Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.02.2001, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ borgina og spurning sé hvaða áhrif hugsanlegur flutningur hans af svæðinu muni hafa á ýmsa þjónustu í miðborginni. Spurningin snúist ekki aðeins um hversu mikils virði Vatnsmýrin sé sem byggingarland heldur ekki síður um hversu mikils virði það sé fyrir höfuðborgina að hafa flugvöll, umferðarmiðstöð, svona nálægt mið- borginni. „Sömuleiðis tel ég að borg, sem tekur að sér að vera höfuðborg, taki á sig ýmsar skyld- ur og þar sem stjórnsýsla landsins er að stærst- um hluta til í höfuðborginni hlýtur það að þýða að þegnar alls landsins eigi að hafa greiðan að- gang að henni. Skylda höfuðborgarinnar felst m.a. í að sjá öllum íbúum landsins fyrir umferð- armiðstöð í borginni. Að sama skapi er þýðing- armikið að finna út úr því hvernig hægt er að koma flugvellinum fyrir þannig að hægt sé að nýta landið betur en nú er gert með byggð, sem styrkt gæti miðborgina. Það tel ég að sé hægt þó að flugvöllurinn verði áfram í miðborginni ef menn leggja sig í líma. Með millilausn, sem köll- uð hefur verið svo, fæst 75 hektara bygging- arland sem ætti að geta rúmað um þrjú þúsund íbúðir auk fjölda atvinnutækifæra. Aftur á móti má segja að óvíst sé á þessu stigi hvort sá kost- ur, með fyllingu í Skerjafirði, gæti orðið að veru- leika þar sem mat á umhverfisáhrifum hefur ekki farið fram. Enda geri ég mér fulla grein fyrir að þessi tillaga felur í sér allmiklar breyt- ingar á umhverfi og náttúru. Samgönguráðherra, ásamt Flugmálastofnun og flugmálastjóra, hefur lýst þeirri skoðun að best sé að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni, en ef vilji sé fyrir flutningi hans, þá fari hann hvergi nema til Keflavíkur. Það finnst mér vondur kostur. Flugvöllur sunnan við Hafnar- fjörð væri mun betri kostur þar sem hann er ekki mikið dýrari en flutningur til Keflavíkur. Það er margt sem mælir með innanlandsflug- velli í Hvassahrauni, en sú tillaga kom upp á borðið þegar samkomulag tókst milli ríkis og borgar um að flytja snertilendingar á nýja braut, sem hugsanlega mætti byggja upp í Hvassahrauni. Nota mætti þá braut sem áfanga í að byggja þar nýjan innanlandsflugvöll sem gæti þá orðið til á þægilegan máta, í áföngum,“ segir Þorvaldur. Há eða lág byggð Þrátt fyrir að skipulagsstjóri Reykjavíkur- borgar sé sammála öðrum um að byggja þurfi nokkuð þétt, losni land í Vatnsmýrinni, er hann ekki sammála þeim sem byggja vilja mjög hátt. Háar byggingar varpa miklum skuggum þar sem við Íslendingar byggjum svo norðarlega á hnettinum sem raun ber vitni. „Við flytjum ekki bara borgarkjarna sem við sjáum úti í heimi og setjum þá niður í Vatnsmýrina. Reykjavík er falleg borg og býr yfir áhugaverðri sérstöðu. Hún er öðruvísi en aðrar evrópskar borgir þar sem hún er byggð á allt öðru tímabili og við aðr- ar aðstæður,“ segir Þorvaldur. Sitt sýnist hverjum þegar spurt er um skoð- anir stjórnmálamanna á hugsanlegu útliti byggðar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segist helst vilja sjá þarna þétta lága byggð þrátt fyrir að margur maðurinn sé upprifinn yfir háhýsum nú á tímum. „Á sama tíma telja menn að við eigum að hverfa frá því að byggja úthverfa- og bíla- borgir samkvæmt bandarísku borgarmynstri, en þess í stað ættum við að halla okkur meira að evrópsku borgarskipulagi. Í fljótu bragði get ég ekki ímyndað mér að til verði einhver Manhatt- an úti í Vatnsmýri ef maður horfir á byggðina í kring. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á því að Þingholtin eru þéttasta byggðin í Reykjavík. Þar er að finna flesta fermetra í byggingum á hektara,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Eðli málsins samkvæmt þarf byggðin að vera svolítið há svo að rýmið nýtist sem best. Ég sé ekki fyrir mér einhverja lághúsabyggð nema í tengslum við Skerjafjörðinn,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgar- stjórn. „Ég er ekki að tala um neina skýjakljúfa, en ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að við séum óþarflega hrædd við há hús og tel einsýnt að við eigum að þora að byggja sautján og hálfa hæð við Skúlagötuna.