Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Micro-meðferð,
litun og plokkun
kr. 5.870
Tilboð kr. 4.980
Opið til kl. 21.00
Upplýsingar í s. 561 8677
www.snyrting.is
fyrir
eftir
Tilboð
Matreiðslumeistararnir Ragnar Wessman og Reynir Magnússon bjóða upp á saltfiskveislu á Hótel Loftleiðum.
Frá fimmtudeginum nk. verður hlaðborð Lónsins hlaðið kræsingum þar sem portúgölsk og spænsk
matreiðsluhefð verður í hávegum höfð ásamt þarlendum vínum og drykkjum.
1. - 4. mars 2001
Borðapantanir í símum 5050 925 og 562 7575
M a t s e ð i l l
Lífið er saltfiskur!
Saltfisksalat með ætiþirstlum, sólþurrkuðum tómötum og eggjum
Marineraður saltfiskur með pintóbaunum og grenolata
Exqueisada de Bacalao með tómötum, lauk og ólífum á salati
Bakaður Portúgalskur saltfiskur, laukur og kartöflur í kerskál
Blaðdeigsrúllur með Brandada
Saltfisk- og Kúrbítsrisotto með Basil
Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti
Ofnbakaður saltfiskur í Xafaina sósu
Saltfiskur með rjómasoðnu spínati
Soðinn saltfiskur með humarbitum og vorlauk í Biscayasósu
Á BOLLUDAGINN sjálfan mun
hljómsveitin Heimilistónar halda tón-
leika í Iðnó, sem eru jafnframt fjöl-
skyldukemmtun, og hefst hún kl.
20.30, en húsið verður opnað kl. 20.
Meðlimir sveitarinnar eru fjórar
landsþekktar leikkonur; Vigdís
Gunnarsdóttir sem leikur á harmon-
ikku og á hljómborð, Elva Ósk Ólafs-
dóttir er á bassanum, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir er trommuleikarinn og
Halldóra Björnsdóttir syngur og spil-
ar á xylafón.
Á þessari árlegu skemmtun þeirra
eru ætíð óvæntar uppákomur milli
laga og jafnan leikin örleikrit eftir
Ólafíu. Farið er í leiki, haldin
bolluátskeppni og bolluljóð dagsins
frumflutt. Fleiri góðir gestir kveðja
sér hljóðs, en þau Edda Björgvins-
dóttir og Ómar Ragnarsson munu
taka lag með sveitinni, og kynnir
kvöldsins verður leikkonan Bára
Lyngdal.
Nýtt og spennandi band
Sveitin var stofnuð haustið 1997,
eftir að Elva og Ólafía höfðu talað
saman í hæggengu lyftunni í Þjóðleik-
húsinu, eina staðnum þar sem nokkuð
næði gefst.
Ólafía: Þetta átti ekki að vera
kvennahljómsveit fyrst.
Vigdís: Við ætluðum að hafa karl-
söngvara.
Ólafía: Svona til að snúa við dæminu,
en þeir voru bara allir svo lélegir.
Vigdís: Eða sögðust vera að gera eitt-
hvað annað!
– Af hverju skemmtið þið alltaf á
bolludaginn?
Elva: Við spilum opinberlega þá, en
skemmtum allan ársins hring.
Halldóra: Bolludagurinn varð fyrir
valinu af því að hann er alltaf á mánu-
degi og það er frídagur leikara og við
vorum öruggar með hann.
Vigdís: Annars komum við alls staðar
fram, á árshátíðum, í afmælum, í
sundlaugum og víðar.
Elva: Fólk ræður okkur sem þorir að
prófa eitthvað nýtt og spennandi.
Ástin og lífið
Heimilistónar tóku upp geisladisk í
fyrra, en bara fyrir þær sjálfar, bestu
vini og kunningja.
Ólafía: Hann var ekki leikinn í fjöl-
miðlum því við höfðum ekki leyfi fyrir
tökulögunum.
Vigdís: Fyrst spiluðum við bara lög
sem aðrir hafa samið.
Elva: En þróunin er einsog hjá öðrum
hjómsveitum, við erum farnar að
semja mikið sjálfar og annað kvöld
ætlum við að frumflytja fullt af lögum,
sem eru flest um ástina og lífið. Þetta
eru mjög djúpar pælingar hjá okkur.
– Sprottnar hvaðan?
Elva: Úr þroskanum. Við erum
þroskaðar konur. Útsprungnar.
Ólafía: Það er svo mikið af þroskuð-
um hljómsveitum.
Vigdís: Við erum öðruvísi þroskaðar.
Ekki á hljóðfærunum!
– Gefur nafn sveitarinnar eitthvað
til kynna um eðli hennar?
