Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 60

Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 60
FRÉTTIR 60 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELSTA starfandi glerverksmiðja landsins, Samverk á Hellu, var stofnuð árið 1969 af heimamönn- um á Hellu. Þar fer fram fjöl- breytt framleiðsla á gleri auk hins hefðbundna tvöfalda rúðuglers. Síðustu fjögur til fimm ár hefður staðið yfir markviss uppbygging með stækkun húsnæðis og kaup- um á fullkomnum tækja- og véla- búnaði, fjölgun starfsmanna og endurskipulagningu starfseminn- ar. Ragnar Pálsson iðnaðartækni- fræðingur er framkvæmdastjóri Samverks en að hans sögn hefur stöðug framþróun verið í gangi undanfarin ár til að mæta harðri samkeppni sem er á þessum markaði auk þess sem aðstæður nú til dags krefjast sífellt meiri afkasta og styttri afgreiðslutíma. „Við stækkuðum húsnæðið um 630 fermetra með nýbyggingu og kaupum á nærliggjandi húsi, en þetta er 50% aukning gólfrýmis okkar, en þar höfum við vélvætt með nýjustu tækjum og betri starfsaðstöðu, sem aftur stuðlar að auknum afköstum og gæðum. Þetta hefur kallað á fjölgun starfsmanna en hjá okkur starfa um 20 manns en voru 12 áður. Starfsfólkið er metnaðarfullt og áhugasamt fyrir hönd fyrirtæk- isins og nokkrir vinna hér enn, sem hófu störf í upphafi. Ég tel staðsetningu verksmiðj- unnar góða og jafnvel auðveldara nú en áður að reka framleiðslufyr- irtæki úti á landi. Samgöngur eru góðar, starfsfólkið stöðugt og hug- arfarið í dag jákvæðara gagnvart því að eiga viðskipti við fyrirtæki á landsbyggðinni, en stærsti markaður okkar er auðvitað á höf- uðborgarsvæðinu auk þess sem við erum mjög sterkir hér á Suð- urlandi. Við seljum reyndar um allt land og rekum okkar eigin flutningastarfsemi,“ sagði Ragnar Pálsson. Hert gler komið til Íslands Samverk framleiðir margs kon- ar gler, sólvarnargler, hljóðein- angrunargler, skrautgler, slípað og sandblásið gler, hleðslugler, spegla og síðast en ekki síst er nýjasta framleiðsla þess, hert gler. „Við erum að auka þjónustuna við markaðinn með þessari fram- leiðslu, en hert gler er notað víða þar sem þörf er á mjög sterku gleri eins og t.d. í glerhurðir, stigahandrið og framhliðar verslun- arrýma, en það er um fimm sinnum sterkara en venju- legt gler. Þetta er ákveðin sérhæfing í þessum geira sem er að verða að raun- veruleika hjá okkur, en hert gler hefur hingað til ekki verið framleitt á Íslandi. Biðtími viðskiptavin- arins eftir vörunni styttist úr sex vikum miðað við innflutning í eina til tvær vikur og það skiptir ekki litlu máli í þeim hraða sem einkennir alla uppbyggingu og þenslu á byggingamarkaðinum í dag. Vélasamstæðan sem framleiðir herta glerið er hersluofn sem hit- ar glerskífuna upp í 650 gráða hita og rými sem kælir skífuna með öflugum blæstri. Þannig kemur mismunandi kólnunarstig á rauðglóandi glerskífuna, undir- og yfirborð glersins kólnar fyrr en kjarni þess, sem orsakar mismun- andi spennu í ytra lagi glersins og kjarna þess. Þessi spennumunur í glerskífunni gerir glerið mjög sterkt og framkallar það sem nefnt er hersla. Í fullri vinnslu vélarinnar er rafmagnsnotkunin um 1.000 kílówött,“ sagði Ragnar Pálsson framkvæmdastjóri Sam- verks, sem stýrir af bjartsýni tæknivæddu, framsæknu fram- leiðslufyrirtæki á landsbyggðinni. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Hert gler verður til. F.v. Bjarni Jóhannsson, Sveinbjörn Jónsson, Ragnar Pálsson og Sigurður R. Jónsson. Tugmilljónaupp- bygging í gangi Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Samverk hefur stækkað gólfrými sitt um 50% með nýbyggingunni sem er hægra megin á myndinni. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Leifur B. Björnsson og Hróbjartur Helgason vinna við tölvustýrðan glerskurð og nýtingu. Hellu. Morgunblaðið. NÁMSKEIÐ í vetraríþróttum fatl- aðra verður haldið í mars á Akur- eyri. Námskeiðið verður í umsjón vetraríþróttanefndar ÍF í samvinnu við Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri. Dagana 2.–4. mars verður hreyfihömluðum og þroskaheftum kennt og dagana 9.