Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FALCONER lávarður, for- stöðumaður Þúsaldarhvelfing- arinnar í London, viðurkenndi í fyrrakvöld að hann kynni að þurfa að segja af sér vegna misheppnaðra tilrauna til að selja bygginguna. Breska stjórnin tilkynnti í fyrradag að hún hygðist óska eftir fleiri kauptilboðum í bygginguna eftir að samningaviðræður við fyrirtæki, sem hugðist gera hana að miðstöð hátæknifyrirtækja, fóru út um þúf- ur. Falconer lávarður er einn af helstu ráðgjöfum Tonys Blairs for- sætisráðherra og hefur stað- fastlega neitað að verða við kröfu íhaldsmanna um að hann segi af sér vegna misheppnaðra tilrauna hans og stjórnarinnar til að finna kaup- anda. Hann viðurkenndi þó í fyrra- kvöld að svo kynni að fara að hann neyddist til að segja af sér vegna málsins. Enn til sölu: hvelfing, lítið notuð Breska stjórnin óskaði eftir til- boðum í bygginguna tíu mánuðum áður en hún var opnuð almenningi í tilefni af árþúsundamótunum. Um 70 tilboð bárust og ákveðið var í júlí síðastliðnum að hefja viðræður við japanska bankann Nomura, sem hugðist gera hvelfinguna að mið- stöð fyrir afþreyingu og tóm- stundaiðju. Bankinn dró hins vegar tilboð sitt til baka í september og bar því við að ríkisfyrirtækið, sem á bygginguna, ætti í fjárhagserfið- leikum. Stjórnin ákvað þá að hefja við- ræður við fyrirtækið Legacy, sem hugðist breyta hvelfingunni í mið- stöð hátæknifyrirtækja. Legacy bauð 125 milljónir punda, andvirði 15,5 milljarða króna, en stjórnin hafði gert ráð fyrir því að fá miklu meiri fjárhæð fyrir hvelfinguna. Frestur Legacy til að ganga frá kaupunum rann út á miðvikudag án þess að samkomulag næðist og stjórnin ákvað því að óska eftir nýj- um tilboðum. Líklegt þykir að stjórninni takist ekki að selja hvelf- inguna fyrir næstu kosningar, sem búist er við að verði í maí, þannig að byggingin verði að mjög sýni- legu tákni um vandræði stjórn- arinnar. Blair hafði vonast til þess að Þús- aldarhvelfingin yrði nokkurs konar minnisvarði um „Nýja Verka- mannaflokkinn“. Byggingin hefur kostað ríkissjóð um milljón punda, andvirði 124 milljarða króna, en komið að litlum notum. Þegar hvelfingin var opnuð fyrir almenn- ingi var gert ráð fyrir því að gestir hennar yrðu 12 milljónir, en þegar henni var lokað um áramótin höfðu helmingi færri komið í bygginguna. Legacy íhugar málshöfðun Robert Bourne, framkvæmda- stjóri Legacy og stuðningsmaður Verkamannaflokksins, kvaðst vera „forviða og vonsvikinn“ yfir ákvörðun stjórnarinnar. Hann sagði að undirbúningur tilboðsins hefði kostað fyrirtækið 12 milljónir punda, andvirði tæpra 1,5 milljarða króna, og það kynni að höfða skaðabótamál gegn stjórninni. Bourne sagði að fyrirtækið hefði getað gengið frá kaupsamningi inn- an nokkurra vikna ef stjórnin hefði ekki ákveðið að óska eftir nýjum til- boðum. „Þetta eru ekki góðar frétt- ir fyrir neinn,“ sagði hann. „Sam- keppnin, sem hefur staðið í tæp tvö ár, virðist nú hafa verið mikil fjársóun fyrir alla, meðal annars skattgreiðendur.