Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 24
24 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARTÍSKAN MIKILVÆGUSTU eiginleikar ferming- arhársins eru einfaldlega heilbrigði og gljái, segir Rut Danelíusdóttir, hárgreiðslusveinn á hárgreiðslustof- unni Scala. Rut útfærði nokkrar gerðir af fermingargreiðslum ásamt nemunum Álfheiði Maren og Erlu Kristínu Hansen, fyrir Ferming- arblaðið og Björgu, Katrínu, Rakel, Siggu og Theódór sem eru að fara að fermast. Í hár Katrínar, sem ekki er litað, völdu þær rómantíska og nátt- úrulega greiðslu. Til skreytingar lögðu þær til eitt stórt blóm, hvort heldur sem er lifandi eða úr gervi- efni, þótt þeim þyki lifandi blóm fal- legust fyrir fermingarstúlkur. Greiðsluna fyrir Siggu höfðu þær með suðrænu ívafi en hún er með þrjá liti af strípum (ljósar, hunangs- og koparlitar) og hárið klippt í stytt- ur. Settar voru rúllur í hárið til þess að fá lyftingu en hárgerðin og lengd- in látin ráða ferðinni, enda eru ferm- ingarstelpur með fallegasta hárið, segir Rut. Línan er höfð óregluleg og frjálsleg og hárið prýtt með mörgum litlum blómum. Björg er með axlasítt, rautt hár og settu þær Scala-stúlkur koparrautt skol í hárið á henni og ljósgylltar strípur. Hárið er klippt í styttur sem blásnar eru út til hliðanna við andlit- ið, í stíl við hártísku níunda áratug- arins, og kallaðar diskóvængir. Hár Rakelar er dökkt og sítt og voru settar fíngerðar gullnar strípur við andlitið, auk þess sem það var klippt í styttur. Hár hennar var einnig blásið út til hliðanna við andlitið og látið mynda diskóvængi, eins og hjá Björgu. Fyrir Theódór völdu þær mjúka herraklippingu og ljósar strípur. Rut hafði yfirumsjón með fram- kvæmdinni og segir ferming- argreiðslur að öllu jöfnu vera nokkuð íhaldssamar svo fermingarmyndin eldist ekki of illa. Hún segir fermingarstelpurnar spá mikið og spekúlera í tískunni, með- an strákarnir séu meira fyrir að vera ekki of fínir, jafnvel dálítið ógreiddir og helst með klippingu sem aðeins er farin að eldast. Ekki er verra að sjáist í dálitla rót, hafi hárið verið lit- að, segir hún. Færri strípur, fleiri krullur Ungt fólk fylgist vel með tískunni og segir Rut meira um en áður að hver og einn lagi tískuna að sjálfum sér en ekki öfugt. „Flestir virðast spá í hvað klæði þá best og velja það sem hentar þeim, í stað þess að láta tískuna ráða ferðinni,“ segir hún. Fyrir vorið segir hártískan fyrir um gyllta, ljósa og koparliti, jafnvel út í rautt, sem og glansandi og heilbrigt hár. „Strípuæði“ kveður hún vera á undanhaldi, hárið sé í mesta lagi haft ljóst við andlitið til þessa að lyfta yfirbragðinu en mýkri litir ann- ars staðar á höfðinu. Einnig leggur hún til fyrir slétt og stutt hár sem tekið er í vængi að hárið sé dekkra undir og ljósara ofan á. Loks segir Rut að permanentið sé að halda innreið sína á ný, miklir, misgrófir liðir, stundum nánast út í „afró“, eða bara slöngulokkar. Fermingar- börn með fal- legasta hárið Theódór með mjúka herraklippingu og ljósar strípur.Katrín með náttúrulega og rómantíska greiðslu. ÚR OG SKARTGRIPIR, KRINGLUNNI 4-12, SÍMI 553 1150 Sængur, koddar og rúmfatnaður er góð gjöf Njálsgötu 86 - Sími 552 0978 Glæsileg sumarlína Sjón er sögu ríkari Allt um fermingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.