Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 20
20 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÚTHERSKIR OG KAÞÓLSKIR ÍSLENDINGAR tilheyrðu róm-versk-kaþólsku kirkjunni framá 16. öld, en gengu þá til liðsvið evangelísk-lútherska kirkju. Tæp 90% íslensku þjóðarinnar til- heyra nú á dögum evangelísk-lúth- erskri þjóðkirkju, en á landinu eru margar aðrar kirkjudeildir eða trúarhópar, raunar hátt í 20 talsins, og í heiminum öllum enn fleiri, ein- hver hundruð eða jafnvel þúsundir. Sú rómversk-kaþólska er á heims- vísu langfjölmennust, með um helming allra kristinna manna inn- an vébanda sinna, eða um 1 millj- arð, en hér á landi eru kaþólskir menn einungis um 4.300 talsins. Aðrar kirkjudeildir á Íslandi eru af evangelísk-lútherskum meiði, þótt ýmislegt beri í millum þeirra inn- byrðis. Eflaust eru margir sem ekki átta sig á muninum á öllum þessum kirkjudeildum eða hópum, og ferm- ingarbörn eru þar engin undan- tekning. Við skulum því reyna að glöggva okkur á málinu og leita í því skyni til Vísindavefs Háskóla Íslands, en þar var einmitt borin upp spurning um þetta fyrir skemmstu. Huglæg trú og hlutlæg Til svara varð Haukur Már Helgason, heimspekinemi og starfs- maður Vísindavefsins, en hafði þar samráð við lútherskan og kaþólskan prest. Haukur Már ritar orðrétt: „Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verk- um. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæm- ist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta er samofið þeim greinarmun kenninganna að lútherskir vísa aðeins til Biblíunnar sem kennivalds en kaþólskir til Biblíunnar og erfikenningarinnar, en erfikenningunni fylgja nákvæm- ari leiðbeiningar en finnast í Biblí- unni um réttar gjörðir og fram- kvæmd dyggða. Ef kaþólskur maður bergir brauðið við altarisgöngu verður brauðið að holdi Krists í munni honum vegna þess að presturinn framkvæmir athöfnina fyrir hönd kirkjunnar og Jesú Krists. Hvort sá sem gengur til altaris eða veitir sakramentið trúir á athöfnina er málinu óviðkomandi í kaþólskum sið. Altarisganga lútherskra hefur ekkert gildi sem slík, heldur aðeins ef trúaður maður tekur þátt í henni. (Þá breytist raunar brauðið í líkama Krists en hvernig það gerist er mönnum hulið.) Trúin kemur á undan athöfninni, meðal lútherskra, en er að nokkru fólgin í athöfninni meðal kaþólskra. Samkvæmt hefð er í þessu svari talað jöfnum höndum um kaþólska og rómversk-kaþólska kirkju þegar átt er við þá kirkju sem heyrir und- ir páfann í Róm, enda þótt kaþólsk þýði almenn og fleiri söfnuðir vilji nefna sig kaþólska. Gagnrýni Lúthers Á 16. öld er Marteinn Lúther meðal þeirra manna sem berjast fyrir umbótum innan hinnar róm- versk-kaþólsku kirkju sem þá var stærsta og öflugasta valdastofnun Evrópu. Á þessum tíma fóru miklar sögur af spillingu og bílífi innan páfadóms og mörgum kirkjunnar mönnum þótti nóg um og vildu gera þar bragarbót. En Lúther vildi ekki aðeins uppræta spillingu heldur sagði og stóran hluta af kenningu kirkjunnar rangan. Kirkjan hafði kennivald í tvennu lagi, Biblíuna og erfikenninguna eða hefðina sem biskupinn í Róm, páfinn, áleit sig útleggja réttast. Á tíma Lúthers var þetta að vísu deiluefni innan kirkjunnar en frá 1870 hefur páfinn verið skilgreind- ur sem óskeikull meðal kaþólskra. Lúther vildi að aðeins væri vísað til eins kennivalds um trúna, Biblíunn- ar. Vald páfans innan kaþólskrar