Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 41
ennfremur með tómatbátum, vín- berjahelmingum og steinselju. Ostakaka með ávöxtum Klassísk ostakaka handa sex. Fín með ferskum ávöxtum út á, t.d. kíví og/eða jarðarberjum. Skelin 250 g heilhveitikex 1 tsk kanell 100 g bráðið smjör Fyllingin 500 g rjómaostur 2 dl sykur 3 egg 2 tsk vanillusykur Aukinheldur 3–4 dl sýrður rjómi og ferskir ávextir, t.d. jarðarber og/eða kíví, skornir í sneiðar 1. Myljið kexið vel og hrærið kanel og bráðnu smjörinu saman við. Þrýstið þessu í botninn og upp með barminum á lausbotna formi sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál. Bakið við 175° í 5 mín. 2. Hrærið ostinn til að mýkja hann og að því búnu saman við hann eggj- um, sykri og vanillusykri. Hellið fyll- ingunni yfir botninn og bakið í 45 mín. Látið kökuna kólna í 10–15 mín. Hrærið sýrða rjómann svo hann verði meðfærilegri og smyrjið hon- um svo yfir kökuna og bakið í 5 mín. til viðbótar. 3. Losið kökuna varlega frá brún- um formsins. Látið hana kólna áður en hún er losuð úr forminu. Látið kökuna standa í kæliskáp í nokkra tíma áður en hún er borin fram fag- urlega skreytt með niðurskornum ávöxtum. Eplabaka Best sjóðheit úr ofninum ásamt sýrðum rjóma eða þeyttum. Upp- skrift handa sex. 2 dl bráðið smjör 4 dl haframjöl 2 dl púðursykur ½ tsk salt 5–6 epli rúmlega 1 dl af vatni 2 msk apríkósumauk 1. Setjið ofninn á 180°. 2. Blandið saman í skál haframjöli, púðursykri, salti og bræddu smjöri. 3. Afhýðið öll eplin nema eitt, fjar- lægið kjarnana og skerið þau í þunn- ar sneiðar. 4. Smyrjið eldfast fat og setjið í það til skiptis lag af hafra- mjölsblöndu og eplasneiðum – byrjið og endið á haframjölinu. Dreypið vatninu yfir. 5. Skerið síðasta eplið í þunnar sneiðar með hýðinu og raðið þeim yf- ir fatið, og smyrjið að lokum aprík- ósumaukinu yfir sneiðarnar. Bakið í miðjum ofni í 40–50 mín. Amerískar pönnukökur Þetta er sáraeinföld pönnuköku- uppskrift sem hvaða eldhúsauli sem er ætti að ráða við. Deigið nægir í u.þ.b. 8 kökur. 2 dl hveiti ½ tsk salt 2 tsk sykur (aðeins í pönnukökur með sætri fyllingu) 4 egg 2½ dl mjólk ½ dl (50 g) bráðið smjör 1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Þeytið egg og mjólk saman við og hrærið að lokum bræddu smjör- inu út í. 2. Hitið pönnukökupönnuna eða miðlungsstóra steikarpönnu á miðl- ungsheitri hellu. Gott er að strjúka heitan pönnubotninn með eldhús- pappír vættum í matarolíu áður en sjálf steikingarfeitin (smjör eða olía) er sett á. Bráðin feitin á ekki að vera meiri en svo að hún rétt nái að þekja pönnuna. 3. Þegar feitin er orðin nógu heit (farin að krauma) takið þið til við að steikja fyrstu pönnukökuna. Þegar loftbólur myndast í kökunni og neðra borð hennar er orðið gyllt snúið þið henni við. Gott ráð til að halda pönnukökunum vel heitum á meðan á steikingu stendur er að hafa sjóð- andi vatn í potti á eldavélinni, setja disk ofan á og stafla pönnukökunum á hann. Saltar fyllingar – Sneiðið niður nokkrar beikon- sneiðar og sveppi, steikið og hrærið saman við hreina jógúrt. – Hrærið saman rauðum grá- sleppuhrognum og hreinni jógúrt, kryddið með dilli. – Hrærið saman („skramblið“) á heitri pönnu eggjum, hreinni jógúrt og rifnum osti. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 41 Allt um fermingar Á FERMINGARBORÐIÐ Ljósmynd/Páll Stefánsson Hanna og Áslaug matkonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.