Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 42
NEYTENDUR 42 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ B andaríkjamenn eru oft sagðir elska bílana sína ofar öllu öðru. Þeir voru ekki búnir að sigla um lengi á dollaragrínunum sínum í gamla daga þegar þeir ákváðu að best af öllu væri ef þeir þyrftu aldrei að stíga úr úr bíl- unum. Þeir byggðu því veitinga- hús sem hægt var að aka upp að, panta matinn og borða hann í bílnum. Svo byggðu þeir bíó sem voru ekkert annað en risastórt sýningatjald með bílastæði fyrir framan. Sögur fara af húsum í Las Vegas, þar sem hægt er að aka upp að lúgu og láta pússa sig saman. Allt án þess að lyfta nokkurn tímann botni frá bíl- sæti. Og nú er svo auðvit- að hægt að standa í banka- viðskiptum í slíkum lúg- um. Líklega er þó ekki rétt að rekja þetta allt til þess hversu ástfangnir Bandaríkjamenn eru af bílunum sínum. Annað virðist þeim enn þá kærara, nefnilega að geta af- greitt mál með hraði. Það sparar vissulega tíma að aka upp að húsi, rétta út höndina og fá mat, bíómiða, giftingarvottorð eða víxil í höndina. Hrifningin á skyndilausnunum hefur leitt þjóðina á nýjar brautir. Skyndikynni eru lausnarorðið og hefur öðlast nýja merkingu. Nútímamaður í tímaþröng leitar sér ekki að maka eftir hefðbundnum leiðum. Hann lyftir farsímanum sínum, hringir í veitingahús eða skemmtistað sem býður upp á skyndikynni, eða „speed dating“ og skráir sig til þátttöku. Þegar stefnumótið rennur upp mætir hann á staðinn, rétt eins og aðrir sem eiga pantað þetta kvöld. Svo er skeiðklukkan sett í gang. Hvert par hefur 8 mínútur til að kynnast. Að þeim tíma liðnum glymur klukkan á ný, fólk þakkar pent fyrir spjallið og flytur sig að næsta manni. Áður ritar þó hvort um sig á miða hvort það kærir sig um annað stefnumót með hinu. Þar gildir sú ágæta regla að bæði verða að vera samþykk ef á að verða af öðru stefnumóti. Yfirleitt eru þessi skyndikynni skipulögð með þeim hætti að fólk nái að kynnast 12 manns, hverjum í 8 mínútur. Eftir þetta 96 mínútna maraþon eru auðvitað allir í salnum búnir að gera upp hug sinn, eða eru að minnsta kosti lukkulegir með að hafa náð svo mörgum stefnumótum á einu kvöldi. Kannski ná einhverjir saman, fara á annað stefnumót og jafnvel það þriðja. Ef ekki, þá hafa þeir þó upplifað einhvers konar kærleika í tólf sinnum átta mínútur. Hrifning Bandaríkjamanna á öllu því sem getur sparað þeim tíma sést líka vel í skemmtigarðinum Landinu helga, sem nýverið var opnaður í Orlando í Flórída. Skemmtigarðurinn er endurgerð á sögusviði Biblíunnar. Gestir greiða um 1.500 krónur, fá vegabréf að Landinu helga og ganga inn um hlið Jerúsalem. Í skemmtigarðinum gæta rómverskir hermenn með alvæpni hofs Heródesar en hætti gestir sér þangað inn geta þeir hlýtt á söngva um ofsóknir þær sem kristnir menn urðu að sæta af hálfu Rómverja. Sölumenn í kuflum selja gestum boli og húfur, lítil tuskukameldýr, bænasjöl og sjöarma ljósastikur. Sex hæða hof hýsir söngleiki þar sem umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu úr Biblíunni og alls konar tæknibrellur eru notaðar til að sýna hvernig menn til forna færðu guði sínum fórnir. Svo má ekki gleyma einni vinsælustu skemmtuninni, en það er stutt leikrit sem sýnt er einu sinni á klukkustund og fjallar um dauða Krists og upprisu. Þegar skemmtigarðurinn var opnaður voru fluttar af því ítarlegar fréttir. Menn voru þó engan veginn sammála um hvort önnum kafinn nútímamaðurinn kærði sig nokkuð um að heimsækja Landið helga í Flórída, því þrátt fyrir ýmsar brellur mun ekki vera sama fjörið þar og t.d. í Disneylandi, enda hvorki rússíbanar né skotbakkar. Opnunardagurinn lofaði svo sannarlega góðu, fullt út úr