjölbreyttra lífsgæða, um leið og það skapar borginni jafnt sem landinu í heild ákjósanlega menningarímynd á nýrri öld.“ Öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum í umræðunni er þakk- að og borgarbúar enn hvattir til að kynna sér efnið og nýta í eigin þanka um framtíð Reykjavíkur. Raddir borg- arbúa – Fram- tíðarborgin Kristín A. Árnadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Borgarbúar eru hvattir til að kynna sér efni blaðsins, segir Kristín A. Árna- dóttir, og skoða með opnum huga. PRÓF í listfræðum veitir myndlistargagn- rýnendum meira sjálfs- traust en þeir rísa und- ir, en á Íslandi hefur gagnrýni aldrei verið upp á marga fiska. Mun ég í þessum pistli ein- göngu halda mig við Morgunblaðið, þar sem ég sé sjaldan önnur blöð. Gunnar J. Árnason er titlaður listheim- spekingur. Meðan hann var gagnrýnandi tyllti hann varla tánum við jörð, var með höfuðið uppi í skýjum, sem lík- lega hefur byrgt honum sýn. Hafi einhver, einhvern tíma, fundið haus eða sporð á því sem þessi maður var að fara með skrifum sínum, væri mér fengur í að ná af honum tali. Gunnar mun hafa talið sig vanmetinn til launa, sagði upp og er það vel. Eiríkur Þorláksson vann það afrek að skrifa gagnrýni og segja aldrei neitt. Jón Proppé skrifaði og sagði næstum aldrei neitt. Þessir mega búa við þau snautlegu eftirmæli að vera kallaðir meinlausir. Eins og öllum er kunnugt hefur Bragi Ásgeirsson verið gagnrýnandi svo lengi sem elstu menn muna og má það heita lofsverð þrautsegja. Bragi er góður þegar best lætur, en brokkgengur og hleypur út undan sér. Hann hefur ekki enn tamið sér þá dyggð, sem er hverjum blaða- manni lífsnauðsyn frá upphafi, að stytta mál sitt, segja sem mest með sem fæstum orðum. Hann virðist aft- ur á móti hafa gefið sér regluna: Því merkilegra efni, því fleiri orð. Um þverbak keyrir ef hann er sjálfur gagnrýndur. Ef orðinu hallar, tekur hann það sem árás á persónu sína og umturnast jafnvel í miðri gagnrýni um allt annað. Það er tilgangslaust að deila við hann, hann skal hafa síð- asta orðið, þótt bíða verði til efsta dags. Hann á það til að vera ónær- gætinn við óþekkta menn og byrj- endur, sem veldur oft sárindum og stundum er stutt í karlrembuna þeg- ar hann fjallar um konur. Svo er hann bara þokkalegur, jafnvel ágæt- ur á milli. Bragi mun hafa hug á að hætta og láir honum víst enginn. Halldór Björn Runólfsson markaði sér snemma vígvöll sem ofstækisfull- ur múslimi í boðun nýrrar trúar, kennda við konsept eða hugmynda- list. En nú eru á lofti teikn um að hann stefni á stól Braga. Það er eins og það sé úr honum mesti galsinn. Hann er að verða svolítið ráðsettur og föðurlegur, jafnvel farinn að skrifa háspekilega um list sem hann fyrir stuttu hefði ekki litið við, frekar en kúadellu í götu. Hann er jafnvel farinn að taka konseptlistamenn á beinið fyrir ófullnægjandi hugsun, það er að segja, ef þeir eru óþekktir. Lengst af hefur hann veifað skóla- speki sinni eins og kústskafti, en nú, sem hugsanlegur gagnrýnandi þjóð- arinnar, er hann farinn að veifa henni eins og hrossabresti. Hann tekur sér ekki penna í hönd svo að hann romsi ekki upp úr sér nöfnum heimsfrægra listamanna, jafnvel skálda, í einhverri furðulegri samanburð- aráráttu, samfara lúsa- leit að áhrifum héðan eða þaðan. Svo dæmi sé tekið tókst honum að spyrða saman Þor- björgu Höskuldsdóttur og Ucello. Þetta mætti kalla: Sjáið þið bara hvað ég er klár-stílinn. Það efast enginn um þekkingu Halldórs, en hvað skilur hann? Ég hef aldrei séð neitt sem gefur til kynna að hann botni nokkuð í málara- list, eða að hann hafi yf- ir höfuð nokkurn áhuga á henni. Svo nýlegt dæmi sé tekið sá hann ekkert í Pétri Gaut, annað en að hann væri gamaldags. Hvað er tilfinning fyrir málverki eiginlega gömul? Að minnsta kosti eitt eiga listfræðingar sameiginlegt, að Birni Th. undan- skildum hafa þeir engan stíl, nema til sé eitthvað sem heitir formála- og langhunda stíll. Guðbergur Bergsson hefur stíl. Hann gerir aldrei neitt sem ætlast er til af honum. Fyrir löngu tók hann til við að skrifa myndlistarpistla í viku- blað, sem ég man ekki lengur hvað hét. Sumir héldu víst að þetta væri gagnrýni, en svo var nú ekki. En hvað var það? Hann tók fyrir sýn- ingar, allt frá Sigfúsi Halldórssyni, niður í minimalista með ferkantaða hausa. Hann skilaði aldrei