Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ÁSKÓLI Íslands og Jafnréttisstofa standa frá árinu 2000 til 2002 fyrir víðtæku jafnrétt- isátaki í samstarfi við fjögur ráðuneyti og fjögur fyrirtæki. Á framkvæmdaáætlun þess er meðal annars hvatningarátak í framhalds- skólum, sem miðar að því að fjölga konum í verk-, tækni- og tölvunar- fræðinámi á háskólastigi og var það kynnt fyrir helgi. Þótt átakinu sé að- allega beint til stúlkna eru kynningar, bæði í fyrirtækjum og skólum, opnar áhugasömum strákum, en megin- hugsunin er sú að konur í fyrrgreindu námi, sem og útskrifaðar, verði yngri konum á framhaldsskólastigi hvatn- ing, svo sem greint hefur verið frá. Er það álit fjögurra viðmælenda Morg- unblaðsins, sem hér fer á eftir, að nám í þessum fögum bjóði fjölbreytta starfsmöguleika og góð laun. Hvatningin hefst fyrst í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla og Menntaskólanum í Kópavogi föstu- daginn 23. febrúar. Eimskip einkum á landsbyggðinni Inga Björg Hjaltadóttir, lögfræð- ingur og deildarstjóri launa- og kjara- mála í starfsþróunardeild Eimskips, á sæti í stjórn verkefnisins Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna við Háskóla Íslands. Eimskip er þátttakandi í Átaki til fjölgunar kvenna í verk-, tækni- og tölvunarfræðinámi, sem er eitt undir- verkefna þess, og segir hún að fyr- irtækið hyggist einkum kynna fram- haldsskólanemum á landsbyggðinni starfsemi sína í því augnamiði. Að sögn Ingu Bjargar mun kynningin fara fram á Akureyri, Ísafirði og Eskifirði, þar sem nemendum mun meðal annars gefast kostur á því að skoða hafnarsvæðin og fara um borð í skip ef kostur er, en á Eskifirði er al- þjóðleg uppskipunarhöfn svo dæmi sé tekið. Gerð verður grein fyrir starf- semi Eimskips og konur sem starfa við stjórnunar- og sérfræðistörf hjá fyrirtækinu, meðal annars úr röðum verk- og kerfisfræðinga, munu jafn- framt lýsa störfum sínum og starfs- umhverfi. „Einnig verður farið út í hvaða störf eru til staðar hjá Eimskipi og samhengi milli námsvals og starfs- möguleika hjá okkur,“ segir hún. Inga Björg segir eina konu í hópi 10 verkfræðinga hjá fyrirtækinu og tvær konur í röðum 9 kerfisfræðinga. „Verkfræðimenntun er mjög heppi- leg fyrir tiltekin stjórnunarstörf hjá Eimskipi og því æskilegt að geta fengið konur með slíka menntun til starfa hjá fyrirtækinu, til jafns við karla. Það væri áhyggjuefni fyrir fyr- irtækið ef erfitt reyndist að finna kon- ur með rétta menntun í þessi störf,“ segir hún. Fyrir 6 árum var einungis ein kona á aðalskipuriti Eimskips, segir hún ennfremur, sem leiddi til þess að sett var markmið um að auka hlut kvenna í þessum störfum. „Við höfum náð góðum árangri við að uppfylla þau markmið sem við teljum hafa skilað ávinningi fyrir starfsemina og við því má búast að þróunin að þessu leyti verði nokkuð sjálfbær í framtíðinni, enda leggjum við áherslu á að konur hafi sömu starfsmöguleika og karlar,“ segir Inga Björg Hjaltadóttir að síð- ustu. Tíu þúsund ára fag Verkfræðin er jafngömul fastri bú- setu mannsins á jörðinni, eða rúmlega tíu þúsund ára gömul. Dæmi um æva- forn mannvirki til vitnis um verk- kunnáttu og tækni eru píramídar Egypta, hof Grikkja, áveitur Mesóp- ótamíu og vegir Rómverja. Saga verkfræðinnar á Íslandi er eilítið styttri, eða aldargömul, og segir Kol- brún Reinholdsdóttir, formaður kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands, að konur hafi ekki byrjað að leggja fyrir sig verkfræði fyrr en fyrir 20 árum. Hlutfall kvenna í verkfræðinámi við HÍ er 22% og sem fastráðinna kennara í verkfræðideild 15%. Í hópi 22 prófessora við verkfræðideild er ein kona. Verkfræðingar stunda einkum hönnunar-, áætlana-, skipulags-, stjórnunar-, eftirlits- og rannsókna- störf, auk ýmissa annarra starfa og segir Kolbrún eitt markmiða með stofnun kvennanefndar innan félags- ins að auka áhrif á þátttöku kvenna í tækniþróun. „Verkfræðingar