Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 23 GAMAN OG ALVARA Í fermingarundirbúningi vill margt skemmtilegt gerast, eins og þeir lesendur eflaust kannast við sem hafa gengið þann veg. Í bókunum „Þeim varð á í mess- unni“ og „Þeim varð aldeilis á í messunni“, sem innihalda gam- ansögur af íslenskum prestum, er að finna nokkur dæmi af þeissum toga og er sumt af því birt hér að neðan. En það hins vegar sem ekki er að finna í nefndum bókum hafa klerkar látið blaðinu í té og eru þeim hér með færðar þakkir fyrir. Allt eiga þetta að vera atburðir sem gerðust í raun og veru. ----------------------- Sr. Sigurður Norland var m.a. prestur í Tjarnarprestakalli í Vestur- Húnavatnssýslu. Hann var eitt sinn að uppfræða börn fyrir fermingu. Lagði hann ríkt á við þau að iðka bænina og sagði: „Þið eigið að biðja til guðs á hverjum degi. Það geri ég.“ Síðan bætti hann við: „En þegar eitthvað bjátar á, þá gríp ég til minna ráða...“ ----------------------- Presturinn á Djúpavogi var búinn að útskýra gang fermingarathafn- arinnar margítrekað fyrir þeim ung- mennum sem áttu að fermast um vorið. Og sérstaklega hafði hann farið í gegnum atferli þeirra við grát- urnar. Þau áttu bara að segja einu sinni „já“, þegar hann spurði: „Vilt þú leitast við... o.s.frv.“ og ekkert umfram það. Þetta skildu auðvitað öll fermingarbörnin. En svo þegar að athöfninni sjálfri kom, varð spennan minninu yfirsterkari hjá einum drengnum, því um leið og hann er búinn að krjúpa og prestur tekur í hönd hans og segir: „Friður sé með þér,“ hrekkur ósjálfrátt út úr þeim stutta, svo að hljómar um alla kirkju: „Já, sömuleiðis!“ ----------------------- Annar prestur fyrir austan var að reyna að fræða nokkur ungmenni um kristna trú, enda leið þá óðum að fermingu. Þetta gekk heldur treglega, og þá sérstaklega með einn piltinn, sem alls ekki virtist með á þessum flóknu nótum. Loks var presti nóg boðið. Og til að gefa honum nú kost á að svara einhverju rétt, spurði hann: „Segðu mér nú eitt, vinur. Hvort erum við kristinnar trúar, búddatrúar eða múham- eðstrúar?“ Pilturinn varð þungt hugsi um stund, en leit svo á prestinn og sagði, hikandi og með spyrjandi augnaráði: „Múhameðstrúar...?“ ----------------------- Í fermingarmessu var lítill dreng- ur sífellt að spyrja móður sína um ýmislegt sem fyrir augu bar. Móðirin sussaði ítrekað á hann, með heldur litlum árangri þó. Síðast sagði hún: „Það er bara presturinn sem má tala.“ Þá hrópaði sá stutti: „Þá ætla ég sko að verða prestur!“ ----------------------- Að lokinni fermingu í Grafarvogs- kirkju er það venja að stillt er upp fyrir hópmynd af fermingarbörnum ásamt presti. Eitt sinn, þegar verið var að undirbúa slíka myndatöku, varð sr. Vigfúsi Þór Árnasyni á að segja: „Bíðið aðeins. Ég þarf að laga hárið.“ Þá heyrðist í einum fermingardrengnum: „Það er nú ekki mikið að laga.“ ----------------------- Fermingardrengur einn í höf- uðborginni, sem var að fara með trúarjátninguna fyrir prest sinn, ruglaðist aðeins í ríminu og sagði án þess að blikna: „Ég trúi á heil- agan anda, heilaga almenna kirkju, samvinnufélag heilagra...“ ----------------------- Og að lokum þetta. Einu sinni áttu nemendur sr. Árelíusar Níels- sonar að skrifa trúarjátninguna eftir minni. Það varð öllu verra hjá einum drengum, en þeim sem ruglaðist í sögunni hér á undan, því hann skrif- aði: „Kristur var getinn af Pontíusi Pílatusi, píndur undir Maríu mey, steig á þriðjudögum til heljar...“ „Sam- vinnufélag heilagra“ Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar í nágrannalöndum á trú og lífsskoðun unglinga. Hér á landi hef- ur hins vegar ekki farið mikið fyrir slíkum rannsóknum. Skólaárið 1996-97 hófst ég handa við að kanna trúarviðhorf, trúariðk- un og trúarskilning barna og ung- linga í þrem árgöngum grunnskóla, þ.e. 5., 7. og 9. bekk. Við val á ár- göngum var miðað við að eitthvert nám hefði farið fram í kristnum fræðum (5. bekkur), að börnin stæðu á mótum hlutbundinnar og óhlut- bundinnar hugsunar samkvæmt kenningum innan þróunarsálarfræði (5. og 7. bekkur) og að um væri að ræða aldurshópa fyrir og eftir ferm- ingu (7. og 9. bekkur)... Úrtakið var svokallað klasaúrtak... Úrtakið varð 1.311 börn eða rúm 400 úr hverjum árganganna þriggja. Spurningalistar með 40 spurningum voru síðan lagðir fyrir í þeim þrettán skólum sem lentu í úrtakinu og skil- aði sér 1101 svar eða 84% af úrtaki... Fyrsti hluti rannsóknarinnar snerist um að gera sér mynd af guðstrú og guðsmynd barnanna og unglinganna og hvaða gildi trú á Guð hefur í þeirra huga. [Úr rannsókn Gunnars J. Gunn- arssonar lektors í Kennaraháskóla Íslands, á trú og trúariðkun barna og unglinga. Greinin birtist í heild sinni í Bjarma 1. tbl. 1999.]    F'"$"$="$!52'D E #  ?2,, '    2' 67,," 67,," 67,," Unglingar og trú Útsölustaðir: Reykjavík: Verslanir Hans Petersen, Myndval í Mjódd, Beco ehf. Kópavogur: Hans Petersen. Garðabær: Framköllun Garðabæjar ehf. Hafnarfjörður: Filmur & Framköllun. Keflavík: Verslunin Hljómval. Vestmannaeyjar: Bókabúðin - Penninn. Selfoss: Hans Petersen. Akureyri: Pedromyndir. Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars. Ísafjörður: Penninn - Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf. Akranes: Penninn - Bókabúð Andésar Nielssonar. www.hanspetersen.is LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL R Ú N A Falleg hönnun, stór skoðari og stórir stjórntakkar. Góð vél fyrir byrjandann Verð: 6.690 C a n o n P R I M A B F - 9 S Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukort. Einföld og meðfærileg. Tilboðsverð: 11.900.- með tösku. C a n o n I X U S M 1 Nýjasta Ixus myndavélin með aðdráttarlinsu. Hlaut hin eftirsóttu EISA verðlaun 2000-2001 í flokki APS myndavéla. Fjölmargir möguleikar í myndatöku. Tilboðsverð: 17.990.- C a n o n I X U S Z 5 0 Falleg og stílhrein myndavél á frábæru verði. Fer vel í hendi og er einföld í notkun. Aðdráttarlinsa fyrir nærmyndir sem og landslags- myndir. Canon taska fylgir. Tilboðsverð: 12.390- (13.990.- með dagsetningu). C a n o n P r i m a Z o o m 7 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.