Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sara Theresa kemur í dag, Ingunn AK fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tönnes og Kyndill koma í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Árskógar 4. Góugleði verður haldin föstudag- inn 23. febrúar kl. 18 miðasala er hafin. ath. bingóið fellur niður þann dag. Farið verður í Óperuna sjá La Bohème föstudaginn 9. mars lát- ið skrá ykkur í félags- miðstöðinni sem fyrst. Fulltrúi frá skattstjóra aðstoðar við skatt- framtöl, nauðsynlegt er að skrá sig og fá tíma. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag laugardag 17. febr. kl. 16 halda tveir kórar eldri borgara tónleika í Víðistaðakirkju, Hljóm- ur frá Akranesi og Gafl- arakórinn úr Hafn- arfirði. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Leikhúsferð laugardag- inn 24. febr. Á sama tíma síðar, aðgöngu- miðar seldir í Hraunseli á mánudag, þriðjudag og miðvikudag milli kl. 14 og 17. Hótel Örk Hveragerði, þátttak- endur staðfestið pöntun og greiðið rútugjald, mánudag, þiðjudag og miðvikudag í Hraunseli kl. 14 til 17. Dansleikur verður föstudaginn 23. febr. kl. 20.30 Caprí Tríóið leikur fyrir dansi. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Bingó og skemmtikvöld í Kirkju- hvoli 22. febrúar kl. 19.30 á vegum Lions- klúbbs Garðabæjar. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Ferð í Þjóðleik- húsið 24. febrúar kl. 20. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17. í Ásgarði, Glæsibæ. Mið- apantanir í símum 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203. Mánudagur: Brids kl. 13 sveitakeppni. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Alkort spilað kl. 13. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10 á mið- vikudag. Aðalfundur FEB verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, 24. febrúar kl. 13.30. Góu- gleði á vegum FEB og Heimsferða verður haldin föstudaginn 2. mars nk. Hátíðina setur Ólafur Ólafsson, for- maður FEB. Glæsilegur matseðill. Þeir feðgar Örn Árnason og Árni Tryggvason skemmta, kórsögnur, upplestur, ferðavinningar. Veislu- stjóri verður Sigurður Guðmundsson. Hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588- 2111. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikud. Pútttímar í Íþróttahúsinu að Varmá kl. 10–11 á laugard. Kóræfingar hjá Vorboð- um kór eldri borgara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Jóga kl. 13.30–14.30 á föstud. í Dvalarheimili Hlaðhömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á mánudögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 21. febrúar verð- ur farið kl. 13.20 í Ás- garð, Glæsibæ. Sýndar verða gamlar perlur með Snúði og Snældu. Kaffiveitingar seldar í hléinu, skráning í síma 562-7077. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Parkinssonsamtökin á Íslandi. Félags og fræðslufundur verður í safnaðarheimili Ás- kirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14. dr. Sig- urlaug Sveinbjörns- dóttir segir frá nið- urstöðum á erfða- og faraldsfræðilegum rannsóknum hér á landi. Seyðfirðingafélagið. Sólarkaffi Seyðfirðinga verður haldið á morgun sunnudag kl. 15 í Gjá- bakka í Fannborg 8 Kóp. Mætið vel í Sólar- kaffið. Itc deildin Íris heldur kynningarfund mánu- daginn 19. feb. kl. 20 í safnaðarheimili Þjóð- kirkjunnar í Hafnarf. Allir velkomnir og heitt á könnunni í hléi. Uppl. í s. 555-2821 Hel- ena Mjöll. Minningarkort Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í s. 561-6117. Minningargjafir greið- ast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- basar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu, Glæsibæ, og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2001. Þorraþræll. Orð dagsins: Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar. (I. Kor. 3, 19.