Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 31
grundvallar og í því felst líka styrkur hennar. Það er talað við börnin án þess að tala niður til þeirra og þó að sagan sé stútfull af boðskap er hún algjörlega laus við predikunartón. Blái hnötturinn er afbragðs skemmtun en vekur líka spurningar eins og öll góð leikrit.“ (Spurning mín: Hvaða spurning- ar?) En nú fer maður að velta því fyrir sér hvort með því að rekja söguþráðinn svona einfeldnings- lega eins og hér var tíundað áðan, hafi höfundur verið að reyna að tala til barna án þess að tala niður til þeirra. Er þessi leikrýni ætluð börnum? Ekki dettur mér í hug að mörg börn á Íslandi hafi lesið þessa rýni. En kannski einhverjir foreldrar sem hafa áhrif á hvað þeir og börn þeirra sjá í leikhúsi. Stundum eru umræður um leik- rit, skáldsögur og leikgerðir þeirra og tilhneiging til að líta leikrit sem æðra fyrirbæri en leikgerðir. Hér er kærkomið tækifæri til að bera saman sögu og leikrit sem höf- undur virðist hafa samið jöfnum höndum (eða bjó hann til leikgerð af sögu sinni?) Um það hefur höf- undur umsagnarinnar þetta eitt að segja: „Sagan sem er sögð á svið- inu er að vissu leyti einfaldari en sú sem bókin rekur, enda auðveld- ara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn við lestur bókar en á leik- sýningu þar sem allt verður að virka raunverulegt og trúverðugt.“ Allt og sumt. Ekki er ég viss um að allir skrifi nú undir þessa síðustu alhæfingu en látum það vera. Verra er að höfundur umsagnar- innar notar ekki eða treystir sér ekki til að nota tækifærið til að bera saman bók og sýningu, hversu mikið af sjónrænni eða leikrænni útfærslu sýningin sækir til hug- mynda bókarinnar, hvers má sakna eða hvað kemur í staðinn og á hvaða forsendum, hvernig hefð- bundnar aðferðir til að skapa spennu í barnasýningum sem þarna blasa við í mörgum atriðum fara saman við stíl höfundar sem óneitanlega er annar í bókstafnum o.s.frv. Eða að bera saman mynd- heim bókarinnar sem óneitanlega átti þátt í sigurgöngu hennar við myndheim sýningarinnar. En nei. Annað af vitsmunalegri, leikrænni greiningu en hér hefur verið tíund- að er ekki að finna í umræddri um- sögn. Hún er því, þótt lofsamleg sé, fullkomlega einskis virði. Einhver í dyrunum Hin umsögnin er frá því í haust og um einn af þeim íslensku sjón- leikum síðustu ára sem að mínu mati er hvað bitastæðastur, Ein- hver í dyrunum eftir Sigurð Páls- son. Í inngangi þeirrar umsagnar segir um leikinn: „Einhver í dyr- unum er athyglisvert leikverk, flókið og nokkuð brotakennt að byggingu og efnivið, sérstaklega framan af, gerir kröfur til áhorf- enda en skilar sér heilt í höfn áður en lýkur.“ Ekki er þess getið að svo komnu máli í hverju sá flóki er fólginn, hvernig byggingu er hátt- að og hvernig hún sé brotakennd, ekki heldur hvernig efniviðurinn er brotakenndur og enn síður hvernig þetta allt „skilar sér heilu í höfn áður en lýkur.“ Síðan segir höfundur í megin- máli nokkur deili á persónunum, án þess í raun að lýsa því hvernig framganga þeirra fléttast á svið- inu, svona líkt og hver meðaláhorf- andi er nokkuð fljótur að segja sér sjálfur; leikkonan er einmana, maðurinn er á flótta og safnar fiðr- ildum, pilturinn er „heitur“ aðdá- andi leikkonunnar sem hefur helg- að líf sitt sjúklegri dýrkun á sviðs- og kvikmyndapersónu hennar (sic), hjúkrunarkonan hefur fengið taugaáfall í hjálparstarfi á stríðs- átakasvæði í Evrópu o.s.frv. Síðan segir: „Innan þessa ramma (hvaða ramma?) bregður leikskáldið Sig- urður Pálsson á margvíslegan leik (hvernig?). Dregnar eru upp and- stæður og hliðstæður í lífi persón- anna (hverjar?), leikið er með tungumálið (hvernig?), kynhlut- verk og kynjaskilgreiningar (hér mun e.t.v. átt við að fyrirsætan, fortíð leikkonunnar, er túlkuð af karlmanni, eða upphafsatriðið, en lesandi sem ekki hefur séð leikinn getur ekki getið sér þess til). Speglanir og draumar eru ráðandi í táknmáli verksins, sem í fyrst- unni virðist sundurlaust (hvernig?) en myndar smám saman þéttofinn vef margra þráða. Leikverkinu má lýsa með skilgreiningunni „póst- módernískt“ (sic!) og er þá bæði vísað til byggingar þess, efnis og efnistaka (mjög nákvæmt).