Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 29 LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum- sýnir leikritið Koss Kóngulóarkon- unnar á sunnudag kl. 20. Leikritið er eftir Manuel Puig og verður sýnt í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins á Vesturgötu 11 í Hafnarfirði (inn- gangur er við höfnina). Í helstu hlutverkum eru Daníel Ó. Viggós- son og Halldór Magnússon. Leik- mynd gerir Huld Óskarsdóttir og um ljós sér Hilmar Karl Arnarsson. Leikstjóri er Gunnar B. Guðmunds- son. „Þetta magnaða og ljóðræna verk fjallar um byltingarmanninnValent- in og hommann Molina og samvistir þeirra í dimmum fangaklefa í Buen- os Aires á tímum harðstjórnar arg- entísku herforingjastjórnarinnar,“ segir Lárus Vilhjálmsson hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar. „Frásögn Mol- ina af ógnvekjandi og dramatískri bíómynd myndar grunn að sam- bandi milli þessara ólíku manna sem engan hefði órað fyrir. Í bak- grunninum ólgar síðan harðneskja, svik og ofbeldi valdhafanna og örlög þess fólks sem lagði frelsi sitt að veði fyrir hugsjónir sínar.“ Unglingastarf í fastar skorður Leikfélag Hafnarfjarðar, sem heldur upp á 74 ára afmæli sitt í ár, hefur undanfarin ár verið í húsnæð- ishraki en fékk fyrir ári inni í end- urnýjuðu húsnæði Hafnarfjarðar- leikhússins og deilir þar húsum með leikhópnum Hermóði og Háðvör. „Það er von forráðamanna félags- ins að þessi nýja aðstaða verði til eflingar starfsemi þess og er fullur hugur á að halda áfram öflugu leik- listar- og ungmennastarfi í framtíð- inni,“ segir Lárus. „Á döfinni er að koma unglingastarfi félagsins í fast- ar skorður og er ástæða til að hvetja unglinga í Hafnarfirði og ná- grenni til að hafa samband ef þau hafa áhuga á leiklistarstarfi.“ Næstu sýningar verða fimmtu- daginn 22. febrúar og sunnudaginn 25. febrúar kl. 20. Leikfélag Hafnarfjarðar Koss Kóngulóar- konunnar á fjalirnar Daníel Ó. Viggósson og Halldór Magnússon í leikritinu Koss Kóngulóarkonunnar í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á vatnslita- myndum eftir Kjell Ekström frá Álandseyjum. Listamaðurinn dvald- ist í Færeyjum í september á liðnu ári og varð fyrir miklum áhrifum af landslagi Færeyja og litaspili. Af- raksturinn varð sýning á vatnslita- myndum sem Ekström hélt í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn í janúar og fékk hún heitið „Färgöar“, „Skær- eyjar“. Kjell Ekström er fæddur 1961 í Jomala á Álandseyjum. Hann er þjóðháttafræðingur að mennt en hefur gert myndlistina að aðalstarfi sínu síðastliðin 15 ár. Hann er sjálf- lærður í myndlist en hefur sótt nám- skeið hjá ýmsum kennurum í faginu. Kjell Ekström hefur einkum fengist við vatnslitamyndir og hefur haldið margar einkasýningar á Álandseyj- um, í Svíþjóð og Finnlandi. Hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk hans eru m.a. í eigu Norræna vatnslitasafnsins (Nordiska akvarellmuseet), Lista- safns Álandseyja, Pro Artibus – listasafn sænska menningarsjóðsins, Centre d’Art í Natura de Farrera í Katalóníu og víðar. Þá hefur Kjell Ekström teiknað frímerki fyrir póst- málayfirvöld á Álandseyjum. Vorið 2000 gaf hann út bókina „Blått av- lägset nära“ sem inniheldur vatns- litamyndir. Kjell Ekström hefur verið for- stöðumaður Listasafns Álandseyja um tíu ára skeið en hefur nú verið í starfsleyfi í tvö ár til að stunda nám og vinna að listsköpun sinni. Sýningin verður opin daglega frá kl. 9-17, nema á sunnudögum frá kl. 12-17 og lýkur 25. mars. Aðgangur er ókeypis. Vatnslitamyndir frá Færeyjum „Þau tvö“, olía, 100x80 cm. VIKULEG djasskvöld á