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 smáspölur, 8 drekkur, 9 gufuhreinsar, 10 kraftur, 11 magrar, 13 happið, 15 nagdýrs, 18 tagl, 21 elska, 22 linu, 23 endur- tekið, 24 bílnum. LÓÐRÉTT: 2 glatar, 3 sér eftir, 4 högg, 5 vesælan, 6 reykir, 7 veiðidýr, 12 skel, 14 stefna, 15 blanda, 16 skæld, 17 á litinn, 18 kjaftæði, 19 stríðin, 20 lifa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hjarn, 4 kulna, 7 Aðils, 8 rofin, 9 afl, 11 agni, 13 saur, 14 löngu, 15 bull, 17 máni, 20 bak, 22 gutla, 23 ær- inn, 24 ræðin, 25 agnar. Lóðrétt: 1 hjara, 2 arinn, 3 nusa, 4 kurl, 5 lyfta, 6 Arnar, 10 fanga, 12 ill, 13 sum, 15 bágur, 16 látið, 18 ásinn, 19 iðnir, 20 bann, 21 kæpa. MIG langar til að svara Sölva Sveinssyni, vegna greinar eftir hann, sem birt- ist í Morgunblaðinu 23. janúar sl. Hvað er hann að fetta fingur út í minningar- greinar? Hefur Sölvi ekkert annað að gera en lesa minn- ingargreinar alla daga? Ef svo er fyndist mér að hann ætti að snúa sér að ein- hverju öðru. Ég er svolítið hrædd um að fólki eigi eftir að bregða í brún ef það má ekki skrifa um sína nánustu. Morgunblaðið er búið að bjóða upp á þessa þjónustu í yfir 50 ár. Ef lesandi opnar blaðið þá er svona yfirhöfuð börn að skrifa um afa og ömmu, pabba eða mömmu, eða öfugt, foreldrar að skrifa um blessuð börnin sín. Ég bara spyr, er eitt- hvað að þessu? Mér finnst alveg fáránlegt að halda námskeið um svona lagað. Sumar minningargreinar segja mikið, sætar og hlýj- ar, á meðan aðrar segja ekki neitt. Það er svo aftur á móti annað mál að ritstjórar blaðsins, sem taka þessar greinar að sér, mættu hins vegar vega það og meta hvað má birtast á prenti og hvað ekki. Ég held að fólk sé ekki alltaf í stakk búið til þess að setjast niður og skrifa minningargreinar. Fólk er bæði sárt, einmana og líður illa. Hvers vegna má fólk ekki hafa það eins og það vill? Er þessi maður dómbær á hvernig minning- argreinar eiga að vera? Get- ur þessi maður ekki haldið námskeið um eitthvað ann- að skemmtilegra? Ég mundi ekki vilja sitja nám- skeið hjá honum og hlusta á þvæluna í honum því þetta er ekkert nema tóm þvæla. Landsmenn góðir. Ég vil eindregið mæla með því að fólk haldi þessum sið áfram, að skrifa um fólkið sitt, en leggi það ekki niður. Ég er ekki viss um að fólkið í land- inu sé hrifið af því að einn maður í landinu ætli að fara að segja okkur hvernig við eigum að skrifa minningar- greinar og haga okkur kannski líka, þegar að því kemur að við kveðjum okk- ar nánustu. Nei takk, Sölvi Sveinsson ætti miklu frekar að líta sér nær og lesa sínar snjöllu minningargreinar einn og sér. Gréta Eyjólfsdóttir. Innanlandsflug til Keflavíkur HVAÐ er til ráða, þegar allt tilstand getur verið frítt fyr- ir okkur Íslendinga. Er þá málið að segja nei takk, eða erum við það stolt að geta ekki sagt takk fyrir. Ástæða þess ég segi þetta er einföld, vegna þess að flugbrautir og öll þjónusta við þær kosta okkur ekki krónu hvað flugstöð varðar. Þá er einn kostur til staðar, t.d. hús í stærðarflokki húsnæð- is suðurflugs á Keflavíkur- flugvelli. Það er ekki minna heldur en það sem fyrir er á Reykjavíkurflugvelli. Talandi um öryggi, þá er Keflvíkurflugvöllur með eitt besta slökkvilið sem völ er á þótt víða væri leitað, innan- sem utanlands. Allur kostn- aður varðandi snjóhreinsun og hálkuvarnir er frír. Er þá málið hjá ráðamönnum nema eitt, það að safna meiri skuldum fyrir ís- lenska skattborgara? Svar óskast. Sigurjón Hafsteinsson. Vetrarfrí í skólum HEFUR verið gerð könnun á því hvort fólk vilji vetr- arfrí í skólum? Á Íslandi eru stutt sumur. Á ekki frekar að leyfa börnunum að njóta þeirra? Fyrir hverja er vetrarfí? Telur fólk í ferða- þjónustu úti á landi að við höfuðborgarbúar viljum koma t.d. til Austfjarða á veturna? Við komum til Austfjarða mikið til vegna veðurs. Fyrir austan og norðan er oft gott veður á sumrin, oft í kringum 20 stiga hiti. Þannig veður er ekki á veturna og ef vetr- arfríum verður komið á