Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bílstjórar óskast Bílstjórar óskast á vörubíl með tengivagn og „búkollu“. Upplýsingar í símum 899 2303, 565 3143 og 565 3140. Klæðning ehf. FRÁ SUNDLAUG KÓPAVOGS Laust er til umsóknar starf við baðvörslu karla í Sundlaug Kópavogs. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Góð sundkunnátta áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður sund- laugarinnar í síma 554 1299. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Kópavogs- bæjar, Fannborg 2. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR SKJÓL Sambýli fyrir aldraða minnissjúka að Laugaskjóli og 6. hæð Skjóli Nú á að opna sambýlið að Laugaskjóli aftur eftir viðgerðir. Fyrirhugað er að samvinna verði milli þess og 6. hæðar í Skjóli og starfsfólk verði ráðið þannig að það geti færst á milli staða. Auglýst er eftir jákvæðu og áhugasömu starfs- fólki, sem getur tekist á við fjölbreytt störf í breytilegu umhverfi. Lausar eru stöður: Sjúkra- liða, þroskaþjálfa og starfsmanna við aðhlynningu. Reyklaus vinnustaður Upplýsingar um störfin veitir Aðalheiður í síma 568 8500. Starf prests meðal Íslendinga í Noregi Biskup Íslands auglýsir, að ósk sóknarnefndar íslenska safnaðarins í Ósló, laust til umsóknar starf prests meðal Íslendinga í Noregi með að- setur í Ósló, frá 1. maí 2001. ● Sóknarnefnd ræður í starfið til þriggja ára með samþykki biskups Íslands. ● Þjónustusvæðið er Noregur, en þó einkum meðal Íslendinga í Ósló. Viðkomandi þarf að þekkja til aðstæðna í Noregi eða í ná- grannalöndunum og vera fær um að tjá sig á norsku, dönsku eða sænsku. ● Æskilegt er að umsækjendur hafi víðtæka starfsreynslu, enda er presturinn eini starfs- maður safnaðarins í fullu starfi. Þá er og æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af barna- og æskulýðsstarfi. ● Lipurð í mannlegum samskiptum er mikil- væg. ● Laun eru skv. kjarasamningi norskra presta. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því, sem þeir óska eftir að taka fram. ● Allar nánari upplýsingar um starfið og starfs- kjör eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500, fax 551 3284. Einnig er að finna lýsingu á starfinu á heimasíðu kirkjunnar www.kirkjan.is . ● Umsóknarfrestur rennur út 25. mars 2001. ● Umsóknir sendist biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. FERÐIR / FERÐALÖG Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Kynningarfundir á ferðum sumarsins verður í Víkingasal Hótels Loftleiða mánudaginn 5. mars nk. kl. 20.00. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof,“ segir í lögum um orlof húsmæðra. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hjúkrunarfræðingar Félagsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður haldinn á Suðurlandsbraut 32 fimmtudaginn 8. mars kl. 17.00—18.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa Reykjavíkurdeild- ar á fulltrúaþing félagsins 17.-18. maí 2001. Hjúkrunarfræðingar á Reykjavíkursvæðinu eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Opið hús verður í sal félagsins á Háaleitisbraut 68 föstudaginn 2. mars kl. 20.30. Að þessu sinni mun hinn heimsþekkti veiði- maður Michael Frödin heiðra okkur með nær- veru sinni og halda fyrirlestur, en auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður í 15 ár er hann leiðandi í hönnun á nútíma laxa- og sjóbirtings- flugum. Frödin hefur haldið fyrirlestra víða um heim, ásamt því að skrifa bækur og greinar um veiðar og fluguhnýtingar. Dagskrá: 1 Fyrirlestur um veiðar í Noregi. 2 Frásögn af risasjóbirtingsveiðum í Argentínu. 3 Happahylur fullur af stórglæsilegum vinningum. Sjáumst hress. Skemmtinefndin. TIL SÖLU Fyrirtæki á Norðurlandi Um er að ræða hjólbarðaverkstæði, smurstöð, varahlutasölu og minni háttar viðgerðir. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer í póst- hólf 190, 640 Húsavík. Til sölu Woma 325 Z háþrýstidæla, árg. ´92 1000 bör 131 l/mín vatnsflæði, knúin af MAN D2866 díselvél. Er í einangruðum vagni með 3,5 rúmmetra tanki. Hægt að tengja dælu beint við vatnsbrunn. Tilboð sendinst á glit@visir.is . Nánari upplýsingar í síma 560 8834. TILKYNNINGAR Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjár- framlög til lista- og menningarstarf- semi 2001 Samkvæmt nýjum reglum hefur menn- ingarmálanefnd Mosfellsbæjar ákveðið að auglýsa eftir aðilum, sem óska eftir fjárframlögum frá menningarmálanefnd vegna listviðburða og menningarmála árið 2001. Hér undir falla áður árviss fjár- framlög til margvíslegrar menningar- starfsemi í bænum, auk nýrra. Reglur um úthlutun. 1. Rétt til að sækja um framlög til nefnd- arinnar hafa listamenn, samtök lista- manna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mos- fellsbæ. 2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: a) Verkefnastyrkir til einstakra verk- efna. b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ. 3. Nauðsynlegt er að umsækjendur til- greini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum. 4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 2. apríl 2001 á skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Mos- fellsbæjar. Þeim ber að skila á sér- stökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að fá á skrifstofu Mosfells- bæjar. 5. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða al- farið. 6. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 20. apríl 2001 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. STYRKIR Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til framhaldsnáms. Nám styrkþega þarf að nýtast börnum á leik- eða grunnskólaaldri. Heildarupphæð til úthlutunar er allt að einni miljón króna. Umsóknir berist til stjórnar Barnavina- félagsins Sumargjafar fyrir 31. mars 2001 í pósthólf 5423, 125 Reykjavík. Reykjavík, 15. febrúar 2001. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.