Morgunblaðið - 17.02.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 17.02.2001, Síða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 51 MIKIL umræða hefur orðið síðasta áratug um heilbrigðis- þjónustuna, þó mest um sjúkrahús og starf- semi þeirra. Það er skiljanlegt því þar er kostnaðarsamasti hluti heilbrigðiskerfisins. Meir hefur þó verið fjallað um skipulag en hlutverk, meir um halla en fjárhagsgrunn þar sem tekjur mæti tilkostnaði, meir um útgjöld en þarfir og hagsmuni sjúklinga. Samt eru það einmitt þeir sem verið er að veita heilbrigðisþjónustu á sjúkra- húsum, um þá og líðan þeirra snú- ast rannsóknir, aðgerðir, meðferðir og hjúkrun vegna sjúkdóma, van- heilsu og afleiðinga af slysum og óhöppum. Kostnaður við sjúkraþjónustu Með opinberum gjöldum greiða atvinnufyrirtæki okkar iðgjöld vegna sjúkratrygginga og slysa- trygginga miðað við vinnuvikur starfsmanna. Iðgjöldin renna til Tryggingastofnunar ríkisins (TR) auk fjárveitinga á fjárlögum vegna annarra. Af þessum tekjum greiðir TR m.a. lífeyri og kaupir sjúkra- þjónustu af sjúkrahúsum, lækna- stofum og öðrum. Yfirgnæfandi hluti þeirra sem selja TR þessa þjónustu og vörur til hennar eru ekki ríkisstofnanir heldur einkafyr- irtæki og sjálfseignarstofnanir. Hluti af rekstrarkostnaði sjúkra- húsanna, einkum þeirra stóru og tæknivæddu (sem nú hafa öll verið sameinuð í Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi á þrem stöðum) er ekki að fullu endurgreiddur með þeim tekjum sem þau fá fyrir þjónustuna. Fyrir vikið þurfa þau einnig beinar fjárveitingar á fjárlögum til að mæta þeim kostnaði, en þar ber mest á enduruppbyggingu húsnæð- is og tækjakaupum. Þetta er alvar- legur annmarki á verðlagningu þessarar nauðsynlegu þjónustu og gefur öllum sem um fjalla villandi upplýsingar um raunverulegan til- kostnað. Fjárfestingarkostnaður ætti að endurgreiðast á löngum tíma, rétt eins og í allri annarri starfsemi sem þarf að endurnýja fasteignir og tækjakost sem notað- ur er. Ekki er hjá því komist að benda á annað misræmi: Atvinnufyrirtæki greiða iðgjöld af slysatryggingum til TR vegna starfsmanna, bæði fyr- irtæki og einstaklingar greiða ið- gjöld af ábyrgðar- og skaðabóta- tryggingum vegna bifreiða, atvinnutækja o.fl. Þessar tryggingar bæta tjón þeirra sem slasast. Samt virðist sjúkraþjónusta vegna afleiðinga slysa vera greidd af almennum sköttum en ekki af þessum tryggingum. Vegna varanlegra tjóna, þ.e. ef örorka hins slasaða reynist varanleg, greiðir sam- félagið örorkulífeyri. Hafi örorkan orsakast af bótaskyldu tjóni fær hinn slasaði bæði ör- orkubætur (úr trygg- ingum þess sem olli skaðanum) og örorkulífeyri frá TR á vegum samfélagsins. Réttur bóta- þega til örorkulífeyris frá lífeyris- sjóði hefur bein áhrif á örorkubæt- ur frá tryggingum þess sem skaða veldur. Hér er á engan hátt lagt mat á fjárhæðir, einungis athygli beint að því sem virðist misræmi. Ofangreint fyrirkomulag hefur þann kost að fólk hefur fengið sömu þjónustu burt séð frá búsetu, á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð, lækna- stofu, hjúkrunarheimili eða öðrum heilbrigðisfyrirtækjum, á