Morgunblaðið - 17.02.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 17.02.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 13 FÁI Samfylkingin í Hafnar- firði umboð bæjarbúa í kom- andi bæjarstjórnarkosning- um til að taka yfir stjórn bæjarmála verður það fyrsta verk hennar að segja upp boð- uðum samningum um einka- væðingu kennslu í grunnskól- um bæjarins. Bæjarráðsmenn minnihlutans létu bóka þetta á fundi bæjarráðs í vikunni en á fundinum var lagt fram bréf bæjarstjóra til menntamála- ráðherra þar sem sótt er um heimild til útboðs kennslu- þáttar í fyrirhuguðum grunn- skóla í Áslandi og jafnframt leyfi til reksturs hans sem til- raunaskóla. Í bókun minnihlutans segir: „Tillögur bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks um útboð til einka- aðila og markaðssetningu á kennslu í nýjasta grunnskóla bæjarins, hverfisskólanum í Áslandi frá og með hausti komanda, hafa vakið hörð við- brögð meðal bæjarbúa. Sam- fylkingin ítrekar algera and- stöðu sína og andúð á þessum hugmyndum um markaðs- væðingu á skólabörnum.“ Eins og kom fram að ofan hyggst Samfylkingin segja upp boðuðum samningum um einkavæðingu ef hún kemst til valda. Þá segir í bókuninni að verði það raunin muni Sam- fylkingin hefja undirbúning að stóreflingu skólastarfs í hverfisskólanum Áslandi, sem og öðrum grunnskólum í bæn- um. Bæjarráðsmenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks lögðu fram bókun þar sem lýst var yfir undrun á bókun Samfylkingarinnar. „Eðlilega vekja nýjar hug- myndir og tillögur eftirtekt og umræður og er það aðeins af hinu góða,“ segir í bókun meirihlutans. „Það hlýtur að vera kappsmál hvers sveitar- félags að horfa til framþróun- ar og eflingar í öllum mála- flokkum sveitarfélagsins og eru þar skólamál ekki undan- tekning. Hvað varðar stefnu- mótun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosning- ar þá munu flokkarnir leggja fram sínar stefnuskrár og markmið í þessum málaflokki sem öðrum við annað tæki- færi.“ Minnihlutinn segir boðaðan samning um einkavæðingu kennslu markaðsvæðingu á skólabörnum Samningnum sagt upp ef Samfylkingin kemst til valda Hafnarfjörður SAMSTARFSNEFND um málefni nýbúa hefur nýverið mótað stefnu um fjölmenning- arlegt samfélag fyrir Reykja- víkurborg og á hún að gilda frá 2001 til 2004. Er fjölmenn- ingarlegt samfélag skilgreint þar sem samfélag fólks af mis- munandi uppruna og með fjöl- breyttan menningararf. Í ávarpi borgarstjóra að stefnunni kemur fram, að ís- lenska samfélagið hafi til skamms tíma verið óvenju einsleitt í samanburði við flest lönd Evrópu, en það sé að breytast; fólki af erlendum uppruna fjölgi ört í landinu og ekki síst í borginni; núorðið sé allstór hluti borgarbúa er- lendir ríkisborgarar eða ís- lenskir ríkisborgarar af er- lendum uppruna. Þetta gerist hratt og flest bendi til að breytingin verði viðvarandi. Enn gæti þess, að litið sé á þessa þróun með ugg og tor- tryggni, en hitt sjái þó æ fleiri, að samfélagið geti nýtt þann kraft og þá nýsköpun sem henni fylgi. Í þessu efni standi borgarbúar og raunar lands- menn allir á þröskuldi nýs tíma og hann geti orðið efni í tækifæri eða vandamál til framtíðar; það væri undir Ís- lendingum sjálfum komið hvort yrði ofan á. Stefnan „Fjölmenningar- legt samfélag“ eigi að vera leiðarljós um það, hvernig Reykjavíkurborg tekst á við þessi verkefni. Markmiðið sé, að reykvískt samfélag fái not- ið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagn- kvæm virðing einkenni sam- skipti fólks af ólíkum uppruna. Þessi stefna eigi að liggja til grundvallar í allri starfsemi borgarinnar og öllum nefnd- um og stofnunum er ætlað að fara að henni og ætla henni stað í starfsemi sinni og dag- legri þjónustu. Með því móti geti borgin lagt sitt af mörk- um til þess að skapa hér eitt samfélag, heilt og sterkt, sem geri úr fjölbreytninni styrk, en ekki veikleika. Markmið Í stefnunni kemur fram, að starfsemi borgarinnar og stofnana skuli miða að því:  Að draga úr fordómum gagnvart útlendingum.  