Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 29 meiriháttar fermingarfatnaður 2001 riffla-flauelsjakki 7.990 riffla-flauelsbuxur 5.500 (litir svart - dökkbrúnt) bolur 1.990 stígvél 6.900 leðurblóm 990 kjóll 7.990 buxur 6.990 (litir: hvítt - drapplitað - fjólublátt) skór 4.900 Sérsaumum Kringlunni s. 568 9017 Laugavegi 91, s. 511 1717 jakkaföt 15.900 stærðir 40-48 (litir: svart - dökkgrátt - hermannagrænt) skyrta 2.990, bindi 1.990 skór 6.900 blúndukjóll 8.990 (litir: ljósblátt - ljósbleikt - beinhvítt) skór 4.900 skinnkragi 4.590 peysa 3.990 blúndukjóll 8.990 (litir: ljósblátt - ljósbleikt - beinhvítt) skór 4.900 skinnkragi 4.590 peysa 3.990 H á r: P rí m a d o n n a , G re n s á s v e g i KAÞÓLSK FERMING Íslendingar voru kaþólskrar trú-ar allt fram til ársins 1550, enhafa síðan flestir tilheyrt evang-elísk-lútherskri kirkjudeild. Á 19. öld hófst kaþólskt trúboð hér að nýju og 1. desember árið 2000 til- heyrðu alls 4.307 manns þeirri kirkjudeild, rómversk-kaþólsku kirkjunni, sem einnig er nefnd lat- neska kirkjan eða Vesturkirkjan. Kaþólska biskupsdæminu á Íslandi er skipt í fernt, þ.e. Landakotssókn, Breiðholtssókn, St. Jósefssókn í Hafnarfirði og Akureyri. Jürgen Jamin er sóknarprestur í Landakotssókn. Við litum til hans og spurðumst fyrir um hvernig staðið væri að fermingarmálum þar. Óafmáanlegt merki á sálina „Í kaþólskum sið eru skírn og ferming náskyldar,“ sagði hann í upphafi máls síns. „Frá árdögum kirkjunnar hafa postularnir lagt hendur yfir skírnarþegann og brátt var þessi handayfirlagning tengd smurningu með ilmandi olíum, sem nefnast krisma. Í Austurkirkjunni, þ.e.a.s. grísk-kaþólsku eða rétttrún- aðarkirkjunni, mynda skírn, ferming og fyrsta altarisganga eina heild og þetta gerist allt á sama tíma, jafnvel þótt um sé að ræða brjóstmylkinga. En í Vesturkirkjunni eru börn hins vegar skírð og fermd í tveimur at- höfnum. Ferming er að okkar mati staðfesting eða efling skírnarinnar, eins og latneska orðið „confirmatio“ gefur til kynna. Fermingin er framkvæmd þannig að sá sem fermir leggur hönd á höfuð fermingarbarnsins, gerir krossmark á enni þess með krismunni og segir: „Þetta er innsigli Heilags anda, Guðs gjafar.“ Þó að upprunalega hafi bisk- upinn einn fermt – og hann útdeilir þessu sakramenti yfirleitt í latnesku kirkjunni – geta allir prestar annast löglega fermingu, í umboði biskups, þ.e.a.s. sem staðgenglar hans. Ef t.d. biskup getur ekki komist til að ferma kaþólskan ungling á Tálknafirði, get- ur hann veitt einum presta sinna leyfi til að ferma hann. Fermingin er fullnun skírnarinnar og hana er einungis hægt að veita einu sinni, líkt og skírnina, og ferm- ingin setur óafmáanlegt merki eða innsigli á sálina. Þetta er tákn um það að Jesús Kristur hefur sett merki anda síns á hinn kristna ein- stakling og veitt honum kraft að ofan til þess að hann verði vottur hans. Viðkomandi einstaklingur er með þessu meira eða minna orðinn full- orðinn kristinn maður, eins og allir aðrir kristnir menn, lærisveinn eða vottur Jesús Krists. Hér á landi eru ungmennin fermd í 8. bekk, eins og í þjóðkirkjunni. Þau mega hins vegar fara til alt- aris níu ára gömul, eftir að hafa gengist undir trúfræðslu hvern laug- ardag veturinn á undan. Fyrsta alt- arisganga barnanna er svo alltaf fyrsta sunnudag eftir páska. Það er mjög látlaus athöfn hjá okkur á Ís- landi og mér finnst það gott; í Þýska- landi er fyrsta altarisganga barna nefnilega eins og ferming hér, mikið umstang í kringum hana, veislur og gjafir; það sem öllu máli skiptir nær varla að koma í ljós.“ Notar fermingarkverið sem biskup lútherskra manna þýddi „Trúfræðsla fyrir fermingarbörn- in er hér í prestssetri á sunnudögum eftir hámessu, einnig frá október og fram í apríl. Ég nota bæklinginn „Líf með Jesú“, sem herra Karl Sigur- björnsson biskup þýddi. Ég er mjög ánægður með þennan bækling, en verð skiljanlega að bæta aðeins við sums staðar, enda um ólíkar kirkju- deildir hér að ræða í mörgu tilliti. Og svo er ég líka með efni frá eigin brjósti, t.d. verkefnablöð sem ég kalla „Stafróf trúarinnar“. Unglingarnir fá þá í hverri fræðslu autt blað, að öðru leyti en því að á það er skrifaður einn bókstaF- ur, mismunandi frá einni fræðslu- stund til annarrar. Ef viðkomandi bókstafur er t.d. A söfnum við saman öllu því í trúmálum sem byrjar á þeim staf, þ.e.a.s. Adam, Abraham, Aron, altarissakramentið o.s.frv. og þannig gefst tækifæri til að ræða um fjölbreytilegt efni trúarinnar. Mér finnst tvennt mikilvægara en annað í þessu efni: að fræða unglinga og gefa þeim tækifæri til að hugsa um sitt eigið líf. Þess vegna er ég líka með annars konar verkefnablöð; eitt þeirra er t.d. kallað „Völundarhús lífsins“, og það á að minna á, að líf manns getur verið jafn flókið og völ- undarhús. Spurningin er: Hvar finn ég réttan veg fyrir líf mitt? Þessu verkefnablaði fylgja tvær blaðsíður fullar af tilvísunum í fleygar setning- ar vel þekktra einstaklinga, manna og kvenna, í aldanna rás, og ungling- arnir eiga að velja eina setningu úr. Það fylgja þrjár spurningar verkefn- inu. Sú fyrsta er svona: Hvers vegna hefur þú valið þessa setningu? Önn- ur er: Hvað ætlar þú að finna í mið- punkti völundarhúss þíns? Og sú þriðja: Hvers væntir þú af lífi þínu? Mér finnst mjög áríðandi í dag, í öll- um þessum asa og hávaða þjóð- félagsins, að gefa þessum ungmenn- um tækifæri til að vera í ró og næði og hugsa um lífið. Og mér finnst þetta hafa tekist mjög vel. Það verður fermt sunnudaginn 29. apríl næstkomandi og það eru 10 unglingar úr Landakotssókn sem fermast,“ sagði þessi viðkunnanlegi kaþólski sóknarprestur. Skírn og ferming náskyldar Í kaþólskum sið eru skírn og ferming náskyldar, segir þýski sóknarpresturinn í Landakotssókn, Jürgen Jamin, en þó er hefðin dálítið ólík á milli grísk-kaþólsku kirkjunnar og rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hann er að uppfræða nokkur ungmenni sem munu fermast í Landakotskirkju 29. apríl. Morgunblaðið/Golli Þjóðverjinn Jürgen Jamin er sóknarprestur í Landakotssókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.