Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORGARALEG FERMING BORGARALEG ferming tíð-kast víða um lönd, hefur t.d.verið við lýði í Danmörkufrá 1914 og í Noregi frá 1952. Að jafnaði velja alls 16% norskra ungmenna þennan kost og í sumum borgum nær talan allt að 20%. Siðmennt, félag áhugafólks um borgaralegar athafnir, hefur í rúman áratug skipulagt borgaralegar ferm- ingar á Íslandi. Sextán ungmenni tóku þátt í fyrstu athöfninni af þeim toga hér, árið 1989, og hefur þátt- takan aukist jafnt og þétt síðan. Vor- ið 2001 hafa 75 ungmenni, víðsvegar að af landinu, kosið að fermast borg- aralega. Aðalfræðarinn er heimspekimenntaður Fermingarnámskeiðið saman- stendur af 12 tvöföldum kennslu- stundum og síðustu árin hefur Jó- hann Björnsson heimspekingur verið þar aðalleiðbeinandi. Að sögn hans var það tilviljun ein sem réði því að hann fór í þessa kennslu fyrir 5 ár- um. Hann var þá nýkominn úr heim- spekinámi við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu, þar sem hann hafði m.a. mikið verið að fást við lífsviðhorf og lífsskoðanir, og var ekki enn kom- inn í fast starf. Þá rakst hann á aug- lýsingu frá Siðmennt, þar sem vant- aði leiðbeinendur til að vera með námskeið fyrir borgaralega ferm- ingu. Var gert að skilyrði að umsækj- endur væru hliðhollir siðrænni mannhyggju. Jóhann sótti um og var ráðinn, ásamt tveimur öðrum. En síðustu þrjú árin hefur Jóhann verið einn með fræðsluna. Heiðarleg skoðana- skipti í fyrirrúmi „Segja má að fermingarfræðslan hjá okkur sé einhvers konar lífsleikn- inámskeið. Það sem ég fer í er sitt lít- ið af hverju, og ég reyni að hafa það sambland af gamni og alvöru. Við lesum mikið greinar í blöðum, oft sem tengjast unglingum, og svo er mikið rætt. Einn tíminn fer t.d. í að fjalla um það hvað er að vera ung- lingur í auglýsinga- og neyslusam- félaginu. Þar er skyggnst á bak við þarfir og gerviþarfir, athugað hvort maður þurfi nú í raun allt sem er á boðstólum. Einnig er rætt um einelti og ofbeldi, skaðsemi fíkniefna o.s.frv. Svo hef ég lagt áherslu á að hafa áhrif til eflingar fjölskyldubandanna, rætt um afstöðu unglinganna til for- eldra sinna, athugað hver eru helstu ágreiningsmálin í fjölskyldum og bent á ýmislegt sem gera mætti til þess að hafa áhrif til hins betra heimafyrir. Siðfræðin er auðvitað afar mikil- væg í þessu ferli öllu. Við förum mik- ið út í lífsviðhorf og -skoðanir. Ung- mennin hafa miklar skoðanir og eru mjög ófeimin að viðra þær, enda er á námskeiðinu gengið út frá tveimur meginreglum sem ætlast er til að þátttakendur virði: Það má vera öðruvísi. Allir hafa sinn rétt til þess að skera sig úr fjöldanum ef þeim svo sýnist; það má hafa mismunandi skoðanir, líta öðruvísi út og klæða sig eftir eigin smekk. Og í annan stað er gengið út frá því að þátttakendur ýki ekki eða plati. Ef ég spyr að ein- hverju þurfa krakkarnir ekki að svara, enginn er skyldugur til að segja neitt, en ef þeir gera það, verða þeir að segja satt. Heiðarleg skoð- anaskipti eru í fyrirrúmi.“ Metaðsókn í þetta sinn Jóhann sagði að töluverð aukning hefði orðið fyrir 5 árum, þegar u.þ.b. 50 ungmenni hafi ákveðið að fermast með þessum hætti, og sú tala hafi haldist að mestu næstu árin. „En svo er mikil aukning í ár, því nú eru þátt- takendur alls 75. Við auglýstum fyr- irhugað námskeið síðastliðið haust og þá gerðist nokkuð sem við höfðum ekki átt von á: fólk utan af landi tók að hringja í okkur og spyrja hvort þetta yrði eitthvað í boði úti á lands- byggðinni. Okkur langaði að koma til móts við þessa einstaklinga, en það náðist ekki tilskilinn lágmarksfjöldi á hverjum stað og því var ekki hægt að senda leiðbeinanda út á land. En samanlagður varð hópurinn að lok- um það stór, að ákveðið var að bjóða fólkinu að koma til Reykjavíkur og vera tvær helgar á námskeiði. Það voru 19 ungmenni sem þekktust boð- ið. Þessir einstaklingar koma síðan aftur og taka þátt í fermingarathöfn- inni í Háskólabíói, sem verður 1. apr- íl næstkomandi; þar verða allir sam- an eða alls 75 ungmenni.“ Þeir sem hafa verið þátttakendur í námskeiðunum koma úr öllum átt- um, að sögn Jóhanns, og eru það jafnvel ungmenni sem eru í trúar- söfnuðum, jafnvel þjóðkirkjunni, en eru ekki tilbúin að strengja trúar- heit. „Sum hafa byrjað að ganga til prests, en ekki líkað alveg; fundið þó hjá sér einhverja trú, en verið reik- andi, ekki getað tekið ákvörðun, og hafa þá komið til okkar og verið með í námskeiði. Þarna hafa komið Vottar Jehóva, fólk úr Ásatrúarfélaginu og svo hinir ýmsu nýbúar, sem hafa þá ekki verið kristnir, s.s. búddistar.“ Fermingarathöfnin Fermingarbörn og aðstandendur þeirra taka virkan þátt í sjálfri loka- athöfninni með tónlistarflutningi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig hefur þekkt fólk úr íslensku samfélagi komið fram sem ræðumenn, og má þar nefna Guðmund Andra Thors- son, Pál Óskar Hjálmtýsson og Þor- vald Þorsteinsson. Þessar athafnir hafa verið haldnar í Norræna húsinu, Listasafninu Hafnarborg, Ráðhúsi Reykjavíkur og frá 1998 í stærsta sal Háskólabíós, eins og verður að þessu sinni. „Ungmennin fá síðan afhent skjöl, sem staðfesta að þau hafi setið þetta námskeið og lokið því. Dagskráin er því ekki ósvipuð og útskrift úr skóla. Þau eru ekki að játast neinu. Nám- skeiðið er liður í því að gera þau að heilsteyptum manneskjum og ábyrg- um borgurum,“ sagði Jóhann að lok- um. Úr bókinni: Árni Björnsson. Merkisdagar á mannsævinni. Reykjavík 1996. Fyrsta borgaralega fermingin á Íslandi, í Norræna húsinu í Reykjavík, 9. apríl 1989. Borgaraleg ferming aldrei vinsælli en nú Siðmennt, félag áhuga- fólks um borgaralegar athafnir, var stofnað árið 1990. Félagið er mál- svari húmanisma (mannúðarstefnu) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir borgaraleg- um athöfnum, þ.m.t. fermingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sú venja hefur skapast að bjóða foreldrum eða forráðamönnum að vera með í eitt skipti á fermingarnámskeiðum Siðmenntar. Áður fyrr var sá dagur í upphafi námskeiðs, en í fyrra var breytt til og hann færður í næstsíðasta skipti. Er þetta hugsað sem kynning og samantekt á því sem þá hefur verið gert. Þegar okkur bar að garði var Jóhann að segja frá ýmsum hnyttilegum tilsvörum ungmennanna úr kennslustundum vetrarins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Björnsson heimspekingur er aðalfræðari í fermingarnámskeiðum Siðmenntar. Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars -Spennandi valkostur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.