Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 43 súkkulaðihúðuðu kaffibaunirnar. Til þess að fá tertuna kringlótta með fullkomnum jaðri er best að setja hringform á disk sem er um 20 sm í þvermál. Ef hugmyndin er sú að hafa tertuna svolítið villta eru allskonar form í boði, og um að gera að láta hugmyndaflugið njóta sín. Þegar val á formi hefur farið fram er múslí- blöndunni þjappað í botninn og súkk- ulaðihúðuðu kaffibaunirnar settar yst í formið. Fyllingin er þá næst og nú er allt í lagi að hækka í viðtæki heimilisins. Matarlímið er leyst upp í köldu vatni í 10 mínútur síðan þarf að vinda það. Rjómaostur, sykur og ex- pressókaffi er hrært og hitað í potti og síðan er matarlíminu skellt úti pottinn. Hræra skal vel í blöndunni áður en hún er kæld og þegar hún er orðin þokkalega köld á að hræra þeytta rjómanum saman við hana: „Hræra varlega,“ sagði Bjarki. Þessi gómsæta fylling er þá tilbúin til þess að fara í formið þar til flýtur yfir botn og baunir. Okkur reyndist erfitt að bíða í þrjá tíma eftir því að Bjarkamæran yrði tilbúin, en biðin var þess virði. Hægt er að skreyta hana með ferskum ávöxtum, súkkul- aðispænum, kannski valhnetukjörn- um en kaffibaunirnar eru alltaf flott- astar. Bjarkamæran mígur svo sannarlega í munni. Peruterta Jasonar 3 perur ¾ bolli af smjöri 1½ bolli sykur 2 egg 2¼ bolli hveiti 1½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt ¾ bolli sterkt, kalt expressókaffi 1 tsk kanilduft Ómissandi ofan á tertuna: ½ bolli hrásykur 1 tsk kanilduft ½ bolli saxaðar valhnetur Byrjað er á því skola perurnar vel og skera þær niður, ekki í alltof stóra bita og ekki alltof litla. Smjörið og sykurinn er sett í skál og pískað sam- an við eggin. Þá verðum við að við- urkenna að sennilega er gott að nota hrærivél á þessu stigi bakstursins, því þegar hræra átti hveitið, matar- sódann og saltið saman við svo úr því yrði deig, spruttu nokkrar svitaperl- ur fram á ennið og kúluvöðvi fór að myndast á hægri handlegg þess sem hrærði. Hvað sem því líður, eru per- urnar settar út í og allt saman sett í smurt form. Ofninn stilltur á 170°C í um 45-50 mínútur og þá er best að taka tertuna út og setja ofan á hana. Þegar hér er komið sögu þarf at- hyglin að vera vel vakandi, því tertan á að fara aftur inn í ofn. Stillið hann á yfirhita í 2-3 mínútur og ekki svara í símann ef hann hring- ir, því við gerðum það og tertan brann við. Gott er að bæta við irish cream-sírópi og minnka sykurinn í uppskriftinni á móti. Ágætt er líka að bera fram ferska ávexti, rjóma eða ís með perutertu Jasonar. Aðalheiður og Sonja mæla sér- staklega með þessum kjúklingarétti og segja hann „alltaf slá í gegn“. Kjúklingabringa með apríkósum og kaffihjúp 1/3 bolli expressókaffi, kælt 1 bolli apríkósusulta, hituð og sigtuð 1/3 bolli sérrí 2 tsk. lime-safi eða sítrónusafi 2 tsk. olía 1 tsk. salt 4 kjúklingabringur Sósa með sýrðum rjóma 1 bolli sýrður rjómi 1 msk. apríkósusulta 4 msk. ferskt kóríander eða steinselja 2 tsk. rifinn appelsínubörkur Blandið saman expressókaffi, sultu, sérríi, lime-safa, olíu og salti. Hellið síðan yfir kjúklingabringurn- ar og látið standa í 4 tíma í ísskáp. Grillið kjúklinginn við lágan hita í 35 mínútur eða þar til hann er gegn- steiktur. Penslið af og til með mar- íneringunni. Öllum hráefnum í sósuna er bland- að saman og skipt niður í 4 skálar eða diska. Skemmtilegt er að skreyta hverja skál eða disk með appelsínu- sneið, lime og kóríander. Kjúklingabringan og skál með sósunni er síðan sett á disk. Fyrir þá sem vilja eitthvert meðlæti eru hýð- ishrísgrjón alveg tilvalin og flestum finnst gott að fá sér líka smá salat eftir að hafa hesthúsað kjúklingnum. Uppskriftin er fyrir 4, en rétturinn er svo góður að oftast er hann fyrir þrjá. Aðalheiður og Sonja mæla sér- staklega með kaffifrauði á eftir veislumatnum. Monte Carlo 300 g dökkt súkkulaði 4 egg 2 dl rjómi, þeyttur 1dl expressókaffi Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði með kaffinu og þeyttum eggjarauð- um bætt saman við. Eggjahvíturnar eru þvínæst þeyttar og settar saman við rjómann, og að lokum er eggja- hvíturjómanum blandað rólega sam- an við eggjarauðusúkkulaðið. Góð- gætið er sett í skálar (okkur finnst svolítið sætt að nota bolla) og kælt í ísskáp í 1 klst. Við prófuðum einnig að setja hrært, ósætt skyr ofan á frauðið og jarðarber efst. Þá fyrst varð Monte Carlo hættulega gott kaffisúkkulaðifrauð Kokkteill frá El Salvador 500 g stórar rækjur 200 g hörpudiskur 200 g humar, skellaus (má nota hvaða skelfisk sem er) Fiskurinn er maríneraður í safa af 4 lime-ávöxtum yfir nótt eða í 6-8 klst. Sósa 3 tómatar, smátt skornir 3 hvítir laukar, smátt skornir 1 bolli tómatsósa úr dós (Hunt́s) 5 msk. lime-safi 5 msk. appelsínusafi salt 2 góð búnt ferskt kóríander, um 30 g. Öllu blandað saman og borið fram með kexi eða ristuðu brauði. Kryddlegin vínber. Sumarsæla með jarðarberjum og súkkulaði. Osta- og sjávar- réttasalat Aðalheiðar Upprunalega uppskriftin var í Gestgjafanum en við breyttum henni töluvert þannig að hún er nú eiginlega orðin okkar nú. Fyrir 8 manns. 300 g rækjur ¼ dós kræklingur 100 g hörpudiskur (steiktur í smjöri og látinn kólna) 1 dós (8 oz) ananasbitar 1 vel þroskaður Camembert-ostur, skorinn í bita ¼ haus icebergsalat, rifinn niður Sósa: majones, sýrður rjómi, an- anassafi, nokkrir dropar sítrónu- safi. Öllu nema salatinu blandað varlega saman. Rétt áður en sal- atið er borið fram er kálinu bland- að saman við. Vínber í rauðvíni og kaffi Vínber í kaffi og rauðvíni eru lekker á borði og bragðast ynd- islega með roastbeef og svínakjöti. Einnig gott með osti og biscotti sem léttur eftirréttur. 1 msk ólífuolía ½ shallotlaukur, smátt skorinn 2 bollar vínber, blá og græn ¼ bolli expressókaffi (gott að hella upp á í mokkakönnu) ½ bolli rauðvín 1 stk kanilstöng 1 msk hunang ½ msk balsamedik ½ msk smjör Olían hituð á pönnu. Laukurinn mýktur í 2 mínútur. Bætið vínberj- unum á pönnuna og látið mýkjast í eina mínútu. Bætið expressóinu, víninu, kanilstönginni og hunangi á pönnuna og sjóðið í 2 mínútur. Takið pönnuna af hellunni og bæt- ið edikinu og smjörinu í og hrærið þar til smjörið er bráðnað. Berið fram sem meðlæti fyrir fjóra. Þessi réttur er einnig góður kald- ur. Á FERMINGARBORÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.