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborg- arsvæðisins, segist ekki vera sammála þeim röddum sem telja að nútíminn kalli eftir enda- lausum háhýsum. Þau passi a.m.k. ekki við „kar- akter“ Vatnsmýrarinnar. Miklu fremur ætti lág og þétt byggð við þar, t.d. í anda Bryggjuhverf- isins, þar sem reistar hafa verið mjög margar íbúðir á hvern hektara miðað við aðra staði í borginni án þess að byggðin teygi sig langt upp. Engar samgönguskyldur Að mati Samtaka um betri byggð á höfuð- borgarsvæðinu snýst málið hreint ekki um flug- völlinn heldur skipulag höfuðborgarinnar. Sam- tökin telja að miðborgin hafi hnignað jafnt og þétt frá því að flugrekstur hófst í Vatnsmýri og benda á að þétting miðborgarbyggðar sé nauð- synleg til þess að skapa þróttmeira borgarum- hverfi en nú er í Reykjavík. Skortur á mark- vissu skipulagi og viðeigandi stjórntækjum hafi löngum háð miðborginni og sinnuleysi ríkis- valdsins gagnvart höfuðborgar- og stjórnsýslu- hlutverki hennar verið íþyngjandi. Nú væri stöðnun og afturför byggðar í vesturhluta borg- arinnar komin á alvarlegt stig og spá talsmenn samtakanna því að ef flugvöllurinn fær áfram að vera í Vatnsmýrinni flytjist höfuðborgin í reynd austur fyrir Elliðaár og byggðin á nesinu breyt- ist endanlega í úthverfi af því tagi sem hæfir ná- grenni flugvallar. „Við viljum horfa miklu lengra fram í tímann en svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins gerir ráð fyrir og í okkar huga snýst þetta um miklu stærra mál en flugvallarsvæðið eitt og sér þótt segja megi að ein af grunnforsendunum sé að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni svo að skapa megi mjög þétta byggð á þessu dýrasta svæði landsins. Við ætlum að þarna geti orðið til allt að 22 þúsund íbúðir fyrir allt að 50 þúsund íbúa. Við skiptum okkur lítið af því hvert heppi- legt væri að flytja flugvöllinn, svo fremi að hann fari burt, en höfum þó bent á eina sjö kosti, m.a. Löngusker, Engey, Akurey, Skerjafjörð og landfyllingu við Álftanes. Það er mál samgöngu- ráðherra hvert völlurinn á að fara. Ef hann ekki getur leyst það mál á hann að láta öðrum það eftir,“ segir Jóhann J. Ólafsson, formaður stjórnar samtakanna. En hvað segir Jóhann um skyldur höfuðborgarinnar við landsbyggðina? „Þær eru engar. Það eru engin lög til sem kveða á um að höfuðborginni beri skylda til að standa að flug-, rútu- eða skipasamgöngum við lands- byggðina. Þetta eru bara setningar, sem búnar hafa verið til út í loftið, til að komast hjá því að rökræða málið. Það má allt eins hugsa sér að borginni beri skylda til að hafa flugsamgöngur við aðrar höfuðborgir. Auðvitað má segja að það séu skynsemisrök að höfuðborgin bjóði upp á sem bestar samgöngur inn á við jafnt sem út á við, en að mínu mati er ekki réttlætanlegt að hún fórni sjálfri sér fyrir flugsamgöngur.“ Telja 330 ha nýtanlega Samtök um betri byggð telja að hægt væri að nýta allt að 330 hektara svæði undir byggð sem afmarkast af byggingum Háskóla Íslands, Hringbraut, Bústaðavegi, Fossvogskirkjugarði, strandlengju Fossvogs og Nauthólsvíkur, Suð- urgötu og íbúðarsvæðum í Skerjafirði. Innan þessara marka eru m.a. nýbyggingasvæði HÍ, Umferðarmiðstöðin, Valssvæðið, Öskjuhlíð, strandsvæði við Fossvog og Nauthólsvík og flugvallarsvæðið. Að auki er gert ráð fyrir um 20 hektara landfyllingu í Skerjafirði. Hugmyndir samtakanna gera ráð fyrir að 40–50% landsins verði opin svæði en 50–60% fari undir byggð. Jóhann J. Ólafsson telur eðlilegast að efnt yrði til samkeppni um skipulag Vatnsmýrar, en sam- tökin hafa bent á sem möguleika að skipulagn- ingu allt að átta hæða íbúðabyggingar við götu- reiti sem gætu byggst upp sem samsafn margra smárra eininga með þjónustu á neðstu hæðum og húsagörðum í miðjunni auk háhýsa inn á milli. Æðstu stofnanir höfuðborgar og ríkis fyndu sér svo stað