Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 10
Á höfuðborgarsvæðinu erustarfandi þrír fríkirkju-söfnuðir, sem allir eigaupphaf sitt í þjóðkirkjunni, ef grannt er skoðað. Þetta eru Frí- kirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuð- urinn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Fríkirkjan í Reykjavík er upp- haflega klofningur úr Dómkirkju- söfnuðinum í Reykjavík, 1899, og Óháði söfnuðurinn í Reykjavík klofningur úr Fríkirkjunni, 1950. Og Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði var stofnaður árið 1913, eftir að klofningur varð í Garðapresta- kalli hinu forna, vegna umræðu um byggingu kirkju í Hafnarfirði. Einu fermingarbarninu kennt á Netinu Allir hafa þessir söfnuðir verið í örum vexti síðustu árin, og jafnvel svo að leikur á tugum prósenta. Óháði söfnuðurinn hefur t.d. tvö- faldast á síðustu fimm árum; 1. desember árið 2000 voru innan vé- banda hans 2.268 manns. Pétur Þorsteinsson hefur verið prestur safnaðarins á umræddu tímabili. Við höfðum af því spurnir að ferm- ingarfræðslan þar væri með dálítið öðru sniði en í þjóðkirkjunni, svo ákveðið var að kanna málið nánar. Þegar okkur bar að garði, í heima- húsi eins fermingarbarnsins vel að merkja, var síðasti undirbúnings- tími vetrarins að hefjast. „Í upphafi fræðslunnar á haustin hittumst við heima hjá mér og er- um hálfan dag heima á prestsetr- inu og endum svo í Vesturbæjar- lauginni, syndum þar og erum í heita pottinum og sullum,“ hefur Pétur mál sitt. „Þá ná krakkarnir að kynnast og brjóta ísinn. Þegar ég kom að þessu fyrst 1995 voru fermingarbörnin ekki nema 8 en nú eru þau orðin 18 og eitt á Netinu. Það er piltur sem býr í „drauma- landinu“ BNA og við sendumst á milli. Hann svarar fermingar- spurningunum á Netinu, ég leið- rétti hann og svo kemur hann heim í vor og fermist í Gúllasguðsþjón- ustunni, 24. júní. Nafnið er til kom- ið vegna þess að eftir messu borð- um við nautagúllas að ungverskum hætti; organistinn okkar er nefni- lega frá Ungverjalandi og hann matreiðir þetta á sína vísu, með til- heyrandi kryddum úr heimalandi sínu. Mömmumaturinn er bestur. Ég veit reyndar ekki til þess að svona fræðsla hafi áður farið fram á Netinu.“ Rjómatertur í fermetravís „Fermingarfræðslan hefur svo verið þannig í vetur, að við höfum hist heima hjá krökkunum til skipt- is, milli þrjú og fimm á laugardög- um, daginn fyrir messur,“ heldur prestur áfram. „Einn klukkutími hefur þá farið í fræðslu og umræð- ur um grundvallaratriði kristinnar trúar. Svo klukkan fjögur tökum við okkur hálftíma hlé og krakk- arnir eru saman og drekka og eta og mæðurnar sjá um viðurgerning- inn á heimilinu, eins og fyrri dag- inn – það er afar sjaldgæft að feð- urnir séu í þessu – og þá eru heilu fermetrarnir af rjómatertum settir fram á stofuborðið og við tökum lappirnar niður á meðan og fáum að njóta þess sem þar er borið á borð. Um hálffimmleytið er bæna- stund; ég hef gítarinn með og við syngjum tvö þrjú lög og biðjum fyrir starfinu. Foreldrarnir eru alltaf með í því og svo förum við aftur í fræðsluna og ljúkum dæm- inu klukkan fimm.“ Samfélagið dýrmætast En hvaða fermingarkver skyldi Pétur nota í undirbúningnum? „Ég nota „Líf með Jesú“; það er ágætis bók,“ segir hann. „Hún er þó meira til hliðsjónar, sem grunn- ur til að ganga út frá; öll börnin eru þó með hana. Þau hafa mætt mjög vel í fermingarfræðsluna og ekki verið kvöð á þeim að hittast. Þau taka frá þessa daga og láta þetta ganga fyrir. Í lok vetrar er ég svo vanur að spyrja þau hvað þeim hafi fundist skemmtilegast í tengslum við undirbúninginn. Og svörin eru yfirleitt á þá leið, að það sé ekki fræðslan sjálf, eins og kannski gef- ur að skilja, því innrætingin er svo mikil alls staðar, í skólanum og hvarvetna. Það sem þeim finnst skemmtilegast er samfélagið, þeg- ar þau hittast heima hvert hjá öðru eða fara í sund saman og ærslast.“ Nánast eins og í þjóðkirkjunni En hvað með athöfnina sjálfa í kirkjunni; er hún áþekk því sem er í „ömmukirkjunni“? „Fermingarathöfnin hjá okkur er alveg eins og í þjóðkirkjunni; það eina sem ég breyti er að ég segi upphafs- og lokaorð frá eigin brjósti, en formið er nákvæmlega eins. Við notum sömu sálmabók og þjóðkirkjan, og ég sömu handbók og þjóðkirkjuprestarnir, enda er sama kenning í gangi. Það er mjög gott samstarf milli fríkirknanna þriggja – Óháða safn- aðarins, Fríkirkjunnar í Hafnar- firði og Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem byggja allar á sama grunni. Við höfum átt samstarf um æsku- lýðsstarf og annað í þá veruna, hittumst alltaf á haustmisserinu með allan fermingarhópinn og höf- um einu sinni haft messu í Skál- holti allir þrír, þannig að það hefur verið gott samstarf á milli og er. Þetta er í síðasta skiptið sem við hittumst núna og þá förum við í heita pottinn. Við erum svo heppin að þessir foreldrar eiga heitan pott úti í garði,“ segir Pétur að lokum, hress að vanda og þess albúinn að leggjast í sjóðheitt vatnið að lokn- um vel heppnuðum fermingarund- irbúningi vetrarins. Þjóðkirkjan er ekki sú eina af meiði evang- elísk-lútherskrar kristni sem býður til ferm- ingarathafna á Íslandi, því samhliða henni eru Fríkirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafn- arfirði og Óháði söfnuðurinn í Reykjavík. Pétur Þorsteinsson er prestur hins síðast- nefnda og beitir gjarnan óhefðbundnum að- ferðum við að kenna ungdómnum fræðin. Uppskeran er líka eftir því góð. Morgunblaðið/Jim Smart Hér er lunginn úr fermingarhópnum saman kominn og presturinn í forgrunni. Eitt fermingarbarnanna á heimili í Bandaríkjunum en fær kennslu um Netið, kemur heim í sumar og fermist 24. júní. Gítarinn er nauðsynlegt hjálpartæki í fermingarfræðslunni, enda söngur allra meina bót. Og svo verður að æfa hvernig fermingarathöfnin gengur fyrir sig í kirkjunni. Fermingarundirbúningnum lýkur í heita pottinum 10 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARFRÆÐSLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.