Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 18

Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 18
VIÐSKIPTI 18 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig þú getur orðið færari í að skynja þau boð sem þú færð frá öðrum? Viðurkennt námí NLP fræðum hefst í Reykjavík 30. mars. 1. hluti af þremur. Á íslensku með íslenskum/dönskum kennslugögnum. Kennarar eru Hrefna B. Bjarnadóttir og Jack Makani frá Makani & NLP-huset í Danmörku. Fyrirlestur (kynning) um námið verður 22. febrúar kl.19.00 í Gerðubergi 3-5. Upplýsingar í síma 482 3515. Fyrirhugað er einnig að halda tveggja daga námskeið 24.-25. feb. Hægt er að skrá sig í einkatíma í síma 869 3737. Hrefna verður hér á landi 20.-25. febrúar. ÞORSTEINN M. Jónsson, for- stjóri Vífilfells, mun eiga 55% í Vífilfelli eftir að fyrirhugaður sam- runi fyrirtækisins við Sól-Víking er um garð genginn. Aðrir hluthafar verða Kaupþing hf. með 25% hlut og Sigfús R. Sigfússon með 20% hlut. Stefnt er að því að sameina þessi tvö fyrirtæki undir merkjum Vífilfells eftir að samkeppnisyfir- völd hafa lagt blessun sína yfir samrunann. Kaupþing og tengdir aðilar hafa þegar keypt öll hlutabréfin í Sól- Víking, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vífilfelli, og gerir fyrirtækið ráð fyrir að sam- keppnisyfirvöld taki afstöðu til fyr- irhugaðs samruna innan fárra vikna. Eins og greint hefur verið frá festu Þorsteinn, Kaupþing og Sig- fús nýlega kaup á Vífilfelli, en selj- andi er Coca-Cola Nordic Beverag- es, sem er að 51% í eigu Carlsberg í Danmörku og 49% í eigu Coca- Cola Company í Bandaríkjum. Stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað Stefnt er að því að skrá hið sam- einaða félag á hlutabréfamarkað áður en langt um líður, en að sögn forstjóra Vífilfells munu aðstæður ráða hvenær af því verður. Þor- steinn segir að nýir eigendur geri sér grein fyrir að ef fyrirtækið eigi að eiga erindi á hlutabréfamarkað þurfi vaxtarmöguleikar þess að vera meiri en innlendi markaður- inn geti boðið upp á. Í því sam- bandi nefndi hann að með í kaup- unum fylgi 15% eignarhlutur í Þórsbrunni og það fyrirtæki eigi sér bjarta framtíð. Að auki nefndi hann að Thule- og Víking-bjórinn ætti erindi á erlendan markað, en slíkt heyri undir framtíðaráætlan- ir. Formaður nýrrar stjórnar Víf- ilfells verður Sigfús R. Sigfússon og Þorsteinn M. Jónsson verður áfram forstjóri. Sameiginleg velta fyrirtækjanna tveggja var á síðasta ári um fjórir milljarðar króna þegar vörugjald, skilagjald og áfengisgjald eru und- an skilin, en þegar þessi gjöld eru talin með er veltan um fimm millj- arðar króna. Hjá fyrirtækjunum unnu á síðasta ári 250-260 manns. Að sögn Þorsteins skarast starf- semi fyrirtækjanna lítið, Vífilfell sé lítið í ávaxtasafa og Sól-Víking framleiði lítið af gosdrykkjum. Miklir möguleikar séu því til hag- ræðingar, til að mynda við dreif- ingu vörunnar. Fyrirhugað að sameina Sól-Víking og Vífilfell Forstjóri Vífilfells meirihluta- eigandi sameinaðs félags Morgunblaðið/Jim Smart Sigfús R. Sigfússon, forstjóri Heklu, Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. VERSLUNIN Griffill opnar á morgun markað með skrifstofuvörur í Skeifunni 11d. Verslunin verður endurbætt og stækkuð vegna breyting- anna. Lögð verður áhersla á lágt verð á öllum teg- undum vara sem tengjast skrifstofurekstri. Mark- miðið er að vera með lægsta mögulega verð á gæðaskrifstofuvöru. Að sögn Jóhanns Inga Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra Griffils er opnun þessarar versl- unar í takt við þróun erlendis með verslun skrif- stofu- og rekstrarvara. Einingar hefðu verið að stækka og vöruúrval að aukast. Í stað þess að við- skiptavinir þurfi að fara í margar verslanir til að kaupa skrifstofuvörur, tölvur og húsgögn hefðu sprottið upp verslanir eins og Staples og Office depot þar sem væri hægt að nálgast allt sem við- kæmi rekstri skrifstofunnar. Ef viðskiptavinur væri að opna skrifstofu gæti hann í raun keypt allt á einum stað. Griffill mun bæta við vöruflokkum og auka vöruúrval sitt verulega með nýrri verslun. Boðið verður upp á aukið úrval tölva, prentara, ljósrit- unarvélar og húsgagna auk annarra rekstrarvara fyrir tölvur. Rekstur tölva, ljósritunarvéla og prentara væri orðinn stór hluti af skrifstofukostn- aði fyrirtækja og Griffill ætlar sér stærri hlutdeild á þeim markaði. Náðst hefðu hagstæðir samning- ar við