Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 49

Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 49 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Það er svo óteljandi margt sem mig langar til að segja hérna svo ég veit varla hvað ég á að skrifa. Það er ótrúlega skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur, það er komið svo stórt skarð í líf okkar allra sem enginn getur fyllt. Það er skrýtið að upp- lifa það að missa kærastann sinn þegar maður er bara 19 ára en ég held að þessi lífsreynsla geri mig bara sterkari og hæfari til að tak- ast á við lífið. Ég reyni að vera dugleg og sterk því það er það sem þú myndir vilja. Ég ætla að lifa hvern dag eins og hann sé sá síð- asti, því maður veit aldrei hvenær maður gæti farið. Allir draumar okkar hrundu daginn sem þú fórst og ég þarf að byrja allt upp á nýtt. Allt breyttist og umturnaðist. En ég hlakka til að halda áfram að lifa þó að mikilvægasta manneskjan í lífi mínu sé farin frá mér þá er samt svo margt annað gott í lífinu. Það að kynnast þér var alveg ein- stakt og þessir 19 mánuðir sem við áttum saman voru það mesta og besta. Þú breyttir mér í svo miklu betri manneskju en ég var og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Þú varst ekki bara kærastinn minn heldur varstu líka langbesti vinur minn og við vorum svo samtiga í öllu að það var alveg einstakt. Ég sakna þín svo ólýsanlega mikið, sakna þess svo að fá ekki að sofa og vakna við þína hlið, sakna þess að sjá fallegu augun þín og fallega brosið þitt, fá ekki að kyssa þig og knúsa. En mest af öllu þá sakna ég ÞÍN!!! En það er alveg sama hversu mikið við grátum þá kemur þú ekki aftur. Það eru líka svo ótal margar spurningar sem við erum að velta fyrir okkur en við vitum það að við fáum aldrei nein svör svo að ég reyni að hugsa ekkert um það. En ég veit að þú verður alltaf hjá mér og þú verður með mér í einu og öllu sem ég mun taka mér fyrir hendur. Ég sakna þín alveg ótrúlega mikið og einveran er svo- lítið sár. En ég á alveg yndislegar minningar og þær munu lifa jafn- lengi og ég. Og minningarnar eru eitthvað sem aldrei neinn getur tekið fá mér. Ég er sátt. Ég elska þig og ég sakna þín svo mikið að ég finn stundum til. En lífið heldur áfram og ég ætla að halda áfram með því. Ég hlakka svo til að hitta þig aftur, elsku ástarengillinn minn. Þú verð- ur alltaf í hjarta mínu. Ég er sátt. Þín Karen. Elsku Svenni, þú hvarfst frá okkur svo skjótt og óvænt að við viljum senda þér okkar hinstu kveðju. Síðustu tvær vikurnar hafa verið þær strembnustu í lífi okkar, að þurfa að horfa á eftir vini eins og þér virðist svo óraunverulegt, svo fjarstæðukennt. Sama hvar við komum saman vinirnir þá varstu alltaf brosandi og hlæjandi. Þessi yndislegi hlátur þinn smitaði alltaf út frá sér og fyrr en varði voru all- ir farnir að brosa með þér. Þegar við horfum aftur og rifjum upp öll yndislegu augnablikin sem við upp- lifðum saman er ekki annað hægt en að gera það með bros á vör, all- ar myndirnar sem koma upp í hug- SVEINN BIRKIR SVEINSSON ✝ Sveinn BirkirSveinsson fæddist á Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd 23. apríl 1980. Hann lést 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærra-Árskógs- kirkju 10. febrúar. ann styrkja okkur á þessum erfiða tíma. Við söknum þess að hlæja með þér, en huggum okkur við að þegar við hittumst aft- ur munum við hafa margt til að hlæja að með þér. Við varðveit- um þessar minningar þangað til og notum þær til þess að fagna þér og lífi þínu. Þú snertir okkur það djúpt á þessum árum sem við vorum allir saman að minning þín verður eilíf á meðal okkar vina þinna. Við vitum líka fyrir víst að þú fylgir vinahópnum ennþá og fylgist með okkur til að tryggja að allir séu glaðir og ánægðir. Þú vild- ir alltaf hafa fólk glatt í kringum þig og varst fljótur að stökkva til og rífa fólk upp af afturendanum og blanda því í fjörið ef þér fannst einhver vera útundan. Meira að segja þegar þú varst úti á sjó varstu sífellt að hringja í okkur til að vera viss um að allir væru hressir og kátir og til að fá fréttir að heiman. Skarðið sem þú skilur eftir í vinahópnum verður aldrei fyllt af neinum öðrum, þetta verður alltaf þinn staður. Þú hefur þinn stað í okkar daglega lífi áfram og að eilífu, því þannig vinir erum við, vinir að eilífu. Elsku vinur, hér skilur leiðir í bili við þökkum fyrir að hafa átt þig að, við þökkum fyrir öll brosin, alla hlýjuna, allan hláturinn, alla gleðina og áralanga trausta vináttu sem skilur meira eftir sig en orð fá lýst. Guð varðveiti þig þar til við hittumst aftur. Elsku Bogga, Svenni og nær- staddir, guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Bjarmi og Össur. Elsku Svenni minn, ég trúi ekki að þú sért dáinn.