í „miðgarði“ sem teygja myndi sig frá Hljómskálagarði suður að Naut- hólsvík. Forsendur fyrir svo mikilli byggð væru nýjar og afkastamiklar umferðaræðar að vestari hluta nessins. Hringbraut yrði að verulegu leyti neð- anjarðar frá Bústaðavegi að Melatorgi. Byggð yrði Fossvogsbraut og Hlíðarfótur að hluta neð- anjarðar og vegtenging í framhaldi af Suður- götu yfir Skerjafjörð að Álftanesi. Að auki reikna samtökin með tengingu frá Bústaðavegi um Öskjuhlíð að nýrri stofnbraut um Ægisíðu til vesturs og tengingu yfir Fossvog að Kópa- vogshöfn og Bessastaðanesi. Vatnsforðabúr Tjarnarinnar Vatnið í Reykjavíkurtjörn kemur að mestum hluta úr Öskjuhlíð og rennur í gegnum Vatns- mýrina. Í álitsgerð sem Gísli Már Gíslason, pró- fessor hefur gert fyrir Reykjavíkurborg um áhrif breyttrar legu flugbrauta og byggðar í Vatnsmýri á lífríkið kemur fram að nauðsynlegt er að ganga þannig frá Vatnsmýrinni, vatns- forðabúri Tjarnarinnar, að tryggt sé að nægi- legt og ómengað vatn streymi áfram til Tjarn- arinnar. „Til þess að tryggja óhindrað áframhaldandi rennsli frá Öskjuhlíðinni þarf vatn að renna um svæðið sem liggur sunnan Umferðarmiðstöðvar að friðlandinu norðan Náttúrufræðihúss og Norræna hússins og það- an til Tjarnarinnar. Það verður best tryggt með grænu belti sunnan nýrrar Hringbrautar. Á því belti ætti að forðast jarðvegsskipti, en þar sem það er nauðsynlegt þarf að byggja mannvirki á svokölluðum púðum, eins og Náttúrufræðihús háskólans og önnur væntanleg hús á háskólalóð vestast í Vatnsmýri. Vatn af götum og bílastæð- um á að renna í gegnum set- og olíugildrur til að ekki mengist vatn í Tjörninni. Óræktaða hluta Vatnsmýrarinnar austan núverandi Njarðar- götu ætti að halda óbreyttu til þess að endur geti áfram verpt þar,“ segir Gísli. Það sem vant- aði upp á vatnsrennsli til að eðlilegt líf geti þrif- ist í Tjörninni yrði í versta falli tekið úr leiðslum Vatnsveitunnar, að sögn Birgis Jónssonar jarð- verkfræðings, sem telur jafnframt að það ætti ekki að vera annmörkum háð að byggja í Vatns- mýrinni. Af mýri að vera sé Vatnsmýrin óvenju- grunn og því tiltölulega stutt niður á fast land. Andstæðu leiðirnar Að vissu leyti má segja að Reykvíkingar standi frammi fyrir vali milli þess hvort þeir vilja efla miðborgina sem kjarna höfuðborgar- svæðis eða stuðla að enn dreifðari borg með álíka gildum svæðiskjörnum, sem kallar eftir öflugum samgönguæðum fyrir einkabifreiðar, segir Stefán Ólafsson. „Í borgafræðum er stundum bent á andstæðu leiðirnar sem felast í þróun Los Angeles-borgar annars vegar og klassískra evrópskra borga hins vegar. Los Angeles er gisin og dreifð byggð á gífurlegu landflæmi. Að búa og starfa í borginni er nánast óhugsandi án notkunar einkabifreiðar enda varð bifreiðaeign þar snemma á öldinni ein sú allra mesta í heiminum. Evrópska borgarlíkanið hefur sterkari og þéttari miðju þar sem auðveld- ara er að koma við öflugu kerfi almenningssam- gangna og þar með minni notkun einkabifreiða í daglegum ferðum borgaranna til og frá vinnu. Í þessu sambandi er umhugsunarvert hvort þær deilur sem nú eiga sér stað um Vatnsmýr- arsvæðið hefðu risið ef á svæðinu væri annað samgöngumannvirki en innanlandsflugvöllur. Járnbrautarstöðvar taka til að mynda upp dá- gott landflæmi í miðju evrópskra borga, en sá munur er á, að notendur innanlandsflugsam- gangna eru í miklum meirihluta þeir íbúar landsins sem búa utan höfuðborgarsvæðisins meðan sjálfir borgarbúar nota helst járnbraut- arsamgöngur, séu þær á annað borð fyrir hendi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon  Í sögulegu yfirliti um flugvallarmálið sem birtist sl. þriðjudag kom fram að Vatnsmýrin hf., sem bauð í byggingu flugvallar á Löngu- skerjum, hafi verið í eigu Friðriks Hansen og Almennu verkfræðistofunnar. Hið rétta er að eigendur voru FHG ehf. sem er í eigu Friðriks Hansen og Íslenskra aðalverktaka. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ÍAV en ekki AV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.