Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 39
½ tsk cayenne-pipar 2 msk tahini (sesamfræjasmjör, fæst í heilsubúðum) 6 msk olía Örlítið vatn til að þynna Steinselja Sojasósa, 2 msk. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og hrærið vel þar til útkoman er þykk eins og kæfa. Grískar baunir í pestó 250 g útvatnaðar hvítar baunir og soðnar Pestó 2 bollar af fersku basil 2-3 hvítlaukar 50 g rifinn parmesan-ostur (sojaostur möguleiki) 1 bolli af sólblómafræi eða furuhnetum, gott að rista fyrst. Góða olíu Allt hráefnið fer í matvinnsluvél- ina og olíunni blandað út í smám saman. Magnið fer eftir því hversu þykkt eða þunnt pestóið á að vera. Blandað saman við baunirnar og skreytt með steinselju. Súkkulaðikaka án eggja 1 ½ bolli hveiti 1/3 bolli kakó 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 1 bolli sykur (hrásykur) ½ bolli olía 1 bolli kaffi 2 tsk vanilludropar 2 msk edik. Þurrefnunum hrært vel saman, þá er vökvunum bætt við en edikið síð- ast (edik er notað í stað eggja í köku- bakstri). Uppskriftin er margfölduð eftir fjölda gesta. Skreytt með súkk- ulaðibráð og ávöxtum. Helga segir allar uppskriftirnar miðast við 4-6 og því auðvelt að margfalda í samræmi við fjölda gesta. „Einnig notast ég við amer- ískt bollamál í uppskriftum. Ég skora líka á fólk að breyta til og nota lífrænt hráefni, bjóða upp á öðruvísi drykki fyrir börnin og óáfenga drykki fyrir fullorðna, sem fást í heilsuverslunum. Lífrænt ræktað kaffi er líka það besta sem hægt er að fá um þessar mundir. Nú eru margar tegundir komnar á markað svo hver og einn getur fundið kaffi við sitt hæfi. Verði ykkur að góðu!“ Morgunblaðið/Golli „Hippaterta Patriciu“, val- kostur fyrir þá sem vilja hugsa örlítið um heilsuna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 39 Á FERMINGARBORÐIÐ alltaf á þriðjudögum Kr. 4.80 0 Vinsælu skartgripaskrínin koma 30. mars Mikið úrval Seðlaveski m/nafngyllingu fyrir stúlkur og drengi „Fíló“fax úr leðri „Bjútý“box Ferðatöskur Gefðu nytsama fermingargjöf Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins Saxoline Verð: 5000.- Verð: 6000.- Verð: 7000.- Verð: 4.900.- 4 stærðir: VERÐ KR. 8.000.- 7.000.- 6.000.- 5.200.- 4 stærðir: VERÐ KR. 10.500.- 9.500.- 8.500.- 7.000.- Ókeypis nafngylling fylgir Atson leðurvörum Drangey Laugavegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.