Þú svona ham- ingjusamur, ástfanginn ungur drengur í blóma lífsins. Þú varst alltaf svo hress og kátur og ánægð- ur með lífið. Það eru ótal margar spurningar sem koma upp í hug- ann, spurningar sem ég fæ aldrei svör við. En svona er víst gangur lífsins, enginn dans á rósum. Ég man svo vel eftir því þegar við vor- um að djamma á gamlárskvöld. Þú talaðir svo mikið um framtíðina, hvað þig langaði mikið til þess að fara að trúlofa þig og fara í skóla. Við töluðum líka um það hvað allir í vinahópnum væru farnir sinn í hverja áttina. En aldrei hvarflaði að mér að þú færir svona langt svona fljótt. Það hefur myndast svo djúpt skarð í vinahópinn sem enginn getur fyllt upp í. Enginn getur komið í þinn stað því þú varst svo einstakur. Þú gast alltaf komið mér til þess að hlæja þegar ég var döpur eða þegar mér leið illa. Þú varst svo hugulsamur og tilfinningaríkur, ef þú vissir að eitthvað bjátaði á hjá vinum eða ættingjum varstu vanur að hringja til þess að hressa mann við. Mér er svo minnisstætt þegar þú hringdir í mig fyrir jólin, við áttum svo langt og gott spjall og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þú þakk- aðir mér fyrir allt sem ég var búin að gera fyrir frænku þína og baðst mig um að passa hana fyrir þig meðan þú værir úti á sjó. Og það skal ég sko sannarlega gera fyrir þig. Mér finnst eins og ég sé með stórt sár inni í mér sem með tím- anum grær en á alltaf eftir að skilja eftir sig stórt ör. Mér finnst svo erfitt að vita til þess að ég fái aldrei aftur að sjá fallega brosið þitt eða heyra glaðværan hláturinn þinn. Ég hlýja mér um hjartarætur með öllum gömlu góðu minning- unum og fallegu myndunum. Það er eitthvað sem enginn getur tekið frá mér. Ég veit að afi þinn hefur tekið vel á móti þér og að þú ert kominn á fallegan stað þar sem þér líður vel. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og sýndir mér, meðal annars að ekki er hægt að fá allt sem maður vill. Með þessum orð- um kveð ég þig, kæri vinur, með söknuð í hjarta og trúi því að ég eigi eftir að hitta þig handan við hliðið. Elsku Bogga, Svenni, Linda, Kristján, Karen og aðrir aðstand- endur, megi guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Minningin mun lifa sem ljós í okkar lífi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þín vinkona, Andrea Víðis. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, fagnaði tveggja ára afmæli vefseturs síns, frelsi.is, og 74 ára afmæli félagsins á fimmtudag og opnaði af því til- efni formlega Söguvef Heimdallar. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra opnaði söguvef- inn ásamt Björgvin Guðmunds- syni, formanni Heimdallar, í hófi, sem fór fram á veitingastaðnum Rex. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björgvin Guðmundsson og Björn Bjarnason menntamálaráðherra opn- uðu söguvef Heimdallar á frelsi.is. Saga Heimdallar á frelsi.is REYKJAVÍKURBORG efnir til op- ins kynningarfundar í Tjarnarsal Ráðhúss, næstkomandi sunnudag, 18. febrúar, kl. 14. Tilefni fundarins er atkvæðagreiðsla 17. mars nk. um flugvöllinn og framtíðarskipulag Vatnsmýrar. Á fundinum verður málið rætt frá ýmsum hliðum, bæði af talsmönnum ákveðinna sjónar- miða og með þátttöku borgarfull- trúa, sérfræðinga og almennings. Sjónvarpað verður frá fundinum um land allt auk þess sem fréttastofa Sjónvarpsins verður með innlegg á fundinum. Fundurinn er opinn öll- um meðan húsrúm leyfir. Áður en fundurinn hefst verður fjallað um þá kosti sem tengjast at- kvæðagreiðslu um framtíð flugvall- arins og Vatnsmýrarinnar. Umsjón- armaður er Elín Hirst, fréttamaður á Sjónvarpinu. Fundurinn í Ráðhúsinu hefst á inngangi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, en að því búnu eru sex stuttar framsögur um málið. Frummælendur verða: Bolli Kristinsson kaupmaður, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri, Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Trausti Valsson skipulagsfræðingur og Kristján Þór Júlíuson bæjar- stjóri. Að loknum erindum sitja fram- sögumenn fyrir svörum. Þá verða almennar umræður með þátttöku fundarmanna í sal auk þess sem fréttastofa Sjónvarpsins verður með innskot og talar við fólk á lands- byggðinni og leitar álits hjá sér- fræðingum. Í fundarlok draga samgönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, og borg- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, saman helstu niðurstöður fund- arins og skiptast á skoðunum. Fundarstjórar verða Stefán Jón Hafstein og Brynhildur Þórarins- dóttir. Opinn kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur Á að gera ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni? FRÉTTIR Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.