dyrum, eða út úr borgarhliði. Fjölmiðlar töluðu að sjálfsögðu við gesti og spurðu þá spjörunum úr, hvernig þeim líkaði við Heródes, hvort Jesús væri líkur sjálfum sér og hvernig pylsurnar brögðuðust. Af þessum viðtölum öllum vöktu nokkur sérstaka athygli. Kona nokkur lýsti því til dæmis yfir að hún kynni vel að meta rólegheitin í Landinu helga, þar væri ekki sami asinn á öllum og í þessum hefðbundnu skemmtigörðum. Og þarna væri jafnvel hægt að læra ýmislegt. Í einu viðtalinu hittu menn naglann á höfuðið. Þar var rætt við hjónsem höfðu hugsað sér að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið með því að fara til Landsins helga, þ.e. að segja Ísraelsríkis sjálfs, þessa eina sanna. Þau hættu við ferðina af því að þeim leist hreint ekki á fréttir af fólkinu sem byggir það land og eilíf átök þeirra á milli um alla bakka. „Þetta er alveg yndislegt og svo miklu öruggara en að fara til Mið-Austurlanda,“ sagði frúin og maður hennar til 50 ára var sammála. Þetta voru amerísk hjón sem höfðu áreiðanlega keypt sér margan matarbitann út um lúgu, horft á bíómyndir í bílnum sínum og komið við í bankalúgunni. Núna höfðu þau komist til Landsins helga um lúgu. Hraðadýrkunin hefur séð til þess að allir geta öðlast kærleikann á átta mínútum sléttum. Og trúna er hægt að sækja sér í skemmtigarð í Flórída. Vonin ein er eftir. Af kær- leika og trú Fjölmiðlar töluðu að sjálfsögðu við gesti og spurðu þá spjörunum úr, hvernig þeim líkaði við Heródes, hvort Jesús væri líkur sjálfum sér og hvernig pylsurnar brögðuðust. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson @ucdavis.edu EKKI eru til neinar nýj- ar tölur um skyndibit- aneyslu landsmanna en landskönnun var síðast gerð fyrir rúmlega tíu árum. Mikil þörf er á nýrri könnun að sögn kunnugra og stendur hún fyrir dyrum. „Í landskönnuninni árið 1990 kom meðal annars fram að það var fyrst og fremst ungt fólk sem neytti skyndibita. Þriðji hver piltur á aldr- inum 15 til 24 ára fékk sér jafnan hamborgara einu sinni í viku og einn af hverjum fimm fékk sér pylsu. Færri konur en karlar fóru á skyndibitastaði til að fá sér ham- borgara og pylsu en pitsa var jafn- vinsæl hjá báðum kynjum,“ segir Anna Sigríður Ólafs- dóttir, matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneldisráði Ís- lands. „Löngu er kominn tími á aðra landskönnun því fæðuframboðið eitt og sér gefur ekki nógu skýra mynd af ástandi samtímans. Ljóst er þó að Íslendingar borða fituríkan mat, sérstaklega þegar skyndibitafæði er annars vegar. Fituneysla lands- manna fer reyndar minnkandi en það sýna smærri rannsóknir okkur sem gerðar hafa verið í millitíðinni.“ Samsetning matar mikilvæg Það sem skiptir mestu máli, að sögn Önnu Sigríðar, þegar skyndi- biti er annars vegar er samsetning hans. „Líta þarf á alla þættina með tilliti til hollustunnar. Það er ekki hægt að segja að pitsur séu slæmar eða að hamborgarar séu fitandi heldur þarf að skoða vel allt inni- hald, það er sósurnar og áleggið og síðast en ekki síst skammta- stærðina.“ Aðspurð segir Anna Sigríður hafa orðið miklar breytingar á skyndibit- um frá því síðasta landskönnun var gerð. Nú sé hægt að kaupa tilbúinn mat í verslunum sem einungis þurfi að hita. „Heit máltíð er nánast nauðsynleg einu sinni á dag og þar sem margir elda ekki heima hjá sér er hér um ágæta lausn að ræða.“ Skammtarnir stækka „Skyndibiti er sérlega vinsæll í hádeginu hjá landsmönnum og í því samhengi vil ég mæla með að fólk hugi vel að meðlæti í vali sínu. Hvernig sósa fylgir? Er hægt að sleppa henni? Þá ætti fólk ekki að fá sér franskar kartöflur og gos en hálfs lítra flaska af sykruðu gosi inniheldur rúmlega 200 kaloríur eða um 1/10 af meðalorkuþörf kvenna yfir daginn. Fólk ætti því frekar að velja drykki eins og vatn eða te til að lækka orkuinnihaldið.