kirkju er skýrt með vísan til þess er Jesús útnefnir Símon Pétur stofnmann kirkju sinnar: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum. (Mt. 16;18—19) Kaþólska kirkjan lítur svo á að þetta vald Símonar Péturs erfist með páfadæminu. Lúther hafnaði þessari útlegg- ingu. Áður hafði kirkjan klofnað í grísku rétttrúnaðarkirkjuna og þá rómversk-kaþólsku (1054). Rétt- trúnaðarkirkjan leit svo á að allir biskupar væru erfingjar að valdi Péturs. Þar er því samkunda bisk- upa æðsti dómur. Lúther túlkaði þennan texta Mattheusarguðspjalls svo að Pétur væri til dæmis um sannkristinn mann en Kristur væri kletturinn – öllum mönnum verður þá fyrir trú sína jafnfært að nálgast lykla himnaríkis. Ný túlkun á Biblíunni Lúther lagði um leið fram nýja túlkun á Biblíunni. Kenning hans um réttlætingu af trú vék frá op- inberri túlkunarhefð kirkjuyfir- valda. Vel þekkt er að menn gátu á tíma Lúthers keypt sér aflausn synda innan kirkjunnar – stytt sér gegn gjaldi biðina í hreinsunareld- inum á leið til Himnaríkis. Kaþ- ólskir líta svo á að synd sé fólgin í verknaði – hún sé drýgð með rangri breytni og bæta megi fyrir hana með réttri breytni. Lúther neitar þessu, segir syndina ekki fólgna í einstökum verkum og því verði aldrei bætt fyrir syndir með góðum verkum, hvorki eigin né annarra. Syndin komi á undan verknaðinum, liggi í hjarta mannsins og verði að- eins leiðrétt með trú. Maðurinn réttlætist aðeins með trú sinni. Góð verk fylgi trúnni sjálfkrafa, en þó að maður geri öllum stundum að- eins það sem rétt og gott er sé hann engan veginn hólpinn, því að það gerir hann ekki trúaðan. Innan kaþólskrar kirkju geta menn tryggt sér dvöl í Himnaríki með réttum gjörðum. Meðal lúth- erskra eru þeir aðeins hólpnir sem trúa, samkvæmt kenningunni um réttlætingu af trú, en aðrir eru upp á náð og miskunn Guðs komnir. (Mt. 19;25–26: „[Lærisveinarnir sögðu:] „Hver getur þá orðið hólp- inn?“ Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en Guð megnar allt.“) Þegar erfikenningunni er hafnað, Biblían stendur ein eftir sem orð Guðs, og engar leiðir aðrar taldar manninum til bjargar en trúin sem býr innra með manninum en ekki í gjörðum hans, þá leiðir af því að mörgu öðru úr kaþólskum sið er kastað fyrir róða. Lútherskir taka til dæmis enga menn í dýrlingatölu, telja það stangast á við fyrsta boð- orðið (5. Mósebók 5;8: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“). Kaþ- ólskir segja á móti að dýrlingarnir Hver er munurinn á lútherskri trú og kaþólskri? Fyrir hinn venjulega Íslending er á stundum erfitt að greina á milli hinna ólíku kristnu trúarhópa í sam- félaginu, enda virðast þeir hver öðrum líkir við fyrstu sýn. En þegar nánar er skoðað kemur í ljós að oft er um töluverðan mun að ræða þótt allir noti eina og sömu Biblíuna til grundvallar kenningum sínum. Ólíkur skilningur á eðli altarissakramentisins, eða öðru nafni heilagrar kvöldmáltíðar (brauðs og víns), er eitt af því sem greinir lútherska menn og kaþólska í sundur og raunar aðrar kirkjudeildir líka, sumar hverjar a.m.k. (%&'(224(5'&" 6!7 8%+$,,% 6 ),,%" 6 9" !,#$ 24(5'& 6 .!,#$ 24(5'&  +2'2 6 :2 24(5' 6 9"!,#$24(5'&                 !"    #$ !  %!  & '( &  $ (! ! )#    *  & %(  &    *  & %  )& +(    %   & ( ,   * ! %  ),,%" )- . /!    )    Úr bókinni: Einar Sigurbjörnsson. Ljós í heimi. Reykjavík 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.