Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 14
14 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ ÝMSU SNIÐI Óhætt er að segja að það verði dálítið óvenjuleg fermingarathöfn í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ á skírdag næstkomandi, 12. apríl, því fjögur systkinabörn munu þá fermast saman og hafa kirkjuna útaf fyrir sig. Þetta eru Aðalsteinn Sigfússon, Bjarni Valgeirsson, Elv- ar Már Halldórsson og Freyja Rós Haraldsdóttir. Þau voru öll skírð 1. ágúst 1987 í Hagakirkju á Barðaströnd, og var það jafnframt síðasta prestverk sr. Þórarins Þórs, en hann var þá prestur á Patreksfirði og raunar prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi líka. Ekkert þeirra upp- frætt í sömu kirkju Þau hafa verið í fermingarund- irbúningi á mismunandi stöðum, en þó öll notað sömu bókina, Líf með Jesú. Aðalsteinn hefur verið í uppfræðslu hjá prestunum í Graf- arvogi, Bjarni hefur verið í Selja- kirkju, Elvar Már í Fella- og Hóla- kirkju og Freyja í Hagakirkju á Barðaströnd. Aðalsteinn segir að ferming- arundirbúningurinn sé á mið- vikudögum í hverri viku, og þau leysi úr verkefnum úr bókinni og svoleiðis í tímunum. Bjarni segir að fræðslan sé á þriðjudögum, og þau eigi að lesa eitthvað heima, fái svo vinnublöð og síðan sé rætt um efnið. Elvar segir að þetta sé að mestu eins í Fella- og Hóla- kirkju. Og Freyja segir að prest- urinn hafi komið vikulega á Barða- strönd og lesið yfir kaflann með fermingarbörnunum, talað um inni- haldið og spurt krakkana svo út í efnið. Öll eru þau ánægð með bókina. „Hún er þægileg; ekki allt of mikl- ar pælingar í henni,“ segir Bjarni. Og hin taka undir. Korkur og vín En hver skyldi hafa ákveðið, að þau ættu að fermast saman? „Mömmur okkar,“ svarar Að- alsteinn að bragði, alls ófeiminn. Og hin flissa. Og hvað segja vinir og kunn- ingjar um þetta? „Ekkert,“ segir Freyja. „Ég held að þeir viti nú bara ekki um þetta,“ segir Bjarni. „Það voru all- ir að spyrja af hverju ég fermdist ekki með hinum í árganginum mínum, og þá svaraði ég því bara, að ég ætlaði að fermast með þremur frændsystkinum mínum,“ segir Aðalsteinn, og er bara stolt- ur af þessu, enda hreint engin ástæða til annars. En finnst þeim eitthvað standa upp úr eftir veturinn, hvað snertir fermingarfræðsluna? „Nei, ekkert sem við munum,“ segja Bjarni, Elvar Már og Freyja. En Aðalsteinn er á öðru máli. „Mér finnst eftirminnilegast þegar við máttum ganga til altaris og fá kork og vín,“ segir hann. Öll hlakka þau mikið til ferming- ardagsins og það er sr. Jón Þor- steinsson, sóknarprestur í Mos- fellsprestakalli sem fær það ánægjulega hlutskipti að ferma þessi hressu og kátu frændsystk- ini. Boðskortið er skemmtilegt, að ekki sé meira sagt, og lítur svona út. Talið frá vinstri: Aðalsteinn, Elvar Már, Freyja Rós og Bjarni. Systkinabörnin voru öll skírð í Hagakirkju á Barðaströnd 1. ágúst 1987. Myndin var tekin heima í stofu eftir athöfn- ina. Talið frá vinstri: Aðalsteinn, Freyja Rós, Elvar Már og Bjarni. Óvenjuleg fermingarathöfn Morgunblaðið/Kristinn Þessi systkinabörn munu fermast saman 12. apríl næstkomandi í kirkjunni sem er í baksýn, Lágafellskirkju í Mos- fellsbæ. Talið frá vinstri: Elvar Már, Aðalsteinn, Freyja Rós og Bjarni. Krístín Bjarnadóttir Sum hinna kristnu trúfélaga á Íslandi, s.s. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Krossinn og Fríkirkj- an Vegurinn, viðurkenna hvorki barnaskírn né fermingu. Vörður Leví Traustason er forstöðumaður Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu í Reykjavík. Hann var spurður að því hvers vegna ungmenni þar væru ekki skírð nýfædd og síðan fermd, eins og víða annars staðar tíð- kast. „Það er einfaldlega vegna þess, að á þetta er hvergi minnst í Biblíunni,“ sagði Vörð- ur. „Ferming þýðir staðfesting og það sem verið er að gera með fermingunni, er að viðkomandi er að staðfesta það sem foreldr- arnir gerðu við barnið ómálga. Börnin eru hrein þegar þau koma í þennan heim og því þarf ekki að hreinsa þau af synd með því að skíra þau. Í Markús- arguðspjalli 10:13-16 sagði Jes- ús: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. Og hann tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.“ Börnunum tilheyrir Guðs rík- ið. Af þessum sökum hvorki skírum við börnin né fermum þau. Við færum hins vegar börnin okkar fram fyrir söfn- uðinn og blessum þau, eins og Jesús gerði. Þegar viðkomandi er kominn til vits og ára og vel- ur sjálfur að ganga þennan veg trúarinnar, skírum við niðurdýf- ingarskírn, þar sem hann grefur gamla lífið sitt og gerir sáttmála við frelsara sinn, Jesúm Krist. Þeir unglingar sem eru á fermingaraldrinum, þ.e.a.s. 13 og 14 ára, fá góða fræðsu sem við köllum „unglingafræðslu“. Hún stendur yfir tvo vetur. Meðan ég var forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri endaði ég þessa fræðslu með því að kalla unglingana upp í ræðu- púltið og spyrja þar nokkurra spurning út úr efninu sem við höfðum farið yfir og að lokum blessaði ég þau. Þessi aldurs- hópur er að ganga út í erfið ár og miklar freistingar sem bíða, svo ekki er vanþörf á að biðja fyrir þeim,“ sagði Vörður. Engin barna- skírn og því engin ferming Morgunblaðið/RAX „Börnunum tilheyrir Guðs ríkið. Af þessum sökum hvorki skírum við börnin né fermum þau. Við færum þau hins vegar fram fyrir söfnuðinn og blessum þau, eins og Jesús gerði,“ segir Vörður Levi Traustason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.