Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 31 O rðið biblía er komið af gríska orðinu biblos, sem þýðir bók; í fleirtölu er orð- ið biblia, þ.e.a.s. bækur. Biblían er samtals 66 rit eða bækur og skiptist í Gamla testamentið og Nýja testamentið. Gamla testamentið er að mestu leyti skrifað á hebresku og saman- stendur af 39 ólíkum ritum, sem urðu til á hundruðum ára og voru skrifuð af ýmsum mönnum. Nýja testamentið fjallar um tímann eftir fæðingu Jesú og samanstendur af 27 ritum. Það er skrifað á grísku. Páll postuli er höfundur 13 þeirra, eða tæplega helmings allra rita Nýja testamentisins. Elsta rit Nýja testamentisins er talið vera eitt af bréfum Páls postula, 1. Þessaloníku- bréf, skrifað árið 50 e. Kr., þ.e.a.s. um 20 árum eftir dauða Jesú. Þekktustu rit Nýja testamentis- ins eru kölluð guðspjöll. Þau eru fjögur að tölu: Matteusarguðspjall, Markúsarguðspjall, Lúkasarguð- spjall og Jóhannesarguðspjall. Markúsarguðspjall er talið vera elst, eða frá því um 60 e. Kr. Matt- eusarguðspjall og Lúkasarguðspjall eru talin rituð um 10 árum síðar, eða 70 e. Kr. Jóhannesarguðspjall mun vera yngst, eða ritað í kringum árið 100 e. Kr. Biblían hefur verið þýdd á um 2.000 tungumál, og hefur komið út í 10 mismunandi útgáfum á Íslandi frá upphafi. Þær eru eftirfarandi: GUÐBRANDS- BIBLÍA 1. útgáfa Biblíunnar á íslensku var Guðbrandsbiblía, kennd við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup. Útgáfudagur hennar er 6. júní 1584. Hún er löngum talin vera mesta bókmenntaafrek þjóðarinnar. Sagt er að 7 menn hafi unnið að prentun hennar í 1½-2 ár. Hún var prentuð í 500 eintökum og kostaði hvert ein- tak 8-12 ríkisdali; það samsvaraði 2-3 kýrverðum. Ef pappír hefði ekki verið kominn til sögunnar hefði þurft 311 kálfskinn í hvert eintak Biblíunnar. ÞORLÁKS- BIBLÍA 2. útgáfa Biblíunnar var Þorláks- biblía, gefin út árið 1644; kennd við Þorlák Skúlason Hólabiskup. Tölu- merkt versaskipting kemur fyrst fyrir þarna. Talið er að upplag Þor- láksbiblíu hafi verið 500 eintök. Þor- láksbiblía er fágætust allra ís- lenskra Biblía í dag. STEINSBIBLÍA 3. útgáfa var Steinsbiblía, gefin út árið 1734; kennd við Stein Jónsson Hólabiskup. Hún var 6 ár í prentun (prentuð með hléum) og reyndist mjög dýr, kostaði 7 ríkisdali hvert eintak. Ekki er vitað um upplag. VAJSENHÚSSBIBLÍA 4. útgáfa var Vajsenhússbiblía, gefin út árið 1747; svo nefnd eftir staðnum, sem hún var prentuð á, Vajsenhúsi í Kaupmannahöfn. Ekki er vitað um upplag. GRÚTARBIBLÍA 5. útgáfan var Grútarbiblía, gefin út árið 1813. Hún er nefnd svo vegna prentvillu. Þar sem átti að standa Harmagrátur Jeremía stóð Harmagrútur Jeremía. Upplagið var 5.000 eintök. VIÐEYJARBIBLÍA 6. útgáfan var Viðeyjarbiblía, gef- in út árið 1841; hét svo af því að hún var prentuð í Viðey. Upplag hennar var um 1.400 eintök. REYKJAVÍKURBIBLÍA 7. útgáfan var Reykjavíkurbibl- ían, gefi út árið 1859; prentuð í Reykjavík. Upplag 2.000 eintök. LUNDÚNABIBLÍA 8. útgáfan var Lundúnabiblían, gefin út 1866; prentuð í London. Ekki er vitað um upplagið. HEIÐNA BIBLÍA 9. útgáfan var Heiðna biblía, gefin út árið 1908; nokkrir kristnir trúar- hópar nefndu hana þetta vegna þess að þeim mislíkaði ýmislegt í þýðing- unni. Umræddum tilvikum var breytt og kom bókin að nýju út árið 1912. Upplag (1908-útgáfunnar) var 1.000 eintök. DOXOLÓGÍUBIBLÍAN 10. útgáfan var svo Biblían frá 1981, sem er í notkun í dag. Upplag hennar var og er mjög stórt. Nú er verið að þýða alla Biblíuna upp á nýtt á íslensku úr frummál- unum (hebresku og grísku) og stefnt að því að sú útgáfa – hin 11. – komi á markað innan tíðar. Fróðleikur um heilaga ritningu Öll börn í fermingar- fræðslu verða að ein- hverju leyti að kynnast grundvallarriti kristinna manna, Biblíunni. Því er ekki úr vegi að rifja hér upp nokkur atriði.                     !"  #$  % &  ' ( ) !  '"*( +  ,*%( - " .$/$0  12 31 4%% - " 3 3 5 3 4%% - " 63 37 5 3 FRÓÐLEIKUR Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.