–11. mars er röðin komin að blindum og sjónskertum. Námskeiðið er ætlað fötluðu fólki, skíðaþjálfurum, leiðbeinendum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verklegrar kennslu í Hlíðarfjalli en dagskrá verður frá kl. 14. föstu- dag til 16 á sunnudag. Þátttakendur sjá sjálfir um gistingu og fæði. Nám- skeiðsgjald er. 3.000 kr. Takmark- aður þátttökufjöldi á hvert námskeið Þátttaka tilkynnist til Íþróttasam- bands fatlaðra netfang if@isisport.is fyrir mánudaginn 19. febrúar. Námskeið í vetraríþróttum fatlaðra Frá síðasta námskeiði sem var haldið á Akureyri í mars 2000. SÍMINN annast framkvæmd síma- kosningarinnar vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins, næstkomandi laugar- dagskvöld. Fyrirtækið hefur gert verulegar aukaráðstafanir í símkerf- inu til þess að tryggja að kosningin geti gengið sem best fyrir sig. Al- menningur hefur átta mínútur til þess að greiða atkvæði. Það er gert með því að hringja í númer á bilinu 900 1001 - 900 1008. Hvert símtal kostar 50 krónur og hefur Síminn ákveðið að af þeirri upphæð renni 20 krónur til styrktar Umhyggju, félags foreldra lang- veikra barna. Hægt er að kjósa í símakosningu úr öllum símum sem tengdir eru al- menna símakerfinu, utan þeirra númera sem eru lokuð fyrir hring- ingum í símatorg. Vegna hins skamma tíma, sem kosningin stendur, er hugsanlegt að ekki nái allir sambandi í fyrstu til- raun. Þá er mikilvægt að leggja á, bíða í fáeinar sekúndur og reyna síð- an á nýjan leik, í stað þess að ýta þegar í stað á endurvalshnappinn. Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva 20 kr. af hverju sím- tali til lang- veikra barna KRISTÍN Ragna Pálsdóttir, íþróttafræðingur í Baðhúsinu, held- ur fyrirlestur sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 þar sem hún ræðir al- mennt um líkamsrækt. Kristín mun velta fyrir sér spurn- ingum eins og hvernig getur líkams- rækt verið fyrirbyggjandi, hvernig getur hún skapað betri heilsu og aukið þol og styrk og veitt okkur andlega vellíðan? Fyrirlestrar verða haldnir í hverj- um mánuði í Baðhúsinu um hvernig hægt sé að samræma jafnvægi lík- ama, hugar og sálar og viðhalda hreysti, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um líkamsrækt í Baðhúsinu SAMTÖK íslenskra vínþjóna standa fyrir sínum fyrsta fundi og blind- smökkun á árinu þriðjudaginn 20. febrúar á Veitingastaðnum Sommel- ier. Samtökin hafa nýverið gengið í gegnum gagngera endurskipulagn- ingu og ný stjórn verið kosin. Mark- mið samtakanna sem fyrr er að stuðla að bættri vínmennngu á Ís- landi og auka fræðslu og þekkingu innan fagsins. Samtökin eru opin öll- um áhugamönnum um vín og er félagsgjald 10.000 kr. á ári en að auki er fundargjald 1.000 kr. á hverjum fundi, enda er fer fram vínsmökkun á fundunum. Samtök ís- lenskra vín- þjóna með félagsfund DÚETTINN Hot’n Sweet sem skip- aður er þeim Birgi Jóhanni Birgis- syni og Sigurði Dagbjartssyni leikur á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi laugardagskvöld. Gestasöngvari með þeim er söng- konan Helga Möller. Helga Möller á Players BRIMBORG mun kynna nýjan og glæsilegan Ford Mondeo í næstu viku í húsakynnum sínum við Bílds- höfða 6. Kynningin mun standa alla vikuna frá 19.–24. febrúar. Í fréttatilkynningu segir: „Þýska tímaritið Auto Motor und Sport gerði samanburð í desember 2000 hefti sínu á Audi A4, Ford Mondeo og Mercedes Benz C-class og nið- urstaðan var sú að Mondeo lenti í öðru sæti aðeins 10 stigum á eftir Audi og 16 stigum á undan Benz. Niðurstaða blaðsins var sú að Mond- eo væri kominn í flokk lúxusbíla en þó ekki verðlagður sem slíkur. Við hönnun Mondeo var megin- áhersla lögð á öryggi farþega, spar- neytnar og kraftmiklar vélar, útlits- hönnun og rými, aksturseiginleika og gæði. Ford Mondeo verður í boði á frábæru verði og einstaklega vel búinn. Á heimasíðu Brimborgar verða allar upplýsingar um Ford Mondeo tilbúnar 19. febrúar en slóðin er www. brimborg.is og þar má panta bæklinga og hafa samband við ráð- gjafa Brimborgar.“ Brimborg kynnir nýjan Ford Mondeo ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NÆLON & jarðarber standa fyrir saumanámskeiði fyrir byrjendur og lengra komna í febrúar og mars. Leiðbeinendur verða fatahönnuðir og klæðskerameistarar. Námskeið í saumaskap ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.