Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 18
STELPURNAR eru mikið fyrir kjóla, bæði eina sér og kjóla við buxur,“ segir Sigrún Guðný Mark- úsdóttir, rekstrar- og innkaupa- stjóri Top Shop í Lækjargötu. Helstu litirnir eru bleikt, blátt, lillablátt og hvítt og segir Guðný stelpurnar líka hrifnar af toppum við pils. Pilsin ná niður að hnjám eða niður á miðja kálfa og topp- arnir til dæmis með stuttum erm- um, örlítið flegnir og bundnir að aftanverðu. Blúnduhanskar í sama dúr og hanskamenning níunda ára- tugarins hafa rutt sér rúms í ferm- ingartískunni að þessu sinni, sem og netsokkabuxur, að vísu hvítar, ljósbláar og ljósbleikar. Við fötin velja stelpurnar síðan aðallega opna bandaskó, bæði þykkbotna og með hæl, og eru þeir einkum lillabláir og svartir. Vinsælasta samsetning- in er kjóll við buxur og segir Sigrún svo virðast sem mömmur ferm- ingarbarnanna fái að ráða talsvert meiru um fatavalið en hún hefði haldið. „Ætli hlutföllin séu ekki 50/ 50 hvað þetta varðar,“ segir hún. Helstu aukahlutirnir eru spennur í hárið, blómanælur í föt og litlar, bleikar töskur, sem einhverjar kváðust ætla að hafa sér til fulltingis í kirkjunni. Notagildið haft í fyrirrúmi Fermingardrengirnir eru í þríhnepptum jakkafötum, ljósgráum og svörtum með beinum buxum, en skyrturnar í bjartari litum. Svo sem bleiku, dökkfjólubláu, ljósbláu og hvítu, og bindi höfð í sama lit. Við jakkafötin eru þeir stund- um í venjulegum spariskóm en líka í kamellitum hjólabrettas- kóm eða strigaskóm úr leðri í alls kyns litum. „Mér finnst margir vera að hugsa um notagildið og reyna að velja föt sem þeir geta verið í síð- ar, í sitt hvoru lagi og við önnur tækifæri,“ segir Sigrún Guðný að lokum. Morgunblaðið/Golli Buxnakjólar, blúndu- hanskar og bleikar töskur Fermingarstelpurnar eiga kost á litríkum fötum að þessu sinni, segir Sigrún Guðný Markúsdóttir í Top Shop. Mikið er um ermalausa kjóla og eins toppa og pils fyrir dömurnar. Herrarnir eru síðan í jakkaföt- um en í leðurstrigaskóm eða hjólabrettaskóm. Dömurnar kjósa ermalausa kjóla, ýmist við síðbuxur eða sokkabuxur. Pils og toppar eru einn möguleiki, líka blúnduhanskar frá síðustu öld og litlar töskur. Fermingarherrarnir velja jakkaföt, litfagrar skyrtur og bindi og leðurstrigaskó. 18 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vorvörur Mikið úrval Stærðir 36-52 (S-3XL) Skyrta 5.580 Toppur 1.420 Pils 4.780 Sandalar 3.660 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. FERMINGARTÍSKAN Ef varan fæst ekki í búðinni þá færðu hana úr pöntunar- listunum. Listarnir á 1/2 virði núna Austurhrauni 3, Gbæ., Hf. sími 555 2866 Ódýrara en erlendis GRUNNURINN að ómót- stæðilegum kaffisopa er ný- brennt og ilmandi kaffi. Með- höndlun kaffisins er álíka mikilvæg og valið á kaffi- baununum og rétt geymsla, mölun og uppáhelling á kaffinu tryggir kaffiunn- endum ljúf- fengan bolla. Í fyrsta lagi er nauðsyn- legt að nota rétta mæliskeið, sem er um það bil 10 grömm og skeiðin sem kaffimeistarar um heim allan mæla með. Ef sjálfvirk kaffikanna er notuð er best að hitastig vatnsins sé 96 gráður þegar það renn- ur gegnum kaffið. Hlutföllin eru fimm mæliskeiðar á móti hverjum lítra lindarvatns (í átta bolla). Best er að hella kaffinu strax á kaffibrúsa sem hefur verið hitaður með heitu vatni fyrst. Hið eina sem þarf að spá í að þessu loknu er með hverju á að bera fram kaffið. Bragðmikið kaffi hentar vel eftir mat og mildara kaffi með kökum og sætabrauði. Úr upplýsingabæklingi Kaffitárs. Ein leið til þess að hella upp á könnuna Ljósmynd/ÁS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.