Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 16
16 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARTÍSKAN STELPULEGIR blúndukjólar og bómullarkjólar með buxum eru vin- sælustu fötin á fermingarstúlkuna þetta árið,“ segir Rannveig Ólafs- dóttir, verslunarstjóri í 17 við Laugaveg. Báðir kjólarnir eru erma- lausir og með svipuðu sniði og segir Rannveig fermingartískuna svolítið „pæjulega“, en þó ekki um of. „Þær eru að sumu leyti fullorðnar, en ekki algerlega. Þessi tíska gerir þær fín- ar, en litlar og sætar á sama tíma,“ segir hún. Umræddir kjólar eru ekki flegnir og ná niður fyrir hné og segir Rann- veig jafnframt boðið upp á sérsaum- uð föt fyrir þá sem þurfa, til þess að gera öllum stærðum jafn hátt undir höfði. Auk kjólanna eru á boðstólum buxnadragtir, en njóta þær sýnu minni hylli, að sögn. „Þær eru meira fyrir þær sem ekki vilja vera í kjól, svo þær hafi eitthvað annað að velja,“ segir hún. „„Beige“-litt er mjög vinsælt um þessar mundir,“ segir Rannveig enn- fremur, sem og hvítt og þá aðallega hvítir kjólar og buxur við. Aðrir vin- sælir litir eru fjólublátt, ljósbleikt og blátt. Sokkabuxur við kjólana eru frekar þykkar, bleikar, bláar, hvítar, og „off-white“ og margar stelpur velja sér loðkraga úr kanínuskinni með blúndukjólunum. Vinsælustu skórnir eru opnir, að hennar sögn, þótt eitthvað sé um að stelpurnar velji sér stígvél upp á miðjan kálfa við buxnadressin. Þríhneppt, aðsniðin og beinar buxur Herrarnir eru aðallega í jakkaföt- um eins og svo oft áður og segir Sölvi Snær Magnússon innkaupastjóri að þau séu nánast að verða jafn vönduð og sams konar föt fyrir þá eldri. „Bæði efni og snið eru að verða í samræmi við 1. flokks framleiðslu,“ segir hann. Jakkaföt augnabliksins eru úr ull- arefni, þríhneppt, aðsniðin, með beinum buxum og segir Sölvi helstu litina svart, grátt og hermanna- grænt. Skyrturnar eru ljósgráar og „beige“-litar og með þeim velja fermingarherrarnir lillablá, ljósblá, gul og jafnvel bleik bindi. „Herratískan er að sumu leyti íhaldssöm og óháðari tískusveiflum en kventískan. Breytingarnar verða helst í litum á skyrtum og bindum. Ungu mennirnir virðast alveg ófeimnir við að velja þessa nýju liti og setja hvorki út á lillablá eða bleik bindi,“ segir hann. „Eitthvað er líka um að ferming- ardrengirnir vilji íslenska búning- inn, sem einnig er hægt að fá, þótt jakkafötin séu langvinsælust,“ segir Sölvi Snær að endingu. Morgunblaðið/Þorkell Blúndukjóll, jakkaföt og buxnadragt á fermingarbörnin. Blúndukjólar, bleik herra- bindi og kanínuskinn Blúndukjólar, bómullarkjólar með buxum og hefð- bundin jakkaföt eru vinsælustu fermingarfötin hjá 17 við Laugaveg, segja Rannveig Ólafsdóttir og Sölvi Snær Magnússon. ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns geymir fjölda frásagna af lifn- aðarháttum á fyrri tíð. Hér er lýsing heimildarmanns, sem fæddist árið 1892 í Borgarfjarðasýslu, á ferm- ingardegi sínum. „Við vorum níu sem fermdumst saman. Ég var fermd í Saurbæj- arkirkju ... Ég átti góða frænku sem bjó í Reykjavík. Hún gaf mér ferm- ingarkjól. Hann var hvítur og af- skaplega fallegur. Mamma var búin að vinna í eftirfermingarkjól handa mér. Hann gerði hún bara heima og lét síðan lita og pressa í Reykjavík og þetta var reglulega fallegur kjóll. Svo var ég búin að fá peysu- fötin líka svo það vantaði ekki föt- in. Ég fékk fallega svuntu og slifsi og nælu. Ég átti samt enga skó. Frænka mín átti pena svarta skó og ég var í þeim. Hárið lagt með bréfi Ég var í hvíta kjólnum í kirkjunni. Þessi frænka mín kom heim nokk- uð fyrir ferminguna. Ég var með þykkt og mikið sítt hár en slétt. Kvöldið fyrir ferminguna tætti hún sundur bréf og sneri saman, bleytti á mér hárið og vafði upp á bréfið. Svo tók hún þetta af mér morg- uninn eftir áður en farið var í kirkj- una og þá var ég komin með þetta flotta hár. Það var allt orðið fallegar krullur og þegar var verið að drekka kaffi á prestsetrinu eftir messuna fór fólkið að tala um það hvað ég væri mikið fín og hárið á mér flott. Það voru engir fermingarkyrtlar, við vorum bara í okkar fötum. Það voru margar stúlkur sem voru bara á peysufötum, þá voru þær búnar að fá peysuföt fyrir ferminguna. Eftir að búið var að ferma mig var kjóllinn minn lánaður. Ég veit ekki hvað það voru margar stúlkur sem fengu hann lánaðan, hann var bara alltaf í láni. Það var svo lítið um hvíta fermingarkjóla þá. Við fórum ríðandi að Saurbæ og áður en farið var í kirkjuna þurftu allir að hafa fataskipti. Síðan þegar komið var heim voru einhverjar kökur og súkkulaði og kaffi. Mamma var bú- in að baka, það var jólakaka, pönnukökur og kleinur. Það var bara heimafólkið, það var engum boðið. Ég fékk heilan söðul í ferm- ingargjöf. Maður fór allt ríðandi á þessum tíma. Svo fékk ég brjóstnál og armband og svo voru fötin sem ég fékk náttúrlega fermingargjafir líka. Það fengu alls ekki allir ferm- ingargjafir.“ Náði hinum fermingar- börnunum bara í öxl „Ég var voðalega lítil og það var fermt að hausti og við vorum bara fjögur sem fermdumst. Þá var ég flutt í Borgarnes og ég fermdist að Borg. Og þau voru svo stór hin sem voru með mér, ég náði þeim bara í öxl. Það sem mér er nú minn- isstæðast er það að það var búið að kaupa á mig svarta lakkskó og ég var í hvítum bróderuðum kjól, systir mín sem var fjórum árum eldri var nýbúin að kaupa sér hvíta striga- skó með háum hælum. Ég vildi vera í þeim til að hækka mig upp. Svo tróð ég blöðum fram í tærnar til þess að þeir tylldu á mér. Og á þessu hlammaðist ég upp að altarinu. Í veislunni voru nánustu ættingjar og boðið var upp á kaffi og kökur.“ Úr frásögn heimildarmanns þjóð- háttadeildar, sem fæddist árið 1907 í Mýrasýslu. Átti enga skó Fermingar í byrjun síðustu aldar Peysuföt voru algeng við fermingar fyrir 100 árum. Ferming á Þingvöll- um árið 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.