Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Kalli. Ég sé okkur fyrir mér hönd í hönd á leið í leikskólann á Víðigerði, ég að toga í húninn og þú að ýta á hurðina. Svo þegar þú varðst sex ára og hættir þá fékk ég líka að hætta þótt ég ætti ekki af- mæli alveg strax. Síðan lá leið okkar í Brekkubæjarskóla þar sem við lentum í sama bekk. Átta ára byrjaði ég að æfa sund og þá hafðir þú ekkert að gera svo að þú komst bara með mér að æfa og við æfðum saman KARL KRISTINN KRISTJÁNSSON ✝ Karl KristinnKristjánsson fæddist á Akranesi 17. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 19. apríl. í u.þ.b. tíu ár. Þegar við höfðum lokið tíunda bekk fórum við í fjölbraut þar sem við sátum saman í umsjón öll fjögur árin. Manstu þegar við fórum í jarðfræði- ferðina í fjölbraut? Við keyptum okkur kjöt, kartöflur, einnota grill og kveikjara og svo var brunað á Lýsuhól. Þar kveiktum við í grillinu, sem gekk þó heldur brösuglega, og um ellefuleytið gátum við loksins bragðað á kvöldmatnum á meðan aðrir ferðafélagar okkar átu nestið sitt um áttaleytið. Og þegar ég fór fyrsta skipti á bíl til Reykjavíkur, þá komst þú með mér að kaupa skólabækur í Griffli, ég var frekar stressuð yfir þessu öllu saman og við enduðum á planinu hjá Mjólkursamsölunni, en þú hélst það nú að þetta gengi sko bara alveg ágætlega hjá mér. Eða þegar Gauti kom í umsjónarhópinn okkar eftir að hafa verið skiptinemi í Bandaríkjunum. Þá var stofan orðin frekar þétt setin og ekki stólar fyrir alla, þá skelltum við bara tveimur stólum saman og hlömmuðum okkur þrjú á þá. Ég vona að þú hafir það gott og til hamingju með daginn. Sjáumst seinna. Þín vinkona, Berglind. Elsku Kalli. Það streyma endalausar minn- ingar í gegnum huga minn tengdar þér, og það líður aldrei sá dagur að hugurinn reiki ekki til þín. Alltaf er það eitthvað sem minnir á þig, og ef að ég hef átt slæman dag og maður er neikvæður, er gott að hugsa til þín, og sjá jákvæðu og góðu hliðarnar á öllu eins og þú varst vanur að gera. Öll afmælin þín, alltaf var jafngaman, og fullt af gestum og mikið fjör. Svo þegar við vorum komin á unglingsárin fannst þér óþarfi að vera með eitthvert tilstand í kringum afmælið, en það endaði samt sem áður alltaf með því að góður hópur vina safnaðist saman á Kirkjubraut 5, og veitingarnar hjá mömmu þinni voru alltaf til staðar, þó svo að þú hefðir sagt mömmu þinni að hún þyrfti ekki að vera með neitt stúss. Oftar en einu sinni mættum við heim til þín, þér að óvörum með skreytta köku með kertum og tilheyrandi, og að sjálfsögðu höfðum við kók meðferðis. Þó svo að við værum hvort á sínuárinu munaði ekki nema hálfu ári á okkur, og alltaf gastu skotið á mig að nú værir þú enn og aftur búinn að ná mér og hlóst! Já, elsku Kalli, þín frábæra persóna mun ávallt fylgja mér í einu og öllu, og eins og þú hefðir sjálfur orðað það þá ertu, varstu og munt ávallt verða langbestur! Þín æskuvinkona, Eyrún. ✝ Lúðvík Krist-jánsson var fæddur í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann andað- ist á Héraðshælinu á Blönduósi laugar- daginn 10. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir, f. á Akureyri 27. apríl 1872 , d. 31. desember 1965, og Kristján Kristjáns- son, f. á Knútsstöð- um í Suður-Þingeyjarsýslu 13. júlí 1853, d. 22. mars 1922. Sig- urbjörg og Kristján bjuggu á Björgum í sömu sýslu 1898-1900. Þau fluttu vestur á Skagaströnd og bjuggu á Bakka 1903-1907 og í Ásbúðum 1907 til 1911 er þau fluttu aftur að Bakka. Sigur- björg og Kristján eignuðust 12 börn. Tvö dóu í æsku en tíu kom- ust til fullorðinsára: Hólmfríður Björg, f. 1897; Sigurlaug, f.1899; eiga tvö börn. 4) Karl, f. 1951, kvæntur Önnu Báru Sigurjóns- dóttur, þau eiga tvö börn, fyrir átti Karl tvær dætur og Anna Bára einn son sem Karl ætt- leiddi. