Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 37 SAGA FERMINGARKVERANNA MENN tóku nú að ráðgera að semja nýtt lærdómskver handa íslenskum fermingarbörnum. Fór Pétur Pét- ursson biskup þess á leit við Helga Hálfdánarson prestaskólakennara að hann tæki verkið að sér. Þetta gerði Helgi á árunum 1876 og 1877 og sama ár var bókin prentuð og send prestum landsins til rannsókn- ar. Hún fékk góðar viðtökur hjá þeim og kom önnur útgáfa, lagfærð og breytt í samræmi við nokkrar at- hugasemdir sem höfðu borist, strax á næsta ári. Hinn 24. september 1878 heimilaði ráðherra Íslandsmála að bók Helga væri notuð við hlið hinna tveggja, Balles og Balslevs. Bókin hét fullu nafni „Kristilegur barna- lærdómur eftir lútherskri kenningu“ en var þó bara yfirleitt kölluð Helga- kver og stundum „átjánkaflakverið“. Til að auðvelda foreldrum og hús- bændum að spyrja börnin út úr efni kversins útbjó Pétur biskup spurn- ingar og gaf út á bók, sem nefndist „Stuttur Leiðarvísir til að spyrja börn úr Barnalærdómi síra Helga Hálfdánarsonar prestaskólakenn- ara“. Kom bókin út tvisvar, 1878 og 1883. Einstakir prestar kenndu Helga- kver fram yfir 1930 og þorri ís- lenskra barna lærði það utan að í hálfa öld, enda varla hægt að segja að önnur bók væri notuð eftir útkomu þess næstu tvo áratugina. Kom 12. útgáfa hennar árið 1924 og sú 13. árið 2000, í flokknum Lærdómsrit Bók- menntafélagsins. Annað tossakver Árið 1899 kom út í Reykjavík bók- in „Kristilegur barnalærdómur. Skýring á Fræðum Lúthers hinum minni“ eftir Thorvald Klaveness, prest í Ósló, í þýðingu Þórhalls Bjarnarsonar, forstöðumanns prestaskólans, síðar biskups. Hún var löggilt til fermingarundirbúnings með ráðgjafabréfi 6. júlí sama ár. Naut þetta kver allmikilla vinsælda og kom 6. prentun þess út 1923. Klavenesskverið var talsvert styttra en Helgakver og kölluðu sumir það af þeim sökum tossakverið enda var kver Balslevs úr sögunni þegar hér var komið og nafnið því á lausu. Árið 1906 voru gefin út „Kristin barnafræði í ljóðum“ eftir sr. Valdi- mar Briem, síðar vígslubiskup. Bók- in er í tveimur hlutum og í daglegu tali nefnd „Ljóðakverið“. Í fyrri hlut- anum, sem ber heitið Kristileg trú- aratriði, eru 20 kaflar. Í seinni hlut- anum, Kristilegar lífsreglur, eru 10 kaflar. Á blaðrönd eru prentaðar ívitnanir í ritninguna, oft 5–6 á hverri blaðsíðu. Allmargar ívitnanir eru merktar stjörnu og ber að nema þær utan að. Árið 1931 kemur svo út bókin „Kristin fræði“ eftir sr. Friðrik Hall- grímsson. Sú bók var oftsinnis prent- uð síðan, enda var hún það kver sem mest var notað löngum eftir útkomu þess. Ári síðar, 1932, kemur „Námsbók í kristinfræðum handa börnum“ eftir sr. Böðvar Bjarnason. Árið 1937 birtist „Kver til ferming- arundirbúnings ungmenna“ eftir sr. Þorstein Kristjánsson, lengst af prest í Sauðlauksdal. Enn lífsmark með Helgakveri Enn mátti sjá lífsmark með Helga- kveri um miðja öldina þegar sr. Guð- mundur Einarsson prófastur gaf það út í endurskoðaðri og styttri útgáfu 1944, „sniðið eftir Barnalærdómi Helga Hálfdánarsonar“. Það nefnd- ist „Kristilegt barnalærdómskver til undirbúnings undir fermingu“. Og sama ár kom út „Vegurinn“ eftir sr. Jakob Jónsson og átti eftir að verða prentuð nokkrum sinnum. Árið 1953 kom út „Líf og játning“ eftir Valdimar V. Snævarr. Árið 1957 kom „Leiðarljós“ eftir sr. Árelíus Níelsson. Árið 1964 kom út. „Fermingar- undirbúningur“ sr. Páls Pálssonar á Bergþórshvoli, fjölritað sem handrit. Sú bók kom aukin og endurbætt árið 1990 og bar þá nýtt heiti, „Ferming- arkverið“. Árið 1970 birtist svo „Kristin trú- fræði“ eftir Ebbe Arvidsson og Tage Bentzer, í þýðingu sr. Þóris Steph- ensen. Kom hún út nokkrum sinnum eftir það. Og 1976 kemur „Líf með Jesú“ eft- ir Jan Carlquist og Henrik Ivarsson í þýðingu Einars og Karls Sigur- björnssona. Önnur útgáfa þeirrar bókar kom út 1997, í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups. Árið 1986 er gefin út bók- in „Ef þú bara vissir“; höf- undur Gunnar Pleijel en þýðandi sr. Tómas Sveins- son. Og árið 1994 kemur svo nýjasta bókin; hún nefnist „Samferða“ og er eftir sr. Jón Ragnarsson. Eru þá upp talin barna- lærdómskver í lúterskum sið á Ís- landi. Helgakver og arftakar þess Úr bókinni: Frosti F. Jóhannsson (ritstjóri). Íslensk þjóðmenning. V. Reykjavík 1988. Ferming í dómkirkjunni í Reykjavík. Prestur er Friðrik Hallgrímsson, sem þjónaði við dómkirkjuna frá 1925 til 1945. Hann er líka mað- urinn á bak við fermingarkverið Kristin fræði, sem út kom fyrst árið 1931 og a.m.k. þrír prestar notuðu enn á árunum 1979–1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.