neðri hæð veitinga- og skemmtistaðarins Ozio við Lækjargötu hefjast annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30, með tón- leikum kvintettsins Penta. Kvöldin eru ætluð fyrir lifandi djasstónlist leikna af ungum upprennandi djass- tónlistarmönnum í bland við eldri djassara. Penta skipa Eyjólfur Þor- leifsson tenórsax, Eyþór Kolbeins básúnu, Sigurjón Alexandersson gít- ar, Þorgrímur Jónsson kontrabassa og Helgi Sv. Helgason trommur. Leiknir verða bæði þekktir og óþekktir djassópusar úr smiðjum manna á borð við Thelonious Monk, Cedar Walton, Sonny Rollins o.fl. Miðaverð 600 kr. Sunnudagsdjass á Ozio SJÖ hundruð mílur úti fyrir strönd Flórída er einn fátækasti staður á jarðríki. Hispaniola var fyrsti við- komustaður Kristófers Kólumbus- ar í nýja heiminum. Það er bara hálfrar annarrar stundar flug frá Miami, svo að maður gæti vænst þess að eyjan væri hitabeltisparad- ís á ákjósanlegum stað fyrir banda- ríska kaupsýslumenn í leit að skattaparadís. En raunveruleikinn er öllu grimmilegri. Á Hispaniola búa tvær þjóðir. Haiti, að vestanverðu, er fátækasta land í Ameríku. Það gengur öllu betur í Dóminíska lýðveldinu, að austanverðu, þar sem meðaltekjur eru sexfalt meiri en á Haiti. Engu að síður mátti lýðveldið þola póli- tískar og efnahagslegar hörmung- ar þangað til þáttaskil urðu á síð- asta áratug. Þegar Jean-Bertrand Aristide tekur aftur við forseta- embætti í febrúar gæti það bundið enda á langvinna fátækt og ofbeldi á Haiti, en einungis ef Haiti og Bandaríkin læra lexíurnar sem þjáningarsaga Hispaniola kennir. Fátækt Hispaniola á sér rætur á nýlendutímum. Evrópumenn lögðu undir sig eyjarnar í Karíbahafi sem sykurplantekrur, og fluttu þangað afríska þræla miskunnarlaust milljónum saman og þeir unnu og dóu ungir á þessum ekrum. Hita- beltisskógar voru höggnir til að stækka ekrurnar. Hispaniola mátti þola gífurlega skógaeyðingu, jarð- vegsveðrun og hrun landbúnaðar- framleiðslu, einkum Haiti-megin. Eftir að þrælahaldi var hætt gat eyjan varla staðið undir hinum mikla fjölda fyrrverandi þræla vegna þess að jarðvegurinn var gereyddur eftir ofnotkun og veðr- un. Kynþáttahatur í Bandaríkjun- um gerði illt verra. Bandaríkin neituðu að viðurkenna Haiti sem sjálfstætt ríki fyrr en upp úr 1860, næstum sex áratugum eftir að þrælauppreisnin á Haiti batt enda á nýlendustjórn Frakka. Stefnuleysi ríkti í löndum á borð við Haiti og Dóminíska lýðveldið, ómenntaðir íbúarnir drógu fram líf- ið á sjálfsþurftarbúskap. Framtíð- arþarfir þeirra kröfðust gífurlegr- ar fjárfestingar í heilsugæslu og menntun, og að farnar yrðu nýjar leiðir í efnahagsmálum. Á 20. öld var mestur hagnaður í Karíbahafi m.a. af ferðaþjónustu, bankavið- skiptum og framleiðslu er krafðist mikils vinnuafls, einkum textíl, fatnaði og raftækjum. En einræð- isherrar Haiti og Dóminíska lýð- veldisins, sem sátu að völdum megnið af þessum áratugum, voru ófærir um að laða að þessi viðskipti. Þrátt fyrir ofbeldi, einræðis- stjórn og innrásir Bandaríkja- manna tókst Dóminíska lýðveldinu að losna úr viðjum nýlega og hefja tvíþætta þróun: Útbreiðslu heilsu- gæslu og menntunar og hafin var hagkvæm framleiðsla og þjónusta. Afleiðingin varð sú, að Dóminíska lýðveldið varð eitt hraðast vaxandi efnahagskerfi í heiminum á síðasta áratug, og fjárfesting stórjókst í ferðaþjónustu og framleiðslu sem krefst mikils vinnuafls. Á Haiti, aftur á móti, hefur eymdin aukist. Bandaríkin studdu við bakið á fjölda harðneskjulegra einræðisherra sem höfðu engan áhuga á efnahagsþróun. Þegar ein- ræðisstjórn Duvaliers féll fóru Bandaríkjamenn að hvetja