Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 26
26 C LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÖRÐUN L ÍNA Rut naut aðstoðar Margrétar Friðriksdóttur förðunarfræðings, sem hún kveður í raun sína hægri hönd, og afréðu þær að leggja til mismunandi úrfærslur til þess að sýna fjölbreytni þótt möguleikarnir séu nánast endalausir. Fermingar- stúlkurnar fjórar, Björg, Katrín, Rakel og Sigga, voru fyrirsætur sem fyrr. Græntóna glimmer Á augu Bjargar völdu Lína Rut og Margrét glimmer með grænum tóni og upplýsir Lína að glimmer geti bæði virkað hvítt, en breytt lit þegar ljós fellur á það, og með allskyns lit- brigðum. Gott er að setja vaselín saman við glimmerið til þess að það tolli betur á að hennar sögn. Auk glimmersins var málað í kringum augun með grænum blýanti, augabrúnir litaðar með brúnum augnskugga og gloss sett á varirnar. Lína Rut segir stúlkur á þessum aldri ekki þurfa meira undirlagen fljótandi meik eða litað dagkrem. Kökumeik sé alger óþarfi, nema nauðsynlegt sé að fela húðvandamál af einhverju tagi. Þá mælir hún hvorki með kinnalit né varalitablýanti fyrir ungu stúlk- urnar. „Þær þurfa ekkert á því að halda. Á þessum aldri er oftast það mikil fylling í vörunum að teiknaðar útlínur eru alger óþarfi. Hins vegar mega þær nota blýant ef þær ráða vel við hann og kunna að mála fallega og beina línu. Það reynist hins vegar mörgum konum vandasamt, hvað þá svona ungum stúlkum,“ segir hún. Bleikt og fjólublátt Sigga var máluð með fjólubláum og bleikum augnskugga. „Litirnir frá Hard Candy, sem ég þekki best, eru með léttri sanseringu sem ekki er jafnafgerandi og glimm- eraugnskugginn sem minnst var á. Við máluðum fyrst í kringum augun með feitum blýanti frá þeim og sett- um augnskuggann ofan í hann. Með þessu móti festist augnskugginn mjög vel og ekki þarf að hafa áhyggj- ur af því að hann fari fljótt af. Glimmer og sanseraðir augnskuggar eiga til að fara af eða hrynja niður á andlitið en með því að nota blýantinn undir festist augnskugginn betur á. Ekki er víst að tími sé til þess á ferm- ingardaginn að vera stöðugt að kíkja í spegilinn,“ segir Lína Rut. Þá settu þær örlítið af vínrauðum augnskugga í ytri augnkróka Siggu og máluðu örmjóar línur kringum augun með dökkbláum blýanti. Á varirnar settu þær mattan vara- lit og gloss yfir. Ein næstum ómáluð og önnur öll í brúnu Katrín var máluð með örlitlu af möttum augnskugga og brúnum blýanti og fékk smávegis af glossi á varirnar. Rakel var einvörðungu máluð með sanseruðum brúnum lit- um. Til þess að sniðganga ekki mæður fermingarbarna máluðu Lína Rut og Margrét andlit Margrétar Kristínar tónlistarkonu, sem að vísu er ekki að fara að ferma alveg strax, en alveg á réttum aldri til þess að sýna muninn á förðun yngri og eldri kvenna. „Magga Stína er förðuð með bleiku og vínrauðu alveg eins og Sigga en með silfurlitan blýant í innri augnkrókum til þess að fá fram bjartara yfirbragð. Einnig settum við á hana bleikan kinnalit, bleikan lit á augnbein, þykkt- um varirnar með blýanti og settum á þær mattan varalit og gloss. Magga Stína er reyndar með þannig andlit að hún þolir ansi margt þegar förðun er annars veg- ar,“ segir Lína Rut en upp úr 30 er betra fyrir konur að vanda litavalið að hennar sögn. Bjartari liti með árunum „Því eldri sem konan er, því bjart- ari liti þarf hún til þess að draga fram ferskleika húðarinnar. Eitt dæmi er brúnn augnskuggi sem margar konur nota með góðum ár- angri á unglingsárum en ekki er víst að henti þeim jafn vel þegar árin færast yfir. Sumar geta notað plómulitan skugga eða brún- an með bleikum tóni, en það gildir ekki um allar. Lína Rut hefur gert tvö myndbönd þar sem hún kennir yngri og eldri konum að farða sig eftir aldursskeiði. Farið er hratt yfir sögu til þess að sýna sem flestar út- færslur og er förðun yngri kvenna til dæmis sýnd í styttri útgáfu á myndband- inu fyrir þær eldri, enda hætta konur ekki endilega að fylgjast með förð- unartískunni eftir 30. „Þær vilja sjá hvernig ungu stúlkurnar mála sig og ég sýni þeim fjölda lita- samsetninga og hvar þær mega nota glimmer og sanseringu og hvar ekki þegar aldurinn færist yfir, svo dæmi sé tekið. Of mikil sansering getur til dæmis dregið fram poka í kringum augun. Sumar mæður eru líka á móti því að ungar dætur þeirra séu að mála sig mikið, en ef það er rétt og vel gert, er allt í lagi að leyfa þeim það stundum,“ segir hún. Alls ekki slæmt að eldast Konurnar í myndböndunum eiga allar sameiginlegt að vera ekki fyr- irsætur og eru á öll- um aldri og segist Lína Rut hafa viljað sýna konum fram á að fyrirsætur séu ekki endilega fullkomnar, heldur oftast bara góður grunnur að byggja á til þess að sýna andlitsfarða og föt. „Konurnar í myndböndunum gætu allar verið fyrirsætur sjálfar þótt þær séu það ekki,“ segir Lína Rut að síðustu og tekur undir þá skoðun margra kvenna að ekki sé jafnslæmt að eldast á yfirborðinu og maður gæti ætlað. „Því eldri sem ég verð að utan, því betur líður mér að innan,“ segir Lína Rut Wilberg förð- unarmeistari og listmálari að lokum. Andlitsförðun við allra hæfi Katrín var lítið máluð, með brúnum og möttum litum. Konur þurfa að breyta litavali með aldrinum. Björg með grænan glimmeraugn- skugga og grænan augnblýant. Margrét Kristín tónlistarkona var förðuð með bleiku og vínrauðu. Morgunblaðið/Ásdís Rakel var máluð með brúnum sanseruðum litum. Sigga var förðuð með vínrauðum, bleikum og fjólubláum augnskugga. Sumar mæður eru á móti því að ungar dætur þeirra séu að mála sig en ef það er gert rétt horfir málið öðruvísi við Þessi stúlka heitir Inga og er um tvítugt. Guðfinna er 24 ára og tekur miklum breytingum með förð- uninni, eins og sjá má. Margar stúlkur á fermingaraldri fylgjast vel með tískunni og fyrir þær sem farða sig er mest um vert að kunna dálítið til verka. Lína Rut Wilberg förð- unarmeistari og listmálari bjó til nokkur tilbrigði við andlitsförðun á fermingardaginn, en leggur áherslu á að best fari á lítilli förðun við sjálfa athöfnina. FYRIR OG EFTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.