“ Pierre-Yves Gerbeau, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Þúsald- arhvelfingarinnar, fagnaði hins vegar ákvörðun stjórnarinnar. Hann fullyrti að hann gæti lagt fram nýtt kauptilboð innan nokk- urra vikna með það að markmiði að breyta byggingunni í afþreying- armiðstöð og skemmtistað. Hann hyggst meðal annars bjóða þekkt- um íþróttamönnum eins og Michael Jackson og Lennox Lewis að taka þátt í íþróttaviðburðum í bygging- unni og ætlar að halda þar tónleika með stjörnum eins og Madonnu. Fram hafa þó komið efasemdir um að Gerbeau geti aflað nægra fjármuna til að kaupa bygginguna. Hann kveðst helst vilja taka hana á leigu og að stjórnin selji hluta lóð- arinnar. Hvelfingin verði seld til niðurrifs Nokkur fyrirtæki eru talin vilja kaupa Þúsaldarhvelfinguna til nið- urrifs og reisa nýjar byggingar á staðnum en stjórnin kveðst ekki vilja ganga að slíkum tilboðum. Archie Norman, talsmaður Íhaldsflokksins í umhverfismálum, sagði að Falconer lávarður hefði „klúðrað“ sölunni og ætti því að segja af sér. Hann gagnrýndi fjár- austurinn og sagði að stjórnin gæti endurheimt 300 milljónir punda, andvirði 37 milljarða króna, með því að selja Þúsaldarhvelfinguna til niðurrifs. Breska stjórnin á enn í vanda með Þúsaldarhvelfinguna ReutersÞúsaldarhvelfingin á Greenwich-nesi í Lundúnum. Önnur tilraun til að selja bygginguna misheppnast London. The Daily Telegraph. JAPANIR gagnrýndu í gær banda- ríska sjóherinn harðlega fyrir að hafa leyft óbreyttum borgurum að stýra kafbátnum sem sökkti japönsku skólaskipi undan strönd Hawaii í vik- unni sem leið. Talið er að slysið verði til þess að andstaðan við bandarísku hersveitirnar í Japan aukist. „Þetta er hneyksli og sýnir kæru- leysi bandaríska sjóhersins,“ sagði Toshitsugu Saito, yfirmaður Varnar- málastofnunar Japans, og japönsk dagblöð tóku í sama streng. Níu nemenda og kennara skóla- skipsins er saknað eftir slysið og þeir eru allir taldir af. Skýrt hefur verið frá því að tveir óbreyttir borgarar hafi verið við stjórnvölinn þegar slys- ið varð og tekið þátt í æfingu sem fólst í því að koma kafbátnum hratt upp á yfirborðið. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað hernum að endurskoða reglur sem heimila að óbreyttir borgarar taki þátt í æfingum kafbáta. „Við ættum að fordæma glæpinn en ekki þjóðina,“ sagði Ietaka Horita, skólastjóri sjómannaskóla í Uwajima, sem átti skólaskipið, á fyrsta morg- unfundi sínum í skólanum eftir að hann kom frá Hawaii. Hann bætti við að bandaríski sjóherinn yrði að gera allt sem hann gæti til að finna þá sem er saknað. Bæjarstjórn Uwajima kvaðst ætla að greiða atkvæði í dag um ályktun þar sem krafist væri ítarlegrar rann- sóknar á orsökum slyssins og leitar að þeim sem saknað er. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að ekkert benti til þess að þátttaka gestanna í æfingunni hefði stuðlað að slysinu. Yohei Kono, utanríkisráðherra Japans, sagði að Japanir myndu hvetja Bandaríkjamenn til að halda leitinni áfram og ná skólaskipinu af hafsbotninum. Bandaríska strandgæslan sagði á fimmtudag að hún hefði hætt leit sinni á hafsvæðinu í grennd við slys- staðinn og viðurkenndi að skipverj- arnir níu væru að öllum líkindum látnir. Bandaríski sjóherinn kvaðst hins vegar ætla að halda leit sinni áfram á þeirri forsendu að enn væri mögulegt að skipverjarnir væru á lífi þótt lík- urnar á því væru litlar. Sjóherinn