til þess að komið yrði á lýðræði um miðjan níunda áratuginn, en ofbeldi fylgdi í kjölfarið og Bandaríkin settu á ýmiskonar efnahagsþvinganir. Þær hröktu burtu þá litlu erlendu fjár- festingu sem borist hafði til Haiti. Jean Bertrand Aristide, leiðtogi fátæklinga á Haiti, sigraði í forseta- kosningunum 1990, en var steypt af stóli í valdaráni hersins 1991. Þrem árum síðar var Aristide aftur komið til valda með stuðningi bandaríska hersins, en Bandaríkjamenn leyfðu honum aðeins að sitja innan við tvö ár á þeim forsendum að kosning hans 1991 hefði verið til tímabils sem upphaflega átti aðeins að vera til 1996. Eftir fimm ára hlé hefur hann náð endurkjöri sem forseti. Á Haiti leynast hættur hvar- vetna. Þeir fáu Haitibúar sem eru ríkir treysta ekki Aristide. Aristide treystir ekki þeim ríku vegna stuðnings þeirra við valdaránið sem varð til þess að hann hraktist frá og vegna hefðbundinnar andúð- ar þeirra á umbótum. Stjórnmála- forystan í Bandaríkjunum er einnig tvíbent í afstöðu sinni. Þrátt fyrir ótvíræðar vinsældir Aristides gruna margir íhaldssinnar í Banda- ríkjunum hann um græsku. Margra alda ófriður og fátækt gæti loksins vikið fyrir félagslegum og efnahagslegum framförum ef allir lykilþátttakendurnir geta haf- ið sig yfir hatrömm deiluefni sín. Aristide forseti hefur skilning á því, að hann á ekki fyrst og fremst í höggi við þessa örfáu efnamenn á Haiti, heldur berst hann gegn út- breiddri fátækt. Þessi barátta krefst mikilla fjárfestinga til að skapa störf og einnig fjárhagsað- stoðar frá Bandaríkjunum og Sam- einuðu þjóðunum til að berjast gegn sjúkdómum, ólæsi, og umhverfiskvillum. Aristide ætti að, og mun, styðja þessa tvíþættu áætlun um fjárfestingu í fyrirtækj- um og fjárfestingu í fólki – heil- brigðismálum og menntun. Heldra fólk á Haiti ætti ekki að líta á Aristide sem óvin sinn. Því að gífurlegar vinsældir Aristides eru ekki ógn við auð þess, heldur tæki- færi til umbóta sem geta leitt til langtíma efnahagsþróunar. Banda- ríkjamenn verða að skilja að Haiti- búar geta ekki af sjálfsdáðum sigr- ast á gífurlegri fátækt sinni. Haiti þarf nauðsynlega á fjárhagsaðstoð að halda til að börn geti gengið í skóla og hægt sé að vinna gegn út- breiðslu sjúkdóma á borð við berkla og alnæmi, sem nú valda mörgum fötlun og dauða. Sem fyrsti vinsæli leiðtogi Haiti í ára- tugi, kannski í sögunni, er Aristide forseti besti kosturinn til að takast á við þessa óáran á friðsamlegan, árangursríkan, og lýðræðislega hátt. Haiti er öfgakennt dæmi um hvernig samspil fátæktar, sjúk- dóma og ofbeldis endurtekur sig kynslóð fram af kynslóð. Leiðin til efnahagsþróunar er ekki vand- fundin, en til að geta farið hana þurfa fátæk ríki oft að njóta vel- vildar og stuðnings valdamikilla ná- granna, og oft að vera heppin þar að auki. Heppni Haiti nú á tímum er fólgin í því að þar er vinsæll leið- togi sem kjörinn var í frjálsum kosningum. Þegar ríki sem eiga sér þjáningarsögu verða þessarar gæfu aðnjótandi ættu hinir ríku og valdamiklu að grípa tækifærið og hjálpa þeim að þróast. Lexíur frá tvískiptri eyju Reuters Stuðningsmenn Jean-Bertrand Aristide fagna embættistöku hans fyrr í þessum mánuði fyrir framan forsetahöllina í höfuðborginni Port Au Prince. eftir Jeffrey Sachs Haiti er öfgakennt dæmi um hvernig samspil fátæktar, sjúkdóma og ofbeldis endurtekur sig kynslóð fram af kynslóð. Jeffrey D. Sachs er Galen L. Stone- prófessor í hagfræði og fram- kvæmdastjóri Alþjóðaþróun- armiðstöðvarinnar við Harvard- háskóla. © The Project Syndicate. LISTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.