Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 33 VEISLAN MÍN GUNNÞÓRUNN Jónsdóttir fermist 22. apríl í Dómkirkjunni og ætlar að hafa hangikjöt og uppstú í matinn í fermingarveislunni. „Veislan verður lítil, aðeins nánustu ættingjar. Mér finnst hangikjöt besti jólamaturinn og þegar ég þurfti að hugsa um hvað ætti að vera í matinn í ferming- arveislunni ákvað ég bara að hafa hangikjöt og hvíta sósu. Við ætlum líka að hafa laufabrauð með og reynum að fá það í Kristjáns bakaríi. Ef það er ekki hægt búum við það bara til sjálfar,“ segir Gunnþórunn. Í eftirrétt verða allar uppáhaldskökurnar henn- ar sem ömmur og frænkur fjölskyldunnar hafa verið beðnar um að leggja til í veisluna. Hinn 27. mars fara fermingarbarnið, amma hennar Gunnþórunn Jónsdóttir, og mamma Krist- ín Björgvinsdóttir síðan til Egyptalands, meðal annars um Sinaí-skaga, og er ferðin fermingargjöf frá fyrrgreindri ömmu, segir Gunnþórunn. „Amma hefur farið til Egyptalands áður og fannst æðislegt. Ég mátti velja hvert við færum og vildi fara á slóðir Móse og Jesú,“ segir hún. Ekki í bleiku og með einfalda hárgreiðslu Fleiri fermingargjafir hafa ekki litið dagsins ljós, enn sem komið er, og segir Gunnþórunn fermingarsystkini sín helst nefna „græjur, sjón- varp, vídeó og peninga“ þegar þær ber á góma. Fötin fyrir fermingardaginn kveðst hún ekki búin að velja ennþá, en veit það eitt að þau „eigi ekki að vera bleik með blúndum“. Hárið á líka að vera „plain“, í mesta lagi skreytt með nokkrum spennum. „Ég er alveg ótrúlega ánægð með þetta,“ segir Gunnþórunn Jónsdóttir fermingarbarn að síðustu, og á þar við fyrirhugaða ævintýraferð. Hangikjöt og uppstú í veislunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnþórunn Jónsdóttir fermingarbarn fer senn á slóðir Jesú og Móse í Egyptalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.