Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA vaxandi óánægju hjá skóla- liðum í Grafarvogi hef ég sett þessi orð saman. Skólaliðar í grunnskólum gegna mikilvægum störfum. Þeir sinna gangavörslu, aðstoða börn í leik og starfi og aðstoða í eldhúsi og heils- dagsskóla. Við þetta hafa nú bæst daglegar ræstingar sem áður voru unnar af fólki sem kom eftir skólalok. Við þessar breytingar var eitt sem ekki breyttist neitt, og það voru laun- in. Þau eru áfram óbreytt, ekkert aukalega fyrir aukna vinnu. Samning- ar voru lausir 1. nóvember 2000, samt er ekkert að gerast. Byrjendalaun hjá konu sem er 23 ára fyrir 100 prósent starf eru 87.771 kr. á mánuði. Þeir sem eru á dreifingu launa til að halda launum 2 mánuði á sumrin verða að láta draga 8.000 krónur á mánuði af launum sínum. Það segir sig sjálft að veruleg vandkvæði verða að fá hæft fólk til starfa miðað við þau kjör sem eru í boði. Jafnframt skal bent á, að ekki er hægt að halda skólum opnum án skólaliða vegna ákvæða um þrif á í skólum. Launaflokkahækkun sem átti að koma til framkvæmda fyrir tveimur árum hefur algjörlega farist fyrir og auglýsi ég hér með eftir henni. Með nýjum samningum kennara eiga skólaliðar að vera bæði úti og inni í frímínútum nemenda og trúlega fáum við ekki borgað aukalega fyrir það. Það fengu kennarar. Nú er kominn tími til að hysja upp um sig og greiða mannsæmandi laun fyrir þessi mikilvægu störf. Þar að auki er tekið illa á móti fyrirspurnum gangavarða og gefin röng svör hjá starfsmanni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fyrir hönd skólaliða í Grafarvogi, INGIBJÖRG GRÉTARSDÓTTIR, skólaliði í Hamraskóla, Rauðhömrum 8, Reykjavík. Kjör skólaliða Frá Ingibjörgu Grétarsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG HEF fylgst með fréttum um Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva síðan sá frábæri maður Mörður Árnason kom með tillögu í útvarpsráð að syngja ætti lagið á ís- lensku. Netkannanir sýndu ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar vildi frels- ið, þ.e. að syngja mætti lagið á því tungumáli sem listamaðurinn vildi. Yfir 80% þjóðarinnar (í um 2000 manna úrtaki) er nokkuð sterkur meirihluti! Einhvern veginn virtist alvaran ekki vera mikil, maður tók ekki fullt mark á þessari ákvörðun útvarps- ráðs (6:1) og fylgdist svo með úr- slitakvöldinu hérna heima. Þá rann það upp fyrir mér að þessi stirða og ömurlega nefnd ætlaði sko að sitja fast á sinni skoðun. Gunnlaugur for- maður segir bara að Sjónvarpið styrki þessa keppni innanlands og því megi það haga undirbúningi sín- um eins og það vill. Í krafti þess er höfundur „Birtu“ látinn skrifa undir samning þess efnis að syngja verði á íslensku! Hvernig getur sjö manna nefnd tekið þessa ákvörðun þegar meiri- hluti þjóðarinnar vill að sungið verði á því tungumáli sem listamaðurinn vill (ensku)? Er það ekki ég sem borga nauðugur helling af krónum í RÚV sem styrkir svo íslensku far- ana? Hef ég ekkert um þetta að segja? Er tilgangur keppninnar útvarps- ráði gleymdur? Er útvarpsráð svo heilagt að það gilda ekki sömu regl- ur hér heima og annars staðar? Íslenskan er okkur öllum mikil- væg og gott að viðhalda henni. En við gerum okkur engan greiða með því að þvinga evrópska sjónvarps- áhorfendur í að hlusta á íslenska lagið á íslensku. Keppnin er að verða vinsælli aft- ur með þátttöku áhorfenda og því að gera löndunum jafnhátt undir höfði, þ.e. ekki binda við tungumál þátt- tökulandsins. Nú ætlar útvarpsráð að eyðileggja þetta algjörlega. Ég vona að útvarpsráð skammist sín og að Gunnlaugur fari að kveikja á perunni. Það er ansi hart að þessi sjö manna nefnd skuli ekki sjá að „Birta“ er gott lag, sem yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar kaus og sem allir vilja láta syngja á ensku. Frelsi er eitthvað sem Gunnlaug- ur og vinir hans í útvarpsráði vita ekki hvað er. Skammist ykkar! ÞORSTEINN JÓNSSON, tölvuumbrotsmaður, Miðtún 58 kj., Reykjavík. Hljómsveitin ABBA sló í gegn eftir þátttöku sína í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Hún söng vinningslagið á ensku. Hneykslanleg ákvörðun Frá Þorsteini Jónssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.