Að stofnanir tryggi að út- lendingar geti nýtt sér þjónustu þeirra til fulls.  Að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skóla- kerfið til jafns við önnur börn.  Að öllum útlendingum sé gefinn kostur á íslensku- námi við hæfi og þeir hvatt- ir til að læra íslensku.  Að þekking og menntun útlendinga nýtist bæði þeim og öðrum borgarbúum.  Að Reykvíkingar nýti sér menningarlega fjölbreytni samfélagsins.  Að borgaryfirvöld hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um hagi út- lendinga.  Að útlendingar þekki rétt sinn og skyldur.  Að brugðist sé við ef brotið er á fólki vegna upp- runa þeirra. Aukinheldur segir, að allar stofnanir borgarinnar þurfi að laga sig að fjölmenningarlegu samfélagi og útfæra stefnu Reykjavíkurborgar um fjöl- menningarlegt samfélag í starfsáætlunum sínum. Þær skuli gera ráð fyrir útlending- um bæði sem notendum og veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá sem eins- leitan hóp. Þeir sem hingað flytjist þurfi að aðlagast ís- lensku samfélagi. Þeir sem fyrir eru þurfi að aðlagast íbú- um af mismunandi uppruna. Í öllu starfi borgarinnar skuli leitast við að nýta kosti fjöl- breytninnar. Alþjóðahús á laggirnar á þessu ári Þá er gert ráð fyrir því, að komið verði á fót Alþjóðahúsi á árinu 2001 í samstarfi sveit- arfélaga á höfuðborgar- svæðinu og fleiri aðila sem muni gegna veigamiklu hlutverki við framkvæmd stefnunnar bæði hvað varðar stuðning við samþættingu og gagnkvæma aðlögun. Mikil- væg viðfangsefni Alþjóðahúss verði þróunarstarf, miðlun og öflun upplýsinga, túlka- þjónusta, sérhæfð ráðgjöf, fræðsla og menningarstarf. Fyrst um sinn hefur Þróun- ar- og fjölskyldusvið Ráðhúss Reykjavíkur eftirlit með því að stefnunni sé framfylgt og fylgir eftir samhæfingu borg- arstofnana í samráði við jafn- réttisráðgjafa Reykjavíkur- borgar. Framkvæmd stefn- unnar verður metin árlega og stefnan í heild endurskoðuð fyrir árslok 2004. Fólki af erlendum uppruna fjölgar ört í landinu og ekki síst í borginni PressLink Ísland er í auknum mæli að verða samfélag fólks af mis- munandi uppruna og með fjölbreyttan menningararf. Reykjavíkurborg mót- ar stefnu um fjölmenn- ingarlegt samfélag                 !!! "  # $  % &    '(   )* +,  &      -.   - / 0 1 2  -34)35- 6        7! !8 9:7 898 !9 9; 8< 8  =9 =;  <:: < ;< ; 98 : 7 79 <; :9 7; 7 ;! 9: !<:  =9                                  (         !!=>;=== < === : === 9 === 8 ===  === ; ===  === = !!= !! !!; !! !!8 !!9 !!: !!< !!7 !!! ;===                  #  *0 -   (   -  #  *0 Reykjavík BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa lýst því yfir að bærinn sé kjarn- orkuvopnalaust svæði. Samtök herstöðvarand- stæðinga hafa sent sveitarfélögum víða um land erindi þar sem farið er fram á að þau sam- þykki sérstaka yfirlýs- ingu um kjarnorku- vopnalaust sveitarfélag. Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæj- ar, sagði að bæjaryfir- völd hefðu ekki skrifað undir þá yfirlýsingu sem fylgt hefðu erindi sam- takanna, heldur hefði bærinn einungis gefið út sjálfstæða yfirlýsingu um að hann væri kjarn- orkuvopnalaus. Mosfellsbær er þar með fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til þess að gefa út þessa yfirlýsingu en áður höfðu Akranes, Akur- eyri og Raufarhöfn und- irritað svipaða yfirlýs- ingu. Táknræn yfirlýsing Í bréfi Samtaka her- stöðvarandstæðinga, sem er aðili að alþjóð- lega átakinu „Kjarn- orkuvopnalaus veröld,“ kemur fram að meira en 4.000 sveitarfélög víðs vegar um heim séu yf- irlýst kjarnorkulaus svæði. Í bréfinu segir að yfirlýsingin sé fyrst og fremst táknræn í flest- um tilvikum en eigi að síður mikilvæg. Engin kjarna- vopn í Mos- fellsbæ Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.