Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 12
12 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MANNFRÆÐI OG FERMING ÞAÐ hefur verið mikiðfjallað um það meðalmannfræðinga og þeirrasem hafa verið að kanna siði og venjur framandi og frum- stæðra þjóða hve mikilvæg ýmis skil í mannsævinni eru, eins og t.a.m. skilin milli bernsku og ung- lingsára, og á milli þess að vera giftur og ógiftur. Þá kemur einn- ig upp ný staða þegar menn eld- ast eða konur verða ekkjur eða menn verða ekklar o.s.frv., sagði Haraldur. „Og fermingin eins og við þekkjum hana í íslensku þjóð- kirkjunni er að mörgu leyti skyld þessum tímamótaathöfnum sem voru harla algengar víða, og gjarnan var fyrsta tímamótaat- höfnin þegar piltar og stúlkur urðu kynþroska. Og ekki minnst var mikil varúð viðhöfð þegar stúlkur höfðu á klæðum í fyrsta sinn vegna þess að það var tákn þess að þær væru hættar að vera börn og væru orðnar mannbærar, eins og það heitir á góðri ís- lensku; þær voru m.ö.o. orðnar kynþroska og gátu þar með alið börn.“ Ákveðin hætta fólgin í öllum breytingum „Eins og með öll umskipti í lífi manna er ákveðin hætta fólgin í öllum breytingum og þessari hættu var mætt með ýmiskonar athöfnum sem áttu þá að draga frá illa anda eða einhver ill áhrif sem þessu fylgdu, og í öðru lagi að veita eiginlega styrk og hugg- un gegn þessari nýju stöðu sem fólk var að fara inn í og þurfti raunverulega að breyta hegðun sinni og afstöðu til annarra í sam- félaginu. Það er yfirleitt óljósara með kynþroska pilta, en þó má segja að þegar merki hans voru að koma var gjarnan gripið til einhvers konar aðgerða og kannski merkilegustu dæmin sem gjarnan eru tekin eru einmitt um að búa piltana undir það líf sem þeir áttu þá framundan, sem veiðimenn eða eitthvað slíkt hjá náttúrufólkinu þar sem veiðar og söfnun skipta mestu máli. En það eru aðgerðir sem krefjast þol- gæðis og viljastyrks; menn þurfa að kynnast ýmsum hættum sem veiðilendurnar búa yfir. Þeir þurfa t.d. að vera óttalausir gagn- vart veiðidýrunum, eða villidýrum sem gjarnan eru þá á sveimi í kringum þá. Mikið af þeim at- höfnum var fólgið í því eiginlega að pynta viðkomandi einstakling.“ Að sögn Haralds var um margs konar pyntingar var að ræða. Menn urðu að fasta dögum sam- an, liggja naktir úti í skógi eða þá einir og sér einhvers staðar o.s.frv. Einnig voru brotnar ein- hverjar ákveðnar tennur í pilt- unum, eða að þeir voru tattóver- aðir, eða umskornir ef það var regla, eins og var til dæmis á meðal semitískra þjóða; raunar var það framkvæmt fyrr þar en hjá Afríkuþjóðum ýmsum og indí- ánum. Eins var umskurn á kyn- færum stúlkna oft framkvæmd um svipað leyti. Allt þetta átti að sýna beinlínis að viðkomandi hefði skipt um stöðu í lífinu og væri orðinn fullþroska. Úrið táknræn gjöf „Og það má kannski segja að fermingin sé nokkurs konar manndómsvígsla. Í fyrsta lagi var hér áður fyrr og er ennþá krafist nokkurrar þekkingar á kristnum fræðum – svo við höldum okkur við þjóðkirkjuna. Fólk átti að kunna ákveðna hluti um guð og stöðu mannsins gagnvart honum o.s.frv.; menn áttu líka að læra um stöðu sína í samfélaginu og mikið af hinum kristna barnalær- dómi var einmitt um það hvernig maður hegðar sér í samfélaginu. Þá er einnig dálítið merkilegt, að nokkuð föst venja var á fyrri helmingi 20. aldarinnar að gefa piltum úr eða klukku á ferming- ardeginum. Mér hefur alltaf fund- ist það vera eins og tákn þess sem ég var að lýsa, eins og yf- irlýsing hinna fullorðnu til hins nýfermda: „Hér eftir berð þú ábyrgð á lífi þínu; berð ábyrgð á tímanum. Þú ert ekki lengur barn, nú ert þú fullkominn með- limur samfélagsins og tekur þátt í því sem þar fer fram sem fullorð- inn einstaklingur.