hyggst einnig senda fjarstýrða smá- kafbáta niður á hafsbotninn til að leita að flaki skólaskipsins. Kyndir undir andúð á banda- rísku hersveitunum Um 48.000 bandarískir hermenn eru í Japan, þar af 26.000 á eyjunni Okinawa. Andstaðan við herstöðv- arnar á Okinawa hefur magnast með- al íbúa eyjunnar að undanförnu vegna glæpamála nokkurra her- manna og frétta um að yfirmaður hersveitanna hafi lýst leiðtogum Ok- inawa sem „brjálæðingum og púk- um“. Talið er að árekstur kafbátsins og skólaskipsins kyndi undir andúð á bandarísku hersveitunum í öðrum landshlutum Japans. Japanir reiðir vegna áreksturs kafbáts og skólaskips Bandaríski sjóherinn gagnrýndur harðlega Tókýó. Reuters, AP. SENDINEFND frá Evrópusam- bandinu, ESB, hefur í vikunni átt viðræður við rússneska ráðamenn í Moskvu um orkumál og samskipti ESB og Rússlands. Sérstaklega hef- ur verið rætt um stöðu Kalíníngrads, sem verður umlukt ESB-ríkjum með inngöngu Póllands og Litháens. Javier Solana, talsmaður ESB í utanríkis- og varnarmálum, Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, hafa meðal annars átt fundi með Viktor Khrístenko, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, og Ígor Ívanov utanríkisráðherra. Meðal umræðuefnanna var fyrirhugaður leiðtogafundur ESB og Rússlands í Moskvu í maí; aðild Rússlands að Heimsviðskiptastofnuninni og stækkun ESB í austur. Snertir hún sérstaklega stöðu Kalíníngrad við Eystrasalt, sem er aðskilin frá Rúss- landi og verður eins og rússnesk eyja í Evrópusambandinu þegar Pólverj- ar og Litháar hafa fengið aðild að því. Fái Litháar aðild að NATO eins og Pólverjar mun héraðið einnig verða inni á NATO-svæði. Staða Kalíníngrads er leiðtogum ESB nokkurt áhyggjuefni en þar eru aðalbækistöðvar rússneska Eystra- saltsflotans. Vakti það nokkurt upp- nám í síðasta mánuði þegar vestræn- ir fjölmiðlar héldu því fram, að Rússar hefðu flutt þangað kjarn- orkuvopn og síðan voru einnig fréttir um, að Þjóðverjar hygðust taka við efnahagsstjórninni í héraðinu gegn því að afskrifa að hluta miklar skuld- ir Rússa í Þýskalandi. Þessar fréttir voru allar bornar til baka en ljóst er, að til einhvers konar samninga um héraðið þarf að koma. Hong Kong við Eystrasalt? Í Kalíníngrad, eða Königsberg eins og héraðið hét áður en Sovét- menn lögðu Austur-Prússland undir sig árið 1945, býr ein milljón manna. Er ástandið þar mjög slæmt. Fátækt er mikil, eiturlyfjaneysla útbreidd ásamt alnæmis- og berklafaraldri og gífurleg mengun. Vladímír Jegorov, héraðsstjóri í Kalíníngrad, sagði fyrir nokkrum dögum, að vegna legu héraðsins ættu Rússland og ESB að semja sérstak- lega um það og sameinast um að vinna bug á því ófremdarástandi, sem þar ríkti. Kvaðst Jegorov hlakka til að ræða við Chris Patten, sem var áður landsstjóri Breta í Hong Kong, og þá sérstaklega um hugmyndir um að gera Kalíníngrad að eins konar Hong Kong við Eystrasalt. Reuters Sendinefnd ESB á fundi með Ígor Ívanov í Moskvu. Til vinstri við Ívanov eru Javier Solana og Anna Lindh, en til hægri er Chris Patten. Sendinefnd frá ESB í viðræðum við stjórnvöld í Moskvu Sérstaklega hugað að stöðu Kalíníngrads Moskvu. AP, AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.