“ Svo mörg eru þau orð, því að svo taka við hefðbundnar einkunna- gjafir, þar sem meðal annars Kristbjörgu Kjeld er réttilega hrósað fyrir frammistöðu sína en lýsingin á túlkun hennar er sú eina sem gæti bætt einhverju við til skilnings á verkin, ef svo má að orði komast i þessu tilviki. Þar seg- ir: „Kristbjörg vann ákaflega vel og fagmannlega úr erfiðu hlut- verki, hún tók umbreytingum á sviðinu, enda í ætt við hið við- kvæma fiðrildi sem er grundvall- artákn verksins og myndbreytist frá púpustigi til fagurrar vængj- aðrar veru sem á stutta ævi áður en það fölnar og deyr.“ Ekki miklu nær Ekki veit ég hversu nær hinn al- menni lesandi er eftir svona af- greiðslu. Ég er að minnsta kosti ekki miklu nær og hef þó lesið leik- inn og séð tvisvar. Enda mun sann- ast sagna, að allt það sem gerir þetta leikrit spennandi og áhuga- vert og sérstakt, er þarna ónefnt. Í þessum leik er teflt fram tveimur konum sem í senn eru andstæður og samstæður og eru báðar staddar í sálarkreppu. Leik- konuna rekur á gat hvað eftir ann- að í ákveðnu atriði í kvikmyndun, sálin neitar að fylgja með og orðin koma ekki af vörum hennar. Með öðrum orðum veruleiki hennar sjálfrar samsamar sig ekki þeim veruleika sem hún listrænt á að túlka. Hún fær taugaáfall og dreg- ur sig í hlé frá leik án þess að vera á nokkurn hátt sátt við það. Þetta sálarástand hennar endurspeglast í því þegar hún upplifir sjálfa sig yngri sem fyrirsætu; henni finnst glæstur leikferillinn hafa verið til einskis og hún sé í upphafsspor- unum. Hjúkrunarkonan hefur í raunveruleikanum fengið áfall við hjálparstörf og það einkennilega er, að málsatvik í báðum tilvikum eru eins, hjá hjúkrunarkonunni sem tókst ekki það hjálparstarf sem hún hafði tekist á hendur, hjá leikkonunni það hlutverk sem hún hafði tekið að sér. Þarna eru ein- kennilegar hliðstæður og spenn- andi sem vekja upp spurningar um andstæður lífs og leiks. Eða eru það andstæður? Gerandi leiksins er svo sonur hjúkrunarkonunnar, sem reyndar kemur í ljós að er ekki bara „heit- ur“ aðdáandi leikkonunnar, heldur gengur honum mest til við end- urteknar heimsóknir til hennar og skjall að hjálpa móður sinni og koma henni aftur á kjöl. Það er svo galdur leiksins, þegar þessum at- riðum er lýstur saman að úr verður sá hreinsunareldur, sá katharsis, sem frelsar báðar þessar konur. Leikur eins og þessi vekur ýms- ar spennandi spurningar með leik- húsfólki. Til dæmis: Á að túlka lyk- ilatriði leiksins, sem tvítekið er, á nákvæmlega sama hátt í bæði skiptin, þó að ólíkar leikkonur séu í sviðsljósinu, eða á einmitt að und- irstrika muninn? Á hjúkrunarkon- an, þegar hún lýsir ógnum sínum á vígvellinum að leika þá frásögn með miklum tilfinningalegum til- burðum eða á hún að halda sér við nakta þurra frásögn hins ólitaða raunveruleika sem bælir niður sársaukann og undirbýr það þegar smám saman rofar til í huga henn- ar og hún öðlast aftur þrótt til að takast á við lífið. Eða á að leika írónískan endinn á sama hátt og upphafið (þar er einmitt leikur með kynjaskiptingu) eða á að undir- strika þann létti sem leiklausnir veita með allt öðrum leikmáta? Ég geri mér grein fyrir að vangaveltur sem þessar gagnast ekki nema þeim sem séð hefur leikinn (eða lesið, hann er til á bók), en gaman væri nú ef gagnrýnendur gætu ein- staka sinnum velt slíkum leiklausn- um fyrir sér. Því að þær eru innan ramma sem auðugt verk eins og Einhver í dyrunum býður upp á. Og því miður, leikrýni eins og sú sem ég var að vitna til er einnig marklaus. Og þarmeð engum að gagni. Fyrri umsögnin er eftir einn okkar besta menningarblaðamann, hin eftir einn efnilegasta bók- menntafræðing okkar. En það dug- ar sem sagt ekki til. Höfundur er leikstjóri og rithöfundur. Morgunblaðið/Ásdís Úr sýningu Þjóðleikhússins á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. LEIKRÝNI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 