“ Úrið var þá eiginlega tákn þess að viðkom- andi væri ekki lengur í þessu sæluástandi barnsins þegar hvorki þurfti að hafa áhyggjur af tíma né peningum eða öðru,“ sagði Haraldur Ólafsson að lok- um. „Fermingin er nokkurs konar manndómsvígsla“ Haraldur Ólafsson var um langt árabil prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, en er nýlega hættur þar störfum. Hann er öðrum mönnum fróð- ari um ýmsa hluti og því var til hans leitað einn góðan veðurdag í fyrrihluta þessa mánaðar og hann spurður um það fyrirbæri sem mannfræðin kallar tímamótaathafnir og jafnframt þá um hugs- anleg tengsl fermingarinnar við þær. Morgunblaðið/Ásdís Haraldur Ólafsson segir að sér hafi alltaf fundist það að gefa úr eða klukku í fermingargjöf vera yfirlýsing hinna fullorðnu til hins nýfermda: „Hér eftir berð þú ábyrgð á lífi þínu; berð ábyrgð á tímanum. Þú ert ekki lengur barn, nú ert þú fullkominn meðlimur samfélagsins og tekur þátt í því sem þar fer fram sem fullorðinn einstaklingur.“ „Í flestum samfélögum er kyn- þroski megináfangi á æviskeiði einstaklingsins og afar oft tengist hann geysimargbrotnum og flókn- um helgiathöfnum. Athafnir þær sem kynþroskanum eru tengdar eru einkar gott dæmi um það sem kalla má áfangaathafnir. Fagnað er stöðubreytingu einstaklingsins og aðhæfingu hans að nýju hlut- verki. Það er ekki verið að fagna líkamlegri breytingu (tilkomu kyn- ferðislegs þroska) fremur en við fæðingu, heldur er um félagslega viðurkenningu á breytingunni að ræða. Vígsluathöfnum fylgir tíðum að- skilnaður frá eðlilegu umhverfi og er tíminn notaður til formlegrar þjálfunar eða fræðslu af einhverju tagi, gjarnan í sérhæfðri eða fá- tíðri vitneskju. Þessi þjálfun gat einnig tengst þrekraunum þar sem reynt var á þolrif nýliðanna; tíðk- aðist það einkum meðal sléttu-ind- íána í Norður-Ameríku og tiltek- inna þjóðflokka í Afríku. Á einangrunarskeiðinu stendur upp- vaxtarfólkið á tímamótum – það er ekki lengur börn en ekki fullgildir þegnar heldur – er í raun utan við samfélagið. Því er það svo meðal Bugisu-manna í Norður-Úganda að andláts er að engu getið ef einhver nýliðanna fellur frá í einangruninni – opinber greftrun fer ekki fram. Að einangrun lokinni eru nýlið- arnir leiddir aftur inn í samfélag manna með glæsibrag og þeir taka við nýju hlutverki sínu. Verst er að geta þess að þessar vígsluathafnir lúta ekki að verkmenntun eða kunnáttu; slíkt lærir ungt fólk að jafnaði í daglegu lífi sínu. Fyrst og fremst leggja vígsluathafnirnar áherslu á siðferðilegar skyldur og ábyrgð fullvaxta þegna í þjóðfélag- inu. Vígsluathöfn á kynþroska- skeiði eða bara upphaf kynþroska er tíðum inngangur að raunveru- legu kynlífi einstaklingsins, en í sumum samfélögum, einkum þeim sem mótuð eru af kenningum kristinnar trúar og íslams, er lagt blátt bann við kynmökum utan hjónabands, einkum hjá konum. Í flestum Miðjarðarhafslöndum og löndum þar sem arabíska er töluð er meydómur t.d. afa mikils met- inn. Meðal margra þjóða er skýrt og alllangt skeið frá bernsku þangað til einstaklingurinn telst fullgildur þegn. Þetta er ekki aðeins meðal iðnvæddra þjóða á Vesturlöndum heldur í fjölmörgum ættflokkum, t.d. meðal Samburu-manna í Aust- ur–Afríku og Lele í Mið-Afríku. Meðal Samburu- og Lele-manna eru það karlmenn einir sem feta þetta langa uppvaxtarskeið því að þarna giftast konur ungar og ganga í flokk fullorðinna. Karl- menn þessara ættflokka lifa nokk- ur ár sem ókvæntir stríðsmenn. Það er fyrst að giftingu lokinni sem þeir verða fullgildir þegnar í þjóðfélaginu.