ríkis- stofnun, sjálfseignarstofnun eða einkastofu. Sjúkrahús, læknar, sjúkraþjálfarar, lyfsalar og aðrir sem veita sjúkraþjónustu, endur- hæfingu, lyf og meðferðarúrræði fá allir verð fyrir þjónustuna sem þeir selja. Kaupandinn er TR sem fær tryggingaiðgjöldin og fjárveitingar úr ríkissjóði til að mæta útgjöld- unum. Þetta fyrirkomulag hefur líka alvarlega galla: sjúkrahúsin fá ekki fullt verð fyrir þjónustuna; ekki má kaupa allar lækningar og sjúkraþjónustu sem þörf er fyrir; fólk er látið að bíða eftir nauðsyn- legum lækningum. Það er óboðlegt í samfélagi sem vill vera mannúðlegt. Styttum biðlistana TR kaupir sem sé sjúkraþjónustu af ríkissjúkrahúsum, mörgum sjálfseignarstofnunum og fyrirtækj- um sem sinna sjúklingum, veita lækninga- og hjúkrunarþjónustuna, afhenda lyf og aðrar nauðsynlegar vörur. Það er mikill annmarki sem bitnar á fólki, að aðrir en TR mega ekki kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir sjúkratryggða og slysatryggða ein- staklinga vegna bótaskyldra slysa, sjúkdóma og veikinda. Sá annmarki er líklega áhrifamesta ástæða bið- listanna alræmdu. Þeir orsakast af of litlum tekjum sjúkrahúsanna fyr- ir þá þjónustu sem þau veita; síðan er deildum lokað í sparnaðarskyni! Ekki fækkar það sjúklingum heldur fjölgar þeim sem bíða. Biðlistarnir eru hræðilega afdrifaríkir með mik- illi röskun á högum þeirra sem bíða og afar dýrir. Ástand sjúklinga versnar mjög, lyfjakostnaður eykst mikið, aðgerð verður jafnvel flókn- ari, bati að henni lokinni verður tímafrekari og endurhæfing um- fangsmeiri. Á hverju stigi eykst kostnaður og dagpeningar að auki vegna tekjumissis viðkomandi sjúk- lings. Öll þessi útgjöld eru greidd, mest af TR. Hið undraverða er að ekki virðist mega stytta biðlistana til að spara kostnað og draga úr röskun biðtímans á högum fólks. Nær væri að leyfa öllum sem tryggja einstaklinga við sjúkdómum og slysum að kaupa sjúkraþjónustu og stytta þannig biðtíma fólks. Hér er átt við tryggingafélög (sem tryggja íþróttamenn, starfsfólk fyrirtækja og þá sem stunda eigin rekstur) og sjúkrasamlög sem þarf að endurreisa og gætu starfað eftir landshlutum eins og áður eða starfsgreinum. Í krafti þess að stytta biðlistana verður fólk fyrir minni röskun, kemur fyrr aftur til starfa, aðgerðir verða ekki eins af- drifaríkar, endurhæfingartími verð- ur skemmri, lyfjakostnaður og öll útgjöld vegna biðtíma lækka. Það sem sparast á að nota til að bæta sjúkraþjónustuna til hagsbóta fyrir þá sem hennar þurfa. Í umræðum um þessar hugmynd- ir hafa ýmsir alið á því að þær muni leiða til þess að röð breytist (á bið- listunum), og að almannatryggingar fyrir alla verði lagðar fyrir róða. Það er alrangt. Það eina sem breyt- ist er að biðlistarnir styttast veru- lega vegna þess að sjúkrahúsin og aðrir sem veita þjónustuna munu fá tekjur í betra samræmi við tilkostn- að. Skilvirkari sjúkraþjónusta Árni Ragnar Árnason Tryggingar Nær væri að leyfa öll- um, segir Árni Ragnar Árnason, sem tryggja einstaklinga við sjúk- dómum og slysum að kaupa sjúkraþjónustu. Höfundur er alþingismaður. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.