Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 28
28 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Erum flutt Hverfisgötu 50, sími 552 2690 BORÐSKREYTINGAR BLEIKAR borðskreytingarvirðast fremstar meðaljafningja í augnablikinu áfermingarborðið, segir Nanna Björk, þótt stelpur séu nán- ast jafnmikið hrifnar af bláa litnum líka. Ef hægt er að lýsa tískunni í borðskreytingum í fáum orðum dett- ur henni fyrst í hug að segja að þær séu áberandi væmnari en áður, sér- staklega litirnir, og séu jafnvel dálít- ið fljótandi, eða bara óraunveruleg- ar. Nanna stakk upp á fjórum mis- munandi gerðum skreytinga, sem ættu að falla flestum í geð, bleikri og blárri, „fönkaðri“ í tveimur skærum litum og einni með páska- og aust- rænu ívafi. „Bleikt, ljósblátt og fjólu- blátt eru dálítið áberandi litir núna og skreytingar í þeim dúr örlítið „baby“-legar, en fólk virðist alveg óhrætt við þessa liti núna. Í bleiku skreytingunni setti ég saman brúð- arslör og bergfléttu í bland, í þeirri bláu valdi ég kaldan og stífan efnivið til mótvægis,“ segir hún. „Fönkaða“ skreytingin er bleik og appelsínugul, hvöss með beinum lín- um, ágengum litum og fljótandi bleikri gerberu í vaxskál. „Í bláu skreytinguna setti ég vafn- inga af organsa ofan í glervasa með hænsnaneti, en organsa er mikið notað í skreytingar í augnablikinu, og skreytti með blaðlausum rósum. Í mínum huga er skreyting víðtækari en margir virðast álíta, hún er í raun framlenging á sínu nánasta um- hverfi, sama í hvaða stíl það er. Hún er meira eins og þema sem látið er ganga út í gegnum veisluna eða hús- næðið og öll smáatriði skapa heild- armynd.“ Austræna skreytingin með páska- blænum minnir á vorið, í henni eru túlípanar og brúðarkolla í glærum vasa. „Mér finnst hún einföld og páskaleg og ganga til dæmis á sushi- borðið eða eitthvað þess háttar,“ segir hún. Nýir straumar gera vart við sig reglulega í innanhússskreytingum þótt fagfólk sé í raun alltaf að finna hjólið upp aftur og aftur. „Þær tengj- ast í raun byggingarlist, fatahönnun og innanhússhönnun,“ segir hún. „Sem stendur er mikið um litað vatn í skreytingum, sem látið er standa í glærum vösum með einföld- um blómum. En mér finnst sjálfri mest spennandi að vinna með „fönk- aða“ og skæra liti, sem ögra viðtekn- um hugmyndum um litablöndun en skapa stílhreina heild um leið.“ Nanna Björk segir fermingar- stelpurnar jafnhrifnar af bláum skreytingum og bleikum, en er ekki jafn viss um piltana, sem ekki virðast blanda sér að ráði í þá umræðu. Ein- hverjir virðast líka vilja skreyta í kringum kransakökur með styttum, að hennar sögn, þótt eitthvað hafi dregið úr því í gegnum tíðina. Hvað sumarið varðar hefur Blum- enbüro í Hollandi lagt línur sem segja fyrir um ljósar skreytingar þar sem væmnin er síst á undanhaldi. Klaus Wegener og Profil Floral benda aftur á móti í átt að Andy Warhol. Bleikt, blátt og örlítið væmið Þótt ferskir vindar blási annað veifið í blóma- og borðskreytingum er ekki svo auðvelt að fara of langt frá upprunanum. Nanna Björk Viðarsdóttir, verslunarstjóri í Breiðholtsblómum, lagði til fjögur tilbrigði við fermingarborð. Tilbrigði við hænsnavír og „organsa“. Bleikt og rómantískt á fermingardaginn. „Fönkuð“ fermingarskreyting. Nanna Björk Viðarsdóttir, versl- unarstjóri í Breiðholtsblómum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fermingarskraut með páskalegum og austrænum blæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.