“ [Lawrence Clarke o.fl.: Mannlíf á jörðu. Reykjavík 1983. Bls. 31.] Kynþroski – inngangur að fullorðinsárum Indverskur Rajput-prins ríður um götur heimaþorps síns klæddur fötum föð- ur síns. Ferðin er mikilvægur áfangi á ferli hans, opinber staðfesting á þróun hans frá gelgjuskeiði til Brachmachari, fyrsta manndómsstigs. Jafnframt er þetta opinber staðfesting þess að hann megi nú lesa ritningar Hindúa og hann hefur verið sæmdur þræðinum helga, sem táknar andlega fæðingu og er einungis borinn af yfirstéttunum. „Þegar unglingar eru teknir í tölu fullorðinna manna, fara afar víða fram margvíslegar helgiathafnir. Oft eru þeir látnir fasta áður, en trúin á hreinsunarmátt föstunnar er ævagömul. Í mörgum trúar- brögðum telja menn sig komast í sérstakt leiðsluástand og náið samband við guðdómleg öfl, þeg- ar þeir eru aðfram komnir af hungri. Stundum verða ungling- arnir að dveljast einir sér fjarri mannabyggðum vikum eða mán- uðum saman, áður en athöfnin fer fram. Einnig þetta er forn trúar- hugmynd, að einveran geri mönn- um greiðara að ná sambandi við guði eða leyndardómsfull öfl í til- verunni. Bar mjög á þessu í kristninni fyrr á öldum, og þess gætir í mörgum öðrum trúar- brögðum, einkum í Asíu. Sjálf upptakan í tölu fullorðinna er mjög hátíðleg. Oft fer fram um- skurn um leið og hörund ungling- anna er flúrað. Stundum eru tenn- ur brotnar úr þeim. Víða eru þeir einnig píndir eða látnir ganga undir ýmsar þrautir. Hjá sumum Indíánum í Norður-Ameríku voru unglingarnir hengdir upp í tágum eða reipum, sem fest voru í fleyga, sem stungið var gegnum vöðvana. Voru þeir látnir hanga þannig, þar til er þeir misstu með- vitund, en síðan dregnir meðvit- undarlausir á böndunum, þar til er fleygarnir slitnuðu úr holdinu. Varð þetta ýmsum að bana. Í Suð- ur-Ameríku voru unglingarnir látn- ir stinga höndunum inn í maura- þúfur stórra eiturmaura og halda þeim þar í alllangan tíma, þótt sársaukinn væri ægilegur. Einnig þetta kostaði suma lífið. Hýðingar voru annars algengar við þessar athafnir, eins og t.d. tíðkaðist í Spörtu í fyrndinni. Pyndingarnar eru að nokkru leyti til að reyna þolrifin í piltunum, en þær hafa einnig trúarlega þýðingu. Trúin á töframátt líkamspínsla er út- breidd í mörgum trúarbrögðum, t.d. bæði í kristinni trú og Brah- matrú. Í æðri trúarbrögðum er þetta sett í samband við hug- myndir um umbun, en upphaflega er pyndingin líklega hugsuð sem aðferð til þess að komast í sam- band við guðdómleg öfl. Þessum pyndingum er að jafn- aði aðeins beitt við pilta, en ekki stúlkur. Hjá sumum þjóðum þekkj- ast ekki þessar hátíðlegu upp- tökuathafnir. Þær eru t.d. sjald- gæfar meðal hirðingajþjóða og íbúa heimskautalandanna. Unglingar, sem teknir hafa ver- ið í fullorðinna manna tölu á ákveðnu árabili (oft 4-5 ára), eru í sama aldursflokki. Hafa aldurs- flokkar þessir mikla þýðingu hjá mörgum þjóðum, og halda þessir menn hópinn alla ævi, ekki ósvip- að því sem sambekkingar í skóla gera oft með menningarþjóð- unum. Meðal hernaðarþjóða er herskyldan oftast byggð á aldurs- flokkunum. Meðal margra ak- uryrkjuþjóða er mönnum þó skipt í flokka eftir efnahag...“ [Ólafur Hansson: Mannkynið. Frumstæðar þjóðir. Úr bókaflokknum Lönd og lýðir; XXIII. bindi, fyrri hluti. Reykjavík 1961. Bls. 66-67.] Vígsluat- hafnirnar kost- uðu suma lífið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.