Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉFASKIPTI forseta Alþing- is og Hæstaréttar hafa beint at- hygli fólks að þeim vanda íslenskr- ar stjórnskipunar að ekki er hægt að fá úr því skorið hvort lög samrýmist stjórnar- skrá fyrr en eftir að þau hafa tekið gildi. Þetta skapar óvissu við lagasetningu, sem æskilegt væri að eyða, auk þess sem það get- ur skapað töluverðan vanda þegar í ljós kemur, eftir að lög hafa verið í gildi árum saman, að þau stóðust ekki stjórnarskrá. Þrenns konar hug- myndir hafa komið fram um hvernig bregðast mætti við þessu. Í fyrsta lagi mætti koma hér á fót lagaráði eða lagaskrif- stofu við Alþingi, sem hefði það hlutverk að skoða lagafrumvörp og láta í ljós álit sitt á því hvort lög standist stjórnarskrá. Í öðru lagi má fela Hæstarétti þetta hlutverk, annaðhvort dómnum í heild eða sérstökum stjórnlagahluta hans. Í þriðja lagi mætti fela þetta hlut- verk stjórnlagadómstól sem væri aðgreindur frá hinu almenna dómskerfi. Hugmyndin um lagaráð hefur þann kost að hún rúmast auðveld- lega innan núverandi stjórnskip- unar. Lagaráð gæti hert kröfurnar með löggjafarstarfi Alþingis og þannig komið í veg fyrir slys af því tagi sem ýmsir lögfræðingar halda fram að einkenni lagasetningu hér á landi um of. Vandinn við þessa hugmynd er hins vegar sá að engin trygging er fyrir því að Hæstirétt- ur líti eins á málin og lagaráð. Hæstiréttur myndi vafalítið telja sig óbundinn af áliti lagaráðs og þar með gæti komið upp sú óheppi- lega staða að álit þessara tveggja aðila stönguðust á. Lítill vafi leikur á að Hæstiréttur færi með sigur af hólmi í slíkri viðureign, sem aftur dregur verulega úr gildi hugmynd- arinnar um lagaráð sem aðferðar til að eyða óvissu um hvort lög standist stjórnarskrá. Í rauninni hefur stundum verið leitað álits lögfróðra manna (t.d. í EES-mál- inu) án þess að slíkt hafi með af- gerandi hætti eytt þeirri óvissu sem hér um ræðir. Auk þess hefur forseti Alþingis bent á að engin trygging sé fyrir að Alþingi myndi hlíta áliti lagaráðs jafnvel þótt slíkt lægi fyrir. Eftir standa þá tvær hugmyndir um hvernig leysa megi vandann. Margir lögfræðingar virðast þeirr- ar skoðunar að heppilegast sé að Hæstiréttur skeri áfram úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá, annaðhvort eftir á, eins og nú er gert (e.t.v. með þeirri viðbót að all- ur dómurinn þurfi að koma að slík- um úrskurði eða sérstakur stjórn- lagahluti hans), eða með þeim hætti að þingið geti skotið ágrein- ingi um hvort lög samrýmist stjórnarskrá til Hæstaréttar áður en þau taka gildi. Hugmyndir um að Hæstiréttur skeri ekki úr um hvort lög sam- rýmist stjórnarskrá fyrr en eftir á leysir ekki þann vanda sem sífellt oftar hefur komið upp í seinni tíð að þingið afgreiðir lög án þess að hafa getað fengið fullnaðarúrskurð um samrýmanleik þeirra við stjórnarskrána. Djarfari túlkun réttarins á stjórnarskránni undan- farin ár og ný ákvæði stjórnar- skrárinnar (sérstaklega mannrétt- indaákvæði 65. gr.) gera að verkum að meiri hætta er á því en áður að misræmi verði á milli skilnings Alþingis og Hæstaréttar á því hvað samrýmist stjórnarskrá og hvað ekki. Heppilegt væri að eyða þessum vafa, þegar hann kemur upp, en það verður ekki gert nema með því að leyfa þinginu að leita til þar til bærs úrskurðar- aðila. Þetta var sá vandi sem forseti Al- þingis var að bregðast við með því að leita eftir áliti forseta Hæstaréttar á því deilumáli sem til um- ræðu var í þinginu í kjölfar Öryrkjadóms- ins. Ýmis vandamál eru því fylgjandi að kveða Hæstarétt til úrskurð- ar í þessum efnum. Lögfræðingar