Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 11 BÆJARSTJÓRINN í Bolungarvík, Ólafur Kristjánsson, segir það veru- legt áhyggjuefni að aðeins þriðjungur þess bolfisksafla sem berst að landi sé unninn á staðnum. Á þetta benti Páll Pétursson félagsmálaráðherra meðal annars í umræðum á Alþingi á fimmtudag um vanda sjávarbyggða á landsbyggðinni og óöryggi í atvinnu- málum fiskverkafólks. Ólafur segir þörf á sameiginlegu átaki allra hags- munaaðila í bænum til að breyta þessu þannig að auka megi atvinn- una. Það eigi við um sjómenn, fisk- vinnslu, sveitarfélagið og stjórnvöld. Verkalýðs- og sjómannafélag Bol- ungarvíkur áformar fund með smábátasjómönnum og bæjaryfir- völdum um þessi mál, sem talsmaður smábátasjómanna fagnar. Hann seg- ir smábátasjómenn ekki vilja að byggðarlögin leggist af. Stór hluti af þeim bolfiski sem berst á land í Bolungarvík frá um 20 smábátum fer á fiskmarkaði og bend- ir Ólafur Kristjánsson á að aflinn fari ekki allur út af atvinnusvæðinu. Þannig sé fiskurinn t.d. unninn á Suð- ureyri, Flateyri, Súðavík og í Hnífs- dal. Þrjú lítil fiskvinnsluhús hafa ver- ið í Bolungarvík en eftir að NASCO, stærsti atvinnurekandinn, hætti vinnslu á bolfiski og sneri sér að rækju minnkaði verulega sá afli sem unninn var á staðnum og hefur dreifst á fleiri staði í gegnum fisk- markaðina. Mun meira berst að landi á sumrin frá smábátunum og algeng- ara að aflinn sé unninn í landi að vetri til. „Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig við getum fest þennan afla al- farið til vinnslu hér í bænum. Við- skipti með fiskflök eru að aukast og nú erum við hér með fullkomna loðnuverksmiðju sem jafnframt bræðir bein. Manni finnst hálfundar- legt að hægt sé að flytja hausinn og beinin suður en láta ekki flaka þetta og vinna beinin hér. Ætli flökin séu ekki um 45% af fiskinum. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að fjalla um,“ segir Ólafur. Bolvíkingar hafa byggt útgerðina talsvert á afla smærri báta og jafnvel báta undir sex tonnum. Ólafur segir að samfara baráttu fyrir því að bát- arnir fái að veiða ýsu og steinbít utan kvóta þá sé æskilegt að finna leið til að skapa rekstrargrundvöll fyrir fisk- vinnslu í landi. Markaðslögmálin ráði á fiskmörkuðunum og við því sé í sjálfu sér lítið hægt að gera. „Virkileg þörf er á samstilltu átaki allra sem í bænum búa til að treysta búsetuna. Ég veit að sjómenn eru farnir að íhuga alvarlega með hvaða hætti megi auka hér vinnslu á þeim fiski sem berst að landi. Ég hef rætt við marga smábátasjómenn og þeir gera sér grein fyrir þýðingu þess að vernda hér byggð og mannvirki alveg eins og aðrir. Við erum öll meðvituð um að þarna verður að verða einhver breyting til betri vegar,“ segir Ólafur. Styrkja þarf fiskvinnsluna Formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur, Lárus Benediktsson, segir markaðslögmál- in einfaldlega ráða á fiskmörkuðun- um og það sé meginástæða þess að svo lítill hluti aflans er unninn í Bol- ungarvík. Hann segir fulla þörf vera á að skoða þessi mál gaumgæfilega og áformar félagið fund með smábáta- sjómönnum ásamt Ólafi bæjarstjóra. „Mér finnst full ástæða til að spyrja smábátasjómenn hvort þeir ætli sér að lifa og starfa í þessu sam- félagi með okkur. Ég tel vel athug- andi að styrkja hér fiskvinnsluna með þeim hætti að hagnaður skapist. Smábátasjómenn hafa rætt þetta sín á milli án þess að eitthvað hafi komið út úr því,“ segir Lárus og bendir á að hið sama sé að gerast í Vestmanna- eyjum. Kvótinn sé nægur á þessum stöðum en stórum hluta aflans sé ráð- stafað annað. Það sé áleitin spurning af hverju alltaf sé hægt að flytja fisk- inn suður á land og vinna hann þar en ekki í Bolungarvík. Guðmundur Halldórsson, formað- ur smábátafélagsins Eldingar, segir sína menn vilja hag byggðarlaganna á Vestfjörðum sem mestan. Þeir vilji ekki leggja niður byggðirnar. Hann fagnar þeim áformum Verkalýðs- og sjómannafélagsins að efna til fundar með bæjaryfirvöldum í Bolungarvík. En til þess að bæta ástandið, og gera smábátasjómönnum auðveldara að selja aflann beint til vinnslu í heima- höfn, segir Guðmundur að gjörbylt- ing á fiskveiðistjórnuninni