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörn 10. Ungur flutti Lúðvík inn á Skagaströnd þar sem hann bjó og starfaði alla sína ævi. Lúðvík var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn, hann byrjaði því mjög ungur að vinna og starfaði hann bæði til lands og sjávar eins og algengt var á þessum árum. Hann var eftir- sóttur til vinnu enda harðdug- legur og útsjónarsamur. Lengst af starfaði hann í skipasmíða- stöðinni hjá frænda sínum Guð- mundi Lárussyni. Hann vann einnig í frystihúsinu hjá Síld- arverksmiðju ríkisins á Skaga- strönd og við ýmis önnur störf. Lúðvík bjó einn í Steinholti eftir að börnin voru flutt að heiman. Þar var snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi og vel hugsað fyrir öllu. Síðustu árin, eða frá hausti 1998, dvaldi Lúðvík á Héraðs- hælinu á Blönduósi. Útför Lúðvíks verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lára, f. 1901; Henry, f. 1903; Karl, f. 1904; Sigurbjörn, f. 1906; Eðvarðsína, f. 1908; Lúðvík, f. 1910; El- ísabet, f. 1912; Kári, f. 1914. Lúðvík lifði systkini sín öll. Lúðvík kvæntist 5. júlí 1941 Pálínu Sig- ríði Frímannsdóttur frá Jaðri á Skaga- strönd, f. 27. nóvem- ber 1916, d. 5. júlí 1962. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Pálsdóttir og Frímann Finnsson. Lúðvík og Sigríður bjuggu allan sinn bú- skap á Skagaströnd. Börn þeirra eru fjögur: 1) Frímann, f. 1941, kvæntur Kristínu M. Jónasdótt- ur, þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Frímann eina dóttur. 2) Kristinn, f. 1944, kvæntist Elísabeth Bjarnarson, þau skildu, þau eiga þrjár dætur. Fyrir átti Kristinn einn son. 3) Kristín, f. 1946, gift Gunnari Kr. Guðmundssyni, þau Í dag verður gerð útför Lúðvíks Kristjánssonar, móðurbróður míns og vinar, frá Hólaneskirkju á Skagaströnd. Lúðvík var sá eini eftirlifandi af 12 börnum þeirra Sigurbjargar Sig- urbjörnsdóttur og Kristjáns Krist- jánssonar frá Bakka. Lúðvík var myndarmaður, ákaflega glaðvær, hjartahlýr og mikið ljúfmenni. Ég kynntist Lúðvík frænda mín- um strax í barnæsku þegar hann kom í heimsóknir á heimili foreldra minna. Mér er svo minnisstætt hvað hann var alltaf góður við okk- ur systkinin. Alltaf gaf hann sér tíma til að tala við okkur með hlýju og léttleika eins og honum einum var lagið. Eiginkona Lúðvíks var Pálína Sigríður Frímannsdóttir og hófu þau búskap sinn á Jaðri, æskuheim- ili Pálínu Sigríðar, og síðar á Flankastöðum. Árið 1942 fluttu þau svo í sitt eigið húsnæði er ber nafn- ið Steinholt á Skagaströnd. En það höfðu þau sjálf byggt með hagsýni og dugnaði. Pálína Sigríður og Lúðvík giftu sig hinn 5. júlí 1941 og eru börn þeirra Frímann, Kristín, Kristinn og Karl. Þetta var að mínu mati góð og samstillt fjölskylda. Ekki skorti matföng eða aðra björg á heimili þeirra hjóna því húsbóndinn var duglegur og metn- aðarfullur og vildi ekki að sín fjöl- skylda liði fyrir ónógar vistir af neinu tagi. Ekki stóð húsmóðirin sig síður í sínu hlutverki og bjó hún manni sínum og börnum hlýlegt heimili sem æði oft var gestkvæmt á, enda tóku þessi gestrisnu hjón vel á móti gestum sínum og veittu vel af ljúf- fengu heimabökuðu meðlæti ásamt ótakmarkaðri gleði og gamanmál- um Enn því miður var Pálína Sigríð- ur heilsuveil og átti við veikindi að stríða og lést hún árið 1962, þá að- eins 46 ára gömul. Var það mikill harmur fyrir mann hennar, börn og aðra þeim nákomna enda voru þetta erfiðir tímar fyrir fjölskyld- una. Lúðvík starfaði við alla almenna vinnu til lands og sjávar eins og al- gengast var á þeim árum. Hann þótti bæði vandvirkur og duglegur og var eftirsóttur vinnukraftur. Meðal annars starfaði hann til fjölda ára hjá Hraðfrystihúsi Skagastrandar við ýmis störf, aðallega þó við flökun og sem tækjamaður og þótti hann þar góður starfsmaður og vel liðinn. Mér hlotnaðist sú gæfa að vera samstarfmaður frænda míns í um tuttugu og fimm ára skeið, aðallega við byggingarvinnu og innti hann störf sín vel af hendi á þessu sviði sem og öðrum. Ég tel mig hafa lært margt