Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 40
Fyllt egg Harðsjóðið fjögur egg, skerið þau í tvennt og takið úr þeim rauðurnar með teskeið og hrærið í skál. Spraut- ið þeim aftur í eggjahelmingana með kökusprautu og skreytið þau með þeim hráefnum sem þið hafið við höndina, svo sem sveppasneiðum, sneiddum fylltum ólífum, kapers, sneiddum súrum gúrkum, ansjósum, rækjum og tómötum. Um að gera að nota nokkrar tegundir svo eggin verði sem litríkust. Ristað brauð með ýmiss konar áleggi Ristið nokkrar brauðsneiðar og berið fram, t.a.m. með álegginu hér að neðan. – lifrarkæfa, eggjasneiðar og söx- uð steinselja. – ítalskt salat, ein sneið af harð- soðnu eggi og hálf teskeið af svörtum grásleppuhrognum. – smjör og soðið spínat og smyrjið síðan smátt saxaðri eggjarauðu yfir einn þriðjung brauðsneiðarinnar (gjarnan á ská), smátt saxaðri eggja- hvítu yfir annan þriðjunginn, þannig að spínatið sjáist í miðjunni. – sneið af osti og leggið þrjár sneiðar af harðsoðnu eggi yfir annan helminginn, ásamt þremur sneiðum af fylltri ólífu, og nokkrar sneiðar af góðri pylsu yfir hinn helminginn. Blini Þessar rússnesku gerpönnukökur eru hreint frábærar. Samkvæmt hefð eru þær borðaðar volgar ásamt sýrðum rjóma og ýmiss konar unnu fiskmeti, svo sem kryddsíld, reykt- um laxi og kavíar. Við hér getum t.d. borðað þær með grásleppu-, silungs- eða laxahrognum og reyktri síld, og e.t.v. söxuðum harðsoðnum eggjum. Uppskriftin er handa fjórum til sex. 60 g pressuger (eða 6 tsk perluger) 8 dl volg mjólk, u.þ.b. 37° 2 msk bráðið smjör 2 tsk sykur 4 egg 5 dl hveiti u.þ.b. 1½ tsk salt 1 dl rjómi 1. Leysið gerið upp í 2 dl af volgri mjólk (37° ef um pressuger er að ræða, ögn heitari með perluger) og hrærið síðan saman við afgangi mjólkurinnar, bræddu smjöri, sykri, eggjarauðum og hveiti. Þeytið deigið þar til það er létt og kekkjalaust, hrærið þá 1½ tsk af salti saman við og setjið deigið til hliðar. 2. Þeytið eggjahvíturnar stífar, hrærið rjómanum saman við deigið og þá eggjahvítunum. Setjið skálina á notalegan stað, t.d. upp við mið- stöðvarofn, og leyfið deiginu að hef- ast í algjörum friði í a.m.k. 20 mín- útur. 3. Steikið kökurnar á þykkbotna pönnu þar til þær eru ljósbrúnar báðum megin. Græna sósan Þjóðverjar eru gefnir fyrir grænar sósur og eru þær kenndar við ýmsa staði. Meginuppistaða þeirra eru margvíslegar kryddjurtir, stundum grænmeti. Þær eru meinhollar, afar bragðgóðar, og þeirrar samsetning- ar að þær fara vel með flestu hráefni; fiski, kjöti, eggjum og grænmeti. Prófið þær t.d. með grillaðri lúðu; skinku og harðsoðnum eggjum; eða einfaldlega út á soðnar kartöflur. Galdurinn er að búa til nógu mikið. Hér koma tvær útgáfur af grænu sósunni, báðar kenndar við Frank- furt. A. 4 harðsoðin egg 2 tsk vínedik 1½ dl matarolía salt og hvítur pipar 2 búnt steinselja 2 búnt graslaukur 2 öskjur karsi 10 hundasúrublöð (má sleppa) nokkrar msk sýrður rjómi ögn af sykri 1. Skerið eggin í tvennt og merjið rauðurnar í gegnum síu. Hrærið edikinu saman við þær og að því búnu olíunni. 2. Saxið kryddjurtirnar og hrærið síðan sýrða rjómanum saman við og þá olíusósunni. Saltið og piprið og bragðbætið með ögn af sykri. Að lok- um er smátt söxuðum eggjahvítun- um hrært út í sósuna. B. 500 g hrein jógúrt 2½ dl sýrður rjómi u.