neinum skýringum, en þetta var skemmti- legt.Væri það ef til vill ráð, að í stað gagnrýni væru skáldin virkjuð til að skrifa með sýningar í huga og gætu svo annaðhvort hleypt skáldfáknum á skeið, látið hann lulla eða ausa og amen eftir efninu. Svo myndi blaðið borga í ljóðasjóðinn og allir vera glaðir. Myndlistargagnrýni hefur fyrir löngu gengið sér til húðar, hafi hún nokkurn tíma átt rétt á sér. Það nær enginn utan um þetta medúsuhöfuð, allt frá innpökkuðum brúm og dóm- kirkjum, niður í stokka fulla af jötun- uxum og allt hugsanlegt og óhugs- anlegt rugl þar á milli. Gagn- rýnendum er eins gott að þykjast vera með á nótunum, en þeir eru í reynd mest í að vekja athygli á sjálf- um sér. Það er eins og stífla hafi brostið og flóðbylgja lagst yfir lönd- in. Ofan á flaumnum flýtur svo skræk áróðursmaskína eins og korktappi. Engin flóðbylgja er svo mikil að hún endi ekki í drullupollum. Maðurinn hefur lengi fengist við spádóma, bæði lærðir og leikir, svo og spákonur með spil. En spádómar eru haldnir þeirri ónáttúru að rætast aldrei. Það er líklega best að leggja það í hendurnar á spákonum hvað muni upp vaxa af fúlum pollum flóð- bylgjunnar. Maður getur alltaf von- ast eftir trompi. Frá upphafi til okkar daga hefur myndlist lotið ákveðnum grunnreglum. Reglurnar hafa alltaf verið teygjanlegar og bjóða nánast upp á að reynt sé á þanþolið. En sá sem hefur fengið eitthvert uppeldi slítur ekki strenginn, hann leikur á hann. Sá listarinnar órabelgur, Picasso, sneri oft reglunni á haus, sneri henni síðan við aftur, en hafnaði henni aldrei. Svo komu þeir tímar að listamenn hættu að reyna á þanþol reglunnar. Þeir vissu ekki einu sinni að neitt slíkt væri til og það er í raun- inni ekki hægt að brjóta það sem er ekki til. Þeir vita heldur ekkert um þann spenning sem fylgir því að reyna á strenginn. Þegar Einar Hákonarson var skólastjóri í Myndlista- og handíða- skóla Íslands var ég þar kennari. Einu sinni sem oftar var hann í arga- þrasi við nýlistargauka. Þá varð mér að orði: Þakkaðu þínum sæla fyrir að þeir skuli ekki vera að mála. Nú ber- ast fregnir frá Þýskalandi og víðar og veit ég ekki sönnur á, þess efnis að verið sé að moka hugmyndafræðinni út úr galleríum og mannlausum söfn- um og fylla allar hillur og veggi af málverkum. Þessi heimur lýtur fyrst og fremst lögmálum nýlenduvöru- verslunar um framboð og eftirspurn. Ekki hlakka ég til að sjá málverkin – hverjir ætli verði svo sem fyrstir til að hella sér út í nýjasta nýmálverkið, aðrir en jötunuxafræðingarnir, sem voru ofan í kössum og halda að lista- sagan hafi byrjað með þeim? Mér hefur verið heldur hlýtt til Morgunblaðsins, síðan ritstjórarnir skutu yfir okkur skjólshúsi, nokkra undanvillinga úr kalda stríðinu. Og nú ætla ég að gefa hollvinum mínum góð ráð og mun ekkert móðgast, þótt fálega verði tekið. Bjóðið væntanleg- um sýnendum tvo kosti: Annan, um- fjöllun gagnrýnanda og hinn, stutta greinargóða frétt með tveimur myndum. Ég hef þá trú að frétt með myndum segi meira um sýningu en samanlagt fimbulfamb gagnrýnend- anna. Ég mun opna sýningu í Galleríi Fold 24. febrúar nk. Vonast ég ein- dregið til þess að engum gagnrýn- enda blaðsins verði falið að fjalla um þá sýningu. Gagnrýni – til hvers? Kjartan Guðjónsson Myndlist Ég hef þá trú að frétt með myndum segi meira um sýningu, segir Kjartan Guðjónsson, en samanlagt fimbulfamb gagnrýnendanna. Höfundur er listmálari og fyrrverandi kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 OPIÐ HÚS Í DAG LAUGARDAG Í sölu rúmgóð 101 fm neðri sér- hæð, auk 12 fm aukarýmis sem hægt er að nýta sem herb. Tvö svefnherb. og rúmgóð stofa. Þvottahús í íbúð. Góð eign á friðsælum stað með frábæru út- sýni yfir höfnina. Verð 11,9 millj. Áhv. 6,4 millj. Laus við kaupsamning! Hann Ólafur býður ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 15-17. Strandagata 69 - Hafnarfiði  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Í hjarta borgarinnar - Austurstræti 12 ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til sölu eða leigu 4 hæðir í þessu virðu- lega húsi, alls um 750 fm. Selst eða leigist saman eða í smærri einingum. Hentar t.d. vel fyrir læknastofur o.fl.Vöggus ængur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík alltaf á sunnudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.