geta sem stendur valið úr störfum enda hefur verið skortur á raungreinafólki í samfélaginu. Kvennanefndin var stofnuð fyrir ári þar sem okkur kon- um í verkfræðingastétt þótti við of fáar, en konur eru um 6% tæplega þúsund félagsmanna í Verk- fræðingafélagi Íslands. Karlarnir hafa því mikið forskot á okkur,“ segir hún. Kolbrún segir ennfremur hafa skort á tengsl milli verkfræðikvenna, sem hver og ein hafi kannski vitað af 1-2 konum í sömu stétt, og því hafi annað markmið nefndarinnar verið að búa til tengslanet. „Verkfræðingar hafa verið áberandi í samfélaginu, í þeim skilningi að gegna áberandi störfum, einkum stjórnunarstörfum,“ segir hún, en sem dæmi má nefna að forstjóri Tals, framkvæmdastjóri Marels, vegamálastjóri, rafmagns- veitustjóri og framkvæmdastjóri VÍB eru í verkfræðingastétt, auk þess sem menn úr þeirra röðum hafa gegnt embættum forsætisráðherra og borg- arstjóra. Kolbrún segir skorta sýnilegar fyr- irmyndir úr röðum kvenna í stéttinni en þekktustu konur með verkfræði- menntun eru sjálfsagt forstjóri ÍSAL og framkvæmdastjóri Almanna- varna. Hafin er vinna við jafnréttis- og fjölskyldustefnu innan Verkfræð- ingafélags Íslands og segir Kolbrún til dæmis í bígerð að stofna jafnrétt- isnefnd. Hún segir konur hafa fengið „mjög góðar viðtökur“ í verkfræð- ingastétt, og að laun karla og kvenna þar séu svipuð þegar tillit sé tekið til starfa og starfsreynslu. „Karlarnir vinna að vísu meiri yfirvinnu en árleg könnun á launakjörum verkfræðinga, sem nú er gerð eftir kyni, hefur ekki leitt afgerandi mun á launum í ljós. Kannski er ástæðan sú hvað við erum enn fáar,“ segir hún. Kolbrún segir að verkfræðin hafi verið „stimpluð karlafag“ til þessa með tilheyrandi hugmyndum um menn sem „skeyta ekki um umhverfi sitt og vilja bara byggja og virkja“. „Þetta er ekki rétt, fjöldi manna vill nema umhverfisverkfræði. Verk- fræðingar eru ekki bara karlar með hjálm að virkja uppi á fjöllum. Verk- fræðingar starfa líka við stjórnun, kennslu, hönnun og ráðgjöf, svo eitt- hvað sé nefnt, og konur í þeirra röð- um eru mjög ánægðar á flestum vinnustöðum,“ segir Kolbrún, sem á sínum tíma var eina stelpan í sínum hópi við nám í rafmagnsverkfræði. „Ég þurfti alls ekki að herða mig á nokkurn hátt. Enda er best að vera bara maður sjálfur. Þá gengur manni best,“ segir Kolbrún Reinholdsdóttir. Villandi ímynd tölvunarfræði Valdís Björk Friðbjörnsdóttir er önnur tveggja kvenna sem útskrifuð- ust úr námi í tölvunarfræði frá Há- skóla Íslands um jólin. Segir hún námið ekki hafa átt jafn mikið skylt við þá þurru ímynd sem tölvunar- fræðin virðist hafa á sér. Valdís Björk á myndlistarmenntun að baki og kveðst hafa farið út í tölv- unarfræði til þess að auka atvinnu- möguleika sína. „Ég hafði áhuga á tölvum og átti auðvelt með stærð- fræði, svo þetta nám lá beinast við,“ segir hún. Að námi loknu fékk hún vinnu hjá Gopro Development, dótturfyrirtæki Hugvits, og er í hópi útskrifaðra tölv- unarfræðinga sem gert er ráð fyrir að heimsæki framhaldsskólanemendur og kynni starf sitt og nám. „Mér finnst ríkja dálítill miskilningur í um- ræðunni um tölvunarfræði. Hún er vissulega erfið en maður þarf ekki að vera einhvers konar „tölvugúrú“ til þess að leggja hana fyrir sig, eins og margir virðast halda. Hún er auk þess allt öðruvísi en maður býst við því tölvunarfræði hefur frekar fráhrind- andi ímynd,“ segir hún ennfremur. Valdís Björk segir umræðuhóp kvenna hafa myndast í kringum átak- ið að fjölga konum í verk-, tækni-, og tölvunarfræðinámi og segir þær sam- mála um að nám í þessum greinum sé fjölbreytt og eigi því oftar en ekki lítið skylt við fyrirframgefnar og ríkjandi hugmyndir um það. „Nám í tölvunar- fræði er erfitt í byrjun þegar áherslan er einkum á þurrari fögin. Margir hætta námi þá því þeir eru ekki nógu öruggir með sig, til dæmis í stærð- fræði. En þegar fram í sækir er námið meira í líkingu í það sem ég vil kalla alvöru tölvunarfræði, og við fáum tæki og tól til þess að sundurgreina og hanna notendaviðmót, svo dæmi sé tekið.