þ.b. 1 dl súrmjólk 1 msk majónes 1 eggjarauða salt, pipar og ögn af sykri safi úr hálfri sítrónu 250 g kryddjurtir: steinselja, dill, 1½ dl góð ólífuolía nýr karsi eða dill Skerið laxinn í örþunnar sneiðar og leggið á fat. Hrærið saman lím- ónusafa og ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og hellið yfir laxinn. Látið hann standa í kæliskáp í hálf- tíma upp í tvo tíma eftir því hve súr- an þið viljð hafa hann. Berið svo fram ásamt nýjum karsa eða dilli og góðu brauði. Myndarleg brauðterta Brauðtertur hafa lengi verið af- skaplega vinsælar hér á landi, þegar eitthvað stendur til – ferming, stór- afmæli og þess háttar. Hér er upp- skrift handa þeim sem eru myndar- legir til munns og handa, og gefa sér tíma til að baka brauðbotna sjálfir. Þessi uppskrift nægir í brauð- botna í tvær tertur. Brauðið má auð- veldlega frysta. Brauðið 50 g smjör 5 dl vatn 40 g pressuger ½ dl matarolía 1 tsk salt 2 msk sykur 15 dl hveiti Lifrarkæfufylling 175 g lifrarkæfa 2 msk rjómi ½ dl sýrðar gúrkur, saxaðar Skinkufylling 150 g skinka í bitum 1 dl epli í bitum 1 dl ný gúrka, söxuð 2 msk sýrðar gúrkur, saxaðar 1½ dl majónes ögn af salti og pipar nokkrir dropar worcestershiresósa Skreyting 1 dl majónes 1½ dl smátt söxuð steinselja 10 sneiðar skinka 10 sneiðar bragðmikill ostur 3 stórar radísur, fagurlega útskornar 3–4 blá vínber steinseljuvöndur 1 tómatur nokkrar saltstengur nokkur salatblöð, þau innstu og smæstu Ostasmjör 50 g smjör 20 g rifinn ostur Sinnepssmjör 50 g smjör 1 msk sinnep 1. Bræðið smjörið og hellið út í vatnið; hitið að 37° og leysið gerið upp í vökvanum, hrærið olíu, salti og sykri saman við, og að lokum hveit- inu, hnoðið vel og bætið hveiti í þar til deigið loðir ekki lengur við hend- urnar. Látið deigið hefast í 40 mín. 2. Hnoðið deigið á nýjan leik, skiptið því í tvennt og mótið tvær, kringlóttar kökur, setjið þær í smurð tertuform sem eru u.þ.b. 24 sm í þvermál, jafnið deiginu út í kantana og látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð. Brauðin eru síð- an bökuð á neðstu rim við 200° í 20– 25 mín. 3. Skerið kantinn af brauðinu og skerið það síðan í þrjá tertubotna. Þekið þann fyrsta með lifrarkæfu- fyllingunni. Leggið næsta botn yfir og þekið hann með skinkufylling- unni, þrýstið þriðja botninum ofan á og smyrjið majónesinu yfir hann, svo og tertujaðarinn. 4. Rúllið upp skinku- og ostsneið- unum og leggið til skiptis ofan á tert- una og skreytið kantinn með stein- selju. Setjið sinnepssmjörið á tertuna miðja og komið þar síðan fyrir salatblöðunum og saltstöngun- um eins og andinn blæs ykkur í brjóst. Ostasmjörið er notað til að festa radísurnar. Skreytið tertuna 40 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gullsmiðja Hansínu Jens Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Fermingargjafirj j Útsölustaðir Libia Mjódd Nana Hólagarði TopShop Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáratorgi Hagkaup Skeifunni Hagkaup Spönginni Laugarnes Apótek Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Sigurboginn Andorra Hafnarfirði Gallery Förðun Keflavík Bjarg Akranesi Árnes Apótek Selfossi Baron Selfossi Casa Selfossi Lyf og heilsa Hveragerði Apótek Vestmannnaeyja Húsavíkur Apótek Hagkaup Akureyri Tara Akureyri Okkar á milli Egilsstöðum Rakarastofa T.R. Eskifirði Apótek Seyðisfjarðar Sól og fegurð Ísafirði Laufið Bolungarvík Ísold Sauðárkróki Lyfja Grindavík www.diesel.com Síðdegishlaðborð undir hækkandi sól Álfheiður Hanna Frið- riksdóttir og Áslaug Snorradóttir lifa ekki síst til þess að borða og undirbjuggu matreiðslu- bók til útgáfu á dögun- um með uppskriftum Jó- hönnu Sveinsdóttur. Einnig settu þær saman sumarlegt ferming- arhlaðborð eftir eigin höfði fyrir Ferming- arblaðið. Á FERMINGARBORÐIÐ graslaukur, hundasúra, kjörvill 1. Þeytið vel saman jógúrt, sýrðan rjóma, súrmjólk, majónes og eggja- rauðu. Bragðbætið með salti, pipar, sykri og sítrónusafa. 2. Þvoið kryddjurtirnar, saxið þær smátt og hrærið saman við sósuna. 3. Þessi útgáfa er t.d. afar góð með harðsoðnum eggjum sem eru þá skorin í tvennt eftir endilöngu og lögð út á sósuna áður en borið er fram. Límónuleginn lax Einfaldur og gómsætur forréttur handa fjórum. 200–250 g nýr lax safi úr 2 límónum salt og pipar Ljósmynd/Áslaug Fyllt egg. Ljósmynd/Áslaug Ofurterta úr brauði í fermingarveisluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.