mun fólk ekki fara út á land. Þeir ríku munu kannski fara til útlanda en hinir eru bara heima og börnin lík- lega ein heima. Þessi fárán- lega hugmynd að börn eigi bara að fá 6–8 vikur í sum- arfrí gengur ekki upp. Á þá að loka flestum fyrirtækjum í landinu á meðan? Ég held að foreldrar vilji fara í frí á sama tíma og börnin. Það var gerð könnun fyrir stuttu á því hvernig Íslendingar ferðast, við förum ekki á hótel, við viljum ferðast með okkar tjöld og ekki förum við að tjalda t.d. í Vagla- skógi um hávetur. Nei það er ekki hægt að loka börn inni í skólastofum um bjart- asta og hlýjasta tíma ársins. Dagný. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sölva svarað Víkverji skrifar... VÍKVERJI ákvað fyrir skömmuað kaupa tvo farseðla til Glasgow en í næstu viku átti að halda þaðan til Liverpool til að fylgjast með leik Liverpool og Roma á Anfield. Hann komst að því að verðið gat verið mismunandi. Víkverji sló inn dagsetningarnar á vefsíðu Flugleiða og bað um hag- stæðasta fargjaldið sem reyndist vera tæplega 30.000 krónur. Þá hafði hann samband við sölu- skrifstofu Flugleiða og spurði hvort tilboð væru í gangi á gistingu og flugi til Glasgow. Kom í ljós að hægt var að kaupa helgarferð með hótelgistingu á um 32.000–36.000 krónur og voru þá þrjár gistinætur innifaldar í verðinu. Það var góður kostur en kannski ekki fyrir Vík- verja sem hafði hugsað sér að gista í Liverpool í tvær nætur af þremur. Víkverji hringdi aftur á söludeild Flugleiða því hann á punktainneign og honum var tjáð að farið til Glasgow kostaði 38.000 punkta. Hann ákvað að hugsa sig aðeins um og hringdi svo aftur í þriðja skipti til að panta hagstæðasta fargjaldið. Þá fékk hann þær upplýsingar að hægt væri að kaupa miða til Glas- gow á 12.000 krónur fram og til baka og láta einnig af hendi 12.000 punkta. Tækifærið greip Víkverji fegins hendi um leið og borgaði far- seðlana með Vísakortinu sínu með bros á vör. Nokkru síðar kom á daginn að sölufulltrúinn hafði verið fullfljótur á sér, tilboðið átti að taka gildi um næstu mánaðamót. En þar sem bú- ið var að borga miðana fékk Vík- verji þá á þessu verði og var mjög ánægður með þá þjónustu. x x x VINKONA Víkverja keypti sérskyr með vanillubragði sem nýkomið er á markað. Skyrið er án viðbætts sykurs. Vinkonan var hress með það því hún þarf að var- ast sykur. Hún varð á hinn bóginn vonsvikin þegar hún smakkaði her- legheitin því augljóslega var búið að sæta það svo um munaði með ein- hverju sætuefni. Það eina sem hún sá þá gott við skyrið var að því fylgir skeið. Hún furðar sig á að til þess að fá fólk til að borða skyr þurfi að búa til úr því dísætan eft- irrétt. x x x KONA sem Víkverji þekkir lagðileið sína á veitingatorgið í Kringlunni nú í vikunni og ætlaði að kaupa skyndibita. Hún fór fyrst á McDonald’s og pantaði þar ham- borgara. En því miður skildi af- greiðslustúlkan hana ekki, var ekki íslenskumælandi, og bað hana vin- samlega um að tala við sig á ensku. Frá McDonald’s lá leiðin á veit- ingastaðinn Popeye’s og þar pant- aði hún kjúklingabita. Sá sem af- greiddi hana þar skildi heldur ekki íslensku og bað hana líka um að tala við sig á ensku. Konan sem var að kaupa skyndibita er ekki mikið fyr- ir að tala ensku og fannst miður að íslenskumælandi starfsfólk væri ekki í afgreiðslu þessara staða. x x x VINKONA Víkverja var á leiðheim með flugvél frá Stokk- hólmi síðasta sunnudag. Hún bað um Morgunblaðið að lesa og brá heldur en ekki þegar hún fór að lesa fasteignaauglýsingarnar. Þar var mynd af litla húsinu hennar, bæði að utan og innan, þar sem það var auglýst til sölu. Konan er nýflutt inn í húsið sem hún keypti fyrir skömmu og fannst heldur óþægilegt að sjá það vera komið á sölu aftur. Það kom á daginn að fasteigna- salan hafði farið húsavillt og ætlað að auglýsa húsið sem er á bakvið hús konunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.