“ Vandinn í dag er sá að það er sí- fellt verið að bjóða stærri matar- Hafið skyndibitann lítinn en meira af hollu meðlæti Skyndibiti er vinsæll meðal landsmanna hvort sem um er að ræða í hádeginu eða á kvöldin. Hrönn Indriðadóttir komst að því að skyndibiti þarf ekki að vera óhollur. Sífellt nýir skyndibitar eru að koma á mark- að, m.a. sushi þar sem meginuppistaðan er fiskur og grænmeti. 3 5&   5 ' ' J J&C  +K !  8 5&   5 ' ' $  &J !&  ' $ 7 !  !&  ' &  5@!  @C &  C! ' L9!  '!  @& J J L9!  'K!! E   K! @ ' ! J   &'  K! @ L   ' $  @ L   ' J @ G   A7C ! 5  5 ' 9!% 7C    * 7C ! 5  6 %&   M! ' !  ' 7C !@6 ! J M!  ' !  '  &76 1  @6 ! J A& !J @! '5&? C 7J!  J @! '5&?                 "         "               "            "       "  "        "            "   "        "       "          "                                                 !    ;!  %  $ ' 2    N !  2  N !  L J    E   E >&  A&!   9 5   ( (() * (+(, Vandinn í dag er sá að alltaf er ver- ið að bjóða neyt- endum stærri matarskammta Landskönnun á skyndibitaneyslu landsmanna stendur fyrir dyrum 3.000 króna lágmarkskostn- aður við að selja hlutabréf Ekkert kostar að stofna vörslu- reikning en hver er kostnaðurinn ef fólk vill selja hlutabréf? Unnið er að því að skrá öll ís- lensk verðbréf rafrænt hjá Verð- bréfaskráningu Íslands hf. en í því felst að verðbréf eru ekki lengur gefin út og varðveitt í pappírsformi heldur sem rafræn færsla í tölvukerfi Verðbréfaskráningar. Eig- endur íslenskra verðbréfa þurfa því að hafa verðbréf- in í vörslu hjá löggiltum vörsluaðila og stofna svo- kallaðan vörslureikning. „Ekkert kostar að stofna vörslureikning en almenna reglan er sú að hver kaup og hver sala á hlutabréfum kostar lágmark 3.000 krónur. Um leið og kaupin eða salan fara yfir 300.000 krónur þá er miðað við 1% þókn- un,“ segir Kristinn Pétursson, ráð- gjafi hjá Kaupþingi hf. Aðspurður hvort lágmarks- greiðslan sé mismunandi eftir fjár- málafyrirtækjum segir Kristinn að þetta sé nokkuð svipað alls staðar. Graskersfræ Margir eru farnir að rista gras- kersfræ og borða sem snakk. Eru graskersfræ holl? „Graskersfræ eru eins og önnur fræ orkurík, innihalda um 570 kcal í 100 g og er mestur hluti orkunnar úr fitu enda er matarolía framleidd úr þeim,“ segir Anna Sigríð- ur Ólafsdóttir, mat- væla og næringar- fræðingur hjá Manneldisráði. „Hátt hlut- fall ein- og fjölómett- aðra fitu- sýra ger- ir gras- kersfræ að hollu fæði sé hófsemi gætt. Þá eru þau líka rík af járni og sinki,“ segir Anna Sigríður. Að sögn hennar er gott að nota fræin í bakstur, í salöt eða borða þau eins og þau eru. Þá er hægt að rista þau í stutta stund á pönnu og er þá óþarfi að nota fitu. „Litur fræjanna á að vera grænn, brún fræ eru merki um þránun. Gras- kersfræ hafa verið notuð til nátt- úrulækninga og eru talin hafa góð áhrif á blöðruna og blöðruhálskirt- ilinn.“ Spurt og svarað um neytendamál Reuters FYRIRTÆKIÐ Ó. Johnson & Kaaber ehf. hækkaði nýverið verð á flestum búbótarvörum sínum um sem nemur 5%. „Verðhækkunin á búbótar- vörum hefur þegar verið ákveðin og neytendur munu verða varir við hana innan mánaðar,“ segir Alfreð S. Jó- hannsson, sölustjóri Ó. John- son & Kaaber. Hafa ekki hækkað í tvö ár „Vörurnar sem hækka í verði eru til dæmis Mömmu- sultur og Mömmusaft og borð- edik.“ Að sögn Alfreðs hafa umræddar vörur ekki hækkað síðastliðin tvö ár þrátt fyrir að á þessum tíma hafi komið til tvær launahækkanir, gengis- breytingar og hráefnishækk- anir.“ Verð- hækkun á sultum og borðediki Búbótarvörur hækka um 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.