Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 33 ÞÓTT regluleg neysla ávaxta og grænmetis sé heilsusamleg virðist sem tæpast sé að finna í henni vörn gegn brjóstakrabba. Þessi er niðurstaða rannsóknar sem birtist 14. þessa mánaðar í tímariti bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association. Rannsókn þessi var gerð á þann veg að farið var skipulega yfir átta eldri kannanir sem alls tóku til um 350.000 kvenna. Af þessum fjölda fengu alls 7.400 konur brjósta- krabba. Niðurstaða vísindamannanna byggð á þessum gögnum er sú að þær konur sem snæddu mest af ávöxtum og grænmeti hafi aðeins verið 3–9% ólíklegri til að sýkjast af brjóstakrabbameini. Tölfræði- lega telst þessi mismunur ekki marktækur. Gerður var greinarmunur á 17 ólíkum tegundum ávaxta og græn- metis. Engar vísbendingar komu fram um að regluleg neysla hverr- ar tegundar fyrir sig drægi úr lík- um á brjóstakrabba. „Niðurstaðan gefur til kynna að neysla ávaxta og grænmetis á full- orðinsárum tengist á engan mark- tækan hátt líkum á brjósta- krabba,“ segir í greininni en rannsókninni stýrði dr. Stephanie A. Smith-Warner, sem starfar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Jákvæð áhrif engu að síður Í grein sem dr. Martha L. Slatterey ritar í sama tölublað kemur fram það mat hennar að rannsókn þessi geti á engan hátt talist lokaorðið í þessu viðfangi. Slatterey, sem starfar við Utah- háskóla, segir að gögn varðandi til- tekna neyslu ávaxta og grænmetis hafi ekki verið að finna í rann- sóknum þeim sem Smith-Warner og félagar hennar fóru yfir. Slatt- erey leggur áherslu á að regluleg neysla ávaxta og grænmetis sé heilsusamleg og að full ástæða sé til að taka alvarlega ráðleggingar í þá veru að fimm slíka skammta skuli menn innbyrða á degi hverj- um. Segir hún að slík neysla dragi úr líkum á því að viðkomandi fái hjartasjúkdóma, sykursýki eða þjáist af offitu. Að auki dragi slíkt mataræði úr hættu á vissum teg- undum krabbameins þótt það kunni ekki að eiga við um brjósta- krabba. Associated Press Vísindamenn leggja áherslu á ágæti ávaxta og grænmetis þótt nú séu komnar fram niðurstöður sem gefa til kynna að slíkt mataræði dragi ekki úr líkum á brjóstakrabba. Rannsóknir sem tóku til um 350.000 kvenna Ávextir og grænmeti vernda tæpast gegn brjóstakrabba New York. Reuters. TENGLAR .............................................. Journal of the American Medical Association: http://jama.ama-assn.org MEIRA en fimmta hvert barn á Bretlandi undir fjögurra ára aldri er of feitt og tíunda hvert á við raunverulegan offituvanda að stríða. Þessar upplýsingar koma fram í grein í síðasta hefti vísindatímaritsins British Medical Journal þar sem staðfest er að smábörn eru nú mun þyngri en þau voru fyrir tíu árum. Heilsu- og næringarfræðingar segja að þróun þessa megi rekja til aukinnar neyslu á hitaeininga- ríku snarli auk þess sem sífellt fleiri börn hreyfi sig lítið sem ekk- ert. Og vart kemur á óvart að for- eldrar eru hvattir til þess að láta smábörnin hreyfa sig og taka af- kvæmin frá sjónvarpinu. Greinin í British Medical Journ- al er byggð á rannsóknum dr. Pet- er Bundred, sem starfar við há- skólann í Liverpool. Rannsókn hans náði til 50.000 barna undir fjögurra ára aldri. Í ljós kom að 23,6% barnanna töldust of feit samanborið við 14,7% tíu árum áð- ur. Með sama hætti töldust 9,2% barnanna eiga við offitu að glíma en það hlutfall var 5,4% fyrir tíu árum. Mælingar leiddu ennfremur í ljós að hæð barnanna hafði ekki breyst að neinu marki og segir dr. Bundred að þessi þróun geti haft langtímaáhrif á heilsu komandi kynslóða. „Við vitum að táningar eru nú feitari en nokkru sinni fyrr en nú hefur það gerst í fyrsta skipti að við greinum ört vaxandi líkams- þunga í bernsku,“ segir dr. Bundr- ed í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Þetta er áhyggjuefni þar sem offita tengist ýmsum sjúkdómum og ótímabær- um dauða,“ bætir hann við. Bund- red tekur fram að vitanlega þýði þetta ekki að öll þau börn sem nú eru of þung komi til með að verða of þung á unglings- eða fullorðins- árum. „Líklegt er hins vegar að verulegur fjöldi þeirra munu eiga við vanda að glíma af þessum sök- um síðar á lífsleiðinni.“ Dr. Bundred hvetur foreldra til að taka lífshætti sína til endur- skoðunar. „Hvað smábörnin varð- ar er vandinn sá að margar mæð- ur vinna úti og þeirra bíða störf á heimilinu þegar vinnudeginum lýkur. Þær freistast því til að láta börnin horfa á sjónvarpið eða myndbönd á meðan. Að auki er það svo að fólk borðar nú mun meira af tilbúnum mat sem al- mennt hefur að geyma fleiri hita- einingar en venjulegur heimilis- matur.“ Dr. Bundred telur að foreldrar þurfi að huga betur að því hvaða fæðu börn þeirra alist upp við. Að auki megi ekki gleymast að litlum börnum sé eðlislægt að hreyfa sig og leika sér og þannig fái þau nauðsynlega hreyfingu. Dr. Stephen Bloom, sérfræð- ingur í næringarfræði barna við Hammersmith-sjúkrahúsið í Lundúnum, tekur í sama streng í samtali við BBC. „Fjölmargar kannanir sýna að sá sem er feitur í æsku verður feitur þegar hann kemst á fullorðinsár. Hér er því í uppvexti mikill fjöldi fólks sem verður of feitt þegar það eldist.“ Ungbörn fitna líka Associated Press Adela Martinez heldur á mynd af dóttur sinni, Anamarie Martinez- Regino,en fyrir aftan hana má sjá föður og ömmu stúlkunnar. Dóttirin er fjögurra ára og þjáist af offitu. Í ágústmánuði í fyrra voru foreldrarnir, sem búa í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sviptir dóttur sinni. Voru þar á ferð fulltrúar barnaverndar sem héldu því fram að foreldrarnir gerðu ekk- ert til að bregðast við offitu barnsins, sem ógnaði lífi stúlkunnar. TENGLAR ..................................................... British Medical Journal: www.bmj.com Barnið tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.