Ólafía: Já, diskurinn sem við gerðum
og er með öllum lögunum okkar, er al-
veg frábær heimilisdiskur.
Vigdís: Þetta eru lög sem við heyrð-
um hljóma á heimilum okkar í upp-
vextinum.
Elva: Stemmningin minnir á þegar
mömmurnar voru heima.
Halldóra: Mér finnst mikilvægt að
koma heimilisstemmningunni út til
fólksins til að sýna að hún er eitthvað
sem á ekki bara að vera inni á heim-
ilum.
Elva: Hún er svo þægileg.
– Eigið þið ykkur stóran aðdáenda-
hóp?
Vigdís: Við vitum að diskurinn var að-
aljólagjöfin í fyrra.
Halldóra: Ég veit um einn karlmann
á okkar aldri sem er mikill aðdáandi.
Ólafía: Mímir? Já, hann á það til að
elta okkur þegar við erum búnar að
spila.
Vigdís: Já, og konan sem við spiluð-
um í afmæli hjá.
Elva: Við erum mjög ánægðar með
Mími.
Ólafía: Það eru margir aðdáendur
búnir að spyrja hvað við ætlum að
gera á bolludaginn og ætla greinilega
að koma.
Bolludagsskemmtun Heimilistóna
Útsprungnar
konur með
aðdáendur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vigdís, Halldóra, Ólafía Hrönn og Elva Ósk skipa hljómsveitina Heimilistóna.
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
opnuðu félagarnir „smekk-
lausu“ Einar Örn Bene-
diktsson og Sjón vefinn
icelandculture.com. Af
nafninu einu að dæma hef-
ur innihaldið eitthvað með
menningu landsins að
gera, eða er það ekki?
„Við vitum það ekki,“
svarar Einar Örn að-
spurður hvert innihaldið
nú sé.
„Nei, nei við erum bara
fengnir til þess að draga
saman það efni sem
flokka má undir menn-
ingu og listir á líðandi
stundu. Þessa stundina
eru visst margir flokkar og við vit-
um að það er eftir að bætast við
þetta. Það verður sjálfsagt ekki
hægt að leita neinna svara á þess-
um vef, eins og á svo mörgum öðr-
um vefum sem virðast hafa alls-
herjarlausnir, við erum ekki að
reyna að veita nein svör. Vefurinn
er ætlaður útlendingum og und-
irbýr þá undir það sem þeir gætu
hugsanlega lent í hérna á Íslandi.
Það verða ýmsar reynslusögur,
bæði frá Íslendingum og ferða-
mönnum sem hafa komið hingað.
Þetta verður því eiginlega vefur
um reynslu okkar Íslendinga, og
þeirra sem hingað hafa komið, af
Reykjavík.“
Einhvers konar leiðarvísir þá um
það sem hér er að finna?
„Þetta er ekki neinn leiðarvísir,
þetta er frekar ástandslýsing.
Þetta eru pistlar, umfjallanir og
eitt og annað sem kemur út úr
ferðum og ferðalögum fólks til
landsins. Við vörum fólk við því að
ef það kemur til landsins þá í
fyrsta lagi gæti það hitt hinar
hræðilegu manndrápskindur. Í
öðru lagi gæti það hitt hina hræði-
legu ritstjóra þessa vefjar eða aðra
Íslendinga sem segja; „how do you
like Iceland? Það er bara sagt frá
því sem ber fyrir augu allra. Fólk
er ekki bara að koma hingað leng-
ur út af Gullfossi og Geysi heldur
líka út af þeirri menningu sem hér
er. Þessi vefur er svona einn part-
ur af því að reyna að sýna út á
hvað þetta gengur hérna. En mað-
ur veit náttúrlega ekkert út á hvað
þetta gengur, ekkert frekar en
með veðrið.“
Hvað kom til að þú og Sjón hent-
uð þessari framkvæmd í gang?
„Okkur Sigurjón hefur alltaf
langað til þess að prufa að vinna
saman. Þetta var svona ágætt tæki-
færi til þess að leggjast á eitt með
það að gera eitthvað eitt saman.
Þar fyrir utan að hætta að reykja á
sama tíma og við erum að búa til
þennan vef.“
Er þetta þá einhvers konar með-
ferð til þess að styðja við bakið
hvor á öðrum á erfiðum tímum?
„Nei, þetta er ekki meðferð,
þetta er frekar andmeðferð. Sig-
urjón segir þetta vera hefnd okkar
á hvorum öðrum,“ segir Einar Örn
að lokum. Vonandi er hefndin sæt.
Vefurinn icelandculture.com opnaður
Ástandslýsing á
menningarlífinu
Morgunblaðið/Jón SvavarssonSjón grípur til neyðarúrræða til þess aðhalda tóbaksreyknum frá öndunarvegin-um en Einar andar rólega.