Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 32
32 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARSKEYTIN ÞÓTT starfsemi Ritsímanshafi tekið allmiklum breyt-ingum frá 1906, þegarLandsíminn tók til starfa, eru símskeytin enn á sínum stað. Faxtækið og tölvan hafa að vísu sett strik í reikninginn og starfsmönnum þar með fækkað, en símskeytasend- ingar innanlands eru að sögn samt sem áður með miklum blóma. Aldís Einarsdóttir yfirsímritari hefur verið starfsmaður Ritsímans til fjölda ára, eða allt frá árinu 1955, þegar hún var 15 ára. „Ég byrjaði sem skeytaskrásetj- ari, varð síðar talsímavörður og fór á endanum í símritaranám,“ segir hún um starfsferil sinn. Réttritun, tungumála- kunnátta og nákvæmni Óli Gunnarsson deildarstjóri upp- lýsir að starfsmenn Ritsímans hafi á sínum tíma annað hvort komið úr röðum loftskeytamanna, eða farið út í starfsnám í símritun. En auk þess að kunna á tilheyrandi tæki var gengið út frá því að starfsfólk við símritun væri gott í réttritun, ís- lensku og öðrum tungumálum, og ekki síst nákvæmt í vinnubrögðum. Nýir tímar hafa að vísu dregið úr þörfinni fyrir mikla tungumálakunn- áttu, þar sem skeytasendingar milli landa hafa dregist mjög mikið sam- an, en innanlandsmarkaðurinn er enn á sínum stað. Helstu skeytin eru almenn skeyti, heillaskeyti, hraðskeyti, samúðar- skeyti og skeyti til skipa og segir Óli að um 25.000 skeyti séu send til fermingarbarna þessa tvo mánuði ársins sem fermingarnar standa yfir. „Ætli Pálmasunnudagur sé ekki stærstur, þá fá um 1.000 börn á land- inu heillaskeyti og þar af 700 í Reykjavík,“ segir Óli og Rafn Bald- ursson varðstjóri bætir við. „Í dag koma 11 manns að daglegum rekstri Ritsímans en þegar mestu annirnar voru í skeytasendingum hér á árum áður voru rúmlega 30 manns að vinna í einu.“ Eru þremenningarnir algerlega sammála um að starf á Ritsímanum sé „mjög skemmtilegt“ þótt kannski hafi verið meira líf í tuskunum hér á árum áður. „Það var meiri félags- skap að hafa áður en skeytin voru sett á staðlaðra tölvuform. Vélarnar hafa gert starfið líflausara. Áður fyrr fór eitt skeyti í gegnum margra manna hendur. Einn tók skilaboðin niður á ritvél, annar taldi orðafjölda, sá þriðji setti á það númer, sá fjórði vélritaði á réttan pappír, sá fimmti las það yfir og sá sjötti setti það í um- slag. Þá átti sendillinn eftir að fara með það til viðtakandans,“ segja þau. Starfsmenn Símans eru bundnir þagnarskyldu um vinnu sína og það sem þeir verða áskynja í vinnutím- anum og segir Óli ritsímadeildina hafa verið lata við að halda til haga sérkennilegum kveðjum. „Þó er til ein saga um skeyti sem sent var út á land á þeim tíma er símasamband var hvað verst. Skeyt- ið var lesið upp í síma og áttu skila- boðin að hljóða eitthvað á þessa leið: Lengið frestinn. Undir þeim átti svo að standa Fiskur, sem sagt er að hafi verið nafn á fyrirtæki. Útkoman varð hins vegar þessi: Hengið prest- inn. Biskup. Ég sel hana ekki dýrara en ég keypti,“ segir Óli. Virðing borin fyrir skeytum Annað dæmi er af manni sem hringdi í Ritsímann til þess að senda heillaóskaskeyti, en