og kvóta- kerfinu þurfi að koma til. Þannig verði t.d. veiðar smábáta á ýsu, ufsa og steinbít að vera utan kvóta. Annað þýði einfaldlega hrun byggðarlaga á Vestfjörðum þar sem um 7 þúsund tonna afli geti farið út af svæðinu. Guðmundur bendir einnig á að stærstur hluti þess bolfiskafla sem fari burtu frá Bolungarvík komi að landi á sumrin. Minna sé um þetta yf- ir veturinn, þá sé algengara að heima- menn fái afla til vinnslu. Guðmundur vonast einnig til þess að eitthvað komi út úr fundi Eldingar með endurskoðunarnefnd um stjórn- un fiskveiða, verkalýðshreyfingunni og bæjaryfirvöldum, sem halda á eft- ir helgi á Ísafirði að frumkvæði smá- bátasjómanna. Hann telur að þessi fundur eigi eftir að marka tímamót í umræðunni um kvótakerfið. Bæjarstjórinn í Bolungarvík um ráðstöfun bolfisks úr byggðarlaginu til vinnslu annars staðar Þörf á sameigin- legu átaki allra INNRA eftirlit er ekki í lagi í um 70% matvælafyrirtækja. Sjöfn Sig- urgísladóttir, forstöðumaður mat- vælaeftirlits Hollustuverndar ríkis- ins, segir að innra eftirlit hjá matvælafyrirtækjum sé greinilega óviðunandi og þörf á stórátaki. Hún telur ástandið verst hjá minni fyr- irtækjum en betra hjá stærri fyr- irtækjum. Sjöfn segir að samkvæmt lögum sé ábyrgð matvælaframleiðenda og -dreifenda skýr. Þeim beri að halda uppi innra eftirliti til að tryggja ör- yggi og gæði matvæla þannig að öruggt sé að þau standist þær kröf- ur sem til þeirra eru gerðar. Fram- leiðendur og dreifendur verði að geta sýnt fram á að fyllsta öryggis sé gætt. „Margir hafa kvartað yfir því að reglurnar séu of strangar. Ég skal ekki segja til um það, ef til vill er þörf á að endurskoða reglurnar. Það er þó alveg ljóst að þetta getur ekki haldið svona áfram til lengdar,“ sagði Sjöfn. Einstaklingsmerkingar búfjár Sjöfn sagði reglugerðir ESB um innra eftirlit og svokallaðan „rekj- anleika“ sláturafurða sífellt verða strangari. Rekjanleiki felst í því að hægt er að rekja uppruna slátur- dýra til framleiðenda. Sjöfn sagði rekjanleika mjög mismunandi hér á landi. Í kjúklingarækt væri hann mjög góður enda hefðu framleiðend- ur gert stórátak eftir þá sjúkdóma sem komu upp fyrir skemmstu í kjúklingarækt. Í dag væri hægt að rekja afurðir frá verslun að fram- leiðanda, framleiðsludegi, sláturdegi og sláturhópi. Ástandið væri hins vegar langt því frá jafn gott í sauð- fjár- og nautgriparækt. Hún nefndi sem dæmi að þegar salmonella hefði komið upp í sviðum hefði reynst af- ar erfitt að komast að því frá hvaða bæjum sviðin voru. Hjá landbúnaðarráðuneytinu er í smíðum reglugerð um einstaklings- merkingar búfjár. Sigurður Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að reglugerðin muni að öllum líkindum koma til framkvæmda á þessu ári, a.m.k. að hluta. Einstak- lingsmerking felst í því að hvert dýr er merkt skömmu eftir fæðingu. Einstaklingsmerkingin fylgir dýrinu alla tíð. Sigurður Örn segir merkinguna forsendu þess að hægt sé að fylgjast með og sjúkdómaprófa dýrin. Þá sé hægt að sjá hvers konar meðferð, t.d. lyfjagjöf, dýrið hafi fengið. Merkingin sé jafnframt forsendan fyrir rekjanleika búfjár en slíkt verði brátt nauðsynlegt til að hægt sé að flytja búfjárafurðir til ESB- landa. Samkvæmt núgildandi fyrirkomu- lagi er hægt að rekja sláturdýr og heila skrokka til framleiðenda. Dr. Guðmundur Georgsson, for- stöðumaður tilraunastöðvar Há- skóla Íslands á Keldum, fjallaði um sauðfjárriðu og skylda sjúkdóma. Hann sagði að smitefnið sem veldur kúariðu þyldi gríðarlega harkalega meðferð, t.d. þyldi efnið dauðhreins- un við 134°C í hálftíma. Það væri því ljóst að venjuleg suða dygði hvergi til að eyðileggja smitefnið. Guðmundur sagði að niðurstaðan af 40 ára rannsóknum hér á landi hefði væri sú að sauðfjárriða bærist ekki í fólk. Dauðsföll hér á landi, sem rekja mætti til hins svokallaða klassíska Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dóms, væru fjögur á fjörutíu árum. Það væri svipað hlutfall og í löndum þar sem sauðfjárriða hefði aldrei komið upp. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, vék að umfjöllun um írskar nautalundir. Hann sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að smit- efni kúariðu þyldi suðu. Því væru alls ekki meiri líkur á að kúariða væri í unnum innfluttum matvælum, s.s. pítsum, vorrúllum eða pasta. Það væri ekki trúverðugt eða heið- arlegt gagnvart neytendum að banna innflutning á hráu nautakjöti en leyfa áfram innflutning á öðru nautakjöti. Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri viðskiptasviðs utan- ríkisráðuneytisins, sagði mikilvægt að Íslendingar gættu þess að styðj- ast ætíð við vísindalegar niðurstöð- ur þegar kæmi að því að setja regl- ur um innflutning. Aðeins þannig gætu þeir verið trúverðugir á al- þjóðavettvangi. Almennt neikvæð markaðs- áhrif af völdum kúariðu Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, sagði kúariðu í Evrópu vera ógnun við íslenskan landbúnað en jafnframt gætu ýmis tækifæri gefist á markaðssókn. „Í Evrópu hefur kúariða haft neikvæð áhrif á nauta- kjötsneyslu og hugsanlega alla kjöt- neyslu,“ sagði Sigurgeir. Umræðan gæti einnig haft neikvæð áhrif hér á landi, jafnvel þótt kúariða hefði aldrei komið upp hér á landi og ljóst væri að sauðfjárriða bærist ekki í menn. Sigurgeir sagði að þótt kúariða hefði almennt neikvæð markaðs- áhrif gæti kúariðufárið skapað tæki- færi fyrir vottaðar afurðir frá „hreinum“ svæðum eða löndum. Ís- lenskir bændur þyrftu því að til- einka sér markvissari vinnubrögð og vottun. Þá kallaði frjálsari inn- flutningur á landbúnaðarafurðum á hertar sjúkdómavarnir og eftirlit. Sigurgeir sagði þó helstu ógnina við landbúnað á Íslandi vera bága af- komu bænda og óvissu um framtíð- arþróun. Námstefna á Selfossi um kúariðu í Evrópu og áhrif hennar á Íslandi Innra eftirlit matvælafyrir- tækja í ólagi í 70% tilvika Morgunblaðið/RAX Fræðslunet Suðurlands stóð fyrir námstefnunni sem var haldin í húsnæði þess á Selfossi. Með fjarfundabúnaði gátu þátttakendur á Hvanneyri, Ak- ureyri, Húsavík, Laugum, Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal fylgst með fyrirlestrum og tekið þátt í umræðum. Aukin eft- irspurn eftir heils- dagsvistun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerði biðlista á leik- skólum að umtalsefni á borgar- stjórnarfundi í fyrrakvöld og sagði hún nú 2.076 börn á aldrinum eins til fimm ára á biðlista. Um 1.250 þeirra sagði hún í niðurgreiddri dagvistun hjá dagmæðrum. Þá sagði hún að til viðbótar væru nú 423 börn á einkareknum leikskólum. Borgarstjóri sagði þörf og eftir- spurn eftir leikskólarými hafa auk- ist gríðarlega síðastliðin fjögur ár, ekki síst eftir heilsdagsvistun, og væri greinilegt að foreldrar óskuðu hennar í auknum mæli. Ingibjörg Sólrún kvaðst gera sér grein fyrir að þörfinni væri ekki fullnægt. Hún sagði 5.481 barn, eða 56% allra barna á aldrinum 0–5 ára, á leik- skólum borgarinnar í dag og væru af þeim fjölda 65% eða 3.559 börn í heilsdags vistun. Til samanburðar nefndi hún að árið 1994 hefðu 4.910 börn á aldrinum 0–5 ára verið á leik- skólum, eða 48% barnanna, og af þeim 31% eða 1.516 börn í heilsdags vistun. Hefði fjölgað um 571 barn á leikskólunum og börnum í heilsdags vistun fjölgað um 2.042. Einnig nefndi borgarstjóri að væri gert ráð fyrir óbreyttum fjölda barna hjá dagmæðrum og einkareknum leik- skólum og um 6.500 til 7.000 börn- um á leikskólum væru nú fyrir hendi dagvistarúrræði fyrir um 8.200 til 8.700 börn á aldrinum 0–5 ára sem væru um 85% allra barna á þeim aldri. Þá kom fram í ræðu borgarstjóra að núna fá 7.154 börn niðurgreidda dagvistun sem væri um 83% barna á aldrinum eins til fimm ára. Þetta hlutfall hafi verið 55% árið 1994 eða um 5.600 börn. Væri gert ráð fyrir að 65% barna á aldrinum 0–5 ára þurfi leikskólapláss muni vanta um 829 pláss í Reykjavík. Hún sagði fyrirhugað að uppfylla það með 140 nýjum plássum á þessu ári, 160 vegna kjarasamninga, með 160 plássum sem gætu bæst en væru nú ónýtt þar sem starfsfólk vantaði, og árin 2002 til 2004 myndu bætast við 580 pláss. Alls gerði þetta liðlega þúsund pláss til viðbótar. Borgarstjóri að árið 1997 hefði vantað leikskólakennara í um 900 stöður á leikskólunum í landinu. Bú- ist væri við að árið 2006 myndi vanta í 1.500 til 1.600 stöður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.