31 Í TÍMARITINU Ný leikhúsmál sem nokkrir hugsjónamenn gáfu út um skeið árin 1963–64 var tekið til umfjöllunar hvernig leiklist- argagnrýni ætti að vera. Var leit- að til 10 einstaklinga, leikhúsfólks og gagnrýnenda, og af svörum þeirra dregin eftirfarandi nið- urstaða um „fyrirmyndargagnrýn- andann“: Fyrirmyndargagnrýnandinn er í senn strangur og réttsýnn, „refsar þeim sem hann elskar“. Til þess þarf hann að rita í valdi þekkingar sinnar, sem skal vera ýtarleg og mun nánari en hinna almennu áhorfenda, þar sem gagnrýnandi er leiðbeinandi þeirra og á að geta séð og bent þeim á „kosti og galla sýningarinnar“. Því væri bezt, að hann þekkti og eitthvað tæknihlið- ar einnar sýningar, s.s. ljóstækni, raddbeitingu eða annað, sem við- kemur „theóríunni“, svo að hann geti sem fyllst rökstutt mat sitt. Þó er þessi þekking ekki hreint grundvallaratriði. Til viðbótar við hina almennu þekkingu sína skal gagnrýnandi einnig hafa und- irbúið sig fyrir hverja leiksýningu, kynnt sér leikritið og helzt séð a.m.k. aðal æfingu auk frumsýn- ingarinnar, áður en hann skrifar, til þess að fá glögga heildarmynd af sýningunni. Hins vegar mætti að sumra áliti gera þær kröfur til hans, að hann geti einnig séð af einni sýningu, „hvað að er“. Jafn- framt er æskilegt, að hann skrifi fljótt eftir frumsýningu til þess að kynna verkið, bendi á og meti leik- rænt gildi þess og fjalli einnig nokkuð um bókmenntagildi þess í stórum dráttum, þar eð þessi tvö atriði haldast „auðvitað í hendur“. Og út frá þessari umsögn gætu væntanlegir áhorfendur að nokkru gert sér í hugarlund efni og meðferð leiksins til auðveldari skilnings á því. Með því er strax sinnt öðru höfuðverkefni almennr- ar leikgagnrýni: að vekja áhuga almennings og leiðbeina honum. Hitt höfuðverkefnið er gagnvart leikaranum sjálfum og leikstjóra: að benda þeim á „ákveðna galla, sem skipta máli, og leiðir til að lagfæra þá“, stinga jafnvel uppá öðrum leiðum til að túlka viss at- riði, – „og er þá undir hælinn lagt, hvort leikarar eða leikstjóri fari eftir þeim eða ekki“. Aðalatriðið er að vera jákvæður í dómum sín- um, gleyma aldrei virðingunni fyr- ir listgreininni, hafa í huga að reyna að betrumbæta hana eftir megni og vera því aldrei rætinn eða bitur, láta aldrei „persónulega vild eða óvild, stjórnmálaskoðanir eða þ.h.“ hafa áhrif á skrif sín. Slíkt ætti að vera auðvelt hér, þótt einstaka sinnum sé útaf brugðið. – Sé alls þessa gætt ætti leiklist- argagnrýni að gera „þjónað list- inni“, „framfleytt“ henni og verið uppbyggjandi. „Jafnvel svæsnasta gagnrýni getur verið uppbyggi- leg.“ Fyrir utan hina reglulegu gagn- rýni ætti gagnrýnandi að gera sér far um að kynna sér að nokkru „vandamál og viðfangsefni“ leik- húsanna, – en eftir krókaleiðum þó, því að of náið samband við leikara og leikstjóra gæti vitað eða óvitað haft áhrif á mat hans á listtúlkun þeirra og raskað hlut- lægni þeirri, sem hann á að stefna að eftir beztu getu, þótt hann geti aldrei náð henni í sinni hreinustu mynd (mannlegur veikleiki). Al- mennt ættu þó íslenzkir gagnrýn- endur að leggja sig meira eftir því að kynnast þessum vandamálum og viðfangsefnum. Aftur á móti mega þeir vera strangir og gera harðar kröfur til íslenzkrar leik- listar. Er henni aðeins gerður greiði með því að gera jafn- strangar kröfur hér sem erlendis, séu þessar kröfur bornar skikk- anlega fram og báðir aðiljar sinni þeim í jákvæðu samstarfi og gagn- kvæmum skilningi. Rétt er þó að vera vægari í kröfum sínum til ís- lenzkrar leikritunar, því sú list- grein er enn ung og óhörðnuð hér, og „garðyrkjumaðurinn með- höndlar ekki fyrstu frjóangana á sama hátt og fullvaxinn stofninn“. Yfirleitt er gagnrýni hér heldur lin, en aðallega „er of lítið mark takandi á henni“. Úr því verður að bæta. Kannske er það mögulegt með því að hafa það í huga sem hér að ofan er á þrykk komið. Síð- ast en ekki sízt þarf svo gagnrýn- andinn að hafa góðan smekk... Hinn „full- komni gagn- rýnandi“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.