gott og nytsamlegt af honum á þessum samstarfsárum okkar. Þó geri ég mér ljóst svona eftir á að betur hefði ég þurft að gera í sambandi við léttu lundina og góða skapið sem hann hafði svo mikið af og vildi miðla öðrum. Ég minnist þess svo oft í kaffi- tímunum þegar samstarfsmenn okkar voru að ræða hin ýmsu þjóð- mál sem uppi voru á hverjum tíma og menn voru sjaldan alveg sam- mála í vinnuhóp, sem teljast verður eðlilegt, og jafnvel sumir kannski dálítið æstir. Oft kom Lúlli inn í þessar umræður og setti fram sínar skoðanir í bland með gamanmálum og dæmisögum og yfirleitt tóku málin þá allt aðra stefnu og menn gengu glaðir og hressir til vinnu sinnar í lok kaffitímans, enda hafði Lúlli venjulega síðasta orðið í þess- um umræðum. Ekki veit ég hvort menn gera sér almennt grein fyrir hversu mikils virði er fyrir hvern og einn vinnu- stað að hafa einn eða fleiri slíka gleðigjafa sem viðhalda glaðværð og góðum anda. Kæri frændi, ég vil þakka þér samverustundirnar og þína góðu vináttu til handa mér og fjölskyldu minni. Lúlli minn, að endingu þetta, ég óska þér góðrar ferðar til þinna nýju heimkynna og ég veit að vel verður tekið á móti þér á efri hæð- um almættis enda finnst mér svo sannarlega að þú hafir til þess unnið. Og sjáir þú þér fært að leggja inn gott orð fyrir hann frænda þinn þarna uppi þá þætti mér vænt um það, svo ég tali nú ekki um ef þú tækir á móti mér þegar kallið kem- ur. Börnum Lúlla, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um vil ég votta mína innilegustu samúð. Þið áttuð góðan föður, tengdaföður, afa og langafa. Blessuð sé minning þín, Lúlli minn. Þinn frændi, Guðmundur Lárusson. Elsku Lúlli minn, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn hérna megin með söknuði, en um leið samgleðj- umst við þér að hitta hana Siggu þína á ný sem ég varð aldrei þess aðnjótandi að kynnast nema í spjalli okkar á milli. Það hefur ver- ið svolítið innantómt að koma á Skagaströndina síðustu tvö árin og geta ekki komið við í Steinholti í kaffi og pönnukökur, en pönnukök- urnar þínar voru alltaf þær bestu sem til voru hvort heldur þær væru með rjóma eða upprúllaðar með sykri. Ekki voru ofnsteiktu lamba- lærin þín síðri, Lúlli minn, þú varst frábær kokkur. Ég man þegar við sátum við eldhúsborðið mitt og þú varst að segja mér frá hugmynd- inni að litla sumarhúsinu sem þig langaði að láta smíða á lóðina þína. Þú varst svo leiður að ekki skyldu allir vera sáttir við þessa hugmynd. En ég hvatti þig óspart og var stolt af þér þegar þú lést þessa hugmynd þína verða að veru- leika og það var svo yndislegt að koma norður og sjá hvað þú varst ánægður og stoltur með litla snotra sumarhúsið þitt, og margir hafa fengið að njóta þess og liðið vel í því. Elsku Lúlli minn, þakka þér fyrir alla vináttuna, hlýjuna og gleðina okkur til handa í gegnum árin. Þín frænka, Þórdís Elva. Elsku Lúlli, um leið og við kveðj- um þig langar okkur að þakka þér fyrir allar samverustundirnar og spilamennskuna. Við minnumst þess alltaf hvað þú varst góður við okkur systkinin og við hlökkuðum alltaf svo mikið til að fá þig í heim- sókn. Elsku Lúlli, þú varst góður og léttur félagi og við eigum eftir að sakna þín. Takk fyrir allt, elsku frændi. Kærar kveðjur. Árni, Lárus og Ásdís Elva. LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. "  #     #  %    ! & %) (  & (      !                    4     % $(#+ /  ! ( &(" %&&# #+# & J%#""*  " &(""* '# &(""* % / &(" %&&# #'#""*  %# &(""*  #+" %&&# 4*#"&  &(""* 4%# " %&&# # &(""* %4%##" %&&# #!) # &(" %&&#  +-.#""* *(.$$-.#/ "  #  $   %  ! (   '   )               :  :'>  / 6   #   (     ( &  5   %)H#.#" %&&# .# !#.#""* .#+$ " %&&# %".#" %&&# 5#$ (#%""* (#6.#" %&&# 0 ( # & !;""* 6 ".#""* :"- &)#. & %!#+#.#" %&&# #"& ("*  .#""* +A+ (" %&&# 5#.#""* 4%# (#" %&&#  !#.#""* : #" %&&# -#-.#*(-#-#-.#/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.