Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 25 Stykkishólmi - Fyrir nokkru voru auglýst til sölu gamla sýslu- skrifstofan í Stykkishólmi og gamla tukthúsið. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum á fimmtudag. Að sögn Guðmundar I. Guð- mundssonar hjá Ríkiskaupum bár- ust átta tilboð í Sýslumannshúsið. Hæsta tilboð átti Gullver sf., sem skráð er til heimilis í Hafnarfirði og nam það kr 8.780.000. Fleiri hafa áhuga á gamla tugthúsinu við Skúlagötu. Alls bárust 12 tilboð í þá eign og átti Anna Ólafsdóttir í Reykjavík hæsta boð sem var kr. 811.000. Að sögn Guðmundar hefur seljandi 10 daga frest til að yfirfara tilboðin og ganga frá sölunni. Sýslumannshúsið með viðbygg- ingum er 432 fm. Það var byggt fyrir aldamótin sem læknisbú- staður, en eftir 1930 hefur þar búið sýslumaður Snæfellinga og síðustu árin voru þar skrifstofur embættis- ins. Nýtt húsnæði fyrir embættið var tekið í notkun á síðasta ári. Sýslumannshúsið er fallegt hús á góðum stað og setur svip á gamla miðbæinn. Það þarfnast orðið við- halds og sama má segja um gamla tukthúsið sem byggt var árið 1960. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Gamla sýslumannshúsið skiptir fljótlega um eigendur. Tilboð voru opn- uð í húsið hjá Ríkiskaupum á fimmtudag og var Gullver sf. tilbúið að greiða hæsta verðið fyrir bygginguna, 8.780.000 kr. Margir vilja gamla tukthúsið í Stykkishólmi Búðardalur - Ekki eru hlýindin sem verið hafa í vetur alltaf til góðs. Ýmislegt miður gott getur gerst, eins og þegar tré fara að taka við sér of snemma og svo eins og gerðist hér á Eiríksstöðum ný- verið eftir hlýindakafla og rign- ingar að jarðvegurinn í brekkunni neðan við Eiríksstaði fór af stað. Brekkan var tyrfð 1999 og segja sérfræðingar að þetta sé eingöngu vegna veðurfars og hárrar grunnvatnsstöðu. Vinsældir Eiríksstaða miklar í vetur Ferðamenn hafa verið áhuga- samir um þennan merka sögu- stað. Hópar hafa verið að koma í allan vetur að bregða sér aftur í aldir á bæ Eiríks rauða og Leifs heppna. Nú hefur gamla kaup- félagshúsið við höfnina í Búðardal verið keypt, en þar er fyrirhugað húsnæði fyrir Leifssafn, nútíma- safn um landafundina og helstu sögustaði í Dölum. Mikill hugur er í forsvarsmönnum Dalamanna að halda áfram að gera Dalina að áhugaverðum ferðamannastað bæði fyrir Íslendinga og útlend- inga. Mikill áhugi hefur verið á Ei- ríksstöðum hjá erlendum fjölmiðl- um. Vinsæll þáttur í norsku sjón- varpi í gegnum tíðina, Norge rundt, kom og var með þátt frá Eiríksstöðum. Einnig hefur finnska sjónvarpið tekið upp efni á Eiríksstöðum, auk annarra. Hafa þær kynningar þegar haft áhrif í fyrirspurnum og pöntun- um. Ljóst er að uppbyggingunni í Dölum og hátíðarhöldunum síð- asta sumar hefur verið vel tekið af ferðamönnum og komið Dölunum á ferðamannakortið. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Skemmdirnar á Eiríksstöðum. Jarðvegurinn gaf sig við Eiríksstaði Hellu - Rangæingar ganga til kosn- inga í lok mars um sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni, en þau eru alls tíu og ná frá Þjórsá í vestri að Sólheimasandi í austri og eru íbúar þeirra samtals rúmlega 3.200 manns. Að sögn Elvars Eyvindssonar á Skíðbakka í A-Landeyjum, for- manns viðræðunefndar um samein- inguna, var afráðið að undangeng- inni umfjöllun að stíga skrefið til fulls og láta kjósa um sameiningu allra hreppa sýslunnar fremur en að búta hana niður í nokkra hluta. Margir kostir við sameiningu „Ef niðurstaðan verður sú að menn vilja ekki stóra sameiningu er aftur á móti hugsanlegt að einhver sveitarfélög sameinist í minni eining- ar síðar, það verður bara að koma í ljós. Að mínu mati verða menn þó að hugsa þetta dæmi lengra en fáein ár fram í tímann og hafa trú á að þetta gangi upp. Það eru svo margir kostir við sameiningu sem hægt er að nefna eins og t.d. sameiginlegur rekstur á samfélagslegri þjónustu og sparnað- ur í yfirstjórn, en í dag eru tíu sveit- arstjórnir að gera sömu hlutina hver í sínu horni. Reyndar myndi eitthvað af þeim sparnaði fara til annarra hluta eins og frekari sérhæfingar heima í héraði, sem myndi skila sér í betri þjónustu við íbúana. Við erum landfræðilega vel í sveit sett til að sameina, það eru góðar samgöngur á svæðinu og tveir þjónustukjarnar, Hella og Hvolsvöllur, sem yrðu eftir sem áður miðstöðvar stjórnsýslunn- ar, sagði Elvar bóndi á Skíðbakka. Á döfinni eru kynningarfundir sem haldnir verða í öllum hreppun- um og auk þess mun viðræðunefndin senda upplýsingabækling inn á hvert heimili í sýslunni. Í kosningunum 31. mars nk. verður meirihluti kjósenda í hverjum hrepp að samþykkja sam- einingu til þess að hún verði gild. Kosið um sameiningu Rangárþings                         !      "   # $%&'   !     "   # ) D 0 +; - E F G H /  = - ; I / # - ) ; G G ; % , G  0  = % 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.