gat ekki fundið upp á viðeigandi áletrun, svo hann sagði við viðtakandann: Hafðu það bara eins og þú vilt. Starfsmaðurinn tók þessa beiðni niður af mikilli sam- viskusemi og skeytið barst viðtak- anda með kveðjunni: Hafðu það eins og þú vilt. Veit Óli ekki til þess að þessi sending hafi haft nokkur eft- irmál. Mikilvægi Ritsímans var afger- andi framan af síðustu öld vegna slæms símsambands og nefnir Óli sem dæmi að jólakveðjur hafi ekki hætt að berast fólki með skeytum fyrr en snemma á áttunda áratugn- um. Óli og Rafn eru báðir loftskeyta- menn og byrjuðu að vinna hjá Rit- símanum 1967 og 1969. Segja þeir starfsmenn taka þagnarskylduna al- varlega og að sérhvert frávik frá þeirri reglu sé tekið föstum tökum. „Sendingar á almennum skeytum hafa farið vaxandi undanfarið, sér- staklega frá lögfræðingum og fleiri aðilum, til dæmis vegna vanskila, innheimtu og boðana af ýmsu tagi. Fólk ber virðingu fyrir skeytum og okkur er tjáð að þessar sendingar leiði til viðbragða af hálfu viðtakanda í um 95% tilvika,“ segir Óli. Pönkaðar fermingarkveðjur Heillaóskir eru oftast með hefð- bundnu sniði og hefur fólk úr nokkr- um stöðluðum útgáfum að velja, ef það kærir sig um, þótt hverjum og einum sé frjálst að semja texta frá eigin brjósti. „Það er helst að ferm- ingarbörnin sendi hvert öðru popp- aðar, pönkaðar og fríkaðar ferming- arkveðjur, eða eitthvað í þeim dúr,“ segir Óli. Ærumeiðandi eða klámfengin skeyti eru ekki liðin og sé innihaldið reiðilegt er sest á rökstóla áður en lengra er haldið. „Einn og einn er síðan með skeytamaníu, eins og til dæmis mað- urinn sem alltaf sendi Bandaríkja- forseta skeyti þegar hann var fullur. Hann fór ávallt fram á að fá staðfest- ingu á móttöku tilbaka og fékk æv- inlega skilaboð um að Hvíta húsinu hefði borist sendingin. Þá áttu ýmsir til að senda ráðamönnum þjóðarinn- ar mörghundruð orða skeyti um hvaðeina sem þeim lá á hjarta,“ segja Óli og Rafn. Starfsmenn Ritsímans fara stöku sinnum í kynnisferðir til annarra landa, einkum til Skandinavíu og segir Óli að endingu að skeytahefð Íslendinga sé mun ríkari en annarra Norðurlandaþjóða – að frændum vorum Færeyingum undanskildum. Þess má að lokum geta að ferm- ingarskeyti eru borin út seinnipart dags. Þau sem berast fyrir klukkan 14 eru borin í hús milli 15 og 19 og þau sem send eru fyrir klukkan 19.30 eru færð viðtakanda eftir klukkan 20. Rafn Baldursson, Aldís Einarsdóttir og Óli Gunnarsson hafa unnið hjá Ritsímanum í háa herrans tíð. 25 þúsund skeyti til ferm- ingarbarna Á fermingardaginn rignir heillaóskum yfir ferming- arbarnið, til dæmis með fermingarskeytum. Með- altalsfjöldi skeyta á hvert barn á höfuðborgarsvæð- inu er 6–7, segja Aldís Einarsdóttir, Óli Gunnarsson og Rafn Baldursson sem hafa starfað hjá Ritsímanum í háa herrans tíð. Rafn og Aldís taka niður skeyti.Handskrifað símskeyti frá 1957. Ný skeyti frá Ritsímanum. Hátíðleg gerð af fermingarskeyti sem ekki er hægt að fá lengur en alltaf verið að spyrja um. Landvættirnir prýddu símskeyta- eyðublöð til skamms tíma. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.