Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 44

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bílstjórar óskast Bílstjórar óskast á vörubíl með tengivagn og „búkollu“. Upplýsingar í símum 899 2303, 565 3143 og 565 3140. Klæðning ehf. FRÁ SUNDLAUG KÓPAVOGS Laust er til umsóknar starf við baðvörslu karla í Sundlaug Kópavogs. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Góð sundkunnátta áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður sund- laugarinnar í síma 554 1299. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Kópavogs- bæjar, Fannborg 2. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR SKJÓL Sambýli fyrir aldraða minnissjúka að Laugaskjóli og 6. hæð Skjóli Nú á að opna sambýlið að Laugaskjóli aftur eftir viðgerðir. Fyrirhugað er að samvinna verði milli þess og 6. hæðar í Skjóli og starfsfólk verði ráðið þannig að það geti færst á milli staða. Auglýst er eftir jákvæðu og áhugasömu starfs- fólki, sem getur tekist á við fjölbreytt störf í breytilegu umhverfi. Lausar eru stöður: Sjúkra- liða, þroskaþjálfa og starfsmanna við aðhlynningu. Reyklaus vinnustaður Upplýsingar um störfin veitir Aðalheiður í síma 568 8500. Starf prests meðal Íslendinga í Noregi Biskup Íslands auglýsir, að ósk sóknarnefndar íslenska safnaðarins í Ósló, laust til umsóknar starf prests meðal Íslendinga í Noregi með að- setur í Ósló, frá 1. maí 2001. ● Sóknarnefnd ræður í starfið til þriggja ára með samþykki biskups Íslands. ● Þjónustusvæðið er Noregur, en þó einkum meðal Íslendinga í Ósló. Viðkomandi þarf að þekkja til aðstæðna í Noregi eða í ná- grannalöndunum og vera fær um að tjá sig á norsku, dönsku eða sænsku. ● Æskilegt er að umsækjendur hafi víðtæka starfsreynslu, enda er presturinn eini starfs- maður safnaðarins í fullu starfi. Þá er og æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af barna- og æskulýðsstarfi. ● Lipurð í mannlegum samskiptum er mikil- væg. ● Laun eru skv. kjarasamningi norskra presta. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því, sem þeir óska eftir að taka fram. ● Allar nánari upplýsingar um starfið og starfs- kjör eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500, fax 551 3284. Einnig er að finna lýsingu á starfinu á heimasíðu kirkjunnar www.kirkjan.is . ● Umsóknarfrestur rennur út 25. mars 2001. ● Umsóknir sendist biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. FERÐIR / FERÐALÖG Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Kynningarfundir á ferðum sumarsins verður í Víkingasal Hótels Loftleiða mánudaginn 5. mars nk. kl. 20.00. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof,“ segir í lögum um orlof húsmæðra. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hjúkrunarfræðingar Félagsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður haldinn á Suðurlandsbraut 32 fimmtudaginn 8. mars kl. 17.00—18.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa Reykjavíkurdeild- ar á fulltrúaþing félagsins 17.-18. maí 2001. Hjúkrunarfræðingar á Reykjavíkursvæðinu eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Opið hús verður í sal félagsins á Háaleitisbraut 68 föstudaginn 2. mars kl. 20.30. Að þessu sinni mun hinn heimsþekkti veiði- maður Michael Frödin heiðra okkur með nær- veru sinni og halda fyrirlestur, en auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður í 15 ár er hann leiðandi í hönnun á nútíma laxa- og sjóbirtings- flugum. Frödin hefur haldið fyrirlestra víða um heim, ásamt því að skrifa bækur og greinar um veiðar og fluguhnýtingar. Dagskrá: 1 Fyrirlestur um veiðar í Noregi. 2 Frásögn af risasjóbirtingsveiðum í Argentínu. 3 Happahylur fullur af stórglæsilegum vinningum. Sjáumst hress. Skemmtinefndin. TIL SÖLU Fyrirtæki á Norðurlandi Um er að ræða hjólbarðaverkstæði, smurstöð, varahlutasölu og minni háttar viðgerðir. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer í póst- hólf 190, 640 Húsavík. Til sölu Woma 325 Z háþrýstidæla, árg. ´92 1000 bör 131 l/mín vatnsflæði, knúin af MAN D2866 díselvél. Er í einangruðum vagni með 3,5 rúmmetra tanki. Hægt að tengja dælu beint við vatnsbrunn. Tilboð sendinst á glit@visir.is . Nánari upplýsingar í síma 560 8834. TILKYNNINGAR Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjár- framlög til lista- og menningarstarf- semi 2001 Samkvæmt nýjum reglum hefur menn- ingarmálanefnd Mosfellsbæjar ákveðið að auglýsa eftir aðilum, sem óska eftir fjárframlögum frá menningarmálanefnd vegna listviðburða og menningarmála árið 2001. Hér undir falla áður árviss fjár- framlög til margvíslegrar menningar- starfsemi í bænum, auk nýrra. Reglur um úthlutun. 1. Rétt til að sækja um framlög til nefnd- arinnar hafa listamenn, samtök lista- manna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mos- fellsbæ. 2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: a) Verkefnastyrkir til einstakra verk- efna. b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ. 3. Nauðsynlegt er að umsækjendur til- greini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum. 4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 2. apríl 2001 á skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Mos- fellsbæjar. Þeim ber að skila á sér- stökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að fá á skrifstofu Mosfells- bæjar. 5. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða al- farið. 6. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 20. apríl 2001 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. STYRKIR Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til framhaldsnáms. Nám styrkþega þarf að nýtast börnum á leik- eða grunnskólaaldri. Heildarupphæð til úthlutunar er allt að einni miljón króna. Umsóknir berist til stjórnar Barnavina- félagsins Sumargjafar fyrir 31. mars 2001 í pósthólf 5423, 125 Reykjavík. Reykjavík, 15. febrúar 2001. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.