“ Hún segir konur ekki endilega standa sig ver í stærðfræðinni en karla, en meti sjálfar sig á annan hátt, sem kannski standi þeim stundum fyrir þrifum. „Hingað til hefur nokk- uð einhæfur hópur sótt í þetta nám, sem ekki er æskilegt, hvort sem kon- ur eða karlar eiga í hlut. Til þessa hafa það líka einkum verið karlmenn sem sett hafa svip sinn á tölvunar- fræðina, þar sem þeir hafa hannað og skilgreint stóran hluta vinnuum- hverfisins. Þessi grein er hins vegar í mikilli þróun og mikilvægt að konur fái tækifæri til þess að taka þátt í henni. Tölvunarfræðinám er mjög lít- ið kynnt, mun fjölbreyttara en maður skyldi ætla og auk þess ávísun á margbreytileg störf. Maður hefur góðar forsendur til þess að móta feril sinn og starf eftir eigin höfði, með slíkt nám að baki og mikil spurn er í augnablikinu eftir hugmyndaríku og skapandi fólki í þessari grein,“ segir hún að endingu. Léttara en hún bjóst við Margrét Edda Ragnarsdóttir er á fyrsta ári í rafmagns- og tölvuverk- fræði við HÍ og segir margar ástæður fyrir því vali. „Bróðir minn er raf- magnsverkfræðingur og hvatti mig til þess að fara í þetta nám þar sem vant- aði fleiri stelpur. Ég hugsaði mig um og fann að ég vildi ekki fara út í nám sem myndi binda mig í einu tilteknu starfi. Því valdi ég þessa leið. Auk þess fá verkfræðingar góð laun,“ seg- ir hún. Margrét Edda lauk námi af eðlis- fræðibraut við Flensborgarskóla og segir það hafa verið góðan grunn fyrir rafmagnsverkfræðinámið. „Ég er reyndar bara búin með eina önn en fannst það léttara en ég bjóst við. Mesta fallið er á fyrsta ári,“ segir hún. Margrét Edda segir kennurum verkfræðideildar greinilega umhugað um að nemendurnir gefist ekki upp við fyrsta mótlæti í krefjandi námi og bjóði þeim alla mögulega aðstoð, bæði stelpum og strákum. „Strákarnir virðast reyndar frekar á heimavelli í stærðfræðinni en stelpurnar, að því leyti að þær eru ekki eins öruggar með sig. Ég heyri það frá vinkonum mínum, sem eru í annars konar námi, að stærðfræðin er mikil ógn, og reyndi mikið að fá eina þeirra með mér í deildina. Það var hinsvegar ekki „séns“ enda taldi hún stærðfræðina greinilega þvílíkt fjall að klífa,“ segir Margrét og vísar því algerlega á bug að svo sé. Getur ekki beðið „Stærðfræðin hér á fyrsta ári er beint framhald af stærðfræði í efri bekkjum framhaldsskólanna. Ég gat notað sömu bækurnar og í fyrra, enda um samskonar dæmi að ræða, þótt reyndar hafi verið farið aðeins dýpra í þau. Þetta er skemmtilegt nám, reyndar rosalega krefjandi, en það er líka gaman að geta eitthvað sem er erfitt og finna sig vaxa með hverju verkefni. Þannig fær maður sjálfs- traust, enda mun vinnan ganga út á það að leysa verkefni sem maður hef- ur aldrei séð áður.“ Margrét segir stærðfræðigetu þeirra systkinanna alls ekki með- fædda, ef marka megi kunnáttu for- eldra þeirra í sama fagi, og segir hana einungis byggða á „einbeittum vilja“. „Ég get í rauninni ekki beðið eftir því að fá að kynna þetta nám fyrir framhaldsskólanemum,“ segir Mar- grét Edda Ragnarsdóttir. Um 40 konur heimsækja skóla til að kynna starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta Kolbrún Reinholdsdóttir Valdís Björk Friðbjörnsdóttir Miklir starfs- möguleikar og góð laun Margrét Edda Ragnarsdóttir Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson „Verkfræðingar eru ekki bara með hjálma að virkja uppi á fjöllum,“ segir Kolbrún Reinholdsdóttir. Inga Björg Hjaltadóttir Háskóli Íslands og Jafnréttisstofa standa nú fyrir víðtæku jafn- réttisátaki. Einn liða þess miðar að því að hvetja fleiri konur til náms í verk-, tækni- og tölvunarfræði. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við fjórar konur sem hlut eiga að máli á einn eða annan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.