Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 35 BETRI áætlana, þar á meðal mögu- leika á söfnun birgða af inflúensu- lyfjum, er þörf til að gera ráðstafanir vegna þess möguleika að flensa breiðist út um allan heiminn líkt og spænska veikin gerði 1918 og varð allt að 40 milljónum manns að bana, að því er sérfræðingar segja. „Þróunarsaga inflúensunnar bendir til þess að það sé einungis tímaspursmál hvenær annar inflú- ensuheimsfaraldur skellur á,“ sagði dr. Martin Meltzer, við Rannsókn- armiðstöð í sjúkdóma- og sýklavörn- um í Bandaríkjunum. Sagði hann niðurstöður rannsókna benda til að í Bandaríkjunum einum myndi faraldur verða 89 þúsund til 207 þúsund manns að aldurtila. Þá myndu 314 til 734 þúsund leggjast inn á sjúkrahús, 18 til 42 milljónir sjúklinga leita læknis og 20 til 47 milljónir annarra tilfella. Kostnaður- inn myndi nema 71,3 til 166,5 millj- örðum dollara, fyrir utan þær trufl- anir sem yrðu á kaupsýslu og í samfélaginu. „Þegar veiran, er veldur faraldri, hefur stungið sér niður í tilteknu samfélagi breiðist hún út á fáeinum vikum. Bóluefni myndi vera besta leiðin til að koma í veg fyrir faraldur, en birgðirnar verða ef til vill ekki nægar þegar faraldurinn byrjar að breiðast út,“ sagði Arnold Monto, prófessor í faraldursfræði við Há- skólann í Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum. „Þetta ætti einkum við ef heimsút- breiðsla á veiru myndi verða hraðari en áður hefur sést vegna gífurlegrar aukningar á flugferðalögum, og lítill tími gæfist til að búa til bóluefni. Þar að auki, ef veiran væri alveg ný þyrfti tvöfaldan skammt af bóluefni til að veita örugga vernd,“ sagði hann. Þau lyf, sem nú væru til gegn veirum myndu áreiðanlega ráða við faraldursveiru, og ólíkt bóluefnum væri hægt að safna birgðum af þeim með góðum fyrirvara. En faraldur- sáætlun Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) byggist enn aðallega á bóluefnum, og viðræður stofnunarinnar við framleiðenda um að bæta við lyfjum á borð við Rel- enza (zanamivir) og Tamiflu (oselt- amivir) eru enn á óformlegu byrjun- arstigi. Prófessor Lars Haaheim, fram- kvæmdastjóri Inflúensumiðstöðvar WHO í Vestur-Noregi, er sammála því að núverandi bóluefnistækni myndi líklega veita „of lítið af bólu- efni of seint, að minnsta kosti í fyrstu bylgju faraldursins“. Hann sagði að nýju lyfin hefðu enn verið á tilrauna- stigi þegar WHO setti saman farald- ursáætlunina. Nú virtist aftur á móti að þau gætu orðið „raunhæfur og auðfáanlegur … og ef til vill líka fyr- irbyggjandi kostur“. Búist verði við heimsfaraldri Reuters Viðbúnaður við bráðsmitandi sjúkdómum er víða ófullnægjandi. London. Reuters. E-vítamín kemur hjart- veikum að litlu gagni New York. Reuters. ANDOXUNAREFNIÐ E-vítamín virðist ekki slá á einkenni langt genginna hjartasjúkdóma, að því er vísindamenn greina frá. Niðurstöð- urnar byggjast á rannsókn á 56 manns, en deilt er um það hvort E- vítamín hægi á framgangi hjarta- sjúkdóma. Sumar rannsóknir benda til þess að vítamínið geti komið í veg fyrir að einkennin versni, en aðrar tilraunir benda til að hjarta- sjúklingar séu engu bættari þótt þeir taki það. Til þess að kanna hvort fólki með langt genginn hjartasjúkdóm væri bót að E-vítamíni gáfu vísinda- menn, undir stjórn dr. Mary E. Keith, við Háskólann í Toronto í Kanada, 56 sjúklingum um 500 ein- ingar af E-vítamíni daglega eða óvirka pillu (gervilyf). Mælt var magn ýmissa efnasambanda í blóði og andardrætti sjúklinganna, sem eru til marks um hversu vel hjartað virkar og hversu langt genginn sjúkdómurinn er. Eftir þrjá mánuði höfðu sjúkling- ar, er tóku E-vítamín, meira magn af andoxunarefninu í blóðinu, sem benti til þess að vítamínið hefði ver- ið tekið upp. En virkni hjarta þeirra hafði ekki batnað og lífsgæði þeirra voru ekki meiri en sjúklinga sem tóku gervilyfið. „Það er augljóst að þau áhrif sem E-vítamín hefur á hjartað eru smávægileg,“ sagði dr. Khursheed N. Jeejeebhoy, einn höfunda rannsóknarinnar. Sjúklingar með hjartakvilla framleiða meira af sindurefnum, efnasamböndum sem skemma frumur og leiða til sjúkdóma. And- oxunarefni á borð við E-vítamín eru talin draga úr þeim skemmdum sem verða á frumum af völdum sindurefna, eða streituoxunar. „Því miður komumst við að því að stórir skammtar af E-vítamíni einir sér draga ekki úr aukningu oxunar í sjúlingum með hjartabilun,“ sagði Jeejeebhoy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.