Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 C 19 FERMINGARFÖT Fegurðin kemur innan frá Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473. „Ekki sést getið um nein sérstök fermingarföt fyrr en langt er liðið á 19. öld og verslun við útlönd hafði aukist að miklum mun. Börnin voru blátt áfram fermd í sínum bestu föt- um eða lánsflíkum, stúlkur oftast í peysufötum nokkuð fram yfir alda- mót. Einnig kom fyrir á síðustu ára- tugum aldarinnar að þær væru í hvít- um kyrtlum með stokkabelti. Piltar voru oftast í dökkum vaðmálsfötum. Síra Árni Þórarinsson segir svo frá fermingarklæðum sínum árið 1874: „Ég var í svartri vaðmálstreyju með horntölum, í svörtum vaðmáls- buxum og vesti, með svartan silkiklút um hálsinn og brydda sauðskinnsskó á fótum.“ Steinþór á Hala fékk sín fyrstu að- keyptu klæði við ferminguna árið 1907: „Nú, svo líður að fermingunni, það er keypt í fermingarfötin. Ég kemst það hærra í mannvirðingarstiganum á Hala heldur en Þórbergur. Ég á ekki að fermast í heimaunnum föt- um, heldur var keypt efni í föt handa mér. Og efnið kostaði 11 krónur, fyr- ir utan fóður. Og skórnir sem ég fermdist á, þeir voru keyptir af Katli Jónssyni sem þá var til heimilis að Gerði; nokkuð slitnir skór, og kost- uðu tvær krónur. Þetta voru fyrstu útlendu skórnir sem ég steig á, og ég þóttist nokkuð mikill maður með mönnum, þegar ég steig fyrst á skóna.“ Tryggvi Emilsson átti hinsvegar engin fermingarföt tiltæk þegar hann átti að kristnast árið 1916: „En þessu bjargaði faðir minn við á síðustu stundu og keypti föt á forn- sölu, voru það stuttbuxur gráar og grá treyja, fylgdi þessu skyrta með lausum kraga og bindi, ekki var ég ánægður innra með mér, þar sem vani var að nota svört föt við svona athöfn en nú varð að tjalda því sem til var og tók nú ráðskonan til óspilltra málanna að breyta fötunum sem voru alltof stór.“ Kringum 1920, og þó heldur fyrr í kaupstöðum, tók ný fermingartíska að ryðja sér til rúms og hélst í stórum dráttum fram á miðja 20. öld. Stúlkur voru þá í kjólum sem oftast voru hvít- ir eða í björtum lit en drengir í dökk- um jakkafötum. Út af þessu gat þó brugðið og dæmi eru þess að stúlkur fermdust í svörtum kjól. Fyrst í stað gátu bæði kyn notað fermingarklæðin sem spariföt en þegar líða tók á 20. öld fór slíkt að þykja óþolandi hallærislegt, einkum fyrir stúlkur. Þær brugðu stundum á það ráð að lita fermingarkjólinn og nota sem ballkjól. Sú skoðun heyrðist að það væru nánast helgispjöll að nota fermingarkjólinn á dansleik. Því færðist mjög í vöxt að börn fengju svonefnd eftirfermingarföt. Þetta gat að sjálfsögðu þýtt tvöföld útgjöld fyrir foreldra. Oft voru málin því leyst með því að fá fermingarkjóla að láni. Eftir miðja 20. öld varð lausnin fermingarkyrtlar fyrir bæði kyn. Hugmyndina að þeim átti síra Jón M. Guðjónsson á Akranesi og var fyrsta ferming í kyrtlum árið 1954.“ Í bestu fötum Ef eitthvað í mannheimi tekur breytingum með jöfnu millibili, er það blessuð tískan. Árni Björnsson kann frá ýmsu af því tagi að segja. [Árni Björnsson: Merkisdagar á mannsævinni. Reykjavík 1996. Bls. 182–184.]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.