birgja sem tryggðu að vörur eins og blek og dufthylki í algengustu gerðir prentara yrðu allt að 50% ódýrari í Griffli, samkvæmt upplýsingum frá Griffli. Jóhann Ingi segir að stjórnendur Griffils séu búnir að kynna sér vel rekstur slíkra verslanna er- lendis og telji að hérlendis sé grundvöllur fyrir rekstri þess háttar verslunar. Á undanförnum ár- um mætti sjá þessa þróun í verslun með raf- og heimilistækjum og matvöru. Mæta þyrfti kröfum viðskiptavina um aukið vöruúrval og lægra verð. Í tilefni opnunarinnar verður Griffill með tilboð á ýmsum vörum, svo sem prenturum, skrifborðs- stólum og tölvum. Griffli breytt í afsláttar- verslun með skrifstofuvörur STJÓRN SÍF hf. hefur samþykkt að veita starfsmönnum sínum kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu og hefur áætlun þess efnis nú verið samþykkt af ríkisskattstjóra. Kaupréttaráætl- unin gildir í rúm tvö ár með hugs- anlegri framlengingu og geta starfs- menn fyrst nýtt kaupréttinn í apríl 2002 og síðan ári síðar í apríl 2003, enda séu þeir í starfi hjá félaginu þeg- ar árlegur kaupréttur verður virkur, þ.e.a.s. í aprílmánuði ár hvert. Sam- kvæmt kaupréttaráætlun stjórnar SÍF hf. munu allir starfsmenn í föstu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, sem og lykilstarfsmenn erlendis eiga rétt á að kaupa árlega hlutabréf í félaginu. Heildarumfang kaupréttaráætlunar SÍF hf. er að nafnvirði kr. 25 milljónir og kaupverðið er kr. 2,82 á hlut. Um er að ræða sjálfstæðan rétt til þátt- töku í kaupum sem nánar er útfærður í sérstöku samkomulagi við hvern starfsmann. Starfsmanni er heimilt að nýta kauprétt sinn að hluta, en þó aldrei fyrir lægri fjárhæð en 10% af heimilum kauprétti hverju sinni. Starfsmenn SÍF fá kaup- rétt á hlutabréfum ● UNDANFARIÐ hafa orðið manna- breytingar hjá Raphael & Sons, breska bankanum, sem FBA keypti fyrir ári og sem nú er rekinn af Íslandsbanka–FBA. Tómas Sig- urðsson framkvæmdastjóri bank- ans hætti störfum nú í janúar og sem stendur gegnir Svanbjörn Thoroddsen framkvæmdastjóra- stöðu í hálfu starfi en starfar einn- ig í Íslandsbanka–FBA á Íslandi. Að sögn Svanbjörns er það til- viljun að mannabreytingarnar hafa orðið einmitt nú. Tómas hætti til að taka við starfi lögfræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sigurður Nordal, sem starfaði sem við- skiptastjóri í breska bankanum, fer til starfa í bankanum heima, þar sem það hentar betur. Óttar Guðjónsson hefur látið af störfum í eignastýringu hjá Raph- ael & Sons. Guðmundur Þórðarson tekur við starfi hans, en hann hefur starfað hjá FBA í um ár. Halldór Þorleifs Stefánsson, sem einnig hefur starfað hjá Íslandsbanka-FBA, mun nú einnig starfa við eignastýringu í breska bankanum. Eins og er starfa fjórir Íslend- ingar við breska bankann að Svan- birni meðtöldum. Regína Bjarna- dóttir hefur starfað hjá bankanum í nokkra mánuði og vinnur við bak- vinnslu. Samtals starfa átta manns hjá breska bankanum. Svanbjörn segir að reksturinn gangi mjög vel eins og vonir hafi staðið til. Mannabreyt- ingar hjá Raph- ael & Sons London. Morgunblaðið. ● HAGNAÐUR Vaxtarsjóðsins hf. á árinu 2000 nam 20,3 milljónum króna. Heildartap ársins, þegar til- lit hefur verið tekið til lækkunar á óinnleystum geymsluhagnaði, nam hins vegar 33,9 milljónum. Heild- areignir sjóðsins í árslok námu 513 milljónum og var hlutafé félagsins 364 milljónir. Í árslok átti sjóðurinn hlutabréf í 17 inn- lendum hlutafélögum. Þeirra stærstir voru eignarhlutar sjóðsins í Opnum kerfum hf., Íslandsbanka hf. og Tryggingamiðstöðinni hf. Hluthafar Vaxtarsjóðsins hf. voru 1.568 í árslok 2000 en voru 1.534 árið áður. Ekki er gerð til- laga um greiðslu arðs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. mars næstkomandi. Félagið var stofnað í árslok 1996 og segir í tilkynningu frá félaginu að tilgangur þess sé að fjárfesta í hlutafé skráðra og óskráðra fyrirtækja, sem talin séu eiga verulega vaxtar- og/eða hagn- aðarmöguleika innanlands eða ut- an eða eru álitin vanmetin á hluta- bréfamörkuðum. Í stjórn Vaxtarsjóðsins hf. eru Baldur Guðlaugsson, formaður, Jón Halldórsson, Stanley Pálsson, Kristján Óskarsson og Rafn F. Johnson. Varamenn eru Bragi Hannesson og Haraldur Sum- arliðason. Verðbréfamarkaður Íslands- banka hf. sér um daglegan rekstur Vaxtarsjóðsins hf. Vaxtarsjóð- urinn hf. á hlutabréf í 17 félögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.