hafa bent á að það kunni að gera dóm- ara hans vanhæfa þegar síðar kunna að rísa mál sem varða að einhverju leyti þær reglur sem rétturinn hefur átt þátt í að setja með þessum hætti. Þetta er hluti af almennara vandamáli, semsé því að með þessu móti væri dómstóll- inn orðinn hluti af löggjafarvaldinu í landinu með mun virkari hætti en nú er. Dómstóll sem úrskurðar að lög samrýmist ekki stjórnarskrá er þar með að taka þátt í því verkefni að ákveða hvað séu lög og hvað ekki. Til eru dæmi um dómstóla sem ganga frekar langt í þessum efnum, svo sem hæstiréttur Bandaríkjanna og Evrópudóm- stóllinn. Dæmin eru hins vegar fá og umdeild. Gagnstæða sjónarmið- ið ríkir í flestum ríkjum Evrópu, þ.e. að almennir dómstólar hafi ekki vald til að víkja löggjöf til hliðar eða – ef þeir hafa slíkt vald – að þeir skuli fara afar gætilega með það. Skýrasta dæmið um þessa hugsun er að sjálfsögðu í breskri stjórnskipan, þar sem úti- lokað er að dómstóll dæmi lög ómerk, enda engin stjórnarskrá til staðar. Óttinn við að fara um of inn á svið löggjafarvaldsins hefur einn- ig haft þau áhrif á Hæstarétt Ís- lands – a.m.k. þar til á allra síðustu árum – að hann hefur farið mjög varlega í það að ómerkja lög á grundvelli stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrár eru yfirleitt al- mennt orðaðar yfirlýsingar og meginreglur sem útfæra má með ólíkum hætti. Ef dómstólar ganga hart fram í því að knýja fram til- tekinn skilning á þessum reglum í andstöðu við skilning löggjafar- samkundunnar eru þeir um leið orðnir þátttakendur í pólitísku ferli. Þótt þátttakendurnir í því ferli séu hempuklæddir lögmenn og dómarar frekar en lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar breytir það ekki því að þeir eru orðnir að ákvarðanatakendum í op- inberri stefnumótun og lagasetn- ingu í landinu. Dómstólaaðferðin er í rauninni stjórnmál eftir öðrum leiðum. Stjórnmál dómstólanna byggjast hins vegar ekki á lýðræð- islegu umboði af neinu tagi. Vafa- lítið duga þau ekki síður en stjórn- skipunardómstólar til að verja einstaklingsbundin réttindi borg- aranna. Þau samrýmast hins vegar ekki vel því sjónarmiði að pólitísk ákvarðanataka ríkisins eigi að byggjast á lýðræðislegu umboði. Stjórnlagadómstólar hafa orðið til sem andsvar við þessum vanda- málum. Slíkir dómstólar starfa í mörgum ríkjum meginlands Evr- ópu, svo sem í Þýskalandi, Frakk- landi, Austurríki og Ítalíu. Þeir eru hluti af löggjafarvaldinu – og valdir af því með einum eða öðrum hætti – en einskorða sig við að úr- skurða um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Slíkur dómstóll yrði hér á landi líklega kosinn af þinginu, þótt einnig kæmi til greina að forseti veldi einhverja dómara eins og sums staðar er gert. Dómstóllinn væri þannig val- inn af löggjafarvaldinu en ekki hluti hins almenna dómsvalds, eins og hæstiréttur. Þar með hefði hann einnig ákveðið pólitískt um- boð. Hugsanlegt væri að ákveðinn fjöldi þingmanna gæti skotið mál- um til dómstólsins áður en þau tækju gildi. Einnig mætti hugsa sér að forsetinn fengi slíkt vald í stað málskotsins til þjóðarinnar sem nú er að finna í 26. gr. stjórn- arskrárinnar (en aldrei hefur verið notað eins og kunnugt er). Þá væri eðlilegt að almennir dómstólar og Hæstiréttur gætu beðið um úr- skurði dómstólsins í tilteknum deilumálum þar sem spurningin um samrýmanleika almennra laga og stjórnarskrár kæmi upp. Hugmyndin um stjórnlagadóm- stól hefur verið gagnrýnd fyrir ýmsar sakir. Því hefur verið haldið fram að slíkur dómstóll gæti lent í óheppilegri samkeppni við dóms- kerfið. Þetta virðist óþarfa áhyggjuefni ef svo væri búið um hnútana að stjórnlagadómstóllinn einn hefði vald til að úrskurða um samrýmanleika laga og stjórnar- skrár. Þá hefur því verið haldið fram að stjórnlagadómstóll myndi fjalla um tiltölulega fá mál og yrði því óþarflega dýr stofnun. Þetta fer auðvitað eftir því hvernig um er búið. Meirihluti dómara í Landsdómi er reglulega kosinn á Alþingi þótt hann hafi aldrei komið saman. Hann er ekki dýr stofnun. Engin ástæða er til að ætla að stjórnlaga- dómstóll þyrfti að vera dýrari en sem samsvaraði því vinnuálagi sem væri á dómara hans. Loks hefur hugmyndin um stjórnlagadómstól verið gagnrýnd fyrir þá sök að dómarar hans yrðu um of tengdir ráðaöflunum í land- inu og því harla leiðitamir valda- flokkunum á þingi. Því er til að svara að eftir því sem Hæstiréttur tekur sér meira pólitískt hlutverk virðist óhjákvæmilegt að dómarar hans verði einnig í vaxandi mæli valdir á pólitískum forsendum í reynd. Nýleg afskipti Hæstaréttar af pólitískum deilum í þinginu efla auk þess ekki beinlínis traust manna á óhlutdrægni hans. Það væri í rauninni til góðs að gera þetta með opnum hætti þannig að tengslin lægju skýrt fyrir. Hins vegar væri auðvelt að koma til móts við áhyggjur manna í þessum efnum ef vilji væri fyrir hendi t.d. með því að láta einungis hluta stjórnlagadómstóls vera skipaðan af þinginu, en hluta hans af öðrum aðilum, t.d. forsetanum (sem er jú hinn handhafi löggjafarvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár). STJÓRNMÁL EFTIR ÖÐRUM LEIÐUM Gunnar Helgi Kristinsson Dómstólaaðferðin er í rauninni stjórnmál eftir öðrum leiðum, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Stjórnmál dómstólanna byggjast hins vegar ekki á lýðræðislegu umboði af neinu tagi. Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. SKOÐUN 2001 BERGUR Sigurðsson, M.Sc. í umhverfisefnafræði, ritaði grein í blaðið í gær. Rangar myndir fylgdu greininni, en í henni var vísað í súluritin. Myndirnar fylgja hér ásamt útskýringum Bergs á þeim: Undanfarið hafa okkur borist fregnir þess efnis að Evrópusam- bandið muni hugsanlega banna notkun á fiskimjöli og lýsi í dýra- fóður vegna díoxínmengunar í af- urðunum. Ljóst er að ef til þess kemur mun það hafa veruleg áhrif á þjóðarbúið þar sem fiskimjöl og lýsi vega þungt í útflutningi okk- ar. Díoxín er þrávirkt efni sem safnast fyrir í fituvef dýra og ferðast upp fæðukeðjuna. Í ljósi þessa blasir við sú staðreynd að ef við borðum dýr sem nærast á díoxínmenguðu fóðri safnast díox- ínið fyrir í okkur. Til þess að fyr- irbyggja þetta er Evrópusam- bandið að vinna að reglugerð um hámarksstyrk díoxíns í dýrafóðri. Á þess vegum starfar faghópur, Scientific Committee on Animal Nutrition (SCAN), sem ályktaði um málið í skýrslu hinn 6. nóv- ember sl. Það verður að segjast eins og er að álit SCAN-hópsins er okkur Íslendingum afar óhag- stætt. SCAN-hópurinn leggur megináherslu á fiskimjöl og lýsi en nefnir þó aðrar afurðir, t.d. dýrafitu sem getur innihaldið nokkurt magn af díoxíni. Ofan á háan díoxínstyrk bætist að í fiski- mjöli og lýsi er einnig að finna PCB, en sum PCB-efni eru talin hafa samskonar eituráhrif og díoxín. Greinina „Díoxín í fiskimjöli og írafár í Evrópu“ er að finna á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, www.hes.is. Samanburður á díoxíninnihaldi. Fremsta röðin sýnir lægsta gildi sem gefið var upp fyrir hverja fóðurtegund. Röðin í miðjunni sýnir meðalstyrk og aftasta röðin hæsta styrk. Díoxín, tölur SCAN-hópsins Yfirhafnir Neðst á Skólavörðustíg SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.