Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir fermingabarnið Merkjum rúmföt og handklæði Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050. Úrval af rúmfatnaði SAGA FERMINGARINNAR Í GAMLA testamentinu segir, aðmenn verði hreinir, ef þeim erdýft í vatn; jafnframt verði þó aðfylgja ákveðnir helgisiðir. Þeir sem ekki voru af Ísraelsþjóð, en vildu tilbiðja Guð hennar, urðu að láta skírast og hreinsast þannig af óhreinindum heiðninnar. Í Nýja testamentinu er greint frá Jóhannesi skírara. Hann boðaði iðr- unarskírn og framkvæmdi hana í ánni Jórdan í Betaníu. Jesús leitaði einmitt til hans. Hin biblíulega skírn Íslenska orðið skírn merkir hreinsun eða þvottur. Það er dregið af lýsingarorðinu skír (hreinn; bjart- ur). Um er að ræða hreinsun eða þvott sálarinnar. Kristnir menn láta skírast, af því að Jesús gerði það, og eins vegna þess, að hann bað læri- sveinana að fara út um allan heiminn og boða fagnaðarerindið öllum mönnum og skíra þá. Ekki spillti það fyrir, að lengi var talið, að Jesús hefði ekki orðið guðlegur fyrr en eft- ir skírnina í ánni Jórdan. Skírn hans var niðurdýfing, þ.e.a.s. hann fór á kaf í vatnið. Gríska orðið, sem notað er í guðspjöllunum, baptizein, merk- ir einmitt þetta, að fara niður í, að fara á kaf. Hugmyndin var sú, að hinn gamli maður, þ.e.a.s. hið synd- uga eðli, yrði skilið eftir niðri í vatn- inu, og nýr og betri maður risi upp. Í fyrstu var þetta bara gert við full- orðna, eða m.ö.o. þá sem vissu hvað var að gerast; áveðinn skilningur þurfti að vera fyrir hendi. Skírnin var innganga í kirkjuna og upp- fræðslan tók venjulega þrjú ár, áður en til sjálfrar athafnarinnar kom, sem var á páskum. Það var ekki fyrr en síðar, þegar hinir skírðu (kristnir menn og kon- ur), fóru að stofna fjölskyldur og eignast börn, að krafa tók að mynd- ast um að allir fjölskyldumeðlimirnir hlytu sömu meðhöndlun, eins fljótt og kostur var, þ.e.a.s. skírn. Um það eru reyndar til heimildir frá 1. öld e. Kr. En ennþá tíðkaðist niðurdýfing sem meginregla. Þegar kristnin barst svo til norð- lægari landa, eins og t.d. Íslands, þurfti að bregðast á annan hátt við málunum, því ekki var hægt að nota þá aðferð við lítil börn, vegna hættu á að þau ofkældust og jafnvel dæju. Þá fóru menn að dreypa vatninu á höfuð þeirra. Á kaþólskum tíma á Íslandi voru börnin skírð allt að því nýfædd; a.m.k. varð þetta að gerast innan fimm daga. Skírnin var nefnilega tal- in óhjákvæmilegt skilyrði fyrir eilífri velferð þeirra; óskírð kæmust þau m.ö.o. ekki til himna. Snemma á lútherskum tíma (frá 1550) var þessi frestur lengdur í sjö daga; á 19. öld var þetta lengt í átta vikur og gat orðið meira, ef barnið fæddist að hausti eða vetri. Erfiðar samgöngur og veður hömluðu. Það varð svo ofan á, einmitt vegna þessa, að oftast var skírnarathöfnin framkvæmd í heimahúsum á Íslandi, einkum á 17. og 18. öld, en einnig töluvert á þeirri 19.; að fara með börnin, stundum um langan veg, í óhitaðar kirkjur, var einfaldlega talið geta stefnt lífi þeirra í bráða hættu. Fermingin verður til Með tímanum náði barnaskírn yf- irhendinni í kirkjunni og varð alls ráðandi. Við það datt niður hin markvissa skírnarfræðsla, eins og gefur að skilja. Hennar í stað kom fræðsla eftir skírn, en ákaf- lega var mismunandi hvern- ig að því var staðið. Þar kom, að í Vesturkirkjunni mynd- aðist ákveðin athöfn, og átti hún að vera framhald skírn- arinnar. Fólst hún í blessun með vígðri olíu. Þessi athöfn nefndist confirmatio, og er íslenska orðið ferming dreg- ið af því. Confirmatio er lat- ína og merkir „styrking“, „efling“, „staðfesting“. Athöfnin á rætur allt aftur til Postulasögunnar, en þar segir í 8. kafla, versum 14– 17: „Þegar postularnir í Jerú- salem heyrðu, að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til þeirra þá Pét- ur og Jóhannes. Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast heilagan anda., því að enn var hann ekki kominn yfir neinn þeirra. Þeir voru að- eins skírðir til nafns Drott- ins Jesú. Nú lögðu þeir hendur yfir þá og fengu þeir heilagan anda.“ Allt frá 12. öld hafa kaþ- ólskir menn talið ferm- inguna vera eitt af sakra- mentum kirkjunnar og lengi vel máttu aðeins biskupar fremja þá athöfn. Var hún því oft nefnd „biskupun á ís- lensku. Hún gekk þannig fyrir sig, að krossmark var gert á enni fermingarbarns- ins með blöndu af ólífuolíu og viðsmjöri eða balsami; þetta efni nefndist krisma. Biskup hafði vígt það á skír- degi, og átti það að endast allt árið. Aldur fermingarbarna var mismunandi, því ytri að- stæður – þ.e.a.s. hvenær börnin komust á fund bisk- ups eða hann þeirra – réðu þar miklu. Annað var það, að upphaflega var engrar fræðslu eða þekkingar krafist sem undanfara fermingarinnar. Þetta átti að vera gjöf, þar sem heil- agur andi væri móttekinn. Börnin gátu því verið allt frá nokkurra vikna gömul og upp í það að vera sem næst fullvaxta. Síðar, eftir að farið var að krefjast ein- hvers lærdóms til grund- vallar, og þar sem mögu- legt var að koma á annarri fastri skipan, voru börnin þó yfirleitt fermd á aldrin- um 7–12 ára. Inntak fermingarinnar breytist við siðbreytinguna Skilningur manna á fermingunni breyttist mik- ið við siðbreytinguna, af því að lútherska kirkjan taldi hana ekki sakramenti, heldur viðurkenndi ein- ungis tvö, þ.e.a.s. skírn og kvöldmáltíð. Kaþólskir menn viðurkenndu hins vegar sjö, þ.e.a.s. skírn, kvöldmáltíð, fermingu, skriftir, hjónavígslu, prestsvígslu og hinstu smurningu. Í röðum lúth- erskra var hin gamla ferm- ing talin óþörf og skaðleg, enda talin geta varpað skugga á og dregið úr eðli skírnarinnar. Má því segja, að sú fermingarathöfn hafi verið lögð niður og aldrei verið framkvæmd í lúth- erskum kirkjum á þeim tíma eða síðar. Aðdragandi og saga fermingar- innar Úr bókinni: Árni Björnsson. Merkisdagar á mannsævinni. Reykjavík 1996. Fermingarbörn í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum árið 1903. Úr bókinni: Hjalti Hugason (ritstjóri). Kristni á Íslandi. IV. bindi. Reykjavík 2000. Elsta ljósmynd sem varðveist hefur af íslenskum presti með fermingarbarnahóp, frá um 1870. Úr bókinni: Hjalti Hugason (ritstjóri). Kristni á Íslandi. IV. bindi. Reykjavík 2000. Fermingarstúlka, Sólveig Jónsdóttir frá Ljárskógum í Dölum. Um 1915. Einhvers konar skírn hefur tíðkast með flestum eða öllum þjóðum heims frá öndverðu. Álitið var að í vatni brotnuðu allir hlutir, öll form, í sundur, leystust upp í frumparta sína; að allt sem hefði áður gerst eða orðið, hætti að vera. Hreinsun með vatni nam fortíðina úr gildi og það sem upp reis var algjörlega nýtt og ferskt. SJÁ BLS. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.