Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 21 séu þeir menn sem taka megi til fyrirmyndar um hvernig nálgast skuli Krist. Þeir varpi á hann eng- um skugga en lýsi leiðina til hans. Sakramenti er verknaður sem látinn er tákna nærveru Krists, nokkuð sem hann er sagður hafa látið eftir sig á jörðinni til að auð- velda mönnum að nálgast sig. Sakramenti kaþólskra eru sjö en lútherskir telja sig aðeins finna tveimur þeirra stað í máli Jesú Krists. Skírnin og altarissakra- mentið eru þau tvö sem bæði kaþ- ólskir og lútherskir iðka. Hin sér- kaþólsku eru: Ferming, hjónavígsla, prestsvígsla, sakramenti sjúkra og sakramenti iðrunar (skriftir). Lúth- eri fannst sjálfum flest sakramenti kaþólskra góðir siðir og skriftir tíðkuðust lengi innan lútherskrar kirkju. En hann neitaði að telja at- hafnirnar til þeirra sakramenta sem Kristur fyrirlagði. Sakramenti eru óafturkallanleg fyrir Guði. Því verður hjónavígsla ekki afturkölluð í kaþólskri kirkju, með öðrum orðum hjónaskilnaðir eru bannaðir. Þeir eru hins vegar heimilaðir í lútherskum sið. Mun- urinn er þó að vísu ekki alveg svo skýr; ef sýnt þykir að heit hafi ekki verið gefið af heilindum, við kaþ- ólska hjónavígslu, má ógilda vígsl- una. Hreinsunareldurinn Þeir menn eru til, samkvæmt kaþólskum, sem eru syndugir en eru þó ekki allar bjargir bannaðar; þeir munu eiga kvalafulla vist í hreinsunareldinum til að hreinsast af syndum sínum eftir dauðann, en fá þar eftir að lifa með Guði. Lúth- erskir finna enga stoð í ritningunni fyrir hugmyndunum um hreinsun- areldinn og hafna þeim því. Ýmsir aðrir siðir sem fylgja hinni kaþólsku kirkju vegna hefðarinnar hafa verið niður lagðir meðal lúth- erskra, til dæmis að konur fái ekki gegnt prestsembætti. Margir guðfræðingar hafa starf- að í langri sögu kaþólsku kirkj- unnar og greint á um margt. Sama má segja um hinn lútherska söfnuð. Þannig eru til margar misjafnar út- leggingar, ekki aðeins á Biblíunni, heldur og á Biblíuskilningi Lúthers. Það sem hér fór á undan er vonandi nokkuð sem flestir útleggjendur myndu þó fallast á.“ [Heimild: Vísindavefurinn. Birt með leyfi. Millifyrirsagnir eru blaðsins.] LÚTHERSKIR OG KAÞÓLSKIR            1',  ; < 2! 2  (    2 , , %  4 2/  !,  , , %   '),  !,  , , %  =  ' >, * +' !,  , , %  +  ! ,> , *+ '! , , , %      $  , , %"  52 22 4  $ , , %    !,  , , %  ? !2 !@ ' ! , , , %  1 < 2)! , , , %  A* )+ <! , , , %  ! 2 ) ! , , , %  ), A(!"! )!,,,%"  & 0!   !  1     ! "   !    +. 0         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.