Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 568 4240. Fermingargjafir fyrir unga hestafólkiðHnakkurinn Víkingur m/öllu ................. kr. 76.594. Fermingartilboð ............................. kr. 59.999. Hringsaumað beisli ............................. kr. 8.496. Fermingartilboð. kr. 4.999. Penta öryggishjálmur 3 punkta ............ kr. 3.999 Fermingartilboð. kr. 3.399 Penta öryggishjálmur 4 punkta ............. kr. 6.999. Fermingartilboð. kr. 5.999. Ástundarskóbuxur. Verð frá .............. kr. 9.999. Aigle reiðúlpur. Verð frá .............. kr. 9.999. fremstir fyrir gæði SAGA FERMINGARINNAR Hins vegar fór að bera á áherslu lútherskra manna á aukna kennslu í grundvallarfræðum kirkjunnar. Al- menningur varð núna að læra og kunna ákveðin atriði til að fá að ganga til altaris. Og brátt varð til endurskoðuð útgáfa fermingarinnar, löguð að hinum breytta sið, lúthersk- unni. Helstu efnisþættir í þessari nýju fermingu voru a) próf í kristn- um fræðum, b) fyrirbæn og c) bless- un. Prestur mátti framkvæma þessa athöfn og gerði árlega í hverju prestakalli. Fermingaraldurinn var nokkuð breytilegur, allt eftir því hvernig börnin eða ungmennin voru stödd í fræðunum; kirkjan setti ákveðnar þekkingarkröfur fram, sem þau urðu að standast. Á 18. öld voru fermingarbörnin þó venjuleg- ast á aldrinum 9–12 ára. Síðar fóru menn að efast um, að börn á þeim aldri væru nægilega þroskuð til að geta tekið fermingarathöfnina með þeim skilningi og alvöru sem nauð- synlegt þótti. Í kjölfar þess hækkaði fermingaraldurinn nokkuð, og varð brátt svipaður og nú er. Á Spáni tíðkast þó enn, á okkar dögum, barnafermingar, í einhverjum tilvik- um. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum beitti sér fyrir því að ferming væri tekin upp í Hólabiskupsdæmi á þessum tíma, fyrst árið 1596. Var formið sem hann notaði þó af dálítið öðrum toga en hér áður var nefnt. Í því fólst ekki yfirheyrsla í kristnum fræðum, eins og tíðkaðist annars staðar meðal lútherskra, og talin var undirstaða fyrstu altarisgöngu ung- menna, heldur voru efnisþættirnir a) játning trúarinnar, b) endurnýjun skírnarheitanna, c) bæn með handa- yfirlagningu, og d) neysla kvöldmál- tíðarinnar. Er talið að þetta form hafi verið í notkun í Hólabiskups- dæmi í u.þ.b. 100 ár, eða a.m.k. til ársins 1694. Ekki er vitað hvort ferming var tekin upp í Skálholts- biskupsdæmi á þeim tíma. Hin lútherska ferming lögfest hér 1741 Fyrir miðja 18. öld var hin lúth- erska ferming svo lögfest um gjör- vallt danska ríkið; gengu fyrirmæli þess efnis í gildi hér á landi árið 1741. Nú var lögð áhersla á innlifun ein- staklingsins í trúarsannindin (áhrif frá píetismanum eða heittrúarstefn- unni svokölluðu), í stað hreinnar þekkingarkunnáttu áður (sem hafði verið fyrir áhrif rétttrúnaðarins). Ferma átti annaðhvort í kringum Úrbanusmessu (25. maí) eða að haustinu til, um Mikjálsmessu (29. september). Þessi tilhneiging er enn við lýði á okkar dögum, einkum þó vortíminn, og mest þá um hvíta- sunnu. Margir kristnir trúflokkar viður- kenna ekki barnaskírn, heldur telja að maður verði að hafa ákveðna þekkingu til að bera áður en skírn er þegin. Og eins hitt, að fara þurfi nið- ur í vatnið, á kaf. Þær kirkjudeildir eru ekki með fermingu. Börnunum er ungum gefið nafn og þau blessuð, og þegar aldur er talinn nægilegur (og þroski), ákveða þau sjálf hvort þau vilja láta skírast. Oft er það um svipað leyti og ungmenni fermast, þ.e.a.s. í kringum 14 ára aldurinn, en getur þó verið bæði fyrr og síðar. Nafngjöf og skírn eru tvennt ólíkt. Áður fyrr voru þessar athafnir ná- tengdar, einkum vegna þess, að talið var að sá illi gæti náð sál barnsins, ef hann vissi nafn þess, og ekki væri enn búið að veita því skírn. Þess vegna fannst mönnum öruggast að láta ekkert uppi um nafnið fyrr en við skírnarlaugina. Enn eimir eftir af þessum sið á okkar tímum – að halda nafni barnsins leyndu þar til prest- urinn spyr – en fólk er búið að gleyma því sem að baki liggur. Úr bókinni: Hjalti Hugason (ritstjóri). Kristni á Íslandi. IV. bindi. Reykjavík 2000. Fermingarveisla haldin í tjaldi á Valþjófstað árið 1910. Fermingarbarnið, Jón Þórarinsson, er lengst til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/RAX Ferming að hætti lútherskra manna í Bústaðakirkju í Reykjavík 13. apríl 1991. Ekki er víst að ferming hafi nokkru sinni lagst af með öllu hér á landi eftir siðbreytingu. A.m.k. er ljóst að Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup beitti sér fyrir því að hún yrði almennt tekin upp og Gísli Jónsson Skálholtsbiskup tók brátt undir við hann. Guðbrandur tekur af skarið og gefur árið 1596 út rit, þar sem hann mælir fyrir um, að í Hólabisk- upsdæmi skuli upp tekin ferming og lýsir svo þeirri athöfn. Rit þetta er jafnan nefnt „Sú rétta con- firmatio“, eftir þremur fyrstu orðum í titlinum. Mun það vera elsta leiðbeining um fermingu í lúth- erskum sið á Norðurlöndum. Hún virðist sniðin eftir kirkjuskipan frá Lauenborg í Neðra-Saxlandi 1585. Hér má sjá titilsíðu þessa rits Guðbrands.                        !"#$ %&'()*%+$,,%"   !($ ),,%) -,%), ./#$!&("$" ),,%)0(($ 1*+'!,,,% $2 33